Morgunblaðið - 19.06.2002, Side 26

Morgunblaðið - 19.06.2002, Side 26
26 C MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Á rtúnshöfðinn í Reykjavík hefur lengst af verið iðnaðarhverfi, en nú er skrifstofu- og þjónustustarf- semi að sækja inn inn í þetta hverfi í vaxandi mæli á kostnað hefðbund- innar iðnaðarstarfsemi. Þetta er svipuð þróun og átt hefur sér stað í sumum öðrum iðnaðarhverfum borg- arinnar. Þannig var Múlahverfið iðnaðar- hverfi til að byrja með og vélaverk- stæði og skurðgröfufyrirtæki þar áberandi. Síðan tóku verzlunar- og þjónustufyrirtæki að sækja inn í Múlahverfið og iðnfyrirtækin hop- uðu, fyrst inn á Skeifusvæðið og það- an upp á Ártúnshöfða. Þegar þetta gerist er ástæðan yf- irleitt sú, að iðnfyrirtækin treysta sér ekki til þess að greiða jafnhátt kaupverð eða húsaleigu og verzlun- arfyrirtækin fyrir húsnæðið. Svipuð þróun hefur átt sér stað að undanförnu við Borgartún, en ný glæsileg skrifstofu- og verzlunarhús hafa risið þar í stað gamalla iðnaðar- húsa. Þessari uppbyggingu er þó hvergi nærri lokið, því að áformað er að reisa enn fleiri glæsilegar nýbygg- ingar við Borgartún á næstunni. Nú er svipuð þróun hafin á Ár- túnshöfðanum, en þar hafa alls konar iðnaðarhús verið mest áberandi. Borgin og höfuðborgarsvæðið í heild eru stöðugt að þenjast út og gömul iðnaðarsvæði henta þá síður fyrir þá starfsemi, sem þau voru ætlað fyrir í upphafi. Reynslan sýnir, að þegar byggðin þenst út, þá flytja iðnfyrir- tækin sig út í jaðrana. BYGG, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars, er nú með í undirbúningi tvær stórbyggingar við Bíldshöfða 9 í Höfðahverfi á lóð, sem áður tilheyrði Hampiðjunni. Lóðin er á horni Breið- höfða og Bíldshöfða á mjög áberandi stað, þannig að húsin verða afar sýni- leg og eiga vafalaust eftir að setja mikinn svip á umhverfi sitt. Bæði húsin verða átta hæðir. „Hver hæð er um 700 fm, kjallarinn er 1.035 fm og efsta hæðin, sú áttunda, er inndregin og um það bil 500 fm að stærð. Möguleiki er á að tengja húsin saman og fá út úr því allt að 11.000 fm húsnæði,“ segir Gylfi Guðjónsson arkitekt, en teikni- stofa hans annaðist deiliskipulag lóð- arinnar og vinnur að hönnun húsanna. „Húsin eru hugsuð sem skrifstofu- og þjónustuhúsnæði, sem gefi kost á miklum sveigjanleika í innra skipu- lagi og henti fjölþættri og síbreyti- legri starfsemi framsækinna fyrir- tækja, ekki sízt í tölvugeiranum,“ heldur Gylfi áfram. Henta fyrirtækjum af ýmsum stærðum „Húsin munu því henta fyrirtækj- um af ýmsum stærðum, stórum, meðalstórum og jafnvel litlum starfs- einingum, þar sem nokkrir aðilar geta verið um hverja hæð. Talsvert verður í þessi hús lagt og allur frágangur mjög vandaður. Hús- in verða þannig einangruð að utan og klædd annaðhvort með málmklæðn- ingu eða flísum. Gott útsýni verður frá þessum húsum yfir sundin til norðurs og vesturs, til Esjunnar og út á sundin. Að sögn Gylfa verður reynt að gæta þess, að sem flestar vinnustöðvar í húsunum hafi gott útsýni. Morgunblaðið/Arnaldur Horft niður Breiðhöfða. Bæði húsin verða átta hæðir. Hver hæð er 700 fm, kjallarinn er 1.035 fm og efsta hæðin, sú átt- unda, er inndregin og um það bil 500 fm að stærð. Möguleiki er á að tengja húsin saman og fá út úr því allt að 11.000 fm rými. Húsin eru til sölu- og leigumeðferðar hjá Fasteignamarkaðnum. Lóðin er á horni Breiðhöfða og Bíldshöfða á mjög áberandi stað, þannig að húsin verða afar sýnileg og eiga vafalaust eftir að setja mikinn svip á umhverfið. Tölvuteikning/Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Frá vinstri: Gunnar Þorláksson og Gylfi Ómar Héðinsson, aðaleigendur BYGG, sem byggir húsin, og Gylfi Guðjónsson arki- tekt, hönnuður húsanna. Myndin er tekin á byggingarlóðinni. Ártúnshöfði fær andlitslyftingu BYGG ehf. hyggst reisa tvær stórbyggingar við Bíldshöfða Ártúnshöfðinn á eftir að breyta um yfirbragð í fram- tíðinni. Magnús Sigurðsson kynnti sér fyrirhugaðar nýbyggingar BYGG við Bíldshöfða 9. Þær verða átta hæðir og samtals um 11.000 ferm. Húsin standa við Bíldshöfða 9 við hliðina á húsi Hampiðjunnar. Neðra húsið sést naumlega en efra húsið þeim mun betur á tölvuteikningunni til vinstri, þar sem húsin eru sett inn í landslagið. Allt þjónusturými, svo sem lyfta, snyrt- ingar, kaffistofur, geymslur og fleira, er í sérbyggingu, til hliðar við vinnusvæðin og tengjast aðalhúsi með glerbyggingu. Þetta leiðir til þess að skrifstofurýmið býður upp á mikla möguleika í nýtingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.