Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
S
tig af stigi þróast mál til þeirrar áttar, að
ráðist verði í virkjun við Kárahnjúka og
smíði álvers í Reyðarfirði. Um leið og Alcoa
kom til sögunnar, breyttust vinnubrögð og
ákvarðanir voru teknar með skipulegri
hætti en áður hefur verið gert í málinu. Þó er enn fyr-
irvari í málinu, því að Alcoa hefur ekki gert endanlega
upp hug sinn.
Reynslan af samningaviðræðum við Norsk Hydro,
þar sem ritað var með hátíðlegum hætti undir tvær
viljayfirlýsingar af tveimur iðnaðar- og viðskiptaráð-
herrum, Finni Ingólfssyni og Valgerði Sverrisdóttur,
sýnir, að slíkar yfirlýsingar jafngilda ekki ákvörðun
um, að ráðist skuli í framkvæmdir. Jafnframt má minn-
ast þess, hvernig fór fyrir yfirlýsingum, sem Jón Sig-
urðsson, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, rit-
aði undir um álver á Keilisnesi.
Alþjóðafyrirtækin tefla á heimsvísu og taka ákvarð-
anir með hliðsjón af þeim samanburði, sem við þeim
blasir. Þar á meðal skiptir þau máli, hvernig þjóð-
félagsumræður eru um áform þeirra í einstökum lönd-
um. Hér var á dögunum vakin athygli á ofstopafullum
málflutningi Kolbrúnar Halldórsdóttur alþingismanns,
þegar hún ræddi við blaðamann The New York Times
og sagði íslensk stjórnvöld ekki lengur biðjandi á
hnjánum fyrir framan alþjóðlega álfursta, heldur hefði
þjóðin verið „aflimuð“ og stæði á stúfunum, auk þess
sem hér væri bananalýðveldi.
Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar og álvers í
Reyðarfirði eru ekki allir eins ofstopafullir í gagnrýni
sinni eins og Kolbrún Halldórsdóttir. Til marks um það
er grein eftir Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld og
rektor Listaháskóla Íslands, hér í blaðinu síðastliðinn
miðvikudag. Niðurstaða hans er þó sú, að fari svo fram,
sem horfir, eigi „stálin eftir að mætast stinn“ og ekki sé
unnt að sjá fyrir, hvernig þeim slag lykti. Finnst hon-
um stjórnvöldum ekki hafa tekist að afla eins mikils
stuðnings við áform sín og vænta hefði mátt, meðal
annars vegna þess að fólk sé hætt „að trúa leiðsögn að
ofan í hversdaglegum málum, og í umhverfismálum er
djúpstæð vitundarvakning sem við fyrst nú erum rétt
að greina“.
x x x
Framtíðin mun leiða í ljós, hvort þessi orð H
rætast, en á stjórnmálavettvangi var breið sam
um Kárahnjúkavirkjun, þegar Alþingi heimila
8. apríl sl. og af þingflokkum voru aðeins vinst
einhuga gegn henni, en atkvæði féllu þannig a
þingmenn samþykktu virkjunina, níu voru á m
tveir sátu hjá. Í hópi andstæðinga fyrir utan vi
græna voru þær Rannveig Guðmundsdóttir og
Sveinbjarnardóttir, þingmenn Samfylkingarin
Sverrir Hermannsson, þingmaður frjálslyndra
Málið var að sjálfsögðu mikið rætt á Alþingi
ofan í saumana á öllum þáttum þess, enda eiga
menn síðasta orðið um heimildir til virkjana. H
þeirra verið meira ræddar í þingsölum en einm
Kárahnjúkavirkjun, auk þess sem ákvörðun um
er byggð á lögum um umhverfismat, þar sem f
kvæmdavaldinu eru settar reglur um það, hve
staðið skuli að verki í þágu náttúru og umhver
isverndar.
Stjórnmálamenn eru almennt ekki sérfræði
umhverfismálum eða náttúrufræðum, þótt þei
um slík mál. Þess vegna vænti ég þess alls ekk
Guðmundur Ólafsson, rithöfundur og náttúruf
ingur, geti öðlast nýjan skilning á þessum málu
fyrrnefndri grein um ofstopann í málflutningi
brúnar Halldórsdóttur. Þar var fjallað um mál
Kolbrúnar í ljósi stjórnmálaskoðana hennar, e
hún fram sem stjórnmálamaður og fór hrakyr
stjórnarfar í eigin landi.
Guðmundur Ólafsson lætur í ljós þá skoðun,
hefði átt með öðrum hætti um þessi ummæli K
brúnar, en ég geti það ekki, enda „stóriðjutrúa
sem í því orði felst. Hann getur ekki unnt Þjóð
safni Íslands þess að njóta stuðnings frá Land
en með honum sé „ímynd þjóðarinnar rústuð h
bítandi innanfrá sem utan“. Hann spyr mig: „H
vernda náttúru, þjóðararf og menningarverðm
hálendi Íslands ef stjórnvöld gera það ekki?“ F
sendan í spurningunni er röng eins og sú tilgát
mundar, að ég hafi troðið Landsvirkjun inn í Þ
minjasafnið.
VETTVANGUR
Enn um virkjanau
eftir Björn Bjarnason
Þ
eir milljarðar jarðarbúa sem
ekki fjárfesta í bandarískum
hlutabréfum hafa aðallega
áhyggjur af einu vegna verð-
fallsins á gengi bandarískra
hlutabréfa. Mun niðursveiflan á hlutabréfa-
markaði draga bandaríska hagkerfið með
sér í fallinu og hafa þar með áhrif á efna-
hagsmál um allan heim? Þetta er grundvall-
arspurning, því að margar fjármálabólur
hafa getið af sér hrun í framleiðslu og á at-
vinnustigi.
Við getum einungis leitt líkur að því hvað
muni gerast. Mín ágiskun er hins vegar sú
að Bandaríkin munu sleppa með mildan
samdrátt í hagvexti. Bjartsýni mín kann að
virðast úr takt við raunveruleikann á sama
tíma og gengi hlutabréfa hríðfellur nær
hvern einasta dag og í ljósi þess að í öðrum
ríkjum hefur hrun á hlutabréfamarkaði leitt
til efnahagskreppu ef litið er til sögunnar.
Hún virðist heldur ekki vera í samhengi
við hina veikburða hagstjórn Bandaríkj-
anna. Bush forseti tók þá glæfralegu
ákvörðun að gera skattalækkun fyrir þá
ríku að forgangsverkefni sínu í efnahags-
málum. Hann er verndarsinni, ekki fríversl-
unarsinni. Jafnt Bush sem Cheney varafor-
seti eru nú undir smásjánni vegna
hugsanlegs viðskiptamisferlis á meðan þeir
voru kaupsýslumenn.
Hvernig stendur þá á því að ég er þetta
bjartsýnn? Skýringin á því fæst með því að
kanna tengslin á milli hlutabréfamarkaðar-
ins og annarra þátta í hagkerfinu.
Þegar uppsveifla á sér stað á hlutabréfa-
markaði og gengi hlutabréfa er keyrt upp af
sjálfsöruggum fjárfestum ýtir hlutabréfa-
markaðurinn undir almenna hagsveiflu.
Neytendur, sem eiga hlutabréf, finnst sem
að þeir séu ríkari en áður og neysla þeirra
eykst. Þessir sömu neytendur taka lán út á
hlutabréfaauð sinn til að kaupa fasteignir,
bíla og aðra dýra hluti.
Að auki eiga fyrirtæki auðveldara með að
fá lánsfé eða afla sér fjár fyrir fjárfesting-
um og því verður uppsveifla í fjárfestingum
atvinnulífsins. Bankar veita heimilum og
fyrirtækjum er eiga hátt metin hlutabréf
lán á hagstæðum kjörum í þeirri trú að
nægilegt veð sé í hlutabréfaauðnum. Er-
lendir fjárfestar dæla að auki inn fé í þeim
tilgangi að „fá hluta af kökunni“.
Þegar uppsveiflunni á hlutabréfamarkaði
lýkur og gengi hlutabréfa hrynur snýst
dæmið við. Það dregur úr neyslu og fjár-
festingum. Bankar draga úr útlánum. Þess-
ir þættir ýta undir niðursveiflu í efnahags-
lífinu. Það er mjög líklegt að draga muni úr
hagvexti í Bandaríkjunum rétt eins og
raunin hefur verið í hinum væga efnahags-
samdrætti undanfarinna tveggja ára.
Tvennt getur þó valdið því að minni hag-
vöxtur verði að samdrætti eða jafnvel
kreppu: Hrun á hlutabréfamarkaði getur
valdið allsherjar bankakreppu líkt og gerð-
ist í Japan, Mexíkó og nú nýlega í Argent-
ínu. Bankar standa skyndilega frammi fyrir
því að fá ekki endurgreidd lán. Þeir geta
jafnvel verið á barmi greiðsluþrots og verða
að draga verulega úr útlánum. Stundum
gengur þetta svo langt að sparifjáreigendur
fara að óttast um innstæður sínar og taka
þær úr bönkunum. Ef sparifjáreigendur
fara á taugum getur það leitt til þess að er-
lendir fjárfestar ákveða að flýja þar sem
draumsýnin um auðfenginn auð er að breyt-
ast í fjármálalegt öngþveiti. Ríkið stendur
því skyndi
leikum og
skuldum s
framleiðslu
Mína hóg
að Bandar
kreppu né
rískir bank
vegna ásta
Og jú það
enn frekar
arkreppu.
Bandarís
styrka stöð
eftirlit er á
léleg útlán.
eru góðu f
ríkjanna e
gjaldmiðlu
Bandarík
skroppa m
Kórea sem
síðastliðnu
mikið af do
um lánardr
að draga m
Sparifjár
hættu á a
Mun hrunið á
bandarískum
hlutabréfamarkaði
leiða til kreppu?
eftir Jeffrey D. Sachs
© The Project Syndicate.VANVIRÐA VIÐ ALÞINGI
OG ALMENNING
Umboðsmaður Alþingis hefur í tví-gang á undanförnum vikumkveðið upp álit í málum, þar sem
borgararnir hafa kvartað undan stjórn-
sýslu samgönguráðuneytisins. Í báðum
tilvikum upplýsist í áliti umboðsmanns
að vinnubrögð ráðuneytisins eru fyrir
neðan allar hellur – ekki hefur ráðuneyt-
ið einasta gengið á svig við lög og brotið
rétt á þeim, sem kvartað höfðu, heldur
tók það sér í öðru tilfellinu níu mánuði til
að svara fyrirspurn umboðsmanns vegna
málsins og í hinu tilfellinu heilt ár! Í síð-
arnefnda málinu þurfti fjögur ítrekunar-
bréf og fjölda símtala til að knýja ráðu-
neytið til að veita embætti umboðsmanns
Alþingis efnisleg svör um afstöðu þess í
málinu.
Fyrst eftir að umboðsmaður Alþingis
tók til starfa árið 1988 bar talsvert á því
að ráðuneyti sinntu illa fyrirspurnum
hans og svöruðu bréfum seint. Það var
harðlega gagnrýnt og ráðherrar og emb-
ættismenn lofuðu bót og betrun. Það
sætir því furðu að hálfum öðrum áratug
eftir að embættið var stofnað skuli annar
eins slóðaháttur enn viðgangast í stjórn-
arráðinu. Það er eins og menn gleymi því
stundum til hvers embætti umboðs-
manns var sett á fót. Hlutverk þess er
m.a. „að gæta þess að stjórnvöld virði
rétt einstaklinga og samtaka þeirra“ og
„að jafnræði sé virt í stjórnsýslustörfum
og að stjórnsýsla sé að öðru leyti í sam-
ræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti“.
Embættið var jafnframt stofnað til að
styrkja stöðu Alþingis gagnvart fram-
kvæmdavaldinu. Með því að hunza fyr-
irspurnir umboðsmanns í heilt ár sýna
fulltrúar framkvæmdavaldsins Alþingi
ekki þá virðingu, sem því ber.
Það blasir við að á meðan samgöngu-
ráðuneytið virðir umboðsmann Alþingis
ekki svars er það ekki heldur að gera
neitt í málum þeirra, sem kvartað hafa
undan stjórnsýslu ráðuneytisins við um-
boðsmann. Og fyrst umboðsmaður Al-
þingis, sem lögum samkvæmt „getur
krafið stjórnvöld um þær upplýsingar og
skriflegar skýringar sem hann þarfnast
vegna starfs síns“, fær ekki svör við
bréfum misserum saman, geta menn rétt
ímyndað sér hvers konar afgreiðslu
sauðsvartur almúginn fær hjá hinu háa
ráðuneyti.
Samgönguráðuneytið hefur lofað því
að þetta endurtaki sig ekki þar á bæ, þótt
enn hafi ekki komið fram neinar sann-
færandi skýringar ráðuneytisins á hin-
um langa drætti á svörum. Að halda því
fram að samgönguráðuneytið geti ekki
svarað erindum frá umboðsmanni Al-
þingis vegna „anna“ er nokkurn veginn
það sama og að segja að ráðuneytið sé
óstarfhæft.
Vonandi er að stjórnsýslan í heild taki
sig saman í andlitinu í þessum efnum.
Með því að svara ekki bréfum umboðs-
manns Alþingis vanvirða opinberar
stofnanir bæði embættið, þingið og al-
menning, sem falið hefur umboðsmanni
mál sín.
ÞEGAR SPARNAÐUR
SVARAR EKKI KOSTNAÐI
Svör við fyrirspurnum um meðferð frí-punkta, sem koma í hlut embættis-
manna og stjórnmálamanna vegna ferða
þeirra innan lands og utan á vegum hins
opinbera, eru ófullnægjandi. Embættis-
menn og stjórnmálamenn fá eins og nú er
sjálfir frípunkta og geta þá notað þá að
vild, hvort sem það er til ferða í embætt-
is- eða einkaerindum. Þegar spurst er
fyrir um þessi mál eru öll tormerki fund-
in á því að hægt sé að breyta núverandi
fyrirkomulagi.
„Það gekk bara ekki og það náðist ekki
heldur samstarf við Flugleiðir, sem hefði
þurft að koma til,“ sagði Baldur Guð-
laugsson, ráðuneytisstjóri í fjármála-
ráðuneytinu, þegar hann var spurður í
Morgunblaðinu í gær um tilraun, sem
gerð var til að halda utan um frípunkta,
og bætir við síðar í samtalinu: „Það var
því tekin sú meðvitaða ákvörðun að það
svaraði ekki kostnaði að vera að reyna
það frekar.“ Baldur rekur síðan að það sé
engan veginn einfalt mál fyrir ríkið að
koma sér upp eigin kerfi til að halda utan
um þessa punkta og vísar þar meðal ann-
ars til reglna Flugleiða um nýtingu
þeirra.
Það vekur furðu þegar sagt er að það
svari ekki kostnaði að spara í útgjöldum,
sem efnt er til með almannafé. Við skoð-
un reglna um söfnun og notkun frípunkta
á heimasíðu Flugleiða kemur í ljós að
þegar teknar eru ferðir á sambærilega
áfangastaði á sama farrými þarf að fljúga
um tíu sinnum til að fá eina ferð án end-
urgjalds. Fimm ferðir á fyrsta farrými
(Saga Class) þarf til að fá ferð á sambæri-
legan áfangastað á almennu farrými.
Fleiri ferðir þarf hins vegar til þess að
safna punktum fyrir sambærilegri ferð
innan lands hjá Flugfélagi Íslands.
Kostnaður ríkisins af ferðalögum er veru-
legur og það hlýtur að vera til vinnandi ef
hægt er að spara um 10% þess fjár, sem
nú fer í flugfargjöld til útlanda, og rúm-
lega 5% þess fjár, sem fer í að borga flug-
ferðir innan lands.
Þau rök að illframkvæmanlegt sé að
halda utan um frípunktana með öðrum
hætti en nú er gert duga skammt og næg-
ir þar að líta til Þýskalands. Þar hefur
stjórnmálamönnum og embættismönnum
um árabil borið að halda þeim frípunkt-
um, sem þeir fá annars vegar fyrir ferðir í
embættiserindum og hins vegar í eigin
þágu, aðskildum og það getur verið dýr-
keypt að sniðganga þær reglur eins og
nokkrir þýskir stjórnmálamenn hafa
fengið að finna fyrir undanfarið.
Það getur til dæmis ekki verið flókið að
haga því þannig að einstaklingar hafi ein-
faldlega tvö vildarkort, annað til að nota
vegna ferða í þágu starfsins, hitt vegna
ferða í einkaerindum. Þá mætti einnig
kveða á um að þeir, sem ferðast á vegum
hins opinbera, panti farseðla eftir
ákveðnum leiðum þegar þeir ferðast
vegna starfsins og þannig verði punktar
skráðir í þeirra nafni. Vert er að rifja upp
þau orð Guðjóns Arngrímssonar, upplýs-
ingafulltrúa Flugleiða, að það sé hið al-
menna viðhorf flugfélagsins „að það sé
viðskiptavinarins eða greiðandans að
nýta punktana með þeim hætti sem hann
kýs sjálfur“.
Það er erfitt að sjá hver fyrirstaðan
getur verið ef raunverulegur vilji er til
þess að breyta kerfinu þannig að almenn-
ingur njóti þess afsláttar, sem aflað er
með almannafé. Nema nú sé svo komið að
það svari ekki lengur kostnaði að spara.