Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 11 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá fimm stofnfjáreigendum í SPRON, þeim Sveini Valfells, Pétri H. Blöndal, Ingimari Jóhannssyni, Gunnari A. Jóhannssyni og Gunnlaugi M. Sig- mundssyni: „Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis boðaði fund stofnfjár- eigenda 28. júní 2002 í því skyni að afgreiða tillögu sína um að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Í tillögum stjórnarinnar var gert ráð fyrir að stofnfjáreigendur fengju fyrir stofnfé sitt hlutafé með nafnverði stofnfjár síns, þannig að hlutafé þeirra í hinu nýstofnaða hlutafélagi átti að verða 11,5% af heildarhlutafé þess. Þetta töldum við ekki sanngjarn- an kost fyrir stofnfjáreigendurna, sem einir hafa lagt fram fé til spari- sjóðsins og þannig myndað eigið fé hans. Við vildum leita leiða til að bæta úr þessu. Leituðum við til Bún- aðarbanka Íslands hf. og náðum við hann samningi um að bankinn keypti hluti stofnfjáreigenda á verði sem nam fjórföldu nafnverði. Kaup- in urðu að eiga sér stað, áður en sparisjóðnum yrði breytt í hluta- félag, auk þess sem nauðsynlegt var að breyta samþykktum sparisjóðs- ins á þann veg, að afnumið yrði ákvæði um hámarkseign einstaks aðila á stofnfé. Þá var jafnframt nauðsynlegt að tryggja að stjórn SPRON samþykkti eigendaskipti á stofnhlutum því lögin áskilja slíkt samþykki. Á því var tekið í samningi okkar við Búnaðarbankann, hvernig að þessu yrði staðið. Augljós for- senda var sú, að meirihluti stofnfjár- eigenda vildi eiga aðild að málinu og standa að nauðsynlegum breyting- um og samþykktum til að tryggja framgang þess. Þá var samningur- inn einnig bundinn forsendu um samþykki Fjármálaeftirlitsins sam- kvæmt lögum. Við gerð samnings okkar við Búnaðarbankann var þannig að sjálfsögðu í einu og öllu farið að lögum um viðskiptabanka og sparisjóði, enda hefðu fyrirætlanir okkar orðið lítils virði ef það hefði ekki verið gert. Það vakti undrun okkar, að stjórn SPRON skyldi ekki bregðast vel við fyrirætlunum okkar, sem höfðu ekki annan tilgang en að gæta hagsmuna stofnfjáreigenda. Hún afboðaði fundinn 28. júní 2002 og tók til harðra andmæla á opinberum vett- vangi. Taldi hún samning okkar brjóta gegn lögum. Fyrst byggði hún aðallega á því, að ekki væri heimilt að eiga viðskipti með stofn- bréf á hærra verði en nafnverði. Þegar Fjármálaeftirlitið hafði fallist á sjónarmið okkar um þetta efni, virtist stjórnin telja, að viðskiptin gætu ekki átt sér stað vegna þess, að sparisjóðnum sjálfum væri ekki ætl- uð hlutdeild í þeim hluta kaupverðs stofnfjárins sem umfram væri nafn- verðið. Varð stjórnin helst skilin svo, að hún teldi þetta felast í greinar- gerð, sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér 19. júlí 2002. Sér væri því óheimilt að lögum að samþykkja við- skipti sem fram færu á grundvelli samnings okkar við Búnaðarbank- ann. Í framhaldi af þessu óskaði einn okkar eftir að á dagskrá fundar stofnfjáreigenda 12. ágúst 2002, sem stjórnin hafði ákveðið, yrði tekin fyr- ir tillaga um vantraust á stjórnina og kosning nýrrar, sem ekki hefði þá fyrirfram afstöðu til viðskiptanna sem hér var lýst. Þegar hér var komið sögu varð sá óvænti atburður, að starfsmenn SPRON stofnuðu einkahlutafélag, Starfsmannasjóð SPRON, sem bauð stofnfjáreigendum kaup á stofnfé á genginu 4,5. Vegna viðbragða okkar og viðsemjanda okkar, Búnaðar- bankans, var þetta tilboð svo hækk- að nokkrum dögum síðar í 5,5. Nú liggja fyrir upplýsingar frá Starfs- mannasjóðnum um að meira en helmingur stofnfjáreigenda hafi þegar gert samninga við félagið um sölu á stofnfé sínu á þessu verði. Jafnframt liggja fyrir á opinberum vettvangi yfirlýsingar formanns Starfsmannasjóðsins og stjórnar SPRON, sem benda til þess, að við þessi viðskipti, gangi þau eftir, verði gætt jafnræðis allra stofnfjáreig- enda, þannig að þeim sem eftir standa verði einnig boðin kaup á sama verði. Er reyndar að okkar mati siðferðilega útilokað að standa á annan veg að málum. Starfsmannasjóður SPRON mun hafa, eftir því sem upplýst hefur ver- ið opinberlega, sent erindi til Fjár- málaeftirlitsins, samkvæmt fyrir- mælum 10. gr., sbr. 14. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði, til að fá metið hæfi sitt til að gera þá samninga við stofnfjáreigendur sem kynntir hafa verið. Verður að ætla, að félagið muni leggja sig fram um að sanna fyrir Fjármálaeftirlitinu afl sitt til að fjármagna kaupin og hæfi sitt að öðru leyti, svo dugi til að fá samþykki. Stjórn SPRON hefur gef- ið til kynna, að hún muni samþykkja þessi viðskipti ef Fjármálaeftirlitið leggist ekki gegn þeim, þó að ljóst sé, að ekki sé þar gert ráð fyrir greiðslum til sparisjóðsins sjálfs, fremur en gert var í samningi okkar við Búnaðarbankann. Fyrir liggur að svar frá Fjármálaeftirlitinu mun ekki berast fyrir fund stofnfjáreig- enda 12. ágúst 2002. Gangi þetta eftir á þann hátt sem hér er lýst, hefur tilgangi okkar und- irritaðra verið náð. Fyrir okkur hef- ur aldrei vakað annað en að tryggja öllum stofnfjáreigendum í Spron, sem þess óska, sanngjarnt endur- gjald fyrir stofnfé sitt. Við þessar aðstæður er það sjálfgefið að falla frá tillögu eins okkar um vantraust á stjórn Spron á fundinum 12. ágúst 2002. Við mælum svo með að stofn- fjáreigendur samþykki á fundinum fyrirliggjandi tillögu um breytingu á samþykktum í því skyni að afnema ákvæðið um hámarkseign eins aðila á stofnfé. Við leggjum til grundvallar, að Starfsmannasjóðnum sé full alvara í að vilja uppfylla nauðsynleg skilyrði Fjármálaeftirlitsins til að samningar félagsins við stofnfjáreigendur verði virkir. Við teljum að þessir samn- ingar séu sanngjarnir fyrir þá eig- endur stofnfjár, sem vilja selja hluti sína. Komi hins vegar til þess síðar, að samningar Starfsmannasjóðsins verði ekki skuldbindandi, vegna af- stöðu Fjármálaeftirlitsins eða stjórnar Spron, munum við freista þess að taka á ný upp framkvæmd á samningi okkar við Búnaðarbank- ann í því skyni að tryggja þá hags- muni stofnfjáreigenda sem frá upp- hafi hafa ráðið gjörðum okkar í málinu.“ Yfirlýsing fimm stofnfjáreigenda í Spron skipti með stofnfé á hærra verði en endurmetnu nafnverði vera heimil, muni hún ekki leggjast gegn við- skiptum með stofnfé á þeim kjör- um. Stjórnin muni þvert á móti leita hagkvæmari kosta fyrir spari- sjóðinn og stofnfjáreigendur hans. Í því efni hefur stjórn SPRON jafn- an talið mikilsvert að gætt verði jafnræðis meðal stofnfjáreigenda. Afstaða stjórnar SPRON í þessu máli hefur legið ljós fyrir en vegna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn SPRON: „Fjármálaeftirlitið hefur staðfest að samningur Búnaðarbankans við fimm stofnfjáreigendur í SPRON uppfylli ekki ákvæði laga og að stjórn sparisjóðsins beri að hafna framsali stofnfjárbréfa sem gert sé á grundvelli samningsins. Stjórn SPRON hefur lýst því yf- ir, að telji Fjármálaeftirlitið við- fundar stofnfjáreigenda 12. ágúst er hún áréttuð hér. Fram eru komnar hugmyndir um viðskipti með stofnfé sem jafnframt er ætlað að tryggja vöxt og viðgang SPRON og áframhaldandi þjónustu hans sem sjálfstæðs sparisjóðs. Að fengnu samþykki Fjármálaeftirlits- ins á þeim áformum telur stjórn SPRON að kominn sé grundvöllur til að ná ofangreindum markmið- um.“ Hagsmunir SPRON og stofn- fjáreigenda að leiðarljósi Yfirlýsing stjórnar SPRON MARÍA Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður og forvörður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, segir að geymsla safnsins sé búin fullkomnum brunavörnum, en slíkar brunavarnir eigi að henta vel geymslum sem hýsi menning- arverðmæti eða muni sem þoli ekki vatn. „Kerfið er sjálfvirkt,“ segir hún, og fer í gang ef reyk- skynjari nemur eld eða reyk. „Þegar reykskynjarinn nemur eld eða reyk sendir hann boð til annars kerfis sem lætur frá sér efni, í gegnum eins konar dreifi- stúta, út í andrúmsloftið. Efnið heitir Argonite og veldur því að súrefnisinnihaldið í loftinu lækk- ar niður í tólf og hálft prósent. Það er nægjanlegt til að kæfa eldinn.“ María Karen segir að fólk geti lifað í slíku andrúmslofti í um það bil hálftíma og því henti þetta kerfi einkum fyrir geymslur, þar sem verið er að geyma dýrmæta muni. Hún segir að þetta kerfi sé einnig notað hjá Þjóðminjasafni Íslands. „Þetta kerfi veldur því að eldur nær aldrei að koma upp í geymsl- unni,“ segir hún. Tekur hún fram að kerfi sem þetta myndi vel henta hjá söfnum sem geymi menningarverðmæti, s.s. hjá minjasöfnum eða listastöfnum. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Fullkomnar brunavarnir LISTAVERKIN í geymslu Listasafns Ís- lands í Fákafeni 9 virð- ast að mestu heil eftir brunann í húsinu á mið- vikudag og eru skemmdirnar mun minni en menn óttuðust. Segir Eiríkur Þorláks- son, forstöðumaður safnsins, að svo virðist sem um lágmarks- skemmdir sé að ræða sem hægt verði að snúa við og bæta. Svo virðist sem yngri verk hafi fyrst og fremst skemmst í brunanum, verk úr pappamassa og krossvið. Segir Eiríkur að þó að raki sé í mörg- um verkum hafi engin fundist sem eru talin al- veg ónýt. Í gær voru öll við- kvæmustu verkin í geymslunni flutt á ann- an geymslustað, þar á meðal flest verka Ás- mundar Sveinssonar. Vonast er til að flutn- ingunum ljúki í dag. „Við erum með fanta- góða sveit af for- vörðum, höfum fengið liðsinni frá Þjóðminja- safninu, Listasafni Ís- lands og Morkinskinnu. Við höfum því verið vel mönnuð og hafa flutningar gengið vel,“ segir Eiríkur. Eftir að flutningum lýkur munu forverðir hreinsa verkin og gera við þau, ef þess gerist þörf. „Við þekkj- um ekki efnasamsetningu sótsins, í því er ákveðin sýra sem getur étið sig inn í yfirborðið,“ segir Eiríkur um málmverkin sem eru þakin sóti. Í fyrstu var talið að gott væri að geyma trélistaverkin áfram í geymslunni því þau gætu sprungið ef þau væru flutt strax í algjörlega þurrt umhverfi. Eiríkur segir að ákveðið hafi verið að pakka tré- verkunum inn til að koma í veg fyrir að þau springi og flytja þau á annan stað og þau látin þorna þar. Plast í geymslunni bráðnaði ekki Blaðamönnum var í gær boðið að skoða listmunina í geymslu lista- safnsins og var ótrúlegt að sjá hversu vel munirnir eru farnir mið- að við eldinn sem geisaði í næsta herbergi og að gat kom á vegginn á milli þeirra. Benti Eiríkur t.d. á að plast, sem var vafið utan um munina til að verja þá, hafði ekki bráðnað í brunanum þannig að hitinn hafi ver- ið mun minni en óttast var. Þá sást á pappakössum í geymslunni að vatn- ið hefur náð upp í hné en alls var um milljón lítrum af vatni dælt úr kjall- aranum að slökkvistarfi loknu. Í kössum sem blotnuðu voru bækur sem safnið hefur gefið út um sýn- ingar og er talið að bækurnar séu mjög illa farnar eða jafnvel ónýtar. Í geymslunni var einnig hluti af bú- slóð Ásmundar Sveinssonar sem safnið hefur geymt síðustu ár. Eiríkur segir að í undirbúningi hafi verið að flytja flest listaverk- anna í aðra geymslu, annaðhvort í Hafnarhúsinu eða á Kjarvals- stöðum. Safnið hafi nýlega fengið geymslurými í Hafnarhúsinu og því sé verið að endurskipuleggja geymslu verka í eigu listasafnsins. Geymslan í Fákafeni hefði þó áfram verið notuð fyrir verk í stærri kant- inum, stöpla undir listaverk og fleira í þeim dúr. Listaverkin virðast ótrú- lega vel farin Morgunblaðið/Júlíus Listaverkabók um Kjarval liggur á gólfinu í geymslu Listasafnsins, en talið er að bækur sem voru í geymslunni séu mjög illa farnar. Það er engu líkara en styttan Fýkur yfir hæð- ir eftir Ásmund Sveinsson hafi snúið sér und- an til að skýla sér undan hitanum og sótinu. Á næstunni munu forverðir hefjast handa við hreinsun og viðgerðir á listaverkunum. Morgunblaðið/Þorkell Forverðir hálfnaðir við að flytja verkin í aðra geymslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.