Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 26
HEILSA 26 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÆÐINGARÞYNGD barna hef- ur lækkað með árunum í kjölfar fjölgunar tæknifrjóvgana og hærri aldurs mæðra sem ákveða að eignast börn. Þessar nið- urstöður koma fram í nýrri rannsókn Ríkisháskólans í New York. Lítil fæðingarþyngd hefur oft verið tengd bágri fjárhags- stöðu foreldra, og þykir nýja rannsóknin renna stoðum undir þá kenningu, og benda á fleiri þætti sem orsaki litla þyngd, eins og fram kemur á vef Wash- ington Post. Rannsóknin var liður í stærri úttekt í Bandaríkjunum, þar sem athugað var hvort nokkrar borg- ir og úthverfi þeirra stæðu undir væntingum bandaríska heil- brigðisráðuneytisins. Í ljós kom, að þrátt fyrir að margar borgir næðu ekki staðli ráðuneytisins hvað varðaði hin ýmsu atriði, var lítil fæðingarþyngd eina breytan sem mældist aukin síðan 1990. Allir aðrir þættir sem rannsakaðir voru höfðu þróast til hins betra á undanförnum ár- um. Aukin tíðni of lítillar fæðing- arþyngdar er áhyggjuefni að sögn lækna, enda hafa margir sjúkdómar og erfiðleikar síðar á lífsleiðinni verið tengdir við litla fæðingarþyngd. Fleiri börn koma of létt í heiminn Morgunblaðið/Ásdís Sæll Björn, ég hef séð að þú hefur verið að ráð- leggja fólki sem á við vímuefnavandamál að stríða. Þannig er, að ég er 18 ára strákur sem byrjaði að drekka 15 ára og fer út að skemmta mér kannski 2–3 sinnum í mánuði. Ég hef prófað hass nokkrum sinnum eins og margir á mínum aldri. Í sumar hefur skemmtanalífið aðeins auk- ist, með útilegum og bæjarferðum um helgar og svo nú um verslunarmannahelgina fór ég á útihátíð. Þar var mér boðin e-taflan í fyrsta sinn og án þess að hugsa var ég búinn að taka við henni. Mér finnst að það hafi verið aðeins of mik- ið „djamm“ þetta sumar og ég sé eftir þessu með e- töfluna. Ég hef verið að hugsa um hvað ég eigi að gera, hvort þetta sé orðið að vandamáli hjá mér og hvort ég verði að fara í „meðferð“ eða hvort ég hafi einhverja aðra möguleika? SVAR Ég sé á lýsingu þinni að þú hefuráhyggjur af þessari þróun þinni í vímuefnanotkun og reynir að skoða hana á hreinskilinn hátt í leit að breytingum. Ég vil endilega byrja á því að hrósa þér fyrir að skoða þessi mál gaumgæfilega og velta því fyrir þér hvað þú eigir að gera. Það, að geta séð að eigin hegðun og líferni er að verða vandamál, er mik- ilvægur eiginleiki og stórt skref til breytinga. Það bendir til þess að þú sért líklegur til að geta tekið ákvörðun um að breyta neysluvenjum þínum og með ráðgjöf valið þá leið sem hentar þér best, þótt hún geti haft í för með sér tölu- verðar breytingar. Til að geta svarað spurningunni um hvort þú þurfir að fara í „meðferð“ yrði ég að fá aðeins fleiri upplýsingar um þig. Í fljótu bragði get ég þó sagt þér að það er ekki endilega alltaf nauð- synlegt að fara í „meðferð“, fólk getur breytt og leitað sér aðstoðar við vímuefnavanda á mis- munandi hátt, sem krefst mismikils inngrips í líf einstaklingsins. Til að útskýra aðeins betur það sem ég á við, þá er það þannig að þegar ein- staklingur, eða aðrir í kringum hann, tekur eft- ir að vímuefnaneysla er að verða vandamál, er nauðsynlegt að skoða vandamál hvers og eins betur. Það þarf að spyrja sig hversu mikill er vandinn, hversu lengi hann hefur verið til stað- ar og hvers konar önnur samskipti og tilfinn- ingaleg vandamál er einstaklingurinn að glíma við. Auk þess þarf að skoða hvort vandinn sé af- leiðing annarra vandamála, hvort vímuefna- neyslan sé aðalvandinn, hvort langvarandi lífs- stíll hafi þróast í svo mikinn vana að erfitt sé að snúa við, og hvers konar eiginleika og stuðn- ingskerfi einstaklingurinn hefur til að takast á við vandann og breyta neyslu sinni. Ef dagneysla vímuefna er orðin mikil og stjórnlaus er oft mjög mikilvægt að komast í langtímameðferð, sem felur oft í sér 6–9 vikur á meðferðarstað (jafnvel þurfa sumir lengri tíma). Síðan er eftirmeðferðin mjög mikilvæg til að viðhalda árangrinum. Sumir segjast ekki geta verið svo langan tíma frá vinnu, skóla eða öðru, en hafa þarf í huga að nokkrar vikur eru ekki langur tími ef við skoðum hvað neyslan getur mögulega tekið frá okkur (t.d. líf okkar) ef ekkert er að gert. Þó ber að hafa í huga að þótt meðferðarstaðir og -heimili séu nauðsyn- leg og mættu jafnvel vera fleiri úrræði til að velja úr, þá er innlögn á meðferðarstað alls ekki nauðsynleg fyrir alla. Oft teljum við það vera sjálfsagðan hlut að ef fólk á við vímuefnavanda að etja verði það að fara í meðferð. Ég tel að það geti verið kostur fyrir marga að fara ekki í innlögn til meðferðar, þ.e. í svokall- aða vímuefnameðferð. Þetta á við ef við sjáum að það er hægt að takast á við vandamálið og lifa eðlilegu lífi á meðan, auk þess að vera kost- ur sökum vinnu, skóla eða fjölskylduaðstæðna. Fyrir marga er meðferð í hóp, sem einblínir mest á neysluna sjálfa, ekki endilega besti kost- urinn og fyrir sumt ungt fólk jafnvel slæmur kostur. Það er nefnilega mikið af ungu fólki sem hefur ekki þróað með sér svo umfangsmikið neysluvandamál en er þó komið á nokkurs kon- ar „hættusvæði“ þannig að grípa þarf inn í til þess að vandamálið þróist ekki frekar. Hjá þessum unglingum er neyslan ekki endilega aðalmálið heldur er um að ræða vanlíðan, sem vímuefnin eru notuð til að „deyfa“, og því er mun mikilvægara að vinna fyrst og fremst með hana svo þessir einstaklingar haldi ekki áfram að velja neysluna sem „úrræði“ við vanda- málum og vanlíðan sinni. Hjá þessu fólki getur verið um að ræða ýmiss konar gömul mál eða áföll, eins og kynferðislega misnotkun, einelti í skóla, erfiðan skilnað foreldra, samskiptavanda á heimilinu, mikla feimni og námserfiðleika, svo eitthvað sé nefnt. Sum þessara vandamála er betra að vinna með í einstaklingsviðtölum, með fjölskyldumeðferð og ráðgjöf, án þess að gera unglinginn/einstaklinginn að „alkóhólista“. Við megum heldur ekki gleyma því að í dag er mikið af vímuefnum á markaðnum og þau eru mjög aðgengileg, sem er oft erfið freisting fyrir ungt fólk og sérstaklega getur það verið ungu fólki erfitt ef mikill þrýstingur er frá vin- um að „slá til“ og prófa. Þótt ég vildi óska að þessi efni væru ekki til, þá eru þau hluti af veru- leika okkar og margir unglingar prófa. Það er því miður oft hluti af því að vera ungur að taka þátt í áhættubundinni hegðun, eins og að prófa vímuefni, þrátt fyrir öll hættumerkin í um- hverfinu, t.d. hjá þeim sem hafa ánetjast efn- unum eða jafnvel eitthvað miklu verra eins og að missa líf sitt. Sem betur fer sjá flestir ung- lingar, sem prófað hafa vímuefni, að sér, vilja ekki að neyslan þróist meira og gera eitthvað í málinu, sumir af sjálfsdáðum, aðrir með hjálp foreldra sinna eða góðra vina, og aðrir með að- stoð ýmissa fagaðila. Faglegu úrræðin eru t.d. SÁÁ, Götusmiðjan (Árvellir), Teigar, meðferð hjá sálfræðingum, fjölskyldumeðferð og ráð- gjöf, svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægast er að fá einhvern til að skoða vandann með sér, hvernig, hvers vegna og hversu alvarlega vandinn hefur þróast, og vera tilbúinn til að gera það sem þarf til að láta sér líða betur og snúa þróuninni í já- kvæðari átt. Það er mikilvægast að finna þá lausn sem hæfir þér og þínu vandamáli. Gangi þér vel. Vímuefnaneysla unglinga eftir Björn Harðarson Hjá þessum unglingum er neyslan ekki endilega aðalmálið heldur vanlíðan, sem vímuefnin eru notuð til að „deyfa“, og því er mik- ilvægara að vinna fyrst og fremst með hana svo þeir haldi ekki áfram að velja neysluna sem „úrræði“. ........................................................... persona@persona.is Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. Þessa dagana svigna borð mat- vöruverslana af brakandi fersku, innlendu grænmeti. Sjaldan eða aldrei hefur verðið verið lægra né úrvalið betra. Notum tækifærið og hlöðum heilsubatteríin með græn- meti eða ávöxtum í hvert mál. Fimm skammtar á dag, það er markmiðið! Það er auðveldara en margur heldur að ná fimm skömmtum á dag: Hvernig væri að fá sér salatskál eða grænmetissúpu með hádegis- matnum? Ávöxt til að seðja sultinn um miðj- an daginn? Er ekki sjálfsagt að hafa bæði hrátt og soðið eða steikt grænmeti með kvöldmatnum? Hvað með ávöxt í eftirrétt? Grænmeti – ekki bara hrásalat Margir virðast halda að það þurfi að borða grænmeti hrátt til að tryggja hollustuna. Þetta er sem bet- ur fer misskilningur. Það er að vísu ekki gott að ofsjóða grænmeti frekar en annan mat, sum hollustuefni eyð- ast við mikla suðu eða leka út í soð- vatnið. Léttsoðið eða steikt græn- meti er hins vegar hlaðið hollustu ekki síður en það hráa, og í mörgum réttum er soðið meira að segja borð- að, t.d. þegar gerð er súpa, sósa eða pottréttur og þá fer ekkert til spillis. Því er um að gera að matreiða græn- meti á mismunandi hátt, allt eftir smekk og hentugleikum. Hvernig væri t.d. að gera ilmandi súpu úr fersku grænmeti; nýta kjöt- afgangana í pottrétt með miklu grænmeti; elda jafnvel íslenska kjöt- súpu með rófum, gulrótum og lauk eða útbúa mexíkanska tortillu með grænmetisfyllingu? Tillaga að einföldum grænmetis- rétti fylgir með í lokin. Sjálfsagt er að nota aðrar tegundir í réttinn,– allt eftir því hvað fæst á bestu verði í grænmetisborðinu eða er til í ís- skápnum hverju sinni. Steikt græn- metisblanda með pastaskrúfum kartöflur, 2–3 stk laukur, 1 stk gulrætur, 2–4 stk tómatar, ½ dós eða 4 stk. ferskir spergilkál, 1 vænn stilkur paprika, 1 stk hvítlaukur, 1–2 rif, marin matarolía oreganó, 2 tsk, piparblanda, salt Kartöflur, laukur og gulrætur skorið í sneiðar og steikt í stórum potti eða pönnu í matarolíu. Tómatar skornir í bita og þeim bætt á pönn- una ásamt hvítlauk, kryddi og vatni eftir þörfum. Látið malla í u.þ.b. tíu mínútur. Bætið sneiddri papriku og spergilkáli í réttinn og látið sjóða í 3–5 mínútur. Borið fram með soðn- um pastaskrúfum og rifnum parmes- anosti.  Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs Landlæknisembættið Heilsan í brennidepli Nú er gott að borða grænmeti Hlöðum heilsubatteríin með grænmeti og ávöxtum í hvert mál VÍSINDIN hafa sannreynt í um 70 ár að tilraunamýs og -rottur lifa lengur ef þær eta minna. Nú er talið að hið sama eigi við um mannskepnuna sjálfa. Enn er óljóst um hve langan tíma fólk getur aukið aldur sinn með því að neyta minni fæðu, en þess ber að geta að ekki ber að taka niðurstöðum vísindamanna, sem birtar voru í tímaritinu Science á dögunum, sem heilögum sannleik. Mun meiri rannsókna- vinna er eftir, og enn aðeins miðað við fyrstu niðurstöður. Líffræðileg einkenni, eins og lægri blóðhiti, minna insúlínmagn í blóði og stöðugt magn hvatans DHEAS, eru finnanleg hjá tilraunarottum og -músum sem lifa við takmarkað fæðumagn. Sumar þeirra geta lifað allt að 40% lengur en aðrar mýs og rott- ur sem fá meira að borða. Þessir þættir hafa einnig fundist hjá öp- um, sem rannsakaðir hafa verið í Flórída. Rannsókn á lífslíkum í Flórída Rannsókn á lífslíkum manna með aðstoð apa, sem nú er borin saman við líffræðileg einkenni til- raunadýranna, hófst árið 1987. Þar voru Rhesus-apar, sem eru allskyldir manninum, rannsakaðir með tilliti til tengsla kaloríu- magns í mat og langlífis. Þar sem aparnir geta margir náð 25 ára aldri eru enn nokkur ár í að mark- tækar niðurstöður fáist. Hins veg- ar eru þeir með sömu líffræðilegu einkennin og áður voru nefnd, sem bendir til mögulegs langlífis. Misjafnar undirtektir vísindamanna Vísindamenn taka fréttunum misvel. Margir vara eindregið við oftúlkun og svelti til langlífis, en aðrir líta á niðurstöðurnar sem áfanga í leit að möguleikum á lengra lífi. Sérfræðingur í öldr- unarrannsóknum, Stephen R. Spindler, segir að rannsóknin sanni í reynd ekki neitt, heldur gefi aðeins til kynna að sömu þró- un megi finna hjá öpum, og þá jafnvel mönnum, og tilraunadýr- unum hvað þetta varðar. Fram- tíðin muni leiða í ljós hvort hægt sé að tryggja langlífi án þess að menn taki upp á því að svelta sig. Má lengja lífið með því að borða minna? Mýs sem borða minna geta lifað 40% lengur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.