Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 29 ALLIR kvikmyndaáhugamenn elska tilfinninguna þegar þeim finnst svo yfirmáta gaman í bíó að þeir geta ekki setið á sér en hnippa iðandi í skinninu í sessunautinn og segja sem svo: „Sástu þetta!“ Þá er toppinum náð og þannig er Minority Report sem óhætt er að fullyrða að er a.m.k. ein besta mynd þessa árs, og telst í hópi þéttustu verka Stevens Spielberg og þá erum við að tala um stórvirki á borð við Jaws og E.T. Líkt og Blade Runner og Total Recall, tveir af minnisstæðustu framtíðartryllum kvikmyndasög- unnar, er M.R. byggð á smásögu eftir Philip K. Dick. Ásamt skot- heldum leikhóp skapar úrvals- mannskapur á öllum póstum eina snjöllustu og áhrifaríkustu afþrey- ingu síðari ára, bæði vitræn og spennandi og kemur með forvitni- lega sýn inní framtíðina. Mest er um vert að hún er frumleg og óvænt. Því getur maður tæpast setið kyrr þegar hún fangar mann gjörsamlega og hrífur með sér um ónumin lönd kvikmyndanna líkt og Hringadróttinssaga: Föruneyti hringsins, The Others og örfáar aðrar. Þrátt fyrir að myndin gerist eftir 52 ár er M.R. í eðli sínu einka- spæjaramynd þar sem andi Chand- lers svífur yfir vötnunum. Sögu- sviðið er Washington D.C., sem hefur á síðustu sex árum breyst úr einni illræmdustu borg Bandaríkj- anna í þá öruggustu þar sem alvar- leg afbrot eru nánast úr sögunni. Breytingin er að þakka nýjum for- vörnum, Glæpavörnum (Pre- crime), deild innan lögreglunnar sem hefur það hlutverk að koma í veg fyrir afbrot áður en þau eru framin. Starfsemin byggist á tækni sem veitir deildinni upplýsingar um óunnin ódæðisverk. Þegar ein- hver er í glæpahug fer búnaðurinn af stað, ræsir út lögregluvaktina, staðsetur vettvanginn og laganna verðir mæta með vopn sín á lofti rétt áður en ódæðið gerist. Forvarnarstarfið hefur vakið mikla athygli og eignast sína öf- undarmenn. Yfirstjórn þess er í höndum Lamars Burgess (Max von Sydow), en nánasti samstarfsmað- ur hans og vinur, John Anderton (Tom Cruise), fer fyrir löggæslu- sveitunum. Starfsemin hefur geng- ið vel og markvisst uns Danny Wit- wer (Colin Farrell), erindreki Alríkislögreglunnar, mætir á svæð- ið. Anderton og hans fólk er að búa sig undir að afstýra morði í upp- siglingu þegar Witwer tilkynnir Anderton að það sé hann sjálfur búninga- og sviðs- myndahönnuðirnir skapa nýja viðmiðun í gerð slíkra mynda, teygja sig margoft langt fram úr samtíð- armönnum sínum í kvikmyndaborginni. Hér eru atriði sem taka öllu fram sem við höfum áður séð í hlið- stæðum myndum. Það segir sitt um fyrr- nefnda blöndu manna og véla að mögnuðustu atriðin eru annars veg- ar þegar hinn hundelti Anderton á í höggi við ógnvekjandi einfaldan leitarbúnað framtíðar- innar og hinsvegar þar sem hann nýtur full- tingis sjáandans. Sviðsmyndir og -búnaður eru sláandi en nytu sín ekki ef mannlegi þátturinn væri ekki til staðar í handriti og öflugum leik. Tom Cruise er hinn ókrýndi konungur kvikmyndanna eftir kröftuga burðarvinnu í stóru og krefjandi hlutverki sem hann leysir óaðfinnanlega. Hann er nán- ast alltaf í mynd og slær aldrei feil- nótu. Farrell hinn ungi er upp- rennandi stjarna og gefur Cruise lítið eftir, skapar grunsamlegan náunga sem áhorfandinn er aldrei fyllilega öruggur um hvaða hvatir knýja áfram. Samantha Morton og Max von Sydow eru tveir aðrir öruggir burðarstólpar í frábærri fléttu tilfinninga og tæknibúnaðar og sigur fyrir alla viðkomandi. Fullkomlega ómissandi, spennandi og aðgengileg mynd, þótt við skjót- umst inn í framtíðina. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Nýja bíó Keflavík, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Steven Spielberg. Handrit: Scott Frank og Jon Cohen, byggt á smá- sögu eftir Philip K. Dick. Kvikmyndatöku- stjóri: Janusz Kaminski. Tónlist: John Williams. Aðalleikendur: Tom Cruise, Colin Farrell, Max von Sydow, Samantha Morton, Peter Stormare, Louis Smith, Tim Blake Nelson. Sýningartími 145 mín. 20th Century Fox/DreamWorks. Banda- ríkin 2002. MINORITY REPORT (MISFÆRSLUSKRÁR) Magnaður framtíðartryllir Sæbjörn Valdimarsson Ein besta mynd Spielbergs, segir í umsögn gagnrýnanda um Minority Report. sem búnaðurinn segir hinn verð- andi morðingja. Anderton veit að hér er eitthvað gruggugt, hann hefur ekkert illt á prjónunum. Upphefst æsispenn- andi atburðarás þar sem Anderton leitar uppi vandfundnar undan- komuleiðir og leitar á náðir mann- legs þáttar forvarnarbúnaðarins, sjáandans Agötu (Samantha Mor- ton), og Burgess vinar síns. Þannig er M.R. í bland ógnvekj- andi framtíðarsýn og gamalkunn- uglegur glæpareyfari á rökkur- nótunum. Hátækniundrin og mannlegi þátturinn. Spielberg og LAURA Brooks Rice heldur nám- skeið fyrir söngvara og lengra komna nemendur í Söngskólanum í Reykjavík dagana 19.–26. ágúst. Laura Brooks Rice er prófessor í söng og óperutúlkun við West- minster Choir College í Princeton í Bandaríkjunum, sem er einn virtasti tónlistarháskóli Banda- ríkjanna. Hún er nú yfirmaður söngdeildarinnar og hefur einnig skipulagt og annast sumarnám- skeið skólans fyrir unga upprenn- andi söngvara. Hún hefur sjálf sungið við helstu óperuhús Bandaríkjanna, m.a. Metropolit- an-óperuna. Á námskeiðinu verður boðið upp á einkatíma án áheyrnar og einnig söngtíma og hóptíma „Master-class“. Einnig er boðið upp á áheyrnarþátttöku í hóptím- unum og söngtímum síðari hluta dags. Námskeiðinu lýkur með tón- leikum sunnudaginn 26. ágúst. Tónleikar með Lauru Brooks og Richard Simm píanóleikara verða í Salnum miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20. Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Margréti Bóas- dóttur söngkonu. Námskeið fyrir söngvara DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.