Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN PALESTÍNSKUR embættismaður sagði í gær að Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, hefði gengið það eitt til að spilla viðræðum Palest- ínumanna og Bandaríkjamanna þeg- ar hann kallaði yfirmenn palestínsku heimastjórnarinnar „gengi spilltra morðingja og hryðjuverkamanna“. Sharon lét þessi orð falla við út- skriftarathöfn í herforingjaskóla Ísraels á fimmtudag. „Hann vildi vara Bandaríkjamenn við því að ná samkomulagi við palest- ínsku sendinefndina með því að segja palestínska embættismenn andvíga friði,“ segir Abdel Raman, ráðherra í heimastjórninni. „Ef þetta er raunsönn lýsing á okkur, hvað erum við þá að gera í Banda- ríkjunum núna annað en að gera okkar ýtrasta til að finna leið út úr vandanum?“ Í ræðunni sagðist Sharon ekki myndu semja við leiðtoga Palestínu- manna og sagði þá þurfa að víkja áð- ur en hægt yrði að binda enda á átök- in. „Þetta gengi vill ekki frið við Ísrael,“ sagði hann í ræðunni. „Eina leiðin til að ná friði er að velta morð- ingjahópnum af valdastóli.“ Áttu fund með forstjóra CIA Þrír ráðherrar í palestínsku heimastjórninni fóru í vikunni til Washington til að ræða við banda- ríska embættismenn. Nýskipaður innanríkisráðherra Palestínumanna, Abdel Razek Yehiyeh, mun hitta for- stjóra bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), George Tenet, á laugardaginn til að ræða umbætur á öryggissveit- um Palestínumanna. Bandarískir embættismenn staðfestu í gær að hópur manna á vegum CIA hitti full- trúa palestínsku heimastjórnarinnar á laun og settu þeir í sameiningu fram ítarlega áætlun um umbætur í öryggismálum í Palestínu. Áætlunin var afhent George W. Bush Banda- ríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaður nokkurra palestínskra kvenfanga, sem haldið er í Neve Tirtza-fangelsinu nærri Tel Aviv, sagði í gær að hungurverkfall stæði nú yfir meðal fanganna. Segir hann konurnar vilja með þessum hætti mótmæla harðræði sem þær segja að þær séu beittar. Að sögn lögmanns- ins var táragasi beitt gegn þeim þeg- ar þær mótmæltu lélegum aðbúnaði í fangelsinu í lok júlí. Embættismaður fangelsismálastofnunar Ísraels stað- festi í gær að 33 fangar tækju þátt í verkfallinu, sem staðið hefur yfir í níu daga, og að konurnar nærðust aðeins á sykurvatni. Hún neitaði hins vegar ásökunum um lélegan aðbún- að og sagði að fangarnir hefðu fram- ið skemmdarverk á klefum sínum í lok júlí og að fangaverðir hefðu neyðst til að grípa til „viðeigandi að- gerða“. Shlomo Ben Ami, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Ísraels og áhrifa- maður innan Verkamannaflokksins, sagði á fimmtudag af sér þing- mennsku til að mótmæla áframhald- andi setu flokksins í ríkisstjórn landsins með hægriflokknum Likud. „Ég sagði í maí að ég myndi segja af mér innan þriggja mánaða hætti flokkurinn ekki þátttöku í stjórnar- samstarfinu og ég hef staðið við það,“ sagði Ben Ami. Hann segir stefnu Ariels Sharons í málefnum Palestínumanna hafa haft hörmuleg- ar afleiðingar fyrir Ísrael og að flokkurinn ætti fyrir höndum stór- slys í næstu kosningum. Telja að Sharon spilli viðræðum Kallaði stjórn Yassers Arafats „gengi spilltra morðingja“ Jerúsalem. AP, AFP. KÍNVERSKIR neytendur voru fyrir nokkrum áratugum þvingaðir til að klæðast allir stöðl- uðum Mao-jökkum og áhersla á úrkynjaða, vest- ræna tísku og útlitsdýrkun var bönnuð. Nú er öldin önnur eins og glöggt má sjá á árlegri fegr- unartækjasýningu sem stendur yfir í höfuð- borginni Peking. Þar er meðal annars hægt að kaupa rafknúnar sogskálar sem framleiðandinn fullyrðir að auki brjóstastærð kvenna og lítið nuddtæki sem sagt er geta fjarlægt fitu eða flutt hana af einum stað á líkamanum á annan. Tískublöð og Hollywood-kvikmyndir móta nú í vaxandi mæli vitund kínverskra neytenda í borg- unum og einkafyrirtæki gera sum kröfur um æskublóma og glæsilegt útlit, ekki síst hjá kon- um, sem grípa því stundum til örþrifaráða til að reyna að hreppa eftirsótt starf. Þeir sem eru há- ir vexti hafa oft forgang. Dæmi eru um að fólk láti lengja á sér fætur með skurðaðgerð þrátt fyrir viðvaranir lækna sem benda á að afleiðing- arnar geti verið afar slæmar. Fjölmiðlar hafa skýrt frá mörgum misheppnuðum lýtaaðgerðum og hófu stjórnvöld herferð á árinu gegn starf- semi fyrirtækja sem notast við óþjálfaða starfs- krafta á þessu sviði. Kröfur hinna nýju neytenda í alþýðulýðveld- inu eru af margvíslegu tagi en hljóma kunnug- lega; konurnar vilja stór brjóst, grannt mitti, mjóar mjaðmir og stinnan afturenda. Sumir gestirnir vilja fá hærra nef eða láta breyta augn- lokunum svo að yfirbragðið verði vestrænna, aðrir vilja fá varanlegan lit á augnhárin. Ókost- urinn við augnhárameðferðina sem boðin er mun vera sá að geri fegrunarsnillingurinn mis- tök er ekki hægt að afmá þau nema með leysi- geislaaðgerð og liturinn er fimm ár að hverfa með náttúrulegum hætti. Sölumaðurinn Hu Bin, sem selur fitulosarann, bendir á að óæskileg fita geti til dæmis farið af mjöðmunum á brjóstin þar sem hún eigi fremur heima. Hún segir að fólk geti losnað við of bústn- ar kinnar, undirhökur og fitukeppi á kálfum og lærum og tækið fjarlægi jafnvel hrukkur. Sýningin er að þessu sinni svo umfangsmikil að hún hefur verið flutt úr litlum sal í úthverfi borgarinnar í nýja og risastóra alþjóðlega vöru- sýningarhöll. C. T. Huang sýnir gestum annað tól, hina vinsælu brjóstapumpu sem kostar 722 dollara, um 60 þúsund krónur. Tvær skálar úr gegnsæju efni eru tengdar með slöngum við raf- knúnar dælur og á tækið að geta stækkað brjóst kvenna allt frá unglingsaldri fram á áttræðisald- urinn. „Brjóst eru eins og aðrir vöðvar – þjálfun gerir þau stærri,“ segir C. T. Huang, sem er frá Taívan en hefur selt tæki sín í Kína undanfarin tíu ár. „Ef þeim er ekki sýnd ástúð og umhyggja munu brjóstin verða eldri og eldri,“ segir í aug- lýsingabæklingi hans. Hann segir að lítið sé um eftirlit og neytenda- vernd enn sem komið er og þess vegna hægt að selja hvað sem er en yfirvöld séu að byrja að huga að slíkum málum. „Margt af því sem selt er hér hvarf af markaði á Taívan og annars staðar fyrir áratug,“ segir hann. Nær 30 kínversk fyrir- tæki framleiði eftirlíkingar af pumpunum en hann hafi getað stöðvað sjö þeirra með máls- höfðunum. Rafknúnar brjóstapumpur og hækkuð nef í Kína Peking. AFP. Reuters Kínversk hárgreiðslukona á fegrunarsýning- unni í Peking. Lítill gaumur var áður gefinn að tískustraumum í hárgreiðslu en nú geta viðskiptavinir beðið um ýmsar tegundir þjón- ustu, þar á meðal hárlitun. BJÖRGUNARMENN fundu í gær lík 19 manna, sem fórust er mikið vatnsflóð skall á tveimur tjaldstæð- um á Svartahafsströnd Rússlands og nú talið víst að minnst 35 manns hafi farist. Hefur gífurlegt úrhelli verið á þessum slóðum eins og víðar í Evr- ópu. Í gær höfðu flóðin kostað allt að 50 menn lífið. Marina Ryklina, talsmaður al- mannavarnaráðuneytisins í Moskvu, sagði, að 16 lík hefðu fundist í Shiro- kaja Balka, rétt við borgina Novo- rossísk, og fimm í bænum Abrau- Djúrso. Vitað er um fjögur önnur dauðsföll og margra er saknað, hugs- anlega nokkurra tuga manna. Haft er eftir vitnum í Shirokaja Balka, að þar hafi vatnsflóðið hrifið með sér tvo strætisvagna og fært út í sjó. Talið er, að í þeim hafi verið allt að 40 manns. Flóðin hafa eyðilagt eða skemmt hús í mörgum þorpum og bæjum og í gær var verið að flytja fólk í burtu þar sem þá var spáð áframhaldandi úrkomu. Eru vegir og brýr víða illa fariní þessum mestu rigningum í manna minnum. Fólki bjargað af húsþökum Veðurfræðingar í Austurríki spáðu í gær meiri rigningu um helgina en þar eru stór landsvæði undir vatni. Þar og í Tékklandi hafa björgunarmenn verið önnum kafnir við að bjarga fólki af húsþökum. Eru flóðin í Austurríki þau mestu frá því mælingar hófust árið 1896 og til marks um það er haft, að hið kunna Zwettler-brugghús, sem fór illa í miklum flóðum 1959, var alveg á kafi í gær. Í Tékklandi er vitað um eitt dauðs- fall en nokkurra er saknað. Í Rúm- eníu hafa tveir menn farist og einnig í Búlgaríu og gífurlegt tjón hefur orðið á Norður-Ítalíu. Mikill vatns- elgur var einnig í neðanjarðarlesta- kerfinu í London í gær. Flóðin í Evrópu víða þau mestu í manna minnum Reuters Frá þorpinu Wegscheid, sem er um hundrað kílómetra fyrir norðan Vín, höfuðborg Austurríkis. Þótt enn sé spáð rigningu í Austurríki um helgina er vatnið þó víða farið að sjatna nokkuð, meðal annars í Dóná. Tugir manna hafa far- ist og margra saknað Gelendzhik. AP. TVEIR frambjóðendur af vinstri vængnum í væntanleg- um forsetakosningum í Bras- ilíu í október, Luiz Inacio Lula da Silva og Jose Alencar, lýstu að sögn BBC stuðningi í gær við samning núverandi stjórn- valda við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn, IMF, sem ætlar að veita Brasilíu 30 milljarða doll- ara aðstoð. Sjóðurinn setur ströng skilyrði um ábyrga efnahags- og fjármálastjórn fyrir láninu en opinberar skuldir Brasilíu eru meiri en í flestum öðrum ríkjum heims. Alþjóðabankinn ákvað einn- ig í gær að veita Brasilíumönn- um fjárhagsaðstoð en miklar sveiflur hafa verið í efnahags- lífi landsins síðustu mánuði, ekki síst vegna ótta margra við að kreppan í Argentínu breið- ist út til fleiri landa í Suður- Ameríku. Samþykkja lán frá IMF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.