Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 25 Suðurlandsbraut Til leigu í þessu glæsilega húsi tvær til þrjár hæðir, samtals allt að 3000 fm. Mjög góð staðsetning. Glæsilegar, mjög vand aðar og góðar skrifstofur á 3. og 4. hæð. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu traustra aðila. Sann- gjörn leiga fyrir rétta aðila. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 899 9271 Í TILEFNI útsöluloka standa kaup- menn Kringlunnar og Smáralindar fyr- ir götumörkuðum um helgina þar sem efalítið er unnt að gera góð kaup. Líf og fjör var á báðum stöðum í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni, en markaðirnir hafa staðið frá því á fimmtudag. Ýmislegt er á boðstólum, m.a. hand- verksmarkaður í Smáralind þar sem um 20 konur selja verkin sín, en auk þess eru flestar verslanir með tilboð á vörum sínum. Flestar verslanir Kringlunnar bjóða einnig betri kjör en oft áður enda segja aðstandendur að fullt hafi verið út úr dyrum allt frá því á fimmtudag. Líf og fjör á götu- mörk- uðum Morgunblaðið/Jim Smart Í nógu var að snúast í útsölunni í Smáralind. Morgunblaðið/Arnaldur Götumarkaður í Kringlunni. HOLLENSKIR tómatar og agúrk- ur eru á tilboði í Sparverslun við Bæjarlind í Kópavogi á 98 krónur kílóið, sem er að sögn verslunar- stjórans, Ingva Guðmundssonar, mun betra verð en víðast í versl- unum þar sem eingöngu er selt ís- lenskt grænmeti. „Salan hefur gengið vel en við erum með þessu að leggja áherslu á að fólk hafi val. Lítið hefur verið um það undanfarið. Nánast ein- göngu hefur verið á boðstólum ís- lenskt grænmeti og í auglýsingum íslenskra framleiðenda undanfarið er gefið í skyn að það sé betra en annað. Við viljum leyfa neytendum að dæma sjálfir.“ Innkaupsverð á hollenska græn- metinu er mun lægra en það ís- lenska að sögn Ingva. „Við seljum samt allt á sama verði, hvort sem það er íslenskt eða hollenskt. Flestar matvöruverslanir selja annaðhvort erlenda tómata og ág- úrkur eða íslenska en við seljum oft hvort tveggja.“ Ómerktir tómatar í grænmetisborði Ekki stendur á umbúðum hvort um er að ræða erlenda eða íslenska tómata, og þeir eru seldir úr sama grænmetisborði, ómerktir hjá Sparversluninni. Ekki er þó bland- að saman hollenskum og íslenskum tómötum. Ingvi segir slíkt yfirleitt við- gangast í matvöruverslunum. „Umbúðir á ágúrkum eru merktar framleiðendum en oft þurfa kaup- endur einfaldlega að spyrja til þess að fá upplýsingar um framleiðslu- land.“ Sparverslun við Bæjarlind er eina verslunin sem selur erlenda tómata og agúrkur sem dreift er af Mötu ehf. en leikskólar og fleiri stofnanir hafa keypt hollensku framleiðsluna þar sem hún er á betra verði, að sögn Eggerts Á. Gíslasonar, framkvæmdastjóra Mötu. Erlendir tómatar og agúrkur á tilboði Morgunblaðið/Þorkell Erlendir tómatar og agúrkur eru á tilboði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.