Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 23 ÖFLUG sprenging varð í húsa- kynnum einkarekins byggingafyr- irtækis í borginni Jalalabad í hér- aðinu Nangarhar í Afganistan um hádegisbilið í gær að þarlendum tíma. Varð hún að minnsta kosti 10 manns að bana auk þess sem tugir manna slösuðust, að sögn embætt- ismanna á staðnum. Tugir húsa í grenndinni skemmdust, sum þeirra í 500 metra fjarlægð. Yfirmaður varnarmála á staðnum, Hazrat Ali, taldi í fyrstu að um bílsprengju hefði verið að ræða og hefði hún átt að eyðileggja lón vatnsorkuvers í grenndinni. En aðstoðarhéraðs- stjóri í Nangarhar-héraði, Mo- hammed Assef Qasi Zada, sagði að hugsanleg skýring væri að spreng- ing hefði orðið í sprengiefni sem geymt hefði verið í húsinu. „Þetta var gríðarlega mikil sprenging,“ sagði Ali. „Tala látinna á sennilega eftir að hækka vegna þess að fólk gæti dáið á sjúkrahús- inu.“ Hann sagði að þrír starfs- menn samtakanna, sem reka bygg- ingafyrirtækið, hefðu verið færðir til yfirheyrslu vegna atburðarins en útskýrði málið ekki frekar. Lón vatnsorkuversins Darunta er í um 200 metra fjarlægð frá hús- inu sem var sprengt og urðu nokkrar skemmdir á tækjabúnaði lónsins, einnig á raforkulínum í hverfinu og við háskóla borgarinn- ar. Vangaveltur um tilræði hófust þegar í stað í gær en undanfarnar vikur hefur verið mikið um tilræði í Afganistan. Öryggissveitir stjórn- valda eru því í viðbragðsstöðu vegna ótta við hryðjuverk af hálfu talíbana eða liðsmanna al-Qaeda- samtakanna. Tilræði eða slys í Jalalabad? Kabúl. AP, AFP. VAGNAR farþegalestar sem fór út af sporinu við Taichung-stöð í Taívan í gær liggja eins og hrá- viði við stöðina. Enginn fórst í slysinu en þrír slösuðust; engir farþegar voru um borð. Stöðin er um 150 kílómetra frá höfuðborg- inni Taipei. Orsök slyssins voru þau að vörubíll rakst á brú undir járn- brautarteinunum og skemmdi hana. AP Járnbrautarslys í Taívan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.