Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 45 Þegar við vinkon- urnar settumst niður til að skrifa vantaði okkur Rögnu Dóru því hún var óskráður rit- ari saumaklúbbsins. Þó oft væru nokkrar stafsetningarvillur kom það ekki að sök því betri penni en hún var vandfundinn. Oft vorum við búnar að hlæja og gera grín að söfnunaráráttu Rögnu Dóru, engu mátti henda, meira að segja dró hún í einum sauma- klúbbnum fram fermingarkjólinn sinn og hún átti líka allar gömlu leikaramyndirnar. Hún hlúði vel að öllu hvort sem það var gamalt, nýtt eða hrjáðar sálir, enda sagði hún svo oft: „Ég vildi að ég ætti stóran plástur til að setja á sálina eða sálar-seltzer þá væri ég sannarlega búin að gefa þér.“ Saumaklúbburinn okkar hefur alltaf verði samheldinn og gott dæmi um það er að þegar við hitt- umst hjá Rögnu Dóru haustið 1993 þá kom í ljós að sjö af átta voru óléttar. Á sumrin hittumst við gjarnan eina helgi með fjölskyldurnar og það var Rögnu Dóru alltaf mikils virði að börnin okkar hittust. Árið 1997 fórum við sauma- klúbbssystur í helgarferð til Ed- inborgar. Þetta var ógleymanleg ferð. Á laugardagsmorgni er við hittumst í anddyri hótelsins, allar klárar í slaginn (búðirnar), á flott- ustu skónum okkar mætti Ragna Dóra í íþróttaskóm, það var sko enginn tepruskapur í henni vinkonu okkar, við gerðum óspart grín að henni og sögðumst aldrei láta sjá okkur á slíku skótaui. Reyndar var allt annar tónn í okkur þegar Ragna Dóra var farin að hjúkra einni okkar sem ekki gat gengið á þriðja degi, enda áttum við átján töskur þegar við flugum heim, nítján með íþróttatösku Rögnu Dóru. Á haustin var alltaf gaman að hittast eftir sumarfrí og það voru óskráð lög saumaklúbbsins að bannað var að mæta með handa- vinnu en naglasnyrtivörur voru nauðsyn, enda nefndi Ragna Dóra saumaklúbbinn Þjalirnar. Við höfum brallað margt saman gegnum árin og Rögnu Dóru fannst oftast meira spennandi að fara á kojufyllirí en út á lífið. Það var ekki ósjaldan sem við nöldruðum í henni að spá fyrir okkur í tarotspilin og þá var nú oft kátt á hjalla. Við sem Rögnu Dóru þekktum vissum að hún bæði sá og skynjaði meira en við hin. Við minnumst góðrar vinkonu sem hafði að bera alla þá mann- gæsku sem ein manneskja getur haft og langar í lokin að vitna í bréf sem ein okkar fékk frá Rögnu á erfiðleikastundu: „Við skiljum ekki alltaf tilgang lífsins og þaðan af síð- ur mótlætið og ranglætið sem verð- ur á vegi okkar gegnum lífið. En við getum alltaf litið á reynslu, sama hversu erfið hún er, sem ákveðna leið til þroska. Mundu að flugdreki hefst ekki á loft með vindi heldur á móti honum.“ Elsku Jónas Atli, Garðar Darri, Sigrún, Ragnar og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórunn Sif, Sigrún, Ingibjörg, Guðrún, Björk, Auður og Anna Soffía. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, RAGNA DÓRA RAGNARSDÓTTIR ✝ Ragna DóraRagnarsdóttir fæddist á Akureyri 15. janúar 1959. Hún lést á heimili sínu 2. ágúst og var útför hennar gerð frá Ak- ureyrarkirkju 9. ágúst. leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mín- um, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þessi sálmur kemur upp í hug- ann þegar við kveðjum vinnufélaga okkar Rögnu Dóru, sem varð að lúta í lægra haldi í glímunni við ill- vígan sjúkdóm. Nú þegar glímunni er lokið minnumst við Rögnu Dóru og sjáum hana fyrir okkur með gamalkunna brosið og hennar hressilegu framgöngu. Við erum þess fullviss að nú liggja leiðir hennar um grænar grundir þar sem hún má næðis njóta. Ljúfar minn- ingar koma upp í hugann þegar þessarar ungu konu er minnst, en jafnframt er erfitt að skilja ótíma- bært fráfall hennar úr faðmi sona og ástvina. Ragna Dóra vann á svæfinga- deild FSA um 10 ára skeið frá 1984 til 1994, en hún skipti um deild eftir fæðingu yngri sonarins, Garðars Darra, þar sem legudeild gaf mögu- leika á öðrum vinnutíma sem hent- aði betur. Við fylgdumst með Jónasi vaxa úr grasi. Oft er börnunum leiðbeint gegnum síma þegar mömmurnar eru að vinna og grunar okkur að einhverntíma hafi hann fengið upp- lýsingar og ráð frá vinnufélögum móður sinnar þegar hún komst ekki í símann. Að leiðarlokum þökkum við starfsfólk svæfingadeildar og skurðdeildar FSA Rögnu Dóru fyr- ir samverustundirnar og vottum sonum hennar, foreldrum, systkin- um og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð og biðjum þess að ljósið hennar Rögnu Dóru megi lýsa ykk- ur um alla framtíð. Starfsfólk svæfingadeildar og skurðdeildar FSA. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Við vottum sonum, foreldrum, systkinum, og öðrum ástvinum Rögnu Dóru okkar dýpstu samúð vegna fráfalls hennar. Samstarfsfólk á Geðdeild FSA. ✝ Bragi Tómassonfæddist í Vest- mannaeyjum 4. mars 1939. Hann lést föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Maríus Guð- jónsson, f. 13.1. 1887, d. 14.6. 1958, og Sigríður Magn- úsdóttir, f. 4.10. 1899, d. 18.9. 1968. Systkin Braga eru: 1) Hannes Guðjón, f. 17.6. 1913, kvæntur Kristínu S. Jóns- dóttur, f. 3.4. 1919, d. 14.6. 2002. Synir þeirra Sverrir og Tómas og barnabörnin eru tvö. 2) Martin Brynjólfur, f. 17.6. 1915, d. 1.1. 1976, kvæntur Berthu Gísladóttur, f. 15.2. 1920. Börn þeirra Eyjólfur, Rósa og Emilía. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin átta. 3) Jóhannes, f. 13.3. 1921, kvæntur Guðfinnu Stefánsdótt- ur, f. 8.6. 1923. Börn þeirra Margrét Rósa, Erna, Tómas, Stefán Haukur, Ingunn Lísa og Iðunn Dísa. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin tvö. 4) Guðjón, f. 29.8. 1925, d. 2.12. 1977, kvæntur Margréti Ólafsdóttur, f. 15.2. 1927, d. 15.11. 1977. Börn þeirra Svana Guðrún, Gil- bert Ólafur og Birgir Örn. Barna- börnin eru sex og barnabarnabörnin tvö. 5)Magnea Rósa, f. 20.9. 1928, gift Gunnari H. Bjarnasyni, f. 22.9. 1927. Börn þeirra Sigríður Erla, Áslaug María, Agnar Darri. Barnabörnin eru tíu. 6) Gerður Erla, f. 21.2. 1933, gift Lúkas Kárasyni, f. 29.8. 1931. Börn þeirra Brynjólfur, Tómas Örn, Erla, Björn Helgi, Jón Gunnar. Barnabörnin eru tíu. Bragi bjó í foreldrahúsum og síðan hjá systrum sínum Magn- eu Rósu og Gerði Erlu þar til hann fór á sambýlið í Stuðlaseli 2 í febrúar 1999. Útför Braga verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Bragi Tómasson frá Höfn fæddist í Vestmannaeyjum 4. mars 1939. Hann bjó í foreldrahúsum fram til ársins 1973 en þá flutti hann og bjó hjá systrum sínum. Fyrst hjá Magn- eu Rósu á Seltjarnarnesinu og síðan hjá Gerði Erlu í Keilufelli í Reykja- vík. Árið 1999 settist hann að í sam- býlinu í Stuðlaseli 2 þar sem hann bjó við gott atlæti síðustu ár sín. Eldgosið varð til þess að hann og fjölskylda hans flutti í burtu frá Eyj- um. Þeirra var sárt saknað og við systkinin glöddumst ávallt þegar Bragi kom í sumarheimsóknir í sína kæru heimabyggð. Þó Bragi byggi við Downs-heil- kenni var hann félagsvera sem hafði gaman af að umgangst fólk og vera á mannamótum. Bragi hafði verið fastagestur á mörgum heimilum í Eyjum áður en hann flutti burtu. Fjölskyldurnar í Þingholti og á Hvoli voru heimsóttar daglega og aðrir viðkomustaðir voru margir. Eftir að hann flutti á höfuðborgar- svæðið hélt hann áfram að eignast nýja vini og heimsækja þá hvort sem var í Breiðholtinu eða á Seltjarnar- nesinu auk þess sem hann hélt tryggð við gömlu vinina heima. Bragi var varla kominn til Eyja þeg- ar hann var farinn að tala um að heimsækja Dodda vin sinn, Braga á fluginu eða Magga og Þórð á Skans- inum. Alls staðar var hann boðinn velkominn og litið var á hann sem mikilvægan einstakling í samfélag- inu. Bragi svaraði ágætlega fyrir sig og oft hefur verið hlegið dátt að til- svörum hans og athugasemdum. Minningarnar um Braga tengjast æskuárunum þegar við vorum börn og hann hress og kátur ungur mað- ur. Við sem bjuggum í Eyjum fyrir gos minnumst Braga á göngu á rúnt- inum, á fremsta bekk í bíó eða við borðið í Tótaturni að svolgra í sig kók með pylsunni sem Tóti gaf hon- um. Einnig hafði hann gaman af að fara í sund og aðstoða vini sína við ýmislegt eins og t.d. að fara út með ruslið. Jólaboðin í Höfn voru ómiss- andi þáttur bernskunnar. Þá feng- um við börnin að koma inn í her- bergið hans, leika með dótið hans og skoða myndir í forláta myndakíki sem okkur langaði öll til að eiga. Bragi var alltaf góður við okkur krakkana. Hann átti það til að smella kossi á kollinn á okkur þegar hann gekk framhjá og stundum stríddi hann þó allt væri í góðu. Við kveðjum hann nú og hugsum með þakklæti og samúðarkveðjum til fjölskyldunnar og allra annarra sem létu sér annt um hann og voru vinir hans og bandamenn. Margrét Rósa, Erna, Tómas, Stefán Haukur, Iðunn Dísa og Ingunn Lísa Jóhannesarbörn. Kær vinur okkar og félagi, Bragi Tómasson, er látinn og er hans sárt saknað. Við, vinir hans í Húsinu, minn- umst hans með virðingu og þakklæti fyrir liðnar stundir. Við kveikjum á kerti og minnumst þess góða tíma sem við höfum átt saman, skoðum myndir og rifjum upp hnyttin tilsvör Braga. Bragi átti hug og hjarta okkar allra og bræddi hvern þann sem gaf sér tíma til að kynnast honum. Hann hafði gaman af að spjalla og sagði okkur frá árum sínum í Vestmanna- eyjum og nefndi sig oft Eyjapeyj- ann. Hann sýndi vinum sínum hand- tökin við lundann og hvernig koma ætti pysjunum á flug. Hann fylgdist með því sem var að gerast og heilsaði oft með orðunum, „ertu komin, mikið er ég feginn“. Bragi gat alltaf fundið sér eitthvað að gera meðan heilsan leyfði en eftir að henni fór að hraka urðu viðfangs- efnin færri. Meðan hann gat fór hann í ýmsar sendiferðir og sótti m.a. matinn upp í Lækjarás. Hann var stríðinn og laumuðust oft pennar og aðrir smáhlutir í vasa hans. Væri spurt hvernig á því stæði, glotti Bragi og svaraði á þann veg að hann ætti hlutinn eða hafði fengið hann að láni og var honum síðan skilað. Bragi var hjálpsamur og hjálpaði okkur stundum að pumpa í dekk á hjólastólum. Hann fékk hrós fyrir dugnaðinn, var stoltur og sagði „sterkur eins og Tarsan“ um leið og hann hnyklaði vöðvana. Bragi hafði gaman af að hlusta á tónlist og dansaði þá gjarna með. Hann var duglegur að vinna í flösk- unum meðan hann hafði heilsu til og einnig batt hann tauminn. Hann bankaði gjarnan upp hjá nágrönn- um, sópaði stéttina og mokaði snjó- inn. Væri hann ekki velkominn, ónáðaði hann ekki aftur. Alltaf þáði hann molasopa að launum. Bragi sýndi hluttekningu og sam- úð ef eitthvað bjátaði á hjá öðrum, gaf gott klapp á öxl, þétt handtak og koss á kinn. Hann var glettinn og þegar honum þótti eitthvað fyndið eða skemmtilegt, hló hann og sagði „þessi var sterkur“. Síðustu árin tók að halla undan fæti hjá Eyjapeyjanum þegar heils- an fór að gefa sig. Við minnumst hans sem einstaks persónuleika og þótt við söknum hans vitum við að honum líður vel núna og hefur fengið hvíld, laus við þjáningar og veikindi. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur fljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Við kveðjum Braga með þökk fyr- ir samfylgdina og sendum systkin- um hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Vinir Braga í Húsinu. Nú þegar nágranni minn og vinur til margra ára er ekki lengur á með- al okkar koma fram í hugann mörg minningarbrot, sem mér finnst skylda mín að festa á blað. Hann á það inni hjá mér. Bragi Tómasson hafði ekki hlotið í vöggugjöf það sem við flest teljum eðlilegt: Góða andlega og líkamlega heilsu. Bragi lifði þó tiltölulega ham- ingjusömu lífi, miðað við aðstæður, fyrst í foreldrahúsum í Vestmanna- eyjum en eftir gos flyst Bragi til Reykjavíkur og býr þar síðan hjá systur sinni Gerði Tómasdóttur í Keilufelli 6 við frábært atlæti og umönnun þar til heilsu hans hrakaði svo, fyrir þrem til fjórum árum, að hann flyst á sambýlið í Stuðlaseli. Bragi taldi sjálfur sig fyrst og fremst vera Vestmannaeying og sagðist vera Eyjapeyi og var stoltur af. Kynni okkar Braga hófust ekki fyrr en ég og fjölskylda mín fluttum í Keilufell 4 eða í næsta hús við heimili Braga. Fyrirrennari minn í Keilufelli 4 hafði sagt mér frá Braga og bjó mig undir að hann vildi gjarn- an kynnast nýjum nágrönnum. Hvatti hann mig til að taka honum vel ef vinskapur ætti að þróast með okkur. Á vordögum, skömmu eftir að ég flutti í Keilufellið, stóð ég uppi í stiga og var að mála glugga, þá verð ég var við að maður stóð fyrir neðan stigann og spyr: ,,Hvað ert þú að gera?“ Sá ég að þar var kominn Bragi. Ég svaraði eitthvað á þá leið að ég væri að reyna að mála en væri jafnframt dálítið stirður við þá loft- fimleika. Bragi svaraði mér sam- stundis: ,,Ég er svaka liðugur.“ Steypti hann sér síðan kollhnís þarna á túninu því til staðfestingar. Ég fór niður úr stiganum, tók Braga tali og hrósaði honum fyrir fimi hans. Þetta líkaði honum vel og varð þarna upphaf vináttu okkar og fjöl- skyldna okkar. Bragi átti marga vini í hverfinu og heimsótti þá gjarnan í lok vinnudags og um helgar en hann starfaði lengi vel í Bjarkarási á með- an heilsan leyfði. Bragi sneyddi ávallt hjá þeim húsum þar sem hon- um fannst hann ekki vera aufúsu- gestur. Hann var mjög næmur á slíkt. Mér koma í hug nöfn nokkurra bestu vina hans hér í hverfinu: Pálma, Gylfa, Kristins, Valda og Gústa, svo einhverjir séu nefndir. Nú eru þeir dagar liðnir sem Bragi setti svip sinn hér á hverfið þegar hann fór á milli húsa ávallt snyrtilega klæddur og um helgar og á tyllidögum með hálstau og tilheyr- andi. Skemmtilegasta upplifun hans var að komast í veislur og önnur samkvæmi, þar naut hann sín best. Ég minnist sérstaklega fimmtugsaf- mælis hans sem Gerður systir hans stóð fyrir í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þar var Bragi hrókur alls fagnaðar og naut sín svo sann- arlega vel. Þetta er mér eitt skýr- asta minningarbrotið um hann sem seint mun gleymast. Braga er sárt saknað. Hins góða og græskulausa skaps hans og hinna skemmtilegu tilsvara sem hann hafði oft á takteinum. Hann sá líka oft betur skoplegu hliðarnar á mannlífinu en margur annar. Hann gaf frá sér þægilega útgeislun til þeirra sem hann taldi vini sína. Hann var einstaklega barngóður og mikill dýravinur. Hinir minnstu og smæstu voru bestu vinir hans. Far þú á Guðs vegum, Bragi minn. Guðmundur E. Eiríksson og fjölskylda. BRAGI TÓMASSON  Fleiri minningargreinar um Braga Tómasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.