Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.brimborg.is– Njóttu lífsins A B X / S ÍA Sjáðu mig Það er erfitt að skilgreina stíl en þú þekkir hann þegar þú sérð hann. Yfir Citroën er einhver óútskýranlegur sjarmi. Heillandi útgeislun sem fyllir eigendur Citroën lotningu og stolti. Brimborg kynnir nýjan og svalan Citroën C3. Sjáðu! Verð frá 1.389.000 kr. Citroën C3 Opið í dag kl. 13–17. Það er nú búið að kippa þessu í liðinn Lúlli minn, ég fæ ekki 3 millur í biðlaun, heldur sem ráðgjafi bæjarstjórans í sex mánuði, góði. Velgengni íslenskra ræðumanna erlendis Að öðlast trú á sjálfan sig JUNIOR Chamber Ís-land hefur sex sinn-um unnið Evrópu- meistaratitil í ræðu- mennsku á undanförnum sjö árum. Sigurgangan er einstök, og af því tilefni ræddi Morgunblaðið við nýjasta sigurvegarann, Sigurrós Friðriksdóttur, sem vann titilinn í Istanbúl í ár. – Hvernig kynntist þú Junior Chamber? „Mér var boðið á kynn- ingarfund hjá Junior Chamber Vík árið 1996, og eftir að hafa farið á nokkra fundi ákvað ég að ganga í félagið. Það eru þrjú félög í Reykjavík, Junior Cham- ber Reykjavík, Vík og Borg, og auk þess nær starfssvæði JC Ness til Vestur- bæjarins. JC Vík er eingöngu fyr- ir konur, og JC Borg eingöngu fyrir karla, en JC Reykjavík og JC Nes fyrir bæði kynin.“ – Hvað gerir Junior Chamber? „Meginmarkmið félagsins eru að gefa fólki tækifæri til að efla leiðtogahæfileika sína, öðlast meira sjálfstraust og verða örugg- ara í framkomu. Ræðumennskan er aðeins hluti af starfi félagsins, þrátt fyrir að hún sé sá þáttur sem almenningur þekkir hvað best. Hreyfingin býður upp á fjölda námskeiða og verkefna, þar sem reynir á þekkingu og færni við- komandi. Það eru líka mánaðar- legir fundir, og þú velur hvað þú vilt gera innan hreyfingarinnar.“ – Eru margir í hreyfingunni? „Um þessar mundir eru um 120 manns starfandi í hreyfingunni hér á Íslandi, en fjöldi virkra fé- laga hefur sveiflast undanfarin ár. JC er þannig félagsskapur að fólk leitar þar stuðnings þegar það þarf á að halda, en eftir að það hef- ur öðlast nýtt sjálfstraust og séð nýjar leiðir á lífsbrautinni hverfur það oft til frekara náms eða nýrra starfa og minnkar um leið afskipti sín af hreyfingunni. Það er eðli- legt, og sýnir að hreyfingin þjónar tilgangi sínum.“ – Hverju mega Íslendingar þakka velgengni sína? „Þegar ég var í keppninni í Ist- anbúl á dögunum fékk ég tækifæri til að spjalla við hina keppend- urna. Þegar við ræddum undir- búninginn fyrir keppnina fékk ég á tilfinninguna að hann væri betri hér á Íslandi en víða annars stað- ar. Bæði virtumst við byggja mik- ið á reynslu fyrri sigurvegara, enda er ég sú sjötta í röðinni á sjö árum sem vinnur Evrópumeist- aratitilinn, og einnig virtist und- irbúningur allur vera markvissari en hjá öðrum þátttakendum. Vel- gengni okkar tel ég að megi meðal annars þakka þessum ígrundaða undirbúningi.“ – Ræðuefni þitt var slagorð heimshreyfingar JC. „Já, allir keppendurnir fengu sama umræðuefnið, sem var slag- orð heimshreyfingarinnar, „frum- kvöðlar í verki“. Ég lagði áherslu á það í minni ræðu að allir gætu orðið frumkvöðl- ar, aðalatriðið væri við- horf hvers og eins. Ef viðkomandi hefði hugsjón og takmark í lífinu, og stefndi markvisst að þeim, væru honum allir vegir færir. Markmiðið þarf ekki að vera að verða frægur eða ríkur, heldur stuðla að jákvæðum breytingum á eigin lífi. Ræðan varð að vera 5 til 7 mínútur að lengd, annars hefði ég dottið úr keppni. Í þessari keppni voru eingöngu framsögu- ræður, en ekki rökræður.“ – Ræðan var á ensku, ekki satt? „Jú, það er alltaf viss áskorun að flytja ræðu á öðru máli en sínu eigin. Hins vegar nýt ég þess að hafa verið við nám í Kanada í tvö og hálft ár, og náði þar ágætis tök- um á enskunni. Margir gætu hald- ið að þar sem keppnin fer fram á ensku myndu Englendingar eiga sigurinn vísan, en þeir hafa brennt sig á því að nota of skreytt og tor- skilið málfar, sem skilar sér ekki alltaf nógu vel til hlustenda. Við hér heima höfum lagt áherslu á að nota gagnsæ og skýr orð í okkar málflutningi, og það hefur greini- lega komið að gagni.“ – Það hlýtur að hafa verið upp- lifun að fara til Istanbúl. „Já, það var einstakt. Borgin er hvort tveggja í Evrópu og Asíu, og upplifunin var nokkurs konar samhristingur af menningu beggja heimsálfa. Þátttakendur voru frá nær öllum löndum Evr- ópu og það var mjög gefandi að hitta aðra meðlimi hreyfingarinn- ar. Við fórum fimm frá Íslandi.“ – Kepptu fleiri en þú? „Nei, ég var sigurvegari í und- ankeppni hér heima, og var ég eini keppandinn fyrir Íslands hönd.“ – Svo er það heimsþingið sem bíður þín, ekki satt? „Jú, ég keppi fyrir hönd Evrópu á heimsþinginu í Las Vegas í nóv- ember. Það er afskaplega spenn- andi. Tvímælalaust er hér um að ræða enn meiri áskorun en í Evr- ópukeppninni, en okkur tókst að vinna heims- meistaratitilinn í fyrra, og hver veit nema það takist líka í ár?“ – Er margt á döfinni hjá JC? „Dagana 9.–11. ágúst heldur JC-hreyfingin norræna akademíu í Skálholti, þar sem virtur leið- beinandi, Fernando Sánchez-Ari- as, heimsækir Ísland. Námskeiðið er fyrir framtíðarleiðtoga innan JC. Fernando mun einnig leið- beina á námskeiði fyrir starfs- menn fyrirtækja.“ Sigurrós Friðriksdóttir  Sigurrós Friðriksdóttir fædd- ist í Reykjavík 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá MR árið 1987, B.Sc.-prófi í jarðfræði frá Há- skóla Íslands 1992 og M.Sc.- prófi í jarðfræði frá McMaster- háskóla í Kanada árið 1995. Hún hóf störf hjá Náttúruvernd- arráði sumarið 1995 og hefur starfað hjá Náttúruvernd rík- isins frá árinu 1997, sem sviðs- stjóri mannvirkja- og skipulags- sviðs frá 1998. Sigurrós hefur verið félagi í Junior Chamber Vík frá ágúst 1996 og var for- seti félagsins starfsárið 1999– 2000. Hún gegnir í ár embætti umsjónarmanns með þjálfun fyrir JC Ísland. Allir geta orðið frumkvöðlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.