Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 53 DAGBÓK Nokkrir lausir veiðidagar í næstu viku, mánudag til föstudags Eingöngu fluguveiði Langá á Mýrum Upplýsingar í síma 864 2879, 899 2878 eða 437 23777. MÖGNUÐ ÚTSALA NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR 50-70% AFSLÁTTUR Kringlunni - sími 581 2300 Danirnir Andreas Mar- quardsen og Martin Schaltz hlutu verðlaunin fyrir bestu sagnröðina á Evrópumóti ungmenna. Það var þessi al- slemma í laufi sem vakti hrifningu dómnefndarinnar: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ 5 ♥ ÁK98643 ♦ -- ♣ÁD863 Vestur Austur ♠ 83 ♠ KDG1094 ♥ G5 ♥ D72 ♦ KG9732 ♦ Á85 ♣754 ♣G Suður ♠ Á762 ♥ 10 ♦ D1064 ♣K1092 Vestur Norður Austur Suður Andreas Martin – 1 hjarta 1 spaði Dobl * Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 7 lauf Allir pass Andreas opnar fyrst ró- lega á einu hjarta og Martin doblar innákomu austurs til að sýna láglitina. Andreas fastsetur þá tromplitinn með fjórum laufum. Sögnin er krafa og slemmuboð og Martin meldar fyrirstöðu sína í spaða. Það eru góð tíð- indi fyrir norður sem spyr nú um lykilspil með fjórum gröndum. Martin sýnir tvö slík og Andreas veit að þau eru spaðaás og laufkóngur, því suður hefur neitað tíg- ulfyrirstöðu. Norður getur þar með sagt sjö lauf af full- komnu öryggi. Fleiri pör náðu þessari al- slemmu, en sería Dananna er óneitanlega markviss og stílhrein. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þrátt fyrir að þú lítir út fyrir að vera glaðvær á yfirborðinu ertu í raun alvarlegur einstaklingur. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú þarfnast þess að eiga góðar stundir, ekki síst í ljósi þess að sólin, Mars og Júpiter hafa sterk áhrif á stjörnumerki þitt. Naut (20. apríl - 20. maí) Nýir hlutir geta orðið til þess að fólki líður betur í því umhverfi sem það dvelur í. Finndu þér hlut sem getur orðið til þess að fegra heimili þitt. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Það er enginn tími til þess að slaka á því erilsamur tími er framundan. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hafðu ekki áhyggjur af því þó að þú eyðir meiri pen- ingum en þú ætlaðir þér. Þú getur átt von á því að tekjur þínar muni aukast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það er mikið lán fyrir þig að Júpiter hafi áhrif á stjörnumerki þitt. Í fyrsta skipti í 12 ár leikur gæfan við þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Þú hefur mikla þörf fyrir að tjá þig um ákveðna hluti. Ekki halda aftur af þér. Vog (23. sept. - 22. okt.) Þú átt eftir að fara í krefj- andi ferð með góðum vin- um. Þú átt eftir að koma endurnærð/ur til vinnu að lokinni ferðinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Gerðu tilraun til þess að fá ábendingar frá einhverj- um sem býr yfir meiri reynslu, til dæmis foreldr- um. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að spara pen- ingana, því framundan eru tækifæri til þess að ferðast til staða sem þú hefur aldrei áður komið til. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vertu á varðbergi gagn- vart ókunnugum sem vilja ráða þér heilt eða vilja njóta krafta þinna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þessi dagur er kjörinn til þess að kynnast nýju fólki eða hefja samningavið- ræður í starfi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Haltu áfram að starfa með sama hætti og áður. Áður en langt um líður mun atorka þín skila sér í auk- inni hæfni og vekja athygli annarra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓN 80 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 12. ágúst verður áttræður Sigurður Gíslason, byggingameist- ari, tæknifræðingur og trillukarl á Hóli 2, Bolung- arvík. Hann býður vinum og vandamönnum til fagnaðar í bátaskemmunnni á Hóli 2 laugardaginn 10. ágúst eftir kl. 20. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 11. ágúst, er fimmtug Anna María Eyjólfsdóttir, Heiðarbrún 42, Hvera- gerði. Af því tilefni munu Anna María og eiginmaður hennar, Ólafur Reynisson, halda ættingjum og vinum teiti í garðinum við heimili sitt í kvöld, laugardag 10. ágúst kl. 20–24. Gestir hafi peysu meðferðis. LJÓÐABROT Æskuást Hví leitar það hljómdjúpi hörpunnar frá, sem helzt skyldi í þögninni grafið? Ég kalla þó aldrei þá sól úr sjá, sem sefur á bak við hafið! - - - Ég er eins og kirkja á öræfa tind, svo auð sem við hinzta dauða, þó brosir hin heilaga Maríumynd, þín minning, frá vegginum auða. Sakleysið hreint eins og helgilín var hjúpur fegurðar þinnar, sem reykelsisilmur var ástin þín á altari sálar minnar. Þú hvarfst mér, og burt ég í fjarska fór, en fann þig þó, hvert sem ég sneri, sem titrandi óm í auðum kór og angan úr tómu keri. Jónas Guðlaugsson. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. Rge2 dxc4 7. Bxc4 c5 8. O-O b6 9. a3 Bxc3 10. Rxc3 Bb7 11. dxc5 Dc8 12. De2 Dxc5 13. e4 Rc6 14. Be3 Rd4 15. Bxd4 Dxd4 16. Had1 De5 17. f4 Dc5+ 18. Kh1 Had8 19. Bd3 e5 20. fxe5 Dxe5 21. Hf5 De6 22. Hdf1 Hd4 23. Rb5 Staðan kom upp í A- flokki skákhátíðarinnar í Pardubice í Tékklandi sem lauk fyrir skömmu. Heims- meistari 20 ára og yngri, Ungverjinn Peter Acs (2560), hafði svart gegn Vincent Colin (2293). 23... Hxd3! 24. Dxd3 Bxe4 25. Dc3 Bxf5 26. Rd4 Hc8 27. Db4 Dd5 og hvítur gafst upp enda verður hann manni undir eftir 28. Rxf5 Dxf5!. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1.–7. Vladislav Borovikov (2570), Pet- er Acs (2560), Zbynek Hracek (2600), Di- mitry Jako- venko (2552), Va- lery Neve- rov (2587), Ernesto In- arkiev (2545) og Vladimir Burmakin (2574) 7 vinninga af 9 mögulegum. Málþing um Einvígi ald- arinnar, heimsmeistaraein- vígi Bobby Fischers og Borisar Spassky 1972, fer fram í dag, 10. ágúst í Þjóð- menningarhúsinu. Það hefst kl. 13.30 og er gert ráð fyrir að því ljúki kl. 17.30. Allir skákáhugamenn eru hvattir til að mæta enda eru fyrirlesararnir ekki af verri endanum en þeir eru: Boris Spassky, Lothar Schmid, og Guð- mundur G. Þórarinsson. Að erindum þeirra loknum verða pallborðsumræður sem Friðrik Ólafsson mun stýra. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik    Ég geng út frá því að þetta sé EKKI fyrsta stökkið þitt!! Láttu sem þú takir ekki eftir honum ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.