Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 31 Hjálmars mstaða aði hana ri/grænir ð 44 móti en instri/ g Þórunn nnar, og a. i og farið a þing- Hafa fáar mitt m hana fram- rnig rf- ingar í ir fjalli ki, að fræð- um af Kol- lflutning enda kom ðum um , að rita Kol- ar“, hvað ðminja- dsvirkjun, hægt og Hver á að mæti á For- ta Guð- Þjóð- x x x Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, vekur í Morgunblaðinu 6. ágúst athygli á ályktun Nátt- úruverndarsamstaka Austurlands (NAUST) vegna þeirrar yfirlýsingar Alcoa, að við Kárahnjúka sé einn besti vatnsaflsvirkjunarstaður í veröldinni. Taldi NAUST yfirlýsinguna aðeins sýna „hversu geigvæn- legar áætlanir eru í gangi varðandi stórar vatnsvirkj- anir víða um heim“. Í tilefni af þessari ályktun NAUSTs segir Jakob meðal annars: „Allt er í heiminum afstætt. Ef virkj- unaráætlanir vatnsorku víða um heim eru „geigvæn- legar“ hvaða orð er þá við hæfi um þá staðreynd að þriðjungur mannkynsins, tveir milljarðar manna, hefur ekki einu sinni rafmagn til heimilisnota og að allar horfur eru á að hálfur annar milljarður bætist í þann hóp fyrir 2020? Mikill meirihluti þessa fólks býr ein- mitt í þróunarlöndunum, í næsta nágrenni við stærstan hluta óvirkjaðrar vatnsorku í heiminum. Vaxandi hluti þess býr í fátæktarhverfum sístækkandi risaborga. Við munum ekki búa lengi í jafn friðsömum heimi og hing- að til ef hér verður ekki breyting á.“ Þjóðir, sem búa við svo geigvænlegan raforkuskort, munu ekki ráðast í virkjanir eða smíði raforkuvera með öðrum orkugjöfum til að framleiða ál, að mati Jakobs, heldur verður álvinnsla að leita annað, „ekki síst til fá- mennari landa, sem eru auðug að vatnsorku umfram almennar þarfir og verða það um langa framtíð“. Þegar rætt er um virkjanir og álframleiðslu hér á landi, er nauðsynlegt að skoða málið í stóru alþjóða- samhengi. Hvað sem líður viðhorfi til náttúruverndar, kann sumum beinlínis að þykja það til marks um hroka Íslendinga gagnvart fólki, sem býr við lökust kjör með- al þjóða heims, að leggjast gegn nýtingu vatnsorku við þær aðstæður, sem eru hér á landi. x x x Í sama tölublaði Morgunblaðsins og Jakob ræðir ályktun NAUSTs er grein eftir Kristján Hreinsson skáld, þar sem hann ræðst persónulega á Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunar. Kristján slær þessu meðal annars ómaklega fram: „Friðrik, sem er þekktur fyrir að vilja eyðileggja ýmsar óspilltar nátt- úruperlur í landi voru …“ Í viðtali við Morgunblaðið 28. júlí lýsir Friðrik á hinn bóginn stuðningi við það viðhorf: „að við eigum að skila náttúrunni jafn góðri ef ekki betri til afkomenda okkar heldur en hún var þegar við tókum við henni“. Kristján gefur til kynna, að þeir listamenn, sem eiga samstarf við Landsvirkjun við sýningar á vegum fyr- irtækisins, hafi látið múta sér til „að halda frekar kjafti en gagnrýna framkvæmdagleði Friðriks Sophus- sonar“. Að mati Kristjáns er Friðrik marklaus vegna þess, að hann hefur „ekkert vit á því sem heitir nátt- úruvernd“. Séu menn „stóriðjutrúar“, misnota þeir málfrelsið með því að láta í ljós skoðun sína, er niðurstaðan af lestri greinar Kristjáns. x x x Stjórnmálamenn ræða að sjálfsögðu um virkjanamál á pólitískum og oft flokkspólitískum forsendum. Stjórnmáladeilur um Kárahnjúkavirkjun einkennast þó ekki af hefðbundnum ágreiningi milli stjórnar og stjórnarandstöðu, því að meginhluti stærsta stjórn- arandstöðuflokksins, Samfylkingarinnar, styður virkj- unina. Forstjóri Landsvirkjunar lýsir skoðun sinni með hliðsjón af þeirri þekkingu, sem hann hefur á efnis- legum þáttum málsins. Sjónarmið andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar byggjast á sannfæringu þeirra. Úrslitin ráðast á stjórnmálavettvangi og þar er ekki nýtt, að mætist stálin stinn. Mestu skiptir, að barist sé málefnalega og í samræmi við lýðræðislegar leik- reglur. Þar ráðum við mennirnir ferðinni en ekki í ríki náttúrunnar. – Lón verða til á hálendi Íslands, hvort sem þau eru gerð af manna höndum eða ekki – meira að segja var lón áður, þar sem Hálslón á að koma vegna Kárahnjúkavirkjunar. umræður bjorn@centrum.is H arkan í samskiptum fólks fer vaxandi á Íslandi. Hrotta- fengnar líkams- árásir og nauðg- anir sem draga dám af ofbeldisfullu klámefni verða æ al- gengari. Margir gerendanna eru ungir karlmenn sem virðast eiga í miklum vanda. Getur það verið að varnirnar gegn klámi og ofbeldi í samfélaginu séu að bresta? Eru þær kannski þegar brostnar? Eða er viðnám okkar við því sem mis- býður okkur að veikjast? Hver einasta manneskja þarf að velta því fyrir sér í alvöru. Það er ábyrgðarleysi að láta eins og ekk- ert sé og skýla sér á bak við af- skiptaleysi eða tíðaranda sem virðist gefa lítið fyrir muninn á réttu og röngu. Það krefst hugrekkis og mann- skilnings að horfast í augu við of- beldið í samfélaginu og þá stað- reynd að það endurspeglar að einhverju leyti ástand þjóðfélags- ins. Ofbeldi er nefnilega ekki hægt að líkja við þrumu úr heið- skíru lofti. Ofbeldisfull hegðun er oftar en ekki lærð hegðun. Fyr- irmyndirnar eru út um allt: Í fréttatímum, dagblöðum, tímarit- um, sjónvarpi, auglýsingum, kvik- myndum, á Netinu og, því miður, stundum í heimilislífinu. Nið- urstöður rannsókna á áhrifum of- beldisefnis á börn og unglinga eru misvísandi og þeir sem telja stjórnvaldsaðgerðir verða að byggja á vísindalegum grunni hafa varað við því að draga ein- faldar ályktanir af áhrifum of- beldisefnis, í hvaða formi sem það er, á börn og unglinga. Það er t.d. ljóst að börn sem horfa á sjón- varpið með foreldrum sínum og geta spurt þá spurninga um það sem fer fram á skjánum verða fyrir minni áhrifum en þau sem eru látin horfa ein og draga sínar ályktanir í einrúmi. Fólk getur eytt ómældum tíma í að þrefa um áhrif eða áhrifaleysi ofbeldisefnis á börn og unglinga án þess að það leiði til nokkurrar niðurstöðu. En hvers vegna er það ekki almennt viðurkennt í samfélaginu að börn fái að njóta vafans í þessum efnum? Þarf meira til en brjóstvitið til þess að segja manni að linnulítið áreiti of- beldis í fjölmiðlum af öllu tagi geti haft djúpstæð áhrif til hins verra á hugmyndir barna um eðlileg samskipti fólks? Viljum við láta slag standa eða ætlum við að grípa til ráða sem duga til þess að vernda börn og unglinga fyrir sí- vaxandi áreiti klám- og ofbeldis- efnis á líf þeirra? Ég get ekki ímyndað mér að nokkurt foreldri vilji ekki draga úr hugsanlegum óæskilegum áhrifum ofbeldisefnis á börnin sín. En við hvað erum við þá hrædd? Við það að vera púkaleg? T.d. með því að benda afgreiðslu- manni á bensínstöð á að e.t.v. sé betra að klámblöðin séu inn- pökkuð og í efstu hillu, svo að ber- ar konur í annarlegum stellingum blasi ekki við öllum sem þangað koma? Ég veit ekki um ykkur, lesendur góðir, en ég hef lítinn áhuga á að horfa upp á kven- mannspíkur á forsíðum klámblað- anna þegar ég fer og kaupi bensín á bílinn minn. Rétt eins og mér finnst að ofbeldisefni í sjónvarpi eigi að vera á dagskrá eftir tíu- fréttir – líka auglýsingarnar frá kvikmyndahúsunum, sem verða sífellt ískyggilegri. Samt eru klámblöðin líklega saklausasta form þess efnis sem hér um ræðir og margt ljótara að finna á mynd- bandsleigunum en í sjónvarpsefn- inu. En það er ekki þar með sagt að þeir sem ekki hafa áhuga á klám- og ofbeldisefni eigi bara að leggja árar í bát og láta hvað sem er yfir sig ganga. Við getum ekki komið í veg fyr- ir framleiðslu og sýningu ofbeld- isefnis en við eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að börn og unglingar hafi óhindraðan aðgang að slíku efni. Við verðum líka að þora að láta í okkur heyra þegar siðferðisvitund okkar er misboð- ið. Fullorðið fólk verður sjálft að velja og hafna í þessum efnum en við getum ekki skorast undan þeirri ábyrgð sem á okkur er lögð þegar börn eru annars vegar. Á þeim er ótrú- legur þrýstingur úr öllum áttum, ekki síst þegar kemur að brengluðum hug- myndum um hlutverk kynjanna. Kynlífsiðnaðurinn blómstrar um þessar mundir, eins og syst- urgreinar hans sala ólöglegra fíkniefna og vopnasala. Fólk sem hneppt er í kynlífsþrælkun kemur flest frá fátækum ríkjum þar sem framtíð- armöguleikar ungs fólks eru litlir og margir sjá Vesturlönd því í hillingum. Fórnarlömb klám- og kynlífsiðnaðarins verða sífellt yngri. Talið er að glæpasamtök flytji hálfa milljón kvenna á hverju ári til Evrópu. Á ráðstefnu á Ítalíu, sem haldin var nýverið, kom fram að a.m.k. 6.000 börnum á aldrinum 12 til 16 ára er smygl- að á hverju ári til Evrópuland- anna til kynlífsþrælkunar. Það er ekki lítið verk að skera upp herör gegn glæpasamtök- unum sem reka þrælahald sam- tímans og verður ekki gert nema með alþjóðlegri samvinnu. En jafnframt er mjög mikilvægt að hvert land setji lög sem duga í baráttunni við þennan ófögnuð. Í þeim efnum eiga Íslendingar enn langt í land. Nýleg skýrsla dóms- málaráðuneytis um úrbætur vegna kláms og vændis er þó skref í rétta átt og miklu skiptir að á grunni hennar verði unnar reglur og lagafrumvörp sem vernda fólk gegn mannréttinda- brotum kynlífsiðnaðarins. Við verðum líka að horfast í augu við þá staðreynd að kynlífsiðnaður- inn myndi ekki blómstra með þessum hætti ef ekki væri fyrir þegjandi samþykki yfirvalda víða um heim. Það er dýrkeypt að hylma yfir með glæpamönnum eða horfa í hina áttina og láta sem ekkert sé, en ótrúlega algengt því miður. Ofbeldið sem þrífst í klám- og kynlífsiðnaðinum ógnar ekki ein- vörðungu lífi og sálarheill þeirra sem eru fórnarlömb þessarar starfsemi. Það dregur úr virðingu fólks fyrir mannhelgi hvers ein- staklings og hefur óæskileg áhrif á hugmyndir okkar um samskipti kynjanna og siðfræði kynlífs. Við erum illa stödd ef sú skoðun verð- ur almenn á Íslandi að það sé í lagi að kaupa sér aðgang að lík- ama annarrar manneskju. Þá verður virðing, skilningur og væntumþykja afgangsstærð í samskiptum fólks og manngildi hvers einstaklings þverr. Ofbeldis- samfélagið eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur ’ Þarf meira til en brjóstvitið til þess að segja manni að linnulítið áreiti ofbeldis í fjölmiðlum af öllu tagi geti haft djúpstæð áhrif til hins verra á hugmyndir barna um eðlileg samskipti fólks? ‘ Höfundur er alþingiskona fyrir Samfylkinguna. ilega frammi fyrir greiðsluerfið- getur ekki greitt af erlendum sínum. Það truflar viðskipti og u. gværu bjartsýni má rekja til þess íkin munu hvorki lenda í banka- é greiðsluþroti. Nokkrir banda- kar munu líklega tapa miklu fé andsins á hlutabréfamörkuðum. getur vel verið að dollarinn falli r. Hvorugt mun þó valda allsherj- skir bankar virðast enn hafa ðu. Eiginfjárstaða þeirra er góð, ágætt og ekki er allt of mikið um . Og hvað erlendar skuldir varðar fréttirnar þær að skuldir Banda- eru í dollurum en ekki öðrum m. kin munu því ekki verða „uppi- með dollara“ líkt og Argentína og m bæði stóðu frammi fyrir því á um áratug að eiga ekki nægilega ollurum til að endurgreiða erlend- rottnum. Það getur því vel verið muni úr verðgildi dollarans þegar fjárfestar flýja Bandaríkin en það mun að öllum líkindum ekki valda alvarlegri kreppu. Hafið líka hugfast að Bandaríkin geta beitt þensluhvetjandi aðgerðum í peninga- málum til að vega á móti, að hluta til að minnsta kosti, minnkandi hagvexti. Seðla- bankinn getur haldið áfram að lækka vexti ef á þarf að halda. Líklega munu þær vaxta- lækkanir ekki verða til að koma í veg fyrir að hagvöxtur minnki en þær geta komið í veg fyrir hrun efnahagslífsins. Frægasta hlutabréfahrun sögunnar og efnahagshrun í kjölfarið átti sér stað árið 1929. Hlutabréfamarkaður Bandaríkjanna hrundi í október 1929 og Bandaríkin og stór hluti heimsbyggðarinnar sigldi inn í Krepp- una miklu í kjölfarið. Það fræga og skelfi- lega tímabil ýtir hins vegar undir rök- semdafærslu mína. Helsta ástæða Kreppunnar miklu á fjórða áratugnum var ekki hrun hlutabréfa- markaðarins heldur hrun bankakerfisins á árunum 1930–1933. Þar sem bankainnstæð- ur voru ekki tryggðar á þeim tíma í Banda- ríkjunum greip um sig skelfing meðal spari- fjáreigenda þegar bankar byrjuðu að fara á hausinn. Sú skelfing olli allsherjar hruni í banka- kerfinu. Að auki gat Seðlabanki Bandaríkj- anna ekki aukið peningamagn í umferð vegna þess að Bandaríkin studdust við gull- fót. Bjartsýni mín ætti hins vegar ekki að verða til að draga dul á það, hversu óánægð- ur ég er með hina lélegu hagstjórn Banda- ríkjastjórnar. Það þyrfti að hætta við hinar glæfralegu skattalækkanir Bush-stjórnar- innar og snúa baki við verndarstefnunni í alþjóðaviðskiptum. Það verður að upplýsa glæpsamlegt atferli fyrirtækja og refsa þeim. Þegar upp er staðið er hagkerfi Bandaríkjanna hins vegar sveigjanlegt, nýjungagjarnt og framleiðni er mikil. Það hefur að öllum líkindum burði til að standa af sér hina óábyrgu hagstjórn opinberra að- ila jafnt sem einkaaðila á undanförnum ár- um. Reuters reigendur í Úrúgvæ standa í röð fyrir utan banka í Montevideo til að taka út innistæður sínar. Greinarhöfundur telur ekki að hrunið á bandarískum hlutabréfamarkaði muni valda bankakreppu í Bandaríkjunum líkt og gerst hefur t.d. í Argentínu. Jeffrey D. Sachs er Galen L. Stone-prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla og forstöðu- maður Alþjóðlegu þróunarstofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.