Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 49 FARANDSÝNING Handverks og hönnunar verður opin í Pakkhúsinu í Ólafsvík í ágúst. Sýningin byggist á fimm sýningum sem Handverk og hönnun hélt í sýningarsal sínum í Aðalstræti 12 á síðasta ári.Verk- efnið hlaut Menningarverðlaun DV 2002 í listhönnun fyrir þessar sýn- ingar. Sýningarferðalagið hófst í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði í júlí en sýn- ingin var opnuð miðvikudaginn 7. ágúst í Pakkhúsinu í Ólafsvík. Opið verður alla daga kl. 9 til 19 og mun sýningin standa til laugardagsins 31. ágúst. Ferðalagið heldur síðan áfram og sýningarstaðirnir í haust og vet- ur verða m.a. Reykjanesbær, Akur- eyri, Skriðuklaustur og Hvera- gerði. Á sýningunni er fjölbreytt hand- verk og listiðnaður eftir 25 aðila. Þeir sem sýna eru: Anna Þóra Karlsdóttir, Arndís Jóhannsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Dröfn Guðmunds- dóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Guð- rún Gunnarsdóttir, Guðlaug Hall- dórsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Hildur Bolladóttir, Hulda B. Ágústsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Mar- grét Guðnadóttir, Margrét Jóns- dóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ragna Fróðadóttir, Ragnheiður I. Ágústs- dóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir, Unnur Knudsen og Þórhildur Þor- geirsdóttir. Handverk og hönnun í Pakkhúsinu Morgunblaðið/Alfons Finnsson Gestur á sýningunni virðir fyrir sér handverk. Ólafsvík. Morgunblaðið. 115 KEPPENDUR þreyttu Vatns- mýrarhlaup á vegum maraþonsl- iðs Sri Chinmoy á fimmtudag þar sem hlaupinn var 5 km hringur í miðbæ Reykjavíkur. Hlaupið var þreytt í sjöunda skipti. Margir æfa nú af kappi fyrir Reykjavíkurmaraþon sem haldið verður 17. ágúst og stefnir í þátt- töku allt að 200 erlendra hlaup- ara sem er álíka mikill fjöldi og undanfarin ár. Skráning íslenskra keppenda hefst mánudaginn 12. ágúst og verða ýmsar vegalengd- ir í boði, allt frá 3 km skemmti- skokki upp í Maraþon. Vatnsmýr- arhlaup í Reykjavík Morgunblaðið/Þorkell Í DAG, laugardag, frumsýnir Brimborg nýjan bíl frá Citroën. Bíllinn heitir Citroën C3 og kom á markað í Evrópu fyrr í sumar. Hér er um rúmgóðan og vel búinn smá- bíl að ræða sem hefur fengið ein- róma lof gagnrýnenda fyrir frá- bæra hönnun og góða aksturs- eiginleika, segir í fréttatilkynn- ingu. Citroën C3 er fimm dyra, hann kostar frá 1.389 þús. kr. og fæst bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Nánari upplýsingar fást á www.brimborg.is. Boðið verður upp á reynsluakstur í dag, laug- ardag, milli klukkan 13 og 17. Í DAG, laugardaginn 10. ágúst kl. 14–16 eru allir krakkar boðnir vel- komnir á krakkadag í Alviðru. Guðjón Magnússon, náttúruunn- andi og fræðslufulltrúi Landgræðslu ríkisins, stýrir dagskrá. Á dagskrá verða skemmtilegir náttúruleikir og verkefni sem reyna bæði á hug og hönd og allir eru með. Boðið verður upp á kakó og kleinur. Þátttökugjald er 500 kr. Allir eru velkomnir. Krakkadagur í Alviðru ALLAR helgar í ágústmánuði verður ratleikur í boði fyrir gesti þjóðgarðsins. Ratleikurinn verður í gangi allar helgar, frá föstudegi til sunnudags, og er hægt að hefja hann hvenær sem er dagsins en öll gögn og vísbendingablöð varðandi leikinn eru afhent í þjónustumið- stöðinni á Leirunum. Í dag, laugardag, verður göngu- ferð þar sem lífríki Þingvallavatns verður meginviðfangsefni. Hugað verður að margbrotnu lífríki vatnsins og tengslum þess við jarðfræði vatnasviðsins en safnast verður saman við brúna yfir Öxará við Hótel Valhöll klukkan 13.00. Sunnudaginn 11. ágúst verður guðsþjónusta í Þingvallakirkju og að venju verður þinghelgarganga þar sem farið verður um þingstað- inn forna og saga þings og þjóðar reifuð. Þinghelgargangan hefst klukkan 15.00 við kirkju. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin en nánari upplýsingar um dagskrána veita landverðir í þjónustumiðstöð og á heimasíðu þjóðgarðsins, www.thingvellir.is,“ segir í frétta- tilkynningu. Ratleikur á Þingvöllum SUNNUDAGINN 11. ágúst efnir Ferðafélag Íslands til gönguferðar um Drumbsdalaveg í samstarfi með Umhverfis- og útivistarfélagi Hafn- arfjarðar. Drumbsdalavegur er forn og fyrrum fjölfarin þjóðleið milli Vig- dísarvalla og Krýsuvíkur. Drumbs- dalavegur er syðri hluti þjóðleiðar milli Krýsuvíkur og Vatnsleysu- strandar en nyrðri hlutinn, frá Vig- dísarvöllum að Vatnsleysuströnd, heitir Þórustígur og dregur nafn af Þórustöðum á Vatnsleysuströnd. Drumbsdalavegur liggur frá Vigdís- arvöllum, um Fremri-Velli, yfir Drumbsdali í Sveifluhálsi og norðan við Bæjarfell að Krýsuvíkurkirkju, þar sem göngunni lýkur. Þarna lá meginleiðin milli Krýsu- víkur og Vatnsleysustrandar og því fjölfarin því menn áttu mörg erind- in þvert yfir skagann. Meðal annars áttu bændur í Krýsuvík ítök á Vatnsleysuströnd og síðan gagn- kvæmt og menn stunduðu útræði frá báðum stöðum eftir aðstæðum hverju sinni. Fararstjóri verður Jónatan Garðarsson, brottför í þessa ferð er kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkju- garðinn í Hafnarfirði. Þátttökugjald er 1.500 krónur fyrir félagsmenn en 1.800 fyrir aðra. Áætlað er að gang- an taki 3–4 klst., þetta er fremur þægileg leið, aðeins á fótinn upp á Sveifluhálsinn og svo undan fæti niður af honum aftur en annars að mestu á sléttlendi, segir í frétta- tilkynningu. Drumbsdala- vegur á Reykja- nesskaga Brimborg frumsýnir nýjan bíl frá Citroën VIÐEY er náttúruparadís og griðastaður fyrir þá sem vilja komast í rólegt umhverfi fjarri skarkala borgarinnar, segir í fréttatilkynningu. Þar er að finna kindur og lömb, hesta og folöld, auk ýmissa tegunda fugla og unga þeirra, sumir sjaldséðari en aðrir. Að auki er stórbrotið útsýni frá eynni til allra átta. Hjól eru lánuð endurgjaldslaust við bryggjusporðin í Viðey, háð því skilyrði að þeim sé skilað á sama stað eftir notkun. Einnig er hægt að tjalda ókeypis í eynni að gefnu samráði við ráðsmann. Að auki verður opin kaffisala í Viðeyjar- stofu alla helgina frá kl. 13:00– 17:00. Í Viðeyjarferjuna kostar kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 250 fyrir börn og hefjast áætlunarferðir hennar kl. 13:00 og lýkur 17:30. Líflegt í Viðey um helgina Í DAG, laugardaginn 10. ágúst, mun fána tvíkyn- hneigðra verða flaggað í fyrsta sinn á Íslandi. Sam- kvæmt heimildum frá hönn- uði fánans, Michael Page, verður Ísland sjöunda landið þar sem fána tvíkynhneigðra er flaggað í PRIDE/hinsegin göngu. Fána tvíkynhneigðra hefur til þessa einungis verið flagg- að í Kanada, Bandaríkjunum, Svíþjóð, Bretlandi, Ítalíu og Ástralíu. Fáninn er í þrem litum, bleikum, fjólubláum og dökk- bláum. Bleiki liturinn vísar til bleika þríhyrningsins sem nasistar létu fólk, bendlað við samkynhneigð, sauma á föt sín. Dökkblái liturinn vísar til gagnkynhneigðar, en það er vísun í eldra tákn tvíkyn- hneigðra sem bleikur og blár þríhyrningur sem skerast og mynda því saman fjólubláan lit – en fjólublái liturinn tákn- ar því tvíkynhneigð. Myndir af fánanum er hægt að nálg- ast á www.biflag.com, segir í fréttatilkynningu. Fáni tvíkyn- hneigðra HEIMARAFSTÖÐIN í Skaftafelli verður endurvígð í dag, laugardaginn 10. ágúst, klukkan 14. Af því tilefni býður þjóðgarðurinn til móttöku við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli. At- höfnin hefst á að því að afhjúpað verður fræðsluskilti, síðan verður gengið að heimarafstöðinni og hún ræst. „Í byrjun síðustu aldar vaknaði al- mennur áhugi á rafmagni og nýtingu vatnsafls til raforkuframleiðslu. Nokkrir ungir hugvitsmenn í Skafta- fellssýslum, s.s. Bjarni Runólfsson í Hólmi, Eiríkur Björnsson frá Svína- dal, Helgi Arason á Fagurhólsmýri og Skarphéðinn Gíslason á Vagnstöð- um, náðu á undra skömmum tíma að tileinka sér næga kunnáttu til þess að smíða túrbínur, setja upp vatnsafls- virkjanir og ganga frá raflögnum. Þeir hagnýttu sér margvíslegt smíða- efni sem náðist í land af þeim fjöl- mörgu skipum sem strönduðu á sand- fjörunum út af sveitunum. Það sem þeir ekki gátu smíðað sjálfir pöntuðu þeir erlendis frá. Í Öræfum var fyrsta rafstöðin gangsett árið 1922 og á næstu 7 árum risu 11 stöðvar til viðbótar. Í Skafta- felli voru tvær heimarafstöðvar, ein við Hæðabæinn og hin í Vestragil. Heimarafstöðin í Vestragili var gang- sett árið 1925 og framleiddi rafmagn fyrir Bölta og Sel, stærð hennar var 3,45kW, en hún nýtir aðeins hluta heildarrennsli Stóralækja. Virkjunin fellur því mjög vel að landslaginu og hún er ánægjulegt dæmi um nær- gætnislega orkuöflun í fögru um- hverfi. Rafstöðin var starfrækt fram á árið 1973 og hafði þá gengið í tæp- lega hálfa öld. Árið 2001 var hafist handa við að gera heimarafstöðina upp. Raforku- fyrirtækin Landsvirkjun og Raf- magnsveitur ríkisins lögðu fé til framkvæmdanna og Þjóðminjasafn Íslands kom með góðar ábendingar um endursmíði á stöðvarhúsinu. Endursmíðin var unnin af Skaftfell- ingum. Virkjunin er góður fulltrúi þeirra fjölmörgu smávirkjana sem risu víða um sveitir á fyrri hluta síðusu aldar, en þær gjörbreyttu híbýlum manna með reyklausri birtu og yl. Rafstöðin er látin framleiða rafmagn yfir sum- armánuðina og er almenningi til sýn- is,“ segir í fréttatilkynningu frá þjóð- garðsverði í Skaftafelli. Í tilefni af 35 ára afmæli þjóðgarðs- ins verður opnuð ljósmyndasýning í Skaftafellsstofu, þar verða sýndar myndir frá lífinu í Skaftafelli á sjötta áratugnum. Ljósmyndirnar eru tekn- ar af Laufeyju Lárusdóttur í Freys- nesi. Athöfnin hefst klukkan 15.30. Heimarafstöðin í Skaftafelli endurvígð ÁRLEG fjölskylduganga Félags hjartasjúklinga á Vesturlandi verður í dag kl. 14. Gengið verður á Eldborg í Hnappadalssýslu. Gengið er frá og mæting er við Snorrastaði í Kolbeins- staðahreppi. Í leiðinni að Eldborg er gengið í gegnum fallegt hraun og geta allir notið landslagsins og gengið eins langt og fólk vill og getur. Að lokinni göngu verður grillað saman og eru allir velkomnir að vera með. Hjartaganga á Eldborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.