Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ F alsleysi er fágætur eiginleiki. Flestir fela sig bak við grím- urnar eða bæla sig lengst ofan í hug- arholunum. Falsið birtist á marga vegu. Sumir sem illa þekkja hrein- skilni vita oft ekki í hvorn fótinn þeir eigi að stíga, og segja bara það sem þeir vona að sé hent- ugast. Þetta fólk nennir eða þorir ekki að rannsaka hug sinn, og veit ekki hvaða skoðanir það hefur eða vill hafa, né hvað því finnst. Það er hrætt, bæði við aðra og eigin til- finningar og skoðanir. Annar hópur fólks sem metur hreinskilni ekki mikils þorir ekki að koma úr skelinni sinni og það dregur vísvitandi upp ranga mynd af sjálfu sér. Ef ljósið beinist óþægilega mikið að því slær það stundum öllu upp í grín (eða fer í fýlu) og finnur leiðir til að beina athyglinni frá merg málsins. Aukaatriðið verður umræðuefnið. Þessum er nokkur vorkunn, en til er hópur manna sem kemur vísvitandi ekki til dyranna eins og hann er klæddur. Það sem hann segir og gerir er hjúpað földum ástæðum, og markmiðin mega alls ekki koma í ljós. Einum er sagt hitt og öðrum þetta um sama mál, og pauf og kauf verður helsti hæfileikinn. Að lokum týnir það sjálfu sér í blekkingarleiknum. Ef til vill er þetta varnarbarátta hins hrædda. Aftur á móti leggja sumir falsarar stund á sóknina og upphugsa leikfléttur til að fá æskilega niðurstöðu, þeir eru hættulegastir öðrum. Þeir leggja sig fram um að snúa á aðra, hvort sem það hefur alvarlegar afleið- ingar eða ekki. Þeir leggja sig fram um að vera ekki hreinskilnir. Ég mætti um daginn óvenju hreinskilinni manneskju, og sá þá svo skýrt hversu fágætur eig- inleiki þetta er í mannlífinu; að segja það sem manni býr í brjósti; opinbera skoðun sína, sýna tilfinn- ingar og jafnvel að gera það sem mann langar til að gera. Segja a.m.k. hvað mann langar til að gera. Falslaus manneskja sýnir sig; bæði galla sína og kosti. Þannig manneskja skeytir ekki um hætti heimsins, komist hún hjá því, henni leiðist glansmyndin, og leynibrallið er henni annarlegt. Ekki gripið til lyginnar nema í neyð. Sé hún spurð er alltaf hætta á að hún skafi burt óhreinindin, vegna þess að hún veltir ekki fyrir sér hvað komi henni best eða hvaða svar spyrjandinn þolir. Óvænt gæti svo farið að það skini svolítið í sannleikann. Hin hreinskilna þarf ekki að vera neinn engill, og þótt ég myndi óska að hreinskilnir yrðu fleiri í heimi hér, þá er hreinskilni ekki nauðsynlega dyggð. Hrein- skilin manneskja er ekki hótinu betri en aðrar manneskjur, hún hefur einungis ræktað eiginleika með sér sem er sjaldgæfur. Hreinskilni felur ekki heldur nauðsynlega í sér góðmennsku, þótt hún geti vissulega fylgt henni. Fremur auðvelt er að ímynda sér mafíuforingja sem er hreinskilinn við undirmenn sína. Hann getur verið opinskár um skoðanir sínar og gildi. Einnig má sjá fyrir sér góðmenni sem ekki er hreinskilið, t.d. um eigin hag og ástæður hjálpsemi sinnar. Hreinskilni getur líka verið sprottin af illgirni, og þá má efast um að hún verðskuldi þetta fal- lega heiti, t.d. þegar einhver nem- ur veikan blett og stenst ekki freistingua að særa með orðum sínum. Þetta er óþarflega mikil hreinskilni; að segja hug sinn en vita að það gerir aðeins illt verra. „Hreinskilni“ sem einungis varðar smekksatriði ætti oft fremur að flokka sem dónaskap. Manneskja sem hlífir ekki öðrum, segir gjarnan: „Æ, fyrirgefðu, ég er bara svo hreinskilin.“ Ég held að þeir sem afsaka sig með hrein- skilni sinni séu oftar en ekki dón- ar og ættu alvarlega að hugsa sinn gang. Ég myndi svara þeim: „Þetta er ekki hreinskilni, heldur dónaskapur.“ (Margsannað er að stundum megi, en ekki oft, satt kyrrt liggja.) Það sem ég sakna, og er alltof sjaldgæft, er hreinskilni sem af- hjúpar fals annarra, og er í raun bara fölskvalaus ábending til þeirra um hvernig þeir gætu bætt sig. Margir hjúpa sig blekking- unni og raða í kringum sig nokkuð öruggum ranghugmyndum. Þeir þykjast vera annað en þeir eru og/ eða leggja traust sitt á „það sem oftast er sagt“, og það er nauðsyn- legt fyrir þá að mæta hreinskilinni manneskju, ef jákvæð gagnrýni hefur ekki dugað. Hin hreinskilna manneskja trú- ir nefnilega oft ekki því sem flestir segja, og segir þvert á móti það sem má helst ekki segja, nema ljósin séu alveg örugglega slökkt. Hún spyr þvert á móti um há- bjartan dag óþægilegra spurninga eða segir hættulegar setningar sem brjóta gegn hefðinni og van- anum. Hún er kjörin til að stinga á tabúin, og þótt það sé fyrst í stað sárt, má gjarnan þakka henni fyr- ir eftir á, stundum löngu, löngu síðar. Dæmi: manneskja sem pæl- ir í slettum til að auðga íslenska tungu. Það er vissulega ekki vin- sæl iðja í landi hreintungunnar, en þarf alls ekki að vera slæmt. Ég vona að ég muni ekki oft bregðast ókvæða við hreinskilinni manneskju, heldur að ég hafi vit til að taka grímulausri gagnrýn- inni, því ekki lærir maður neitt um sjálfan sig af viðhlæjendum, eða þeim sem segja það sem mað- ur vill helst heyra um sjálfan sig og heiminn. Það hlýtur að vera hollt að geta sagt hug sinn og hegðað sér í samræmi við tilfinn- ingar sínar. Sennilega fengi mað- ur reglulega á baukinn, en von- andi yrði það þess virði. Ef til vill er góð æfing að byrja á því að vera hreinskilinn við sjálf- an sig; horfa blekkingarlaust í eig- in augu. Það er öruggleg erfitt, sennilega enn erfiðara en að vera hreinskilinn við aðra. Í hrein- skilni sagt Ég mætti um daginn óvenju hreinskil- inni manneskju, og sá þá svo skýrt hversu fágætur eiginleiki þetta er í mannlífinu; að segja það sem manni býr í brjósti; opinbera skoðun sína. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is UM þessar mundir eru þúsundir Íslend- inga líklega að ljúka útfyllingu eyðublaðs til þess að tryggja sér áframhaldandi niður- greiðslu á húshitunar- kostnaði. Kemur það í kjölfar lagabreytingar sem gerð var á síðasta ári varðandi fyrir- komulag þeirra hluta og sem var gott og skynsamlegt skref. Einn þeirra þátta sem ástæða er til að vekja athygli á, er ákvæði sem felur í sér möguleika fólks sem ekki nýtur orku frá orkufyrirtækj- unum, til þess að njóta niður- greiðslna og fá þannig orku á lægra verði. Er hér um að ræða mikið réttlætismál, sem snertir ekki stóran hóp fólks, en sem hefur hins vegar búið við sligandi kostn- að að þessu leytinu. Síðustu miss- erin hafa þessir íbúar landsins orð- ið að taka á sig gríðarlegar verðhækkanir á olíu fram til þessa. Senn verður ráðin bót á þessu ástandi. Þrefaldur hús- hitunarkostnaður Undirritaður hreyfði þessu máli með fyrirspurn á Alþingi 21. febr- úar í fyrra. Þar grennslaðist ég fyrir um hvort til stæði með ein- hverjum hætti að mæta vanda þessara þegna, sem ekki áttu margra kosta völ þegar skriða al- þjóðlegra verðhækkana á olíu í bland við gengisþróunina helltist yfir þá. Í svari iðnaðarráðherra kom meðal annars fram að fjöldi lögbýla sem hvorki hafi heimarafstöðvar né aðgang að samveitu orkufyrirtækjanna séu 45. Húshitunar- kostnaður þeirra nam á þessum tíma nær þreföldum kostnaði fólks á RARIK-svæð- inu við húshitun. Þyk- ir þó flestum nóg um húshitunarkostnaðinn sinn. Nánar tiltekið sagði ráðherrann að orku- kostnaður býlis sem þyrfti að nota 32.800 kwst. við beina hitun væri 222 þús- und krónur á ári ef olía væri notuð til kyndingarinnar. Áætlaður kostnaður við að kaupa orkuna frá RARIK við sambærilega notkun væri á hinn bóginn 80 þúsund krónur. Sjálfsagt réttlætismál Nú sér fyrir endann á þessu. Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi hinn 30. apríl sl. var opnað fyrir niðurgreiðslur til handa þeim sem neyðast til að kynda hús sín með olíu. Í lögunum er rétturinn til slíkrar niðurgreiðslu orðaður svo: „Þegar íbúð, sem hvorki er á veitu- svæði hitaveitu né tengist raforku- kerfi, er hituð með olíu. Einnig íbúðir hitaðar með olíu sem tengj- ast einangruðu raforkukerfi þar sem meiri hluti raforkuvinnslunnar er með eldsneyti.“ Það er ástæða til þess að fagna því að þetta sjálfsagða réttlætismál er nú í höfn. Sannleikurinn er sá að staða þeirra íbúa landsins sem bjuggu við ofurþungan húshitunar- kostnað vegna olíukyndingarinnar hafði legið mjög í láginni í allri um- ræðunni; raunar var tæplega á hann minnst opinberlega. Athyglin beindist að bensínverði almenn- ings, orkukostnaði atvinnulífsins og þeim kostnaði sem allur fjöldinn varð fyrir. Minna fór fyrir umræðu um aðstæður þess litla minnihluta sem hafði orðið að axla hlutfalls- lega langþyngstu byrðarnar – fólk- ið sem nauðugt viljugt var með olíukyndinguna. Ýtt við málinu Í svari ráðherra við fyrirspurn- inni frá 21. febrúar í fyrra kom fram að þær upplýsingar sem tekn- ar hefðu verið saman vegna fyr- irspurnarinnar hefðu ýtt við mál- inu og komið því á hreyfingu. Nefnd sem vann að heildarlöggjöf um niðurgreiðslu húshitunarkostn- aðar fékk það síðan til frekari úr- lausnar og skilaði tillögum sem nú eru orðnar að lögum. Skjót við- brögð stjórnvalda vegna ábendinga um þessi mál eru því þakkarverð. Niðurgreiðsla á húshitun – mikil- væg kjarabót Einar K. Guðfinnsson Niðurgreiðslur Það er ástæða til þess að fagna því, segir Einar K. Guðfinnsson, að þetta sjálfsagða rétt- lætismál er nú í höfn. Höfundur er alþingismaður. SAMFELLD valda- seta Sjálfstæðisflokks- ins spannar meira en áratug og afleiðing- arnar leyna sér ekki. Áratugur óréttlætis er að baki og misskipt- ingin hefur aukist verulega á þessum tíma. Hörmuleg kjör öryrkja hafa lítið breyst, kvótakerfið í sjávarútvegi hefur lagt heilu byggðarlög- in í rúst og verið er að brjóta fjöldann allan af almannaeigum und- ir fámennisvaldið í viðskiptalífinu. Slag- urinn um eigur, áhrif og völd í við- skiptunum er með þeim hætti að hegðan frumskógardýranna virðist býsna fáguð í samanburðinum. EES-góðærið EES-samningurinn breytti þjóð- félaginu mjög til batnaðar og lagði grunninn að þeirri hagsæld sem ríkir en í skjóli EES-góðærisins hamast ráðamenn við að koma al- mannaeigum í réttar hendur. Bankar og fjarskiptafyrirtæki eru seld og reglurnar skáldaðar upp jafnóðum. Allt eftir því hver vill kaupa. Hvort það er réttur aðili og flokknum þóknanlegur. Hinu og þessu er hent í Framsókn þannig að gamla helmingaskiptafyrir- komulagið stendur enn styrkum fótum. Gefið á garðann Gæðingum Sjálf- stæðisflokksins er raðað á stallinn og margir flokksgæðing- anna eru orðnir feitir og móðir eftir bílífið á ríkisjötunni. Öllum hindrunum er hikaust rutt úr vegi með ótrú- lega ruddafengnum hætti. Hvort sem um er að ræða prest sem hendir gaman að for- sætisráðherra í smá- sögu eða fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs sem var í veginum fyrir því að besti einkavinur ráðherrans fengi styrk til að kvikmynda gamansögu eftir ráðherrann sjálfan! Framkvæmda- stjóranum var vikið úr starfi fyrir engar sakir, eingöngu vegna þess að hann var tregur í taumi. Vinnu- brögðin eru ótrúleg og gerast æ magnaðri eftir því sem valdasetan lengist. Allt er dregið í dilka og stimplað eftir flokkslit. Hræðslan við útlönd Í stað samfélags klíkunnar og kunningjanna eigum við að byggja þjóðfélag jafnra tækifæra. Þjóð- félag, þar sem góð velferðarþjón- usta helst í hendur við traust at- vinnulíf sem hvílir á öflugri menntasókn. Og síðast en ekki síst heilbrigðu samstarfi við útlönd en sem kunnugt er þóknast forsætis- ráðherra ekki mikil umræða um náin sambönd við útlönd. Hræðsla ráðamanna við útlönd breytist í skelfingu þegar talið berst að hugsanlegri aðild að ESB. Ástæð- an er einföld. Við aðild að banda- laginu yrðu þeir neyddir til að fara eftir alþjóðlegum og heilbrigðum leikreglum þar sem allir standa jafnir gagnvart þeim. Þeir myndu einfaldlega missa heljartökin á þjóðfélaginu. Tími til að breyta Það er kominn tími til að breyta. Hægri stjórnir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins hafa setið of lengi. Næsta ríkisstjórn verður að vera stjórn jafnaðar og almanna- hagsmuna. Bandalag um réttlæti og velferð. Bandalag gegn kvóta- kerfi í sjávarútvegi, fyrir bættri stöðu landsbyggðarinnar, heil- brigðu samstarfi við útlönd, stór- sókn í menntamálum, varðstöðu um velferðarkerfið og umbyltingu á högum öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Um þetta verður kosið í næstu kosningum, pólitík almannahagsmuna og jafnaðar gegn sérhagsmunum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þeir hafa setið of lengi Björgvin G. Sigurðsson Stjórnmál Það er kominn tími til að breyta, segir Björgvin G. Sigurðsson. Hægri stjórnir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins hafa setið of lengi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.