Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Sparisjóðsins í Keflavík telur að viðræður við Landsbanka Íslands um yfirtöku bankans á rekstri sjóðsins séu óraunhæfar. Viðræður um annars konar sam- starf geti heldur ekki orðið á döf- inni fyrr en óvissu um laga- og starfsumhverfi sparisjóðanna í landinu hafi verið eytt af Alþingi eða dómstólum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, Geir- munds Kristinssonar, til Halldórs J. Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans. Bankinn sendi sem kunnugt er bréf til allra sparisjóða í landinu í lok júlí sl. þar sem farið var fram á viðræður um mögulegt samstarf varðandi rekstur og eign- araðild. Stjórn sparisjóðsins fól Geirmundi að svara bréfinu eftir stjórnarfund sl. miðvikudag. Í svarbréfi sparisjóðsins, sem Morgunblaðið fékk afrit af, er bent á að ákveðið hafi verið á aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík í mars sl. að undirbúa hugsanlega breytingu á félagsformi sjóðsins í hlutafélag. Taldi stjórn sjóðsins þessa leið ákjósanlega, fyrst og fremst vegna þess að öflun nýs eigin fjár væri vandkvæðum bundin í núverandi félagsformi, að því er fram kemur í bréfinu. Þar segir einnig að eng- ar hugmyndir hafi verið reifaðar um sameiningu við aðra banka eða yfirtöku á rekstri í tengslum við þessi áform. Síðan segir í bréfinu til Lands- bankans: „Eins og kunnugt er ríkir nú óvissa um heimildir til þess að eiga viðskipti með stofnfjárhluti og á hvaða forsend- um slík viðskipti geti orðið. Grein- argerð Fjármálaeftirlitsins [FME] frá 19. júlí sl. eyddi þeirri óvissu ekki að öllu leyti, en afstaða FME virðist hins vegar setja verulegar skorður við því að unnt sé að eiga viðskipti á borð við þau sem Búnaðarbanki Íslands hf. bauð stofnfjáraðilum í SPRON. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hefur þegar ákveðið að neita að sam- þykkja framsal stofnfjárhluta sem væri þáttur í viðskiptum af þeim toga.“ Sparisjóðsstjórinn skilur bréf Landsbankans svo að viðræður um samstarf muni snúast um hugsanlegan samruna sparisjóðs- ins og bankans sem merki þá yfir- töku hins síðarnefnda. Engin önn- ur stefna er sögð hafa verið mörkuð hjá sparisjóðnum en að reka hann áfram „sem öfluga fjár- málastofnun og máttarstólpa í heimabyggð. Markaðshlutdeild sjóðsins á starfssvæðinu og fjár- hagslegur styrkur gerir honum fyllilega kleift að standa á eigin fótum,“ segir í bréfi sparisjóðs- stjórans. Undir lok bréfsins kemur fram að stjórn sparisjóðsins kunni að meta það viðhorf Landsbankans að meiriháttar breytingar á rekstri sparisjóða verði ekki gerðar nema í góðu samstarfi við stjórn og starfsfólk viðkomandi sjóða. Þar til nýverið hafi raunar ekki þurft að tiltaka slíkar staðreyndir sérstak- lega. Viðræður um yfirtöku Landsbankans á Sparisjóðnum taldar óraunhæfar Sparisjóðurinn segist geta stað- ið á eigin fótum Keflavík STJÓRN Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja harmar ótímabært brott- hvarf Jóhanns Einvarðssonar fram- kvæmdastjóra frá stofnuninni. Var bókun þess efnis lögð fram á fundi stjórnarinnar 31. júlí síðastliðinn. Fundinn sátu, auk Jóhanns, Stella Olsen, Hallgrímur Bogason, Erna Björnsdóttir, Böðvar Jónsson, Krist- mundur Ásmundsson, Sigurður Jónsson, Björk Guðjónsdóttir, Sól- veig Þórðardóttir og Konráð Lúð- víksson. Flutti stjórnin Jóhanni alúð- arþakkir fyrir tíu ára farsæl störf og kraft í því uppbyggingarstarfi sem einkenna þann tíma að mati stjórn- arinnar. Guðlaug Björnsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til að gegna stöðu forstjóra HSS. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum. Harmar brotthvarf Jóhanns Suðurnes 52 LÖG bárust í sönglagakeppn- ina Ljósalagið 2002. Dómnefnd hefur valið tíu lög sem keppa til úrslita næstkomandi föstudag, 16. ágúst, í Stapa í Reykjanesbæ. Keppnin, sem haldin er í tilefni af menningarhátíðinni Ljósanótt, verður sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin um Ljósalagið er haldin en áætlað er að halda hana ár- lega héðan í frá að sögn Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra keppninnar. Höfundar laganna sendu þau inn í keppnina undir dulnefni og að sögn Halldórs verður nöfnum þeirra sem kom- ust í úrslit haldið leyndum allt þar til á keppniskvöldinu. Hann segir þó óhætt að fullyrða að þar sé á ferðinni landslið íslenskra lagahöfunda. Valinkunnir flytjendur Höfundar munu á næstu dögum vinna að útsetningum laganna í samstarfi við Jón Ólafsson, sem situr í dómnefnd. Í henni sitja auk hans Árni Sigfússon, bæjar- stjóri og formaður nefndarinnar, Halldór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri keppninnar, Val- gerður Guðmundsdóttir, menn- ingarfulltrúi Reykjanesbæjar, Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar, Stefán Hjör- leifsson tónlistarmaður, Helgi Björnsson tónlistarmaður og Árni Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri Skjás eins. Flytjendur laganna eru valinkunnir tónlistarmenn, þau Páll Rósinkranz, Andrea Gylfadóttir, Margrét Eir og Einar Ágúst. Halldór segir að áhorf- endur komi til með að hafa 50% vægi á móti dómnefndinni um hvert laganna kemur til með að bera sigur úr býtum. Stífar æfingar framundan Að sögn Halldórs taka nú við stífar æfingar á úrslitalögunum fram að keppni, en vika er til stefnu. Lögin verða síðar gefin út á geisladisk. Viðgerðir og töluverðar breyt- ingar hafa verið gerðar á Stap- anum undanfarið. Þar hefur flokkur iðnaðarmanna verið við störf, en þeim framkvæmdum er nú að mestu lokið. Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi segir áhugann á keppninni hafa komið aðstand- endum hennar ánægjulega á óvart. Keppnin er nú haldin í fyrsta sinn en til stendur að halda hana árlega og vonast er eftir góðri þátttöku í framtíðinni. Halldór segir keppnina fyrsta skref Reykjanesbæjar í að end- urheimta titilinn Bítlabærinn „og gera bæinn að vöggu tónlistarlífs á Íslandi að nýju.“ Góð þátttaka í Ljósa- laginu Morgunblaðið/Sævar Sævarsson Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Stapanum. Barinn hefur til dæmis tekið stakkaskiptum. Framkvæmdum lýkur á næstu dögum. Reykjanesbær JAÐRAR Reykjanesbæjar eru nú óðum að verða snyrtilegri en sér- stöku umhverfisátaki var formlega hrint í framkvæmd í bænum á fimmtudag. Af því tilefni söfnuðust aðstandendur átaksins saman á Fitjabakka í Njarðvík. Markmið átaksins er að hreinsa jaðra Reykjanesbæjar af öllum málmum og öðru rusli sem safnast hefur upp. Sérstök áhersla er lögð á þrjú hreinsunarsvæði; í Helguvík að Njarðvíkurhöfn auk iðnaðarsvæða, Njarðvíkurhöfn að Stekkjarkoti auk iðnaðarsvæða og svæðið frá Stekkjarkoti að Vogastapa og Hafnir auk iðnaðarsvæða. Átakið er samvinnuverkefni bæj- aryfirvalda, Hringrásar hf., Njarð- taks hf., Sorpeyðingarstöðvar Suð- urnesja og Bláa hersins auk fyrirtækja og íbúa Reykjanesbæjar. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að allir sem að átakinu kæmu, bæði einstak- lingar og fyrirtæki, gæfu vinnu sína, svo átakið er sjálfboðaliðastarf frá upphafi. Hann vildi ennfremur hvetja alla íbúa og aðstandendur fyr- irtækja bæjarins til að skrá sig til þátttöku í átakinu hjá Þjónustumið- stöð Reykjanesbæjar. Vænta má að unnið verði að kappi við hreinsun bæjarins næstu vikur en vonast er til þess að átakinu ljúki fyrir 1. september næstkomandi. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Bæjarfulltrúar og aðstandendur átaksins komu saman á fimmtudag og hleyptu því formlega af stokkunum. Jaðrar bæjarins hreinsaðir af járni Reykjanesbær ÞAÐ MUN ríkja fjölskyldustemning í Vogum á Vatnsleysuströnd um helgina. Á laugardag verður haldinn árlegur fjölskyldudagur Vogabúa. Dagskráin er með svipuðu sniði og undanfarin ár en þó með nokkrum áherslubreytingum. Þetta árið verð- ur dagurinn haldinn í Aragerði og hefst á dorgveiðikeppni á smábáta- bryggjunni um hádegið. Aðaldag- skráin hefst svo um kl. 14 í Aragerði. Þar verður bryddað upp á ýmsu skemmtilegu, svo sem spákonu, and- litsmálun, kaffisölu Kvenfélagsins og fleiru. Á staðnum verður risarenni- braut og talíubraut. Á tjörninni verð- ur hægt að sigla á kanó og rafmagns- bílar fyrir krakkana verða við íþróttahúsið. Að lokinni sundkeppni og grillveislu í Aragerði verður sundlaugapartí. Dagskránni lýkur með balli í Glaðheimum. Fjölskyldudagur Vogabúa Dorg, grill og dúndurball Vogar Á fjölskyldudeginum í fyrra var margt til gamans gert í Vogunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.