Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 27
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 27 ,,HÁTÍÐIN tókst mjög vel og við er- um mjög ánægð með framgang mála,“ sagði Tim Arnason, forseti Ís- lendingadagsnefndar, þegar þessari mestu hátíð Manitoba lauk. Hann sagði að lykillinn að velgengni hátíð- arinnar fælist fyrst og fremst í stöð- ugleikanum, þar sem fjölskyldan væri í fyrirrúmi. Hátíðin væri líka haldin til að minnast þeirra sem hefðu rutt brautina og lagt grunninn að lífi afkomendanna auk þess sem tengslin við Ísland væru áréttuð með þessum hætti. ,,Íslendingadagurinn tengir okkur við ræturnar.“ Einn af hornsteinunum William Barlow, bæjarstjóri í Gimli, tekur í sama streng. Hann segir að hátíðin hafi margvíslega þýðingu og skipti Gimli miklu máli. Hún haldi merki Íslendinga á lofti og ekki síst þeirra sem hafi fórnað svo miklu til að byggja upp nýtt sam- félag sem allir kunni nú svo vel að meta. ,,Þetta er hluti kanadísku sög- unnar, menningararfleifðarinnar, og Íslendingadagurinn er einn af horn- steinum samfélagsins.“ Um 1.700 manns búa í Gimli og um 3.200 á svæðinu í kring en frá og með næstu áramótum verður um eitt sveitarfélag að ræða. Allajafna er mjög rólegt í bænum en annað er uppi á teningnum um þessa árlegu hátíðarhelgi. Kvikmyndahátíð við ,,haf sléttunnar“ setur skemmtileg- an svip á viðburðinn og segir Janis Guðrún Johnson, formaður kvik- myndahátíðarnefndar og öldunga- deildarþingmaður, að vonir standi til að hún veki athygli víða um heim í náinni framtíð. Golfmót til styrktar vikublaðinu Lögbergi-Heimskringlu fellur vel inn í umgjörðina og allir finna eitthvað við sitt hæfi í dagskrá Íslendingadagsnefndar. Á hverju ári er bryddað upp á einhverju nýju og undanfarin ár hafa íslenskir lista- menn sett svip sinn á hátíðina. Söng- leikurinn Gunnar á Hlíðarenda vakti mikla athygli og er ekki ofmælt að segja að Sunnlendingarnir hafi sleg- ið í gegn. Barlow segir að umhverfið hafi mikið að segja. Gimli sé við Winni- pegvatn, sem sé gjarnan nefnt haf sléttunnar, og nánasta svæði sé mjög heillandi. Sagan sé auk þess áhrifa- mikil og veki athygli víða um heim. Bærinn hafi lagt mikið af mörkum til að efla ímyndina og miklum fjármun- um hafi verið varið í uppbyggingu. Í því sambandi nefnir hann að þegar Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hafi heimsótt Gimli 1989 hafi verið um 15 hótelherbergi í bænum en nú séu þau 130 til 140 og mikill hluti þeirra í háum gæða- flokki. Þrír veitingastaðir hafi verið í Gimli fyrir 13 árum en nú geti marg- ir staðir tekið á móti samtals um 1.100 gestum samtímis. Verslunum hafi líka fjölgað til muna og allt þetta og meira til geri það að verkum að Gimli sé áhugaverður bær til að heimsækja. ,,Við köllum Gimli höf- uðborg Nýja-Íslands og tengjum bæinn þannig sérstaklega við Ísland, en Íslendingadagurinn tryggir með- al annars að sagan heldur áfram.“ Fjallkonan í hávegum höfð Fjallkonan skipar veglegasta sess á þessari hátíð og sagði Constance Carol Magnusson, fjallkonan í ár, að sér væri mikill heiður sýndur. Hún sagði að ræturnar skiptu mjög miklu máli og mikilvægt væri að kenna börnunum mikið meira en afi, amma og elskan á íslensku. Kenna þyrfti þeim að syngja Bí,bí og blaka og Gimli valsinn og Íslendingasögurnar væru kjörinn vettvangur til að kynna þeim landið og fornbókmenntirnar. Connie sagði að Snorraverkefnin á Íslandi og í Manitoba væru mjög mikilvæg og hún hvatti forráðamenn unga fólksins til að gera því kleift að taka þátt í þessum verkefnum því þannig væri tengslunum best við haldið. Timothy Samson flutti minni Íslands og tók í sama streng en Hjálmar Waag Hannesson, sendi- herra Íslands í Ottawa, og Eiður Guðnason sendiherra, aðalræðis- maður í Winnipeg, voru á meðal þeirra sem fluttu ávörp. Mikilvæg hátíð Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra var heiðursgestur og flutti minni Kanada. Eftir að hátíðinni hafði verið slitið formlega sagði hann að hún hefði komið sér á óvart. ,,Ég hef oft komið til Kanada en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Manitoba og það sem kom mér mest á óvart var hvað þessi hátíð er tengd Ís- landi,“ sagði hann og bætti við að gaman væri að taka þátt í svona við- burði þar sem fólk kæmi víða að til að hitta ættingja og vini. Í því sam- bandi nefndi hann að til sín hefðu komið hjón frá Saskatchewan, sem hefðu búið þar í 30 ár og í ljós hefði komið að hann væri náskyldur þeim, þau væru þremenningar. Tvær kon- ur hefðu líka komið til sín með kveðju frá aldraðri konu á elliheimili í Norður-Dakóta. Þær hefðu fært sér handskrifað bréf frá konunni og það hefði byrjað með orðunum „kæri frændi“. ,,Það er mikil upplifun og sterk að vera staddur í miðri Norður-Amer- íku og fá slíkar kveðjur,“ sagði Jón. Íslendingadagurinn er mjög mik- ilvægur fyrir fólk af íslenskum ætt- um og Jón Kristjánsson segir að hann hafi líka mikla þýðingu fyrir Ís- land og samskiptin milli Íslands og Kanada hafi aukist mikið undanfarin misseri eftir að ræðismannsskrif- stofa hefði verið opnuð í Winnipeg og sendiráð í Ottawa. ,,Það er afskap- lega mikilvægt að rækta þessi sam- skipti,“ segir hann og bendir á að miklir möguleikar séu fyrir hendi í þessum samskiptum á ýmsum svið- um. ,,Þessi hátíð er því gífurlega mikilvæg.“ steg@mbl.is Íslendingadagurinn er tenging við ræturnar Íslendingadagurinn er elsta menningar- hátíðin í Kanada, en þessi árlega fjögurra daga skemmtun fór fram í Gimli um liðna helgi. Hún hefur nú verið haldin 113 sinnum og í Gimli síðan 1932. Steinþór Guð- bjartsson var á meðal um 50.000 gesta og ræddi við mann og annan. Á meðal um 50.000 gesta á menningarhátíðinni var um 50 manna ánægður hópur frá Rotaryfélagi Hafnarfjarðar. Söngleikurinn Gunnar á Hlíðarenda vakti mikla lukku á há- tíðinni og listamönnunum var tekið fagnandi. Bill Barlow, bæjarstjóri í Gimli, segir Íslendingadaginn vera einn af hornsteinum samfélagsins. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Hátíðinni var slitið við klettinn á Willow-eyju þar sem fyrstu Íslend- ingarnir komu að landi 1875. Frá vinstri: Harley Jonasson, fyrrver- andi forseti Íslendinganefndar, Tim Arnason, forseti Íslendinga- nefndar, Vanessa Bryce Gendron, Constance Carol Magnusson fjallkona, Dayna Gudrun Gendron, Margrét Einarsdóttir, Kristín Bragadóttir, forstöðumaður þjóðdeildar Landsbókasafnsins, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Sveinn Magnússon, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.