Morgunblaðið - 10.08.2002, Page 23

Morgunblaðið - 10.08.2002, Page 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 2002 23 ÖFLUG sprenging varð í húsa- kynnum einkarekins byggingafyr- irtækis í borginni Jalalabad í hér- aðinu Nangarhar í Afganistan um hádegisbilið í gær að þarlendum tíma. Varð hún að minnsta kosti 10 manns að bana auk þess sem tugir manna slösuðust, að sögn embætt- ismanna á staðnum. Tugir húsa í grenndinni skemmdust, sum þeirra í 500 metra fjarlægð. Yfirmaður varnarmála á staðnum, Hazrat Ali, taldi í fyrstu að um bílsprengju hefði verið að ræða og hefði hún átt að eyðileggja lón vatnsorkuvers í grenndinni. En aðstoðarhéraðs- stjóri í Nangarhar-héraði, Mo- hammed Assef Qasi Zada, sagði að hugsanleg skýring væri að spreng- ing hefði orðið í sprengiefni sem geymt hefði verið í húsinu. „Þetta var gríðarlega mikil sprenging,“ sagði Ali. „Tala látinna á sennilega eftir að hækka vegna þess að fólk gæti dáið á sjúkrahús- inu.“ Hann sagði að þrír starfs- menn samtakanna, sem reka bygg- ingafyrirtækið, hefðu verið færðir til yfirheyrslu vegna atburðarins en útskýrði málið ekki frekar. Lón vatnsorkuversins Darunta er í um 200 metra fjarlægð frá hús- inu sem var sprengt og urðu nokkrar skemmdir á tækjabúnaði lónsins, einnig á raforkulínum í hverfinu og við háskóla borgarinn- ar. Vangaveltur um tilræði hófust þegar í stað í gær en undanfarnar vikur hefur verið mikið um tilræði í Afganistan. Öryggissveitir stjórn- valda eru því í viðbragðsstöðu vegna ótta við hryðjuverk af hálfu talíbana eða liðsmanna al-Qaeda- samtakanna. Tilræði eða slys í Jalalabad? Kabúl. AP, AFP. VAGNAR farþegalestar sem fór út af sporinu við Taichung-stöð í Taívan í gær liggja eins og hrá- viði við stöðina. Enginn fórst í slysinu en þrír slösuðust; engir farþegar voru um borð. Stöðin er um 150 kílómetra frá höfuðborg- inni Taipei. Orsök slyssins voru þau að vörubíll rakst á brú undir járn- brautarteinunum og skemmdi hana. AP Járnbrautarslys í Taívan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.