Morgunblaðið - 28.08.2002, Qupperneq 1
200. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 28. ÁGÚST 2002
TIL HARÐRA átaka kom í gær er
spænsk stjórnvöld gripu til aðgerða
gegn Batasuna, róttækum stjórn-
málaflokki Baska, en lögreglan lok-
aði þá helstu skrifstofum flokksins. Í
hafnarborginni Bilbao í Baskalandi
skaut lögregla gúmmíkúlum að hópi
manna sem koma vildi í veg fyrir að
skrifstofum flokksins yrði lokað og
réðst svo að mótmælendum með
kylfur á lofti. Að sögn talsmanns
Batasuna særðist að minnsta kosti
einn mótmælendanna í átökunum.
Þessar aðgerðir koma í kjölfar
þess að rannsóknardómarinn Balt-
asar Garzon lagði þriggja ára bann
við starfsemi Batasuna vegna
meintra tengsla við ETA, Aðskiln-
aðarhreyfingu Baska, en um 800
manns hafa fallið í 30 ára baráttu
ETA fyrir sjálfstæði Baskalands.
Spænska þingið lagði blessun sína
yfir bann Garzons í atkvæðagreiðslu
á mánudag og gekk reyndar skrefi
lengra því það hvatti yfirvöld til að
fá flokkinn bannaðan fyrir fullt og
allt.
Dómarinn gaf svo út fyrirskipun
seint á mánudagskvöld um að lög-
reglan skyldi láta til skarar skríða
og loka skrifstofum Batasuna, með
valdi ef svo bæri undir. Hefur
héraðsútibúum flokksins í Pamplona
í Navarra þegar verið lokað, sem og
í bæjunum Elizondo, Leiza, Estella
og Alsasua. Þá var höfuðstöðvum
Batasuna í Baskalandi, í borgunum
Vitoria, Bilbao og San Sebastian,
lokað í gær en í kjölfarið þurfti
spænska lögreglan að gera óvirka
sprengju sem liðsmenn ETA höfðu
skilið eftir í nágrenni dómshússins í
Tolosa, sem er ekki langt frá San
Sebastian.
Úrskurður Garzons hefur ekki
áhrif á stöðu um eitt þúsund
kjörinna fulltrúa Batasuna í ýmsum
héraðs- og sveitarstjórnum en felur
hins vegar í sér að öllum skrifstofum
flokksins skuli lokað. Þá verða allar
opinberar uppákomur á vegum
Batasuna bannaðar, þ.m.t. frétta-
mannafundir, og loks skal hald lagt
á eignir Batasuna – en talið er að
það geti valdið því að flokkurinn
verði gjaldþrota.
Ráðist til atlögu
gegn Batasuna
Madrid, San Sebastian, Bilbao. AFP, AP.
Reuters
Liðsmenn basknesku héraðslögreglunnar, Ertzanintza, klippa á keðjur sem Karmelo Landa, leiðtogi Batasuna í
hafnarborginni Bilbao í Baskalandi, hafði notað til að hlekkja sig við höfuðstöðvar flokksins þar í borg.
FULLTRÚAR á ráðstefnunni um
sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg í
Suður-Afríku komust í gær að
samkomulagi um hvernig eigi að
taka á vanda fiskveiða í heiminum,
að því er segir í frétt BBC. Sam-
komulagið, sem er fyrsta umtals-
verða samkomulagið er næst á ráð-
stefnunni, kveður á um hvernig
vernda beri og byggja upp fiski-
stofna heimsins. Er markmiðið að
gera þá nýtanlega og sjálfbæra
fyrir árið 2015.
Þetta er fyrsta samkomulagið
sem næst er hefur nákvæma loka-
dagsetningu og verður því fléttað
inn í lokatexta ráðstefnunnar. Í því
felst meðal annars að dregið verð-
ur úr sókn og kvótar skornir niður
til að stofnar geti endurnýjað sig.
Bandaríkin kröfðust þess að í sam-
komulaginu segði að endurnýjunin
ætti sér stað „þar sem mögulegt
er“ og urðu fulltrúarnir við þeirri
kröfu. Fulltrúar Bandaríkjanna
bentu á að sumir stofnar, eins og
þorskstofninn austur af Kanada,
hefðu verið ofveiddir og svo virtist
sem óbætanlegt tjón hefði orðið á
honum.
Þrátt fyrir þetta er samkomulag-
ið talið nokkur ósigur fyrir Banda-
ríkin, en fulltrúar þeirra vildu að í
stað þess að setja ný markmið ættu
ríki að reyna að ná þeim sem þegar
hafa verið skilgreind.
Ofveiði er mikill vandi víða um
heim. Samkvæmt upplýsingum
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) eru
meira en 25% fiskistofna ofveidd,
50% veidd eins mikið og þeir þola
og nauðsynlegt er að draga úr sókn
í um 75% fiskistofna til að tryggja
að þá verði áfram unnt að nýta.
Jóhannesarborg
Verndun
fiskistofna
samþykkt
HVERT einasta arabaríki er á
móti hugsanlegri innrás Banda-
ríkjamanna í Írak, að sögn Hosni
Mubaraks, forseta Egyptalands.
„Ég held ekki að nokkurt arabaríki
vilji árás á Írak.
Hvorki Kúveit,
SádiArabía né
nokkurt annað
ríki,“ sagði hann
í ræðu sem hann
hélt á fundi stúd-
enta í borginni
Alexandríu í
gær. Varaði
hann George W.
Bush Banda-
ríkjaforseta við
því að innrás
gæti leitt til glundroða og upp-
lausnar í þessum heimshluta en á
mánudagskvöld ítrekaði Dick
Cheney varaforseti réttmæti þess
að látið yrði til skarar skríða gegn
stjórnvöldum í Írak.
„Ef ráðist verður á Írak, og
Írakar drepnir á sama tíma og
Ísraelar eru að drepa Palestínu-
menn, mun það hafa alvarlegar af-
leiðingar. Enginn leiðtogi araba
mun geta haft hemil á bálreiðum
múgnum.“ Sagðist Mubarak viss
um að Bandaríkjastjórn gerði sér
grein fyrir þessu. Mubarak lýsti
yfir stuðningi sínum við kröfu
Bandaríkjamanna um að Íraks-
stjórn hleypti vopnaeftirlitsmönn-
um Sameinuðu þjóðanna (SÞ) aftur
inn í landið, en þeir hafa ekki feng-
ið að stíga þar fæti frá 1998. Hann
lagði samt áherslu á að einungis
væri hægt að refsa Saddam Huss-
ein Íraksforseta og nánustu sam-
starfsmönnum hans fyrir skort
þeirra á samstarfsvilja. „Írak verð-
ur að fylgja ákvörðun Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna og hleypa eft-
irlitsmönnunum aftur inn … því
heimurinn hefur sínar grunsemd-
ir,“ sagði hann. „En ætlið þið
[Bandaríkjamenn] að drepa íraska
borgara vegna ákvarðana eins eða
tveggja manna?“
Vilja ekki
eftirlitsmenn
Íraskir embættismenn leggja nú
nótt við dag í viðleitni sinni til að
auka stuðning erlendra ríkja, eink-
um í Mið-Austurlöndum, við mál-
stað sinn. Komu þeir því til leiðar
að málefni Íraks verða tekin upp á
fundi utanríkisráðherra Araba-
bandalagsins 4. til 5. september
næstkomandi, en leiðtogar margra
arabaríkja hafa lagt hart að Írök-
um að hleypa vopnaeftirlitsmönn-
um SÞ aftur inn í landið. Varafor-
seti Íraks, Taha Yassin Ramadan,
kom í gær til Sýrlands til að eiga
viðræður við forseta landsins,
Bashar Assad, og Naji Sabri, utan-
ríkisráðherra Íraks, er nú í Kína,
sem lengi hefur stutt við bakið á
Írökum.
Dagblaðið al-Rafidain, sem rekið
er af íraska ríkinu, hafði í gær eftir
Ramadan að hann sæi ekki ástæðu
til að hleypa eftirlitsmönnunum
aftur inn í landið. Sakaði hann þá
um að hafa ýtt undir árásir banda-
manna áður en þeim var vísað úr
landinu. „Það var þeim að kenna
að Bandaríkin gerðu fjórar árásir á
okkur frá árinu 1991. Af hverju
ætti vera þeirra í Írak nú að koma
í veg fyrir frekari árásir Banda-
ríkjamanna?“ Sagði Ramadan að
Írakar byggju ekki yfir neinum
gereyðingarvopnum en að Banda-
ríkjamenn vildu steypa Saddam
Hussein burtséð frá því. „Vopna-
eftirlitsmennirnir eru bara njósn-
arar,“ bætti hann við.
Þrír samningafundir Íraka og
fulltrúa SÞ um vopnaeftirlit í land-
inu hafa farið út um þúfur. Írakar
segjast vilja halda viðræðunum
áfram en Kofi Annan, aðalritari
SÞ, hefur hafnað skilyrðum þeim
sem Írakar hafa sett fyrir endur-
upptöku vopnaeftirlitsins.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti tók í gær á móti sendiherra
Sádi-Arabíu, Bandar bin Sultan
prinsi, á búgarði sínum í Crawford
í Texas-ríki. Blés hann á
„ábyrgðarlaust tal“ um versnandi
sambúð ríkjanna og hét því að ráð-
færa sig við stjórnvöld í Riyadh
áður en hann tæki ákvörðun um
innrás í Írak. „Forsetinn gerði það
ljóst að hann telur Saddam Huss-
ein alvarlega ógn við heims-
friðinn,“ sagði Ari Fleischer, tals-
maður forsetans, eftir fundinn.
Stjórnin í Riyadh ítrekaði í gær
andstöðu sína við innrás í Írak og
sagði sádi-arabískur embættismað-
ur að „stríð væri óráðlegt í
stöðunni“.
Egyptalandsforseti hvetur Bandaríkjamenn til varfærni
Arabaríkin öll and-
víg innrás í Írak
Kaíró. AP, AFP.
Segir aðgerðaleysið/18
Hosni
Mubarak
EDÚARD Shevardnadze, forseti
Georgíu, til vinstri á myndinni, ræð-
ir hér við tsjetsjneska flóttamenn í
þorpinu Duisi í Pankisi-skarði nærri
landamærunum að Tsjetsjníu. Shev-
ardnadze var í gær á ferð í skarðinu
og var m.a. viðstaddur útför manns
sem sagður er hafa týnt lífi er
rússneskar herflugvélar gerðu loft-
árásir á meintar stöðvar tsjetsjn-
eskra skæruliða í liðinni viku. Sagði
Shevardnadze sprengjuárásina
vera „glæp gegn Georgíu og heim-
inum öllum“. Aukin spenna hefur
færst í samskipti Rússa og Georgíu-
manna að undanförnu. Þeir fyrr-
nefndu segja skæruliða frá Tsjetsj-
níu eiga öruggan griðastað í
Pankisi-skarði og gagnrýna stjórn-
völd í Georgíu fyrir aðgerðaleysi.
Reuters
Shev-
ardnadze
í Pankisi-
skarði