Morgunblaðið - 28.08.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isSigfús Sigurðsson segist aðeins
geta bætt sig hjá Magdeburg / B4
Manchester United tryggði
sætið í Meistaradeildinni / B2
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Morgunblaðinu
í dag fylgir aug-
lýsingablaðið
Sjónvarps-
dagskráin frá
Stonet ehf.
Blaðinu verður
dreift um allt
land.
ÁHÖFNIN á Baldri, sjómælingabáti
Landhelgisgæslunnar, fann í gær
flak, sem virðist eftir útlínum að
dæma vera flugvélarflak, á sjávar-
botni í Skerjafirði nálægt aðflugs-
stefnu að Reykjavíkurflugvelli.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, skip-
stjóri á Baldri, segir að útlínur flaks-
ins sjáist mjög vel á tækjum sem
Landhelgisgæslan fékk að láni frá
bandaríska flotanum. Bolur, vængir
og jafnvel stél sjáist á skjánum, en
það eigi eftir að kafa niður að flakinu
til að ganga úr skugga um að þetta sé
flugvélarflak og þá af hvaða flugvél.
Ásgrímur segir að í síðari heims-
styrjöld hafi á Skerjafirði allt verið
fullt af sjóflugvélum sem lágu þar við
akkeri, þetta geti t.d. verið flugvél
sem hafi sokkið eða vél sem hafi far-
ist í aðflugi. Tilkynnti Ásgrímur
fundinn til yfirstjórnar Landhelgis-
gæslunnar.
Áhöfnin á Baldri var við dýptar-
mælingar á Skerjafirði þegar flakið
fannst og segir Ásgrímur að hann
hafi orðið mjög hissa þegar hann sá
flakið birtast á skjánum. „Við hefð-
um aldrei með þessum hefðbundna
búnaði sem við höfum haft til dýpt-
armælinga fundið flakið. Hefðum við
lent yfir því hefði það litið út eins og
smáþúst og við hefðum aldrei gert
okkur grein fyrir því að þarna væri
flak,“ segir Ásgrímur.
Hann segir að Landhelgisgæslan
hafi búnaðinn að láni til að meta
hann og sjá hvernig hann kæmi Ís-
lendingum best að notum. „Við erum
búin að sjá mikla möguleika í okkar
starfi til dýptarmælinga, en við erum
líka að gera okkur grein fyrir ýmsum
öðrum möguleikum, t.d. við rann-
sóknarstörf þegar hafa orðið slys og
þarf að staðsetja flugvélarflak eða
skipsflak. Í dag fer oft mikill tími í að
finna eitthvað svona, ef það þá finnst,
og auðveldar búnaðurinn alla slíka
leit,“ segir Ásgrímur.
Ljósmynd/Níels Bjarki Finsen
Hér sést vel hvernig flugvélarflakið birtist á mælitækjunum um borð í
sjómælingaskipi Landhelgisgæslunnar, Baldri.
Flugvélarflak fannst
á botni Skerjafjarðar
HANNES Hlífar Stefánsson hefur
verið óstöðvandi í landsliðsflokki á
Skákþingi Íslands en í gærkvöld
vann hann sinn áttunda sigur í röð
og hefur aldrei byrjað betur á
skákmóti.
Stórmeistarinn Hannes Hlífar
Stefánsson stóð sig vel í fyrra og á
styrkleikalista Alþjóðaskák-
sambandsins fór hann í fyrsta sinn
yfir 2.600 stig og var í 89. sæti á
heimslistanum um sl. áramót. Hann
byrjaði líðandi ár vel og í einvígi
við Nigel Short í janúar var staðan
1,5-0,5 honum í vil en fjögur töp
fylgdu í kjölfarið. Síðan hefur
honum ekki gengið sérlega vel en
annað hefur verið upp á teningnum
í hátíðarsal íþróttahúss Gróttu á
Seltjarnarnesi undanfarna daga.
„Mér hefur gengið frekar illa á
árinu en nú hefur allt gengið upp
og það er ágætt að finna fyrir þess-
ari breytingu,“ segir Hannes Hlífar
og bætir við að hann hafi aldrei
sigrað í átta skákum í röð á svona
sterku skákmóti. „Það er erfitt að
útskýra þessa góðu byrjun,“ segir
hann, en getur þess að hann sé
stigahæsti skákmaður mótsins og
það skýri ef til vill eitthvað. Aftur
á móti bendir hann á að hann og
Helgi Áss Grétarsson hafi oft
fengið 9 eða 9,5 vinninga af 11 í
landsliðsflokki en þá hafi ekki
verið svona margir vinningar í röð.
Hannes á titil að verja, fékk 6,5
vinninga af 9 mögulegum í fyrra
en er nú kominn með 8 vinninga af
11 mögulegum eftir sigur á Jóni
Viktori Gunnarssyni í gærkvöld.
Helgi Áss Grétarsson tapaði fyrir
Braga Þorfinnssyni og er í öðru
sæti með 5,5 vinninga en Hannes
Hlífar mætir honum í dag. „Ég
mæti honum með svörtu og hann
verður sjálfsagt mjög grimmur,“
segir meistarinn. „Það eru þrjár
umferðir eftir og þetta er ekki
búið.“
Hannes Hlífar vann áttundu skák sína í röð
Morgunblaðið/Golli
Hannes Hlífar Stefánsson hefur aldrei byrjað eins vel á skákmóti og nú
en í gærkvöld sigraði hann Jón Viktor Gunnarsson.
Hefur aldr-
ei byrjað
betur á
skákmóti
Hannes Hlífar/43
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir
eftir bláu og gulu torfærumótor-
hjóli af gerðinni Husaberg 501,
árgerð 1998. Hjólinu var stolið
tvisvar sinnum með skömmu milli-
bili nýlega. Tilkynntur var þjófn-
aður á hjólinu frá Álfaskeiði 127
hinn 25. ágúst. Daginn eftir til-
kynnti eigandinn að hjólið væri
fundið við Kaldárselsveg. Á meðan
hann náði í kerru undir hjólið var
því stolið að nýju og hefur það ekki
sést síðan. Biður lögreglan þá sem
hafa upplýsingar um hjólið að hafa
samband.
Mótorhjóli
var stolið
tvisvar
RÆTT er um að herða öryggisregl-
ur á Landspítala – háskólasjúkra-
húsi til að bregðast við þjófnaði á
lyfjum á sumum deildum spítalans.
Vandamál af þessum völdum hafa
farið stigvaxandi síðastliðin 10 ár, í
takt við þróun á sviði fíkniefnamála
úti í þjóðfélaginu, en talsvert hefur
borið á að innlagðir fíkniefnasjúk-
lingar með fráhvarfseinkenni hafi
sótt í lyf á spítalanum. Hert hefur
verið á umgengnisreglum og spítal-
inn er lokaðri fyrir umgengni en
áður var.
Á undanförnum árum hefur verið
hert á reglum um geymslu lyfja
þannig að lágmarksmagn sé af eftir-
litsskyldum lyfjum á deildum. Einn-
ig hafa verið sett upp þjófavarna-
kerfi á þeim deildum spítalans sem
ekki hafa sólarhringsvakt og þá eru
sérstakir öryggisverðir látnir fylgj-
ast með grunsamlegum manna-
ferðum. Til viðbótar þessu hafa verið
settir upp tugir öryggismyndavéla
og á slysadeild Landspítalans í Foss-
vogi er lögreglumaður hafður á vakt
á álagstímum.
Ástæða þykir til að auka enn á
þessar ráðstafanir í ljósi þróunarinn-
ar undanfarin ár. Bæði hefur verið
um að ræða hrein og bein innbrot á
spítalann þar sem lyfjum er stolið en
í seinni tíð eru það fíkniefnasjúkling-
ar sem eru farnir að stela lyfjum og/
eða gestir þeirra. Ingólfur Þórisson,
framkvæmdastjóri tækni og eigna
Landspítalans, segist vonast til þess
að unnt verði að fjölga öryggis-
vörðum í húsum spítalans til að auka
öryggi.
„Við fylgjum þessari þróun eftir
með því að styrkja það öryggiskerfi
sem fyrir er,“ segir Ingólfur. „Við
leggjum þó mesta áherslu á öryggi
sjúklinga og starfsfólksins og höfum
mestar áhyggjur af því að þeim sé
ógnað og þess vegna grípum við til
allra þeirra ráðstafana sem við
getum. Ein þessara ráðstafana felst í
tæki sem starfsfólk á sumum
deildum getur borið á sér og kallast
litli lífvörðurinn. Tækið sendir frá
sér boð ef starfsmaður lendir í hættu
eða er ógnað í starfi.“ Einnig segir
Ingólfur allt starfsfólk bera auð-
kenniskort til að auka frekar á
öryggi inni á spítalanum og hafa
sumir úr starfsmannahópnum fengið
þjálfun í varnarviðbrögðum.
Landspítali – háskólasjúkrahús
Ástæða til að
herða öryggis-
reglur spítalans
VON er á 23 stuðnings-
mönnum Stokkhólmsliðsins
AIK til landsins, skv. upplýs-
ingum frá Knattspyrnusam-
bandi Íslands, en liðið leikur
gegn Eyjamönnum í UEFA-
keppninni á fimmtudag.
Knattspyrnuliðið sjálft kom til
landsins í gær og ætluðu leik-
menn til Vestmannaeyja
seinnipartinn.
Enginn „hermaður“
Geir Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, fékk þær
upplýsingar frá sænska knatt-
spyrnusambandinu að enginn
úr hinum alræmda „svarta
her“ væri væntanlegur til
Vestmannaeyja, heldur væri
eingöngu von á venjulegum,
friðsömum stuðningsmönnum.
Svarti herinn er hópur fót-
boltabullna sem styðja AIK og
standa jafnan fyrir ólátum í
tengslum við leiki félagsins.
Jóhannes Ólafsson, yfirlög-
regluþjónn í Vestmannaeyjum,
sagði í samtali við Morgun-
blaðið að löggæsla við leikinn
yrði með hefðbundnum hætti.
Von á 23
stuðnings-
mönnum
AIK
FRYSTITOGARINN Hjalteyrin
EA strandaði á sandrifi vestan við
hafskipabryggjuna á Stöðvarfirði
þegar hann var að fara til veiða í
gær. Betur fór en á horfðist því vél-
báturinn Álftafell SU 100 náði að
draga togarann á flot, sem svo hélt
til veiða eins og áætlað hafði verið.
Að sögn hafnarvarðar á Stöðvar-
firði urðu engar skemmdir á togar-
anum.
Hjalteyrin
strandaði
á sandrifi
♦ ♦ ♦