Morgunblaðið - 28.08.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 28.08.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ANNARRI sjúkradeild af tveimur fyrir heilabilaða á Landakotsspít- ala verður lokað í fjóra mánuði, frá september til áramóta, í sparnað- arskyni. Hjúkrunarforstjóri Land- spítala – háskólasjúkrahúss, LSH, segir að um sameiningu deildanna sé að ræða en með því fækkar rúmum fyrir heilabilaða. Reynt verður að útskrifa sem flesta af átján sjúklingum deildarinnar, en aðrir verða færðir á milli deilda. Aðstandendur sjúklinga eru mjög ósáttir og segja fyrirvarann stutt- an. Sviðsstjóri öldrunarsviðs segir aðgerðirnar, sem framkvæmda- stjórn LSH tók ákvörðun um í gær, stangast á við væntingar og vilja sviðsstjórnar og að samfélags- legur ávinningur verði enginn. Hann segir sjúklinga með heilabil- un þurfa sérstaka aðhlynningu. Munu aðgerðirnar auka ennfrekar á slæmt ástand í öldrunarmálum. Sparnaður sem hlýst af þessum að- gerðum nemur rúmum 30 millj- ónum króna. Einn aðstandandi sjúklings af deildinni sem Morgunblaðið ræddi við segist hafa verið boðaður á fund sl. mánudag. Þar var honum tilkynnt að deildinni yrði lokað nk. föstudag, þ.e. fyrirvarinn var fjórir dagar. Á fundinum kom fram að viðkomandi sjúklingur gæti fengið pláss á Elliheimilinu Grund, en að- standendur voru mótfallnir því, enda höfðu þeir fyrr í sumar kynnt sér aðstæður þar og verið afar ósáttir við þær. „Þetta eru lítil her- bergi uppi í rjáfri, með þakglugg- um svo ekki er hægt að sjá út,“ sagði aðstandandinn sem Morgun- blaðið ræddi við. „Við vildum alls ekki að ættingi okkar yrði fluttur þangað, sögðum þeim að hann myndi veslast upp. Á fundinum var okkur hins vegar sagt að það myndi ekki skipta hann neinu máli hvar hann væri, hann væri hvort eð er svo ruglaður. Þetta þykir mér illa sagt um manneskju sem hefur lagt sitt af mörkum til ís- lensks samfélags.“ Skýringin sem aðstandendum var gefin var sú að um sparnaðar- aðgerðir væri að ræða. „Við erum ósátt við að lokað sé deild þar sem sjúklingarnir eru ósjálfbjarga.“ Á fundinum var aðstandendun- um tilkynnt að ekki yrði hlustað á neinar afsakanir, deildinni yrði lok- að og sjúklingarnir yrðu að flytjast annað. „Staðan hjá okkur er sú að hann [sjúklingurinn] verður settur á Grund, í óþökk okkar aðstand- endanna.“ Aðstandendur telja að um lög- brot sé að ræða, samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga. „Það er óheimilt að flytja fólk nauðung- arflutningum. Áður en hann veikt- ist vildi hann ekki fara á Grund. Þetta eru nauðungarflutningar en við höfum ekkert val. Það er verið að ýta fólkinu út.“ 200 bíða innlagnar á öldrunarsvið Framkvæmdastjórn LSH ákvað í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu að loka annarri af tveimur sérhæfðum heilabilunardeildum sjúkrahússins og þeim einu í landinu, í að a.m.k. fjóra mánuði, að sögn Pálma V. Jónssonar, sviðsstjóra lækninga á öldrunarsviði LSH. „Þetta er mjög tilfinnanlegt vandamál fyrir okkar skjólstæðinga svo og sjúkrahúsið.“ Hluti sjúklinganna fer inn á aðr- ar deildir sjúkrahússins, en reynt verður að útskrifa þá sem hægt er, að sögn Pálma. „Starfsemi á sviði öldrunar verð- ur því skert í haust og vetur. Sú skerðing bitnar á heilabiluðum, að- standendum þeirra og öðrum svið- um sjúkrahússins sem ekki geta sent okkur sjúklinga til sérhæfðrar meðferðar.“ Á öldrunarsviði er ekki boðið upp á varanlega vistun, heldur greiningu, meðferð og endurhæf- ingu. „Stór hluti af okkar vanda er sá að þegar meðferð lýkur getum við ekki útskrifað sjúklinga því að hjúkrunarheimilin forgangsraða ekki okkar sjúklingum að því marki sem þarf. Heimahjúkrun og heimaþjónusta er heldur ekki byggð upp með þeim styrk að hún geti tekið við þessu fólki. Nú er svo komið að við getum ekki haldið deildum opnum og erum áfram með fjölda biðsjúklinga.“ Pálmi segir að á öldrunarsviði séu sextíu sjúklingar sem bíði eftir varanlegri vistun á hjúkrunarheim- ilum og 140 bíða úti í samfélaginu. Þá bíða 200 manns eftir innlögn á öldrunarsvið Landakotsspítala, þar af 50 af öðrum deildum LSH. Rússnesk rúlletta Pálmi segir stefnt að því að opna heilabilunardeildina að fjórum mánuðum liðnum. „Deildin lokar nema að einhverjar björgunarað- gerðir komi til og fjármagn verði veitt til að halda henni opinni. Það var búið að gera mönnunaráætlun um að svo mætti verða. Við hefðum treyst okkur til að hafa deildina opna, a.m.k. 14 pláss af 18, ef við hefðum fengið rekstrarlega heimild til þess frá framkvæmdastjórn spítalans, en það kostar um 19 milljónir.“ Pálmi telur að þegar aðgerðirnar séu skoðaðar í heild hljótist ekki af þeim samfélagslegur ávinningur. „Það er gjarnan vitnað til þess að fjárlög séu lög og það beri að fylgja þeim. Niðurskurður þjón- ustu í kjölfar skertra fjárveitinga til spítalans er eins og rússnesk rúlletta, hvar mun skotið koma nið- ur ef reynt er að fylgja þeim? Núna ríður þetta skot af á okkar deild, því miður. Fjárlagagerðin er blind að því leyti að aðeins er litið á kostnaðarhliðina en ekki jafn- framt skoðað að fyrir útgjöldin fæst mikilvæg og nauðsynleg heil- brigðisþjónusta. Vona verður að Alþingi varðveiti mikilvæga og við- kvæma þjónustu við aldraða.“ Um sameiningu að ræða Í sumar hefur ein deild á öldurn- arsviði verið lokuð. Sú deild verður opnuð aftur nú um mánaðamótin. „Það var ákveðið að sameina tvær heilabilunardeildir á sama tíma, “ segir Anna Stefánsdóttir, hjúkrun- arforstjóri á LSH. „Við munum vera með minnkaða starfsemi á öldrunarsviði fram til áramóta sem nemur 18 rúmum af 125. Það þýðir að við rekum sviðið með sama rúmafjölda og við höfum gert í sumar.“ Anna segir ráðningabann vera á sjúkrahúsinu. „Á haustin eru alltaf töluverð umskipti á starfsfólki. Vegna ráðningabanns höfum við ekki tök á að ráða þá sem þyrfti til að geta haldið öllu sviðinu opnu.“ Anna segir talsvert mikinn halla á rekstri öldurnarsviðsins. „Þessi aðgerð mun lækka kostnað á öldr- unarsviðinu sem nemur 30–35 milljónum króna til áramóta.“ Anna segir að með sameiningu deildanna muni rúmum sérstaklega ætluð heilabiluðum fækka. Hún segir sjúklinga deilarinnar sem lokað verður fyrst og fremst flytj- ast á milli deilda. Undirbúningur að lokun deildarinnar hefur að sögn Önnu staðið um nokkurt skeið en formleg ákvörðun um lok- un var tekin í gær. „Það mun ekki koma til þess að sjúklingar verði útskrifaðir í beinum tengslum við sameiningu heilabilunardeildanna. Fólk sem ekki getur farið heim mun ekki verða útskrifað.“ Deild fyrir heilabilaða á Landakoti verður lokað í fjóra mánuði vegna sparnaðar „Samfélagslegur ávinningur enginn“ Nauðungarflutningar, segir aðstandandi eins sjúklingsins Morgunblaðið/Golli MEÐ ólíkindum þykir að ökumaður fólksbíls sem fór fram af Vattarnes- skriðum um miðnætti í fyrrakvöld skyldi ná að kasta sér út áður en bíllinn stakkst niður snarbrattar skriður og hafnaði í stórgrýttri fjöru 130 metrum neðar. Bíllinn er gjörónýtur og ljóst má vera að öku- maðurinn bjargaði lífi sínu með skjótum viðbrögðum. Ökumaðurinn, Benedikt Matt- híasson, var á leið um Vattarnes- skriður frá Fáskrúðsfirði til Reyð- arfjarðar um miðnætti í fyrrinótt og telur að hann hafi ekki ekið hraðar en á 50 km hraða. Í viðtali við Morgunblaðið í gær lýsti hann því að hann hefði verið að koma úr vinstri beygju þegar hann ók á hnullung á veginum. Við það missti hann tökin á stýrinu sem small til hægri – í átt að snarbrattri hlíðinni – og á augabragði var bíllinn kom- inn fram af vegarbrúninni. Bene- dikt segist strax hafa gert sér grein fyrir í hvað stefndi og með snar- ræði tókst honum að opna hurðina og kasta sér út úr bílnum. Hann tel- ur sig hafa lent í hlíðinni um 20 metrum fyrir neðan veginn. „Ég hugsaði bara um að halda mér föst- um þar sem ég lenti,“ sagði Bene- dikt og hann sá ekki þegar bíllinn fór niður í fjöruna. „Ég hélt að bíll- inn ætlaði aldrei að stoppa. Ég heyrði hann bara hrynja þarna nið- ur með þvílíkum látum.“ Benedikt var ekki í bílbelti og telur víst að að öðrum kosti hefði hann farið lengra með bílnum. Stórhættulegar skriður Það tók hann dágóða stund að krafla sig upp hlíðina og á veginn. Eftir að hann hafði gengið nokkur hundruð metra stoppaði vegfarandi fyrir honum og ók honum til Fá- skrúðsfjarðar þar sem hann hafði samband við lögreglu og gekkst undir læknisskoðun. Hann er því sem næst ómeiddur, aðeins risp- aður á vinstri hendi og fæti og er hugsanlega tognaður á öxl. Bene- dik bjó á Reyðarfirði þar til fyrir fimm árum og hefur dvalið fyrir austan í sumarleyfi. „Ég vissi að þessar skriður eru stórhættulegar. Maður gerir sér alveg grein fyrir því þegar maður keyrir þarna. Guði sé lof að ég var snöggur út.“ Bifreið Benedikts, sjö ára gamall Audi, var lítið annað en brotajárn þegar hún var dreginn upp úr fjör- unni um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi og víða í hlíðinni mátti sjá brak úr bílnum. Kastaði sér út úr bíl sem stakkst 130 metra niður Vattarnesskriður „Guði sé lof að ég var snöggur út“ Morgunblaðið/Albert Kemp Bíllinn er lítið annað en brotajárn. Hér sést Óskar Þór Guðmundsson, varðstjóri lögreglunnar á Fáskrúðsfirði, koma böndum á bílinn. TALSVERÐAR skemmdir urðu á íbúð í fjölbýlishúsi við Nýbýlaveg á Hvolsvelli í gærmorgun. Gleymst hafði að slökkva undir potti sem stóð á eldavélarhellu og varð af því eldur sem náði að læsa sig í eldhúsinnrétt- ingu. Skv. upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli var íbúðin mannlaus þegar eldurinn kviknaði. Eigandi íbúðarinnar hafði farið að heiman um morguninn og þegar hann kom til baka klukkan 9:30 mætti honum talsverður reykur. Brunavarnir Rangárvallasýslu réðu niðurlögum eldsins á skömmum tíma og reyk- ræstu síðan íbúðina. Hún er talsvert skemmd. Gleymdist að slökkva undir potti GÆSLUVARÐHALD var fram- lengt í gær til 19. nóvember yfir tveimur mönnum, sem hafa játað að hafa ráðist á 22 ára mann í Hafnarstræti hinn 25. maí sl. Árásarþoli lést af völdum áverka sinna eftir nokkurra daga sjúkra- húslegu. Árásarmennirnir eru 20 og 23 ára og virðist sem árásin hafi verið tilefnislaus. Mennirnir hafa áður komið við sögu lögreglu en þeir eiga þó ekki langan saka- feril að baki. Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn sinni á málinu og hefur það verið sent ákæruvaldi til áframhaldandi meðferðar. Gæslu- varðhald framlengt ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.