Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
15-30% afsláttur
15-20% afsláttur
Sigti 15% afsláttur
Matar- og kaffistell 20% afsláttur
Búsáhalda-
dagar
Plastvörur 15-20% afsláttur
margar stærðir og gerðir
Pottar, pönnur og eldhúsáhöld
Ofnföst mót 30% afsláttur
Allt í berjatínsluna og sultugerðina
Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar
Jöfnun orku-
verðs í landinu
NÝLEGA tóku gildilög um niður-greiðslu húshitun-
arkostnaðar. Árni Ragn-
arsson á orkubúskapar-
deild Orkustofnunar sagði
Morgunblaðinu nánar frá
nýju lögunum.
– Hver er ástæða nýju
lagasetningarinnar?
„Áður hafði ekki verið
til löggjöf sem mælti fyrir
um hvernig þessum fjár-
munum skyldi ráðstafað
eða hvernig eftirliti með
ráðstöfun fjárins skyldi
háttað. Því þótti brýnt að
skapa lagagrundvöll fyrir
niðurgreiðslurnar. Megin-
skilyrði fyrir niðurgreiðslu
er að um sé að ræða íbúð-
arhúsnæði utan veitu-
svæða hitaveitna sem nýta
jarðhita. Einnig þarf að vera föst
búseta í íbúðinni. Atvinnuhúsnæði
og sumarhús falla því utan þessa
flokks. Auk beinna niðurgreiðslna
fjalla nýju lögin um styrki til
stofnunar nýrra hitaveitna eða
stækkunar eldri veitna. Þeir geta
numið allt að áætluðum fimm ára
niðurgreiðslum á raforku til hús-
hitunar á viðkomandi svæði, sem
sparast við tilkomu hitaveitunnar
þegar til lengri tíma er litið.“
– Hafa niðurgreiðslur vegna
rafhitunar tíðkast lengi?
„Raforka til hitunar íbúðarhúsa
hefur í um tvo áratugi verið
greidd niður af ríkinu og orkufyr-
irtækjum. Tilgangurinn er að
jafna orkuverð í landinu og ná
niðurgreiðslurnar til þeirra
svæða sem njóta ekki hitunar
með jarðhita. Þetta á við um
veitusvæði Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Vestfirði, Vestmannaeyjar og
Reyðarfjörð. Raforka er notuð til
að hita upp um 12% af öllu hús-
næði hér á landi, jarðhiti sér fyrir
87% og olía um 1%. Á fjárlögum
ársins 2002 eru ætlaðar 853 millj-
ónir kr. úr ríkissjóði til niður-
greiðslna. Auk þess veita orkufyr-
irtækin afslætti þannig að
heildarupphæð þess fjár sem var-
ið er í þessu skyni nemur um ein-
um milljarði króna á ári. Hér er
því um verulegar fjárhæðir að
ræða.“
– Hver hefur umsjón með
framkvæmd laganna?
„Orkustofnun hefur eftirlit með
framkvæmd niðurgreiðslulag-
anna. Þetta er breyting frá því
sem verið hefur því hingað til
hefur dreifiveitum raforku og
kyntum hitaveitum verið falin
framkvæmd niðurgreiðslna á
orku til húshitunar. Áfram verður
niðurgreiðslunum komið til not-
enda með sama hætti og áður, þ.e.
þannig að orkuveiturnar lækka
raforkuverðið til þeirra sem
Orkustofnun úrskurðar að eigi að
njóta þeirra. Á móti koma tilsvar-
andi greiðslur til veitnanna úr
ríkissjóði. Orkustofnun hefur
auglýst eftir starfsmanni til að
sinna þeim nýju verkefnum sem
stofnuninni eru falin í niður-
greiðslulögunum. Við-
komandi mun tilheyra
orkumálasviði Orku-
stofnunar og hafa að-
setur á Akureyri.
Hann mun jafnframt
sinna öðrum verkefnum, einkum
þeim sem tengjast landsbyggð-
inni með einhverjum hætti.“
– Hverjir eiga rétt á niður-
greiðslum samkvæmt nýju lögun-
um?
„Í stórum dráttum má segja að
sömu aðilar og áttu rétt á nið-
urgreiðslu áður eigi þennan rétt
áfram samkvæmt nýju lögunum.
Um er að ræða um 11 þúsund not-
endur. Ekki er heldur verið að
breyta upphæð niðurgreiðslna, en
þær nema nú 2,23 kr. á hverja
kWh á algengasta hitunartaxta.
Þó er ekki niðurgreidd raforka
umfram 50.000 kWh á ári fyrir
hverja íbúð. Meðalniðurgreiðsla
vegna hverrar íbúðar nemur um
90.000 kr. á ári og lætur nærri að
með þessu sé orkureikningurinn
lækkaður um helming.“
– Hvaða nýmæli má helst nefna
í nýju lögunum?
„Nýmæli í lögunum er að hitun
með olíu verður niðurgreidd þar
sem ekki er um aðra kosti að
ræða. Miðað verður við að kostn-
aður við olíuhitun verði svipaður
og við rafhitun. Í þessum tilvikum
verður olíunotkun áætluð út frá
stærð húsnæðis og niðurgreiðsl-
unni komið til notenda með bein-
um greiðslum. Annað nýmæli í
lögunum er að raforka frá smá-
virkjunum og raforka á varma-
dælur verður niðurgreidd að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum.
Eins og áður verður kostnaður
við hitun kirkna og bænahúsa trú-
félaga greiddur niður á sama hátt
og hitun íbúða.“
– Þurfa notendur að sækja sér-
staklega um niðurgreiðslur?
„Já, samkvæmt nýju lögunum
þurfa allir notendur sem vilja
njóta niðurgreiðslna að sækja um
það sérstaklega til Orkustofnunar
á þar til gerðum eyðublöðum.
Hægt er að sækja um á
Netinu á www.os.is/
nidurgreidslur eða fá
eyðublöð hjá Orku-
stofnun. Allir þeir sem
nú njóta niðurgreiðslna
hafa fengið send slík eyðublöð í
pósti og til að tryggja að niður-
greiðslur falli ekki niður þurfti að
sækja um fyrir 8. ágúst sl. Um
90% þeirra sem fengu send eyðu-
blöð hafa sótt um áframhaldandi
niðurgreiðslur og er um 40% um-
sóknanna á rafrænu formi. Áfram
verður tekið á móti umsóknum,
enda eru sífellt nýir notendur að
bætast í hópinn.“
Árni Ragnarsson
Árni Ragnarsson fæddist á
Akureyri 1952. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MA 1972 og prófi í
vélaverkfræði frá Háskóla Ís-
lands 1976. Hann stundaði fram-
haldsnám við Tækniháskólann í
Þrándheimi og lauk doktorsprófi
þaðan 1982. Árni starfaði fyrst
eftir nám við rannsóknastofn-
unina SINTEF í Þrándheimi og
síðar Institutt for Energiteknikk
í Osló. Frá árinu 1987 hefur hann
starfað á Orkustofnun og frá
1997 sem deildarstjóri orkubú-
skapardeildar. Árni er kvæntur
Ásrúnu Guðmundsdóttur leik-
skólasérkennara og eiga þau
fjögur börn.
Orkustofnun
sér nú um nið-
urgreiðslur
HREFNAN sem undanfarna daga hefur haldið sig inni í
Hornafirði strandaði miðja vegu milli Skarðsins og
Dynjanda. Þegar að var komið var hrefnan nýdauð og
hófu menn þegar að skera hana. Hvalskurðarmenn
höfðu á að giska 1,2 tonn af dýrindis kjöti upp úr krafs-
inu og stendur öllum til boða að næla sér í bita. Kjötið
er geymt heima í Sauðanesi en hrefnan var skorin þar
skammt hjá. Þetta var fullorðin hrefna, átta metra löng
og kálffull. Kálfurinn reyndist vera 120 til 140 cm lang-
ur og vó 40 kg. Kálfurinn var strax settur í frost en
Hvalasafnið á Húsavík hefur falast eftir honum. Kálf-
urinn verður því til sýnis á safninu á næstunni.
Ljósmynd/Borgar Antonsson
Hrefna strandaði og drapst