Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ TUGIR heimila í Hafnarfirði hýstu í síðustu viku þýska blásturshljóð- færaleikara auk annars heim- ilisfólks. Þeir sem hafa átt leið um bókasafnið, íþróttahús, skóla eða aðrar stofnanir í bænum þessa daga hafa hugsanlega rekist á einhvern þessara gesta en um er að ræða 43 manna lúðrasveit frá bænum Linn- ich í Þýskalandi sem kom til lands- ins sunnudaginn 18. ágúst og fór á sunnudaginn var. Upphaf þessarar heimsóknar má rekja til þess að Lúðrasveit Tónlist- arskólans í Hafnarfirði (LTH) lagði land undir fót í fyrra og heimsótti meðal annars Linnich þar sem hún lék með þessari hljómsveit, sem heitir Jugendblasorchester Over- bach. Hljómsveitin er að mestu skipuð menntaskólakrökkum en skólinn sem hún tilheyrir leggur sérstaklega áherslu á tónlist í sínu skólastarfi. Með heimsókninni nú voru þýsku krakkarnir að endur- gjalda heimsóknina frá í fyrra. „Stjórnandinn þar vildi endilega að sveitin kæmi hingað og þá sótt- um við um styrk til Ungs fólks í Evrópu og fengum hann,“ segir Úlf- hildur Grímsdóttir, formaður for- eldrafélags LTH, þegar hún og tveir krakkar úr þýsku lúðrasveit- inni gefa sér tíma til spjalls við blaðamann frá annars vel skipu- lagðri dagskrá á meðan á heim- sókninni stendur. Úlfhildur bætir því við að þetta sé í fyrsta sinn sem þessi styrkur sé veittur til foreldra- félags í þessum tilgangi. Þá hafi Hafnarfjarðarbær og ýmsir aðilar hafi styrkt þau með ýmsum hætti sem sé ómetanlegt. Erfitt að fá krakkana í rúmið Hún segir heimsókn krakkanna vissulega setja mikinn svip á bæinn. „Við útbjuggum tónlistartengdan ratleik þar sem þau fóru í stofnanir í Hafnarfirði, skrifstofur, bókasafn- ið, íþróttahús, skólana og alls konar byggingar þannig að þau voru úti um allan bæ og þessi hópur er mjög sýnilegur. Síðan spiluðu þau í Hafn- arborg, í sundlauginni og á fleiri stöðum.“ Má þar nefna Sólheima í Grímsnesi og síðasta dag heimsókn- arinnar voru haldnir tónleikar í Víðisstaðakirkju. Allir þýsku hljóðfæraleikararnir gistu inni á heimilum krakka úr LTH og Úlfhildur segir sambúðina hafa gengið mjög vel. „Það er helst að það sé erfitt að fá þau í rúmið. Þau vilja ekki fara að sofa heldur vaka frameftir og spjalla.“ Hún seg- ir tjáskiptin fara að mestu fram á ensku en þó geti sumir af íslensku krökkunum brugðið fyrir sig þýsku. Eins og í þorpinu heima Stephanie Büttgen og Michael Dahmen leika bæði í þýsku lúðra- sveitinni og segjast yfir sig hrifin af landi og þjóð. „Ég hef farið í nokkr- ar ferðir með hljómsveitinni og þetta er frábær ferð – gæti verið sú besta sem ég hef farið í,“ segir Michael. „Við höfum öll þá tilfinn- ingu að við séum búin að eignast nýja vini hér á Íslandi og við erum mjög undrandi á því hversu ólík löndin eru. Til dæmis eru 18 millj- ónir íbúa í Þýskalandi en allir virð- ist þekkja alla á Íslandi. Þetta er eins og í þorpinu okkar heima og það er mjög indælt.“ Stephanie er líka ánægð með að búa heima hjá íslensku krökkunum og segir það ekki koma að sök þótt þeir séu almennt svolítið yngri en þýsku krakkarnir. „Við höfum setið á kvöldin og talað um það sem er ólíkt með löndunum tveimur og mismunandi lífsstíl fólksins,“ segir hún. Þau segja íslenskt landslag hafa komið sér á óvart og það hvað sund er mikið iðkað hérna. „Ég fer aldrei í sund heima en hér er ég alltaf í vatni,“ segir Michael og hlær. Þau hafa þó ekki fengið nóg af buslinu og hlakka mikið til heimsóknar í Bláa lónið sem stendur fyrir dyrum skömmu eftir að viðtalið er tekið. Morgunblaðið/Arnaldur Lúðrasveitirnar spiluðu meðal annars fyrir forseta Íslands á Bessastöðum meðan á heimsókninni stóð. Þarna má sjá Ólaf Ragnar Grímsson forseta, Fritz Oidtmann, glergerðarmann frá Linnich, en hann hefur haldið sam- bandi við Ísland síðastliðin 50 ár og kaþólska prestinn Pater Karduck sem stjórnar þýsku lúðrasveitinni. Þýskir tónar um allan bæ Hafnarfjörður Morgunblaðið/Arnaldur Stephanie, Úlfhildur og Michael voru hæstánægð með heimsóknina. KÓPAVOGSBÆR hefur áskilið sér rétt til að krefja Vegagerðina um allan kostnað við hljóðvarnarað- gerðir við Hafnarfjarðarveg og Nýbýlaveg þar sem þessir vegir liggja um eldri hverfi og umferð- arhávaði er yfir viðmiðunarmörk- um. Vegagerðin fellst ekki á þá skoðun bæjaryfirvalda að slíkar að- gerðir séu á ábyrgð og kostnað Vegagerðarinnar. Bæjaryfirvöld hafa sent Vega- gerðinni bréf þar sem tíundað er að bæjarráð hafi samþykkt fram- kvæmdaáætlun um aðgerðir vegna umferðarhávaða og umferðarör- yggis. Kemur fram að frá árinu 1993 hafi átt sér stað viðræður við Vegagerðina um hljóðvarnarvegg við Ásbraut 3-21 vegna hávaða frá Hafnarfjarðarvegi en til þessa hafi Vegagerðin ekki fallist á að slíkar aðgerðir væru á ábyrgð og kostnað Vegagerðarinnar. Þá segir að hluti af fyrirhuguð- um aðgerðum sé vegna þjóðvega í eldri hverfum, nánar tiltekið við Hafnarfjarðarveg og Nýbýlaveg. Vegna sífjölgandi og ítrekaðra er- inda íbúa þar verði ekki lengur beðið með þessar aðgerðir og því hafi framkvæmdaáætlunin verið samþykkt. Er í bréfinu áskilinn réttur til að krefja Vegagerðina um allan kostnað við aðgerðir við þessa vegi þar sem þeir liggja um eldri hverfi og umferðarhávaði er yfir viðmiðunarmörkum. Kemur fram að framkvæmdir ársins 2002 séu um það bil að hefj- ast og af þeim séu tvær fram- kvæmdir í nágrenni Hafnarfjarð- arvegar sem uppfylla ofangreind skilyrði. Er þar um að ræða fram- kvæmdir við Hlíðarhvamm 1-9 og Helgubraut 2-10 en fleiri fram- kvæmdir eru áætlaðar á næstu ár- um. Þörfin breytist Að sögn Sigurðar Geirdal bæj- arstjóra eru stöðugt gerðar auknar kröfur um hljóðvarnaraðgerðir. Bærinn telji að sumar af fyrirhug- uðum aðgerðum tilheyri Vegagerð- inni sem á móti bendi á að þessar kröfur hafi ekki verið gerðar þegar vegirnir voru lagðir. „Það voru allt önnur viðhorf og sjónarmið á sín- um tíma og líka allt annað umferð- armagn á þessum vegum þannig að þó að allir hafi staðið rétt að sínu á þeim tíma þá breytist þörfin. Með þessu erum við að reyna að halda í okkar ýtrasta rétt og fara fram á að þeir taki þátt í þessu þar sem við teljum að svo eigi ótvírætt að vera.“ Ágreiningur um kostnað við hljóð- varnaraðgerðir Kópavogur STEFNT er að því að koma fyrir áhorfendapöllum í Íþróttamiðstöðinni að Varmá á næstu mánuðum. Þetta segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Fjögur ár eru síðan Íþrótta- miðstöðin var tekin í notkun en vegna pallaleysisins hefur Aft- urelding ekki nýtt sér húsið þegar það spilar heimaleiki sína heldur leikið þá í gamla íþrótta- húsinu. Aðrar framkvæmdir bíði fram á vorið Að sögn Ragnheiðar hefur málið verið til umræðu innan bæjarkerfisins að undanförnu. „Ég á von á að íþrótta- og tóm- stundanefnd leggi til við bæj- arráð að gengið verði í það að bekkir komi í íþróttahúsið nú í vetur. Það eru 3,5 milljónir eyrnamerktar íþróttamiðstöð- inni vegna þessa en það hrekk- ur skammt þannig að þetta verður tilfærsla verkefna hjá íþróttamiðstöðinni til þess að hægt sé að hrinda þessu í fram- kvæmd á haustdögum. Það verður þá gegn því að aðrar framkvæmdir bíði fram á vor- ið.“ Aðspurð um það hvenær vænta megi að áhorfendabekk- irnir verði komnir í gagnið seg- ir hún: „Ég vænti þess að okkar menn geti spilað í nýja salnum með nýja áhorfendabekki alla vega um áramótin 2002/2003.“ Vænta má ákvarðana er varða pallana á næsta fundi íþrótta- og tómstundanefndar Mosfells- bæjar en hann verður haldinn í næstu viku. Íþróttamiðstöðin að Varmá Áhorfenda- pallar komi fyrir áramót Mosfellsbær UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að láta móta heildstæða stefnu varðandi slátt og upprætingu lúpínu í borg- arlandinu. Er áætlað að byrjað verði að framfylgja áætluninni frá og með næsta vori. Hópur íbúa við Klapparberg, Lágaberg og Neðstaberg í Breið- holti rituðu í sumar borgaryfirvöld- um bréf þar sem lýst var miklum áhyggum af síaukinni útbreiðslu lúp- ínu í mólendinu neðan við byggðina og meðafram Elliðaánum. Er á það bent að í dalnum vaxi 160 tegundir plantna en þar sem lúpínan fari um gróið land hafi reynslan sýnt að plöntutegundum fækki mjög og lúp- ínan verði nær einráð. Óska íbúarnir eftir því að hafist verði handa við að slá lúpínuna sem allra fyrst og að slegið verði árlega hér eftir þar sem nýjar plöntur vaxi upp af fræjum þeirra gömlu. Ríka ástæðu þarf til að setja fjármuni í slátt Í umsögn deildarstjóra garð- yrkjudeildar segir að greinileg merki séu um að lúpínan á höfuð- borgarsvæðinu byrji að hopa eftir tíu ár. Á flestum þeirra svæða sem lúpínan vex hafi verið plantað trjá- gróðri sem muni gjörbreyta ásýnd lands umhverfis borgina á næstu ár- um og áratugum. „Í lengra tímasam- hengi mun lúpínan einungis verða tiltölulega skammvinnt millistig,“ segir í bréfinu. Kemur fram að sláttur í borgar- landinu sé að mestu inntur af Gatna- málastofu og sláttur á lúpínu þurfi að eiga sér stað þegar mestur þungi sé í öðru viðhaldi. „Viðhald er nú þegar undirmannað og verði ekki aukið við mannskap verður lúpínu- slætti ekki bætt við án þess að annað sitji á hakanum... Í ljósi þess að trjá- gróðri hefur víðast hvar verið plant- að og lúpínan gefur eftir á 10-20 ár- um þarf að mati undirritaðs að vera rík ástæða til að setja fjármuni í slátt.“ Í bréfi sínu segir deildarstjórinn þó auðvelt að réttlæta slátt í nátt- úruvættinu í Laugarási og sömuleið- is mætti nefna Rauðhólana „sem lík- lega yrði ekki sátt um að kaffærðust í lúpínu þótt þeir séu raskað svæði af mannavöldum.“ Í samþykkt umhverfis- og heil- brigðisnefndar er deildarstjóranum falið að móta heildstæða stefnu í þeim málum sem varða slátt og upp- rætingu lúpínu. „Mótuð verði stefna um það hvort og þá hvar slá eigi lúp- ínur í borgarlandinu og eftir henni verði farið árlega frá og með vorinu 2003,“ segir í samþykktinni. Stefna mótuð um lúpínuslátt Morgunblaðið/ RAX Lúpínan á höfuðborgarsvæðinu byrjar að hopa eftir tíu ár að því er seg- ir í umsögn deildarstjóra garðyrkjudeildar borgarinnar. Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.