Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Árni Sæberg Hreinar vaxtatekjur Íbúðalánasjóðs námu 1.087 milljónum króna. HAGNAÐUR Íbúðalánasjóðs á fyrstu sex mánuðum þesssa árs nam 906 milljónum króna. Á öllu árinu 2001 var 373 milljóna króna tap af rekstri sjóðsins. Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að þróun gengismála hafi mest að segja um bætta afkomu sjóðsins en hann er með tæplega 3.000 millj- ónir króna í skuldum sem bundnar eru þróun evrunnar hverju sinni. Á árinu 2001 var sjóðurinn með um 613 milljóna króna gengistap en á fyrri helmingi þessa árs er gengishagn- aður upp á 269 milljónir. Þá eru vaxtagjöld lægra hlutfall af vaxta- tekjum fyrstu sex mánuði yfirstand- andi árs en í fyrra, eða um 92,7% af vaxtatekjum miðað við mitt yfir- standandi ár en 97,8% í fyrra. Í tilkynningunni segir að annar rekstrarkostnaður og aðrar rekstr- artekjur séu nokkurn veginn á áætl- un. Hagnaður Íbúðalána- sjóðs 906 milljónir Morgunblaðið/Ásdís Stefnt er að því að allt rými Smáralindar verði komið í útleigu á næsta ári. HAGNAÐUR Smáralindar ehf. fyrstu 6 mánuði þessa árs nam 317 milljónum króna. Þetta er fyrsta 6 mánaða uppgjör félagsins en rekst- ur þess hófst 10. október 2001. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 261 millj- ón króna á fyrstu 6 mánuðum þessa árs. Veltufé frá rekstri á tímabilinu nam 13 milljónum króna. og 85 milljónum að teknu tilliti til gjald- færðra vaxta af víkjandi láni frá móðurfélagi félagsins. Í lok tíma- bilsins var eiginfjárhlutfallið rúm- lega 32% að teknu tilliti til víkjandi láns frá móðurfélaginu. Heildar- tekjur á tímabilinu námu 537 millj- ónum, þar af námu leigutekjur 420 milljónum króna. Rekstrargjöld án afskrifta á tímabilinu voru 276 millj- ónir króna en afskriftir námu 160 milljónum. Fjármagnsliðir voru já- kvæðir um 281 milljón. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að í lok júní voru 3.244 m² óleigðir í verslunarmið- stöðinni eða um 8,3% af heildar- leigurými hússins. Veginn meðallíf- tími leigusamninga félagsins er um 11 ár. Heildareignir í lok tímabilsins námu 10.806 milljónum, þar af nam bókfært verð verslunarmiðstöðvar- innar Smáralindar 10.285 milljónum króna. Eigið fé 30. júní sl. var 2.043 milljónir og víkjandi lán frá móð- urfélaginu nam 1.427 milljónum króna. Í lok tímabilsins námu heild- arskuldir án víkjandi láns frá móð- urfélaginu 7.336 milljónum, þar af voru langtímaskuldir 5.858 milljónir króna. „Í lok maí sl. var gengið frá samkomulagi við Ístak hf. um loka- uppgjör á verksamningi um bygg- ingu verslunarmiðstöðvarinnar. Kostnaður vegna uppgjörsins hefur verið færður til eignar sem stofn- kostnaður í reikningum félagsins 30. júní sl. og á móti sem skamm- tímaskuldir, en unnið er að því að ganga frá uppgjöri og fjármögnun þessa kostnaðar sem verður að stærstum hluta fjármagnaður af móðurfélagi Smáralindar ehf. Þessi staða skýrir að mestu leyti lágt veltufjárhlutfall félagsins í lok tíma- bilsins,“ að því er segir í tilkynn- ingu. Áætlað að í árslok verði 95–97% Smáralindar í útleigu Frá opnun Smáralindar hefur fé- lagið gert 8 nýja leigusamninga um leigu á rúmlega 2.100 m². Félagið á nú í viðræðum við nokkra aðila um gerð leigusamninga og er áætlað að í árslok verði búið að leiga um 95– 97% af heildarleigurými verslunar- miðstöðvarinnar og að hún nái fullri útleigu á árinu 2003, að því er fram kemur í tilkynningunni. Hagnaður Smáralindar 317 milljónir VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Sjóvá-Almennra trygginga hf. nam 253 milljónum króna á fyrri hluta ársins en var 350 milljónir króna á sama tíma í fyrra og hefur því minnkað um tæp 28%. Rekstur móðurfélagsins er tekinn fyrir í töflu þar sem ekki var gert samstæðuuppgjör á síðasta ári og tölur er varða samstæðuna því ekki samanburðarhæfar við síðasta ár. Samstæðan inniheldur einnig Sameinaða líftryggingarfélagið hf. en Sjóvá-Almennar hf. jók hlut sinn í félaginu úr 25% í 60% sl. vor. Bókfærð iðgjöld skaðatrygginga félagsins námu 5.204 milljónum króna en bókfærð iðgjöld líftrygg- inga 544 milljónum króna. Bókfærð tjón skaðatrygginga voru 2.758 milljónir króna en bókfærðar líf- tryggingabætur 141 milljón króna. Hreinn rekstrarkostnaður vegna skaðatryggingarekstrar var 590 milljónir króna og vegna líftrygg- ingarekstrar 188 milljónir króna. Fjárfestingartekjur yfirfærðar á vátryggingarekstur voru 315 millj- ónir króna og að teknu tilliti til þeirra var 123 milljóna króna tap af fjármálarekstri á fyrri hluta ársins. Fjárfestingartekjur hafa því lækkað verulega miðað við sama tímabil fyrra árs og veldur því eink- um styrking krónunnar og minni verðbólga, segir í tilkynningu frá félaginu. Langtímafjárfesting fé- lagsins í dótturfélögum leiðir einnig til tímabundinnar lækkunar á vaxtaberandi eignum. Viðunandi afkoma Í heildina litið er afkoman við- unandi að mati stjórnenda. Áhrif dótturfélagsins, Samlífs, á afkom- una eru neikvæð um 67 milljónir króna á tímabilinu. Hagnaður af vá- tryggingarekstri eykst á milli ára en brýnt er að þessi þáttur starf- seminnar sé rekinn með góðum hagnaði, segir í tilkynningu. Fram kemur að afkoma eignatrygginga batnar nokkuð á fyrstu sex mán- uðunum og að á sama tíma valdi það nokkrum áhyggjum hve slæm afkoma er af almennum ábyrgðar- tryggingum. Á síðasta aðalfundi fé- lagsins kom fram að áætlanir gerðu ráð fyrir að afkoma þess á árinu 2002 yrði áþekk eða nokkru betri en á síðastliðnu ári. Ekkert hefur komið fram sem gefur tilefni til breytinga á þeim áætlunum gagn- vart móðurfélagi og samstæðu. Verðleiðréttingum er ekki beitt í uppgjörinu nú eins og gert var í fyrra. Í árshlutareikningnum kem- ur fram að 210 milljónir voru færð- ar sem tekjur vegna verðlagsbreyt- inga á fyrri hluta síðasta árs. Hefði þeim verið sleppt hefði hagnaður síðasta árs numið 140 milljónum króna.                                                                   !       " !       #$ !     %   &  '&   ()  &                *+*, -./ 0,/1* 01-2 023+   / 24*    232,3 2/21+ 4*.3  2/*/ 3-- 23536 23536      ! ! " ! " "  !          #  $ %  $ %  $ %      #              #   Minni hagnað- ur hjá Sjóvá- Almennum LÍF hf., áður Lyfjaverslun Íslands hf., hagnaðist um 177 milljónir króna á fyrstu mánuðum þessa árs. Á sama tíma í fyrra var tap félags- ins 32 milljónir. Tekjur tímabilsins á þessu ári námu um 3,3 milljörð- um króna, sem er um 6% aukning frá sama tímabili árið 2001. Í til- kynningu frá félaginu segir að reiknað sé með að tekjur ársins í heild verði um 6,8 milljarðar og tekjuaukningin um 9% frá fyrra ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsgjöld (EBITDA) nam 133 milljónum króna á tímabilinu. Af- skriftir félagsins aukast frá sama tímabili árið 2001 úr 52 milljónum króna í 92 milljónir vegna aukinna afskrifta á viðskiptavild er stafar af kaupum félagsins á A. Karlssyni hf. og Thorarensen-Lyfjum hf. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 171 milljón og segir í tilkynning- unni að það stafi af styrkingu ís- lensku krónunnar. Eigið fé félagsins 30. júní 2002 nam 1.307 milljónum króna en var í ársbyrjun 1.181 milljón. Eiginfjár- hlutfall var 27,3% í lok tímabilsins en 24,7% í upphafi árs. Veltufé frá rekstri nam 216 milljónum. Verðleiðréttum reikningsskilum var hætt frá og með ársbyrjun 2002. Ef þeim hefði verið beitt hefði hagnaður félagsins á fyrri helmingi þessa árs orðið 12 millj- ónum króna hærri og eigið fé 27 milljónum króna hærra, að því er segir í tilkynningu félagsins. Líf hf. hagnast um 177 milljónir Krónan veikt- ist um 0,5% KRÓNAN veiktist um 0,5% í við- skiptum á millibankamarkaði í gær. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- stýringu Kaupþings námu viðskipti gærdagsins um fjórum og hálfum milljarði króna. Krónan veiktist strax í upphafi viðskipta í gær og varð veikingin mest 0,92%. Gengisvísitala krónunn- ar endaði í 128,60 stigum í gær. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Afkoma Skríns batnar REKSTUR tölvufyrirtækisins Skríns á Akureyri skilaði 500 þúsund króna hagnaði á fyrri hluta ársins. Á sama tímabili í fyrra var tap félags- ins um 16 milljónir króna. Rekstrartekjur Skríns námu 41 milljón króna á fyrstu sex mánðum ársins og veltufé frá rekstri nam 4 milljónum króna. Eigið fé félagsins í júnílok var 23 milljónir króna, eig- infjárhlutfall var 59% og veltufjár- hlutfall var 0,91. Fyrirtækið er í eigu Skýrr, Fram- takssjóðs Landsbankans, Útgerðar- félags Akureyringa hf., Elements hf. og fjárfestingarfélagsins Tækifæris. Íslensk verðbréf með hagnað HAGNAÐUR Íslenskra verðbréfa hf. á fyrstu 6 mánuðum ársins 2002 nam 4 milljónum króna eftir skatta en á sama tímabili árið 2001 var 87 milljóna króna tap. Hreinar rekstr- artekjur félagsins námu 71.812.231 og rekstrargjöld 67.188.124. Eignir félagsins í lok tímabilsins voru 1.165 milljónir króna en höfðu verið 1.127 milljónir í lok tímabilsins árið áður. Eigið fé félagsins í lok júní 2002 nam 117 milljónum króna. Eig- infjárhlutfall félagsins er í lok tíma- bilsins 31,6%.  2+35- 2+454 22+5. 2/+ 24+ 2,+ 2++ 3+ /+ 4+           78 99  9 8 8 7  : ; <  9 88 VÆNTINGAVÍSITALA Gallups hækkaði um 4,1% á milli mánaðanna júlí og ágúst og mælist 108,7 stig í ágúst eftir að hafa lækkað næstu tvo mánuði þar á undan. Vísitalan er nú tæpum 27 stigum hærri en á sama tíma í fyrra. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um rúm 34 stig. Væntingavísitala Gallups mælir tiltrú og væntingar fólks til efna- hagslífsins, atvinnuástandsins og heildartekna heimilisins. Vísitalan getur tekið gildi á bilinu 0 til 200. Ef jafn margir eru jákvæðir og nei- kvæðir hefur vísitalan gildið 100. Séu fleiri jákvæðir er vísitalan yfir 100 stigum en undir 100 stigum séu fleiri neikvæðir en jákvæðir. Væntinga- vísitala Gall- ups hækkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.