Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 18
ERLENT
18 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DICK Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, rétt-
lætti í fyrradag með kröftugri hætti en áður þá
stefnu Bandaríkjastjórnar, að rétt sé koma
Saddam Hussein, forseta Íraks, frá með beinum
hernaðarafskiptum. Er litið á ræðuna sem svar
við þeirri gagnrýni, sem komið hefur fram í
Bandaríkjunum að undanförnu á fyrirætlanir
um árás á Írak.
Cheney sagði á fundi með uppgjafahermönn-
um, að hættulegast af öllu væri að hafast ekkert
að og bíða þess, að Saddam Hussein kæmist yfir
kjarnavopn. Sagði hann, að Bandaríkjastjórn
myndi áfram hafa náið samráð við bandamenn
sína en lagði áherslu á, að hún liti á það sem sið-
ferðilega skyldu sína að bægja burt írösku hætt-
unni og það heldur fyrr en seinna.
„Við getum ekki leyft okkur að líta undan og
láta sem ekkert sé. Við getum ekki bara vonað
það besta og látið öðrum eftir að leysa vand-
ann,“ sagði Cheney.
Áhrifamiklir gagnrýnendur
Undanfarnar vikur hafa margir, jafnt repú-
blikanar sem demókratar, gagnrýnt þá stefnu
stjórnarinnar að standa jafnvel ein að hernaðar-
aðgerðum gegn Írak. Um síðustu helgi bættist
James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra í
stjórn George Bush eldra, í gagnrýnendahópinn
en hann sagði, að þótt það væri líklega auðvelt
að sigra Íraka á vígvellinum, væri það of
áhættusamt fyrir Bandaríkjamenn að ráðast í
það einir.
„Ef við komum nýrri stjórn á laggirnar í Írak,
verðum við að hafa þar herlið. Kostnaðurinn við
það, stjórnmálalegur, efnahagslegur og jafnvel í
mannslífum, gæti orðið mjög hár,“ sagði Baker í
grein, sem birtist í New York Times.
Aðrir þungavigtarmenn í Repúblikanaflokkn-
um, Brent Scowcroft, fyrrverandi öryggisráð-
gjafi, Lawrence Eagleburger, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, öldungadeildarþingmaðurinn
Chuck Hagel og fulltrúadeildarþingmaðurinn
Dick Armey, hafa tekið í sama streng og þeir
segjast óttast, að árás á Írak myndi verða til að
kynda undir hatri á Bandaríkjamönnum í Mið-
austurlöndum.
Cheney svaraði þessari gagnrýni í ræðu sinni
og sagði, að röksemdirnar væru rangar. Ef
Saddam Hussein yrði leyft að koma sér upp
kjarnavopnum, yrði síðar erfitt að mynda breið-
fylkingu gegn honum. Þá gaf hann lítið fyrir
ótta manna við viðbrögðin í Miðausturlöndum.
Sagði hann, að yrði Saddam velt úr sessi, myndi
íraskur almenningur fagna því eins og íbúar í
Kabúl hefðu fagnað bandarísku hermönnunum.
„Öfgamennirnir í þessum heimshluta yrðu að
endurskoða áætlanir sínar um heilagt stríð, hóf-
samir menn myndu fagna og líkur á lausn í deil-
um Ísraela og Palestínumanna myndu aukast,“
sagði Cheney.
Ræða Cheneys kemur í kjölfar frétta um, að
lögfræðingur Hvíta hússins telji George W.
Bush forseta ekki þurfa samþykki þingsins fyrir
árás á Írak. Talsmenn forsetans leggja þó
áherslu á, að hann muni hafa þingið með í ráð-
um.
Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, benti
hins vegar á, að Cheney hefði ræðu sinni ekki
verið að „réttlæta árás, heldur þá kenningu, að
árás sé réttlætanleg“. Á því væri mikill munur
sagði hann.
„Skynsamlegt“
Viðbrögð við ræðu Cheneys hafa ekki verið
mikil enn en Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði í gær, að það væri „skynsam-
legt“ af Bandaríkjastjórn að halda opnum þeim
möguleika að ráðast á Írak. Sagði hann, að
breska stjórnin útilokaði ekki slíka árás og það
ættu aðrir ekki að gera.
Utanríkisráðherra Qatars sagði í fyrradag, að
stjórn sín væri andvíg árás á Írak og Hosni
Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í gær, að
öll arabaríkin væru á móti hugsanlegum hern-
aðaraðgerðum.
Varaforseti Bandaríkjanna hafnar gagnrýni á stefnuna í Íraksmálum
Segir aðgerðaleysið
hættulegast af öllu
AP
Dick Cheney er hann flutti ræðu sína á fundi
uppgjafahermanna í Washington í fyrradag.
Dick Cheney segir
ekki unnt að bíða eftir
að Saddam Hussein
komist yfir kjarnavopn
Washington. AFP.
LIÐSMENN al-Qaeda hryðjuverka-
samtakanna eru enn að störfum í
Bandaríkjunum og leggja nú á ráðin
um frekari hryðjuverkaárásir þar í
landi. Þetta er mat Tom Ridge, yf-
irmanns heimavarna í Bandaríkjun-
um, en hann telur að augljósir veik-
leikar séu enn í öryggiskerfi landsins,
sem hryðjuverkahópar geti nýtt sér.
Ridge, sem gegnir nú embætti sem
komið var á fót eftir árásirnar á
Bandaríkin 11. september sl., sagðist
í samtali við BBC t.a.m. hafa áhyggj-
ur af efnavopnaárásum en kvaðst
engu að síður telja að Bandaríkin
væru mun öruggari staður nú en fyrir
árásirnar í fyrra. Tók hann dæmi af
því að búið væri að efla öryggi í flugi
til muna.
Gætu hafa smyglað efnavopnum
til Bandaríkjanna
Ridge benti á að lögregluyfirvöld í
Bandaríkjunum hefðu komið í veg
fyrir nokkrar fyrirhugaðar árásir, en
vildi ekki greina frá hvar slíkar árásir
hefðu átt að eiga sér stað. Hann við-
urkenndi hins vegar að fleiri hryðju-
verkaárásir væru óumflýjanlegar.
„Í ljósi þess að 19 manns héldu inn í
landið til þess að skipuleggja árásirn-
ar 11. september mörgum mánuðum
fyrr, ef ekki árum, er fífldirfska að
ætla að ekki séu fleiri hryðjuverka-
menn sem bíði þess að láta til skarar
skríða,“ sagði hann.
Ridge taldi það ólíklegt að hryðju-
verkamenn myndu beina sjónum sín-
um aftur að flugvöllum þar sem
ákveðið hefur verið að skanna allan
farangur frá og með næstu áramót-
um. Hins vegar sagðist hann telja
hugsanlegt að hryðjuverkamenn
gætu smyglað sýkla- eða efnavopnum
til Bandaríkjanna um hafnir landsins.
Ridge reikn-
ar með frek-
ari árásum
Segir al-Qaeda
enn að störfum í
Bandaríkjunum
London. AFP.
DÓMARI í Detroit í Bandaríkj-
unum sýknaði á mánudaginn
mann sem hafði verið fundinn
sekur um að nauðga og myrða
táningsstúlku á níunda áratugn-
um. Hafði maðurinn játað á sig
glæpinn, en athugun á erfðaefni
(DNA) sýndi fram á að hann gæti
ekki verið morðinginn. Þegar
maðurinn, Eddie Joe Lloyd,
heyrði sýknuúrskurðinn eftir að
hafa setið 17 ár í fangelsi, teygði
hann fram hendurnar og sagði
innilega: „Þakka þér fyrir.“
Nokkru seinna sagði hann:
„Mig langar til að hlaupa fimmtíu-
eða hundraðmetrana með barna-
börnunum mínum.“ Lloyd var á
geðsjúkrahúsi og á lyfjum þegar
lögregla sagði hann hafa játað á
sig að hafa nauðgað og myrt 16
ára stúlku, Michelle Jackson,
1984.
DNA-próf, sem gert var nýver-
ið, leiddi í ljós sakleysi Lloyds og
bæði lögregla og saksóknari í
Detroit fóru þess á leit við dóm-
ara, Leonard Townsend, að Lloyd
yrði leystur úr fangelsi. Hefur
málið rennt stoðum undir mál-
flutning þeirra sem vilja að að-
ferðir lögreglunnar í Detroit verði
athugaðar.
Það var Townsend sem á sínum
tíma dæmdi Lloyd í lífstíðarfang-
elsi fyrir morðið á Jackson. Um
leið og Townsend ógilti dóminn
yfir Lloyd á mánudaginn skellti
hann skuldinni að nokkru leyti á
Lloyd sjálfan fyrir að hann skyldi
ranglega sakfelldur. „Jafnvel þótt
hann kunni að hafa logið til um
gjörðir sínar er að nokkru leyti
við hann sjálfan að sakast,“ sagði
Townsend. „Ég heyrði þennan
herramann aldrei segja að hann
hefði ekki framið verknaðinn.“
Lloyd er 110. maðurinn í
Bandaríkjunum sem er sýknaður
á grundvelli DNA-prófs, sam-
kvæmt upplýsingum samtakanna
Sakleysi (Innocence Project), sem
beita sér fyrir því að erfðapróf
séu notuð til að fá fram sönn-
unargögn er komið geti að gagni
fyrir þá sem sitja saklausir á bak
við lás og slá.
AP
Eddie Joe Lloyd faðmar bróður sinn á fréttamannafundi í Detroit í
Bandaríkjunum eftir að Lloyd var látinn laus úr fangelsi.
Saklaus maður sat sautján ár í fangelsi
Sýknaður á grund-
velli DNA-prófs
Detroit. AP.
FORSETI Rússlands, Vladímír
Pútín, vill að hægt verði að
ferðast á milli landsins og aðild-
arríkja Evrópusambandsins
(ESB) án þess að sýna vegabréf.
Telur hann að þannig verði
hægt að leysa deiluna um sam-
göngur við Kaliningrad-héraðið
rússneska sem er við Eystrasalt
en á milli þess og hins eiginlega
Rússlands er litháskt og pólskt
land.
Hugmyndir Pútíns komu
fram í bréfi sem hann sendi leið-
togum ESB-ríkjanna um Kalin-
ingrad-málið og þar leggur hann
áherslu á mikilvægi málsins fyr-
ir framtíðarsamskipti Rússa við
ESB. „Ef hægt er að ná samn-
ingum fljótt um þetta mál myndi
það ýta undir aukin samskipti
Rússlands og ESB og lyfta þeim
á nýtt stig,“ sagði Pútín.
Samningar nauðsynlegir
vegna stækkunar ESB
Rússar tóku héraðið af Þjóð-
verjum í lok seinni heimsstyrj-
aldar. Gert er ráð fyrir að Lithá-
en og Pólland gangi í ESB á
næstu árum og því ljóst að
semja þarf um aðgang Rússa að
héraðinu. Embættismenn ESB
hafa lengi haft áhyggjur af ólög-
legum innflutningi fólks frá ríkj-
um Sovétríkjanna gömlu,
smygli á fíkniefnum og umsvif-
um glæpaflokka í austanverðri
álfunni. Er því gengið hart eftir
því að sendiráð aðildarríkjanna
fylgi settum reglum um vega-
bréfsáritun til Rússa sem vilja
ferðast til sambandsríkjanna.
Rússland – ESB
Afnám
vegabréfa-
skyldu?
Moskvu. AP.
HELMUT Schmidt, fyrrverandi
kanslari Vestur-Þýskalands, fékk
hjartaáfall um sl. helgi og var gerð á
honum hjáveitu-
aðgerð á sjúkra-
húsi í Kiel. Er líð-
an hans góð eftir
atvikum, að sögn
talsmanns stofn-
unarinnar.
Schmidt er 83
ára gamall, hann
var leiðtogi flokks
jafnaðarmanna,
SPD og kanslari
1976–1982. Í valdatíð hans varð
Vestur-Þýskaland eitt af mestu efna-
hagsveldum heims og stefn SPD
þokaðist nær miðju. Eftir 1982 hefur
Schmidt búið í heimaborg sinni,
Hamborg, og ritað mikið um alþjóð-
leg efnahagsmál, einkum fyrir viku-
ritið Die Zeit.
Schmidt fékk
hjartaáfall
Kiel. AFP.
Helmut
Schmidt
♦ ♦ ♦