Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 35

Morgunblaðið - 28.08.2002, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 35 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 ;                          - = !.. %* %,'% * (  FF 7 ; &( 7% -  %%(     %  '  7 %   -  %%(   &'& & %  -  %    ( %(  -   -  %%(        " (    "     )                  1/.  #C- ;* &*+ ) G  (+%  " '  "   " (    " "           $               )1>  ,'4 '+$ &*+ 8     ) )   <'   1)    '# *                          )      H!2=!.. 2' ,"#  (; # ' ! #%%(   ! #%%(                                  : < !2=!.. -' 6 8 7'# &*+ 7%$C  6*%%(   $ 7%$C %   - -I%' 6 7%$C %      %%(  1 ,* %2(#%%(  6*%7%$C %%(  6  +(%  - 7%$C %      " (      Elsku Pálmi. Þegar frænka mín hringdi í mig í vinnuna að morgni 2. ágúst og sagðist þurfa að segja mér sorgarfréttir hugs- aði ég: Ooh, þoka og ófært til Eyja. En fréttirnar sem hún færði mér voru miklu verri en það. Stundum er sagt að líf okkar sé ákveðið fyrirfram, áður en við fæð- umst. Þegar við deyjum séum við bú- in að þjóna okkar hlutverki í lífinu. Hlutverk þitt varð ekki langt en engu að síður mikilvægt því ég veit að gleði þín og hlýja er vinum, fjölskyldu og öðrum sem kynntust þér ómetanleg. Ég minnist þín þegar við hittumst síðast, í vikunni fyrir slysið. Þá kíkt- irðu í heimsókn og við spjölluðum saman enda virtist þú hafa nóg um að tala. M.a. hana Sigrúnu litlu frænku þína sem þú elskaðir svo mikið, en þú nefndir hana nær alltaf er við hitt- umst og einhverja perlu sem hafði komið frá henni hverju sinni. Þú tal- aðir líka um lyftingarnar en þær urðu til þess að þú eyddir frekar peningum þínum í fæðubótarefni en skó og varst þar af leiðindi alltaf á inniskónum. Við fórum einnig að tala um áætlanir okk- ar fyrir framtíðina. Við áttum okkur bæði stóra drauma og töluðum um að nám erlendis væri góður kostur. Svo PÁLMI ÞÓRISSON ✝ Pálmi Þórissonfæddist á Akra- nesi 19. febrúar 1979. Hann lést af slysförum 2. ágúst síðastliðinn og var hans minnst í Bú- staðakirkju 23. ágúst. sagðirðu: „Annars veit maður aldrei, maður gæti þess vegna verið kominn með fjölskyldu eftir tvö ár.“ „Já,“ sagði ég, „maður veit aldrei.“ Þessara orða minnist ég sérstaklega núna því maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Í huga mér er mynd af þér þar sem við kvöddumst þetta kvöld. Þú brostir þegar þú gekkst út úr innkeyrsl- unni og samtal okkar endaði á orðunum: „Við sjáumst þá á laugardaginn.“ Hvaða laugardag það verður veit guð einn. Mér barst bréf frá Eygló í Dan- mörku fyrir nokkru og í því var kveðja til þín. Segðu Pálma að Hanni- bal biðji að heilsa honum og segðu honum að hann sé „huggulegur“, en það fólst einhver meiri merking í þessari kveðju en bara þetta orð sem þið skiljið víst bara. Við fráfall þitt eiga margir um sárt að binda en við verðum að trúa því að tíminn lækni öll sár. Fjölskyldu þinni og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín vinkona Eva Björk Axelsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Okkur langar að minnast Pálma, en hann var einn af bestu vinum son- ar okkar, Bjarka Þórs. Þeir hafa einnig verið bekkjar- félagar gegnum m.a. allan grunnskól- ann. Pálmi kom oft hingað á heimilið, stór og myndarlegur strákur, ávallt brosandi og geislandi af hreysti. Virk- aði feiminn í fyrstu, en það bráði fljótt af honum þegar hann fór að spjalla við okkur eða var í félagsskap vina sinna. Pálma virtust vera allir vegir færir, enda greindur og skynsamur og hafði notalega nærveru. Í vinahópi þeirra félaga hefur mikið gengið á, bæði í sorg og gleði. Í aprílmánuði 2000 dundu þau ósköp yfir að tveir fé- lagar og bekkjarbræður þeirra létust með tveggja vikna millibili, þeir Karl Kristinn og Arnar. Blessuð sé minn- ing þeirra. Fráfall þeirra tók mikið á félagana og alla sem til þekktu. Þá var gott, sem endranær, að eiga Pálma að vini. Í fyrravetur, þegar sonur okkar lenti í bílslysi og slasaðist illa var Pálmi ólatur að stytta Bjarka Þór stundirn- ar þegar hann var rúmliggjandi í langan tíma. Þá var horft á vídeó, sagðir brandarar, spjallað og hlegið, en þá hló Pálmi manna hæst og smit- aði út frá sér um allt hús. Þeir hafa einnig átt góðar stundir, m.a. á Beni- dorm, í útilegum, á rúntinum, og eins og háttur ungs fólks er að skemmta sér saman. Minningarathöfnin um Pálma í Bú- staðakirkju síðastliðinn föstudag var einstaklega falleg og vel að henni staðið á allan hátt. Við vottum for- eldrum Pálma, systkinum, mágkonu, Sigrúnu Amínu, trúlega uppáhalds- frænku hans, því hann ljómaði svo fallega þegar á hana var minnst, öf- um, ömmum, vinunum og ættingjum og öllum sem sakna Pálma okkar innilegustu samúð. Guð geymi þig, kæri Pálmi. Ásta, Jón Þór, Rúnar Magni og Hallur Heiðar, Akranesi. Mig langar að segja nokkur orð um ömmu mína sem lést laugar- daginn 17. ágúst eftir erfið veikindi. Ég var staddur úti í á að veiða þeg- ar ég fékk fréttina um að hún væri látin. Þó að búið hafi verið að undirbúa okkur fyrir að hún ætti ekki langt eft- ir er samt alltaf erfitt að fá svona fréttir, en ég veit að henni líður betur núna og ég veit að afi minn sem lést fyrir tæpum þremur árum hefur tekið vel á móti henni. HULDA ÓLAFSDÓTTIR ✝ Hulda Ólafsdótt-ir fæddist að Arnarholti á Kjalar- nesi 3. desember 1928. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 17. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fella- og Hólakirkju 23. ágúst. Mér fannst alltaf að amma væri aldrei söm eftir að afi dó, söknuð- urinn var greinilega mikill. Þegar maður sest niður til að skrifa svona koma upp minningar sem kannski virðast hversdagslegar í augum annarra en eru manni sjálfum mikilsverðar. Ég minnist sérstaklega þess tíma sem amma og afi bjuggu á Njálsgöt- unni, ég var bara smá- gutti og gisti oft hjá þeim þar. Ferðirnar sem ég var send- ur upp á horn í mjólkurbúðina að kaupa skyr í bréfi eftir þyngd, það er eftirminnilegt og eftirsjá að þeim búðum. Einnig minnist ég þess að hafa skotist út í sjoppu og keypt Pall- mall-sígarettur í stykkjatali fyrir hana. Þegar ég skrifa þetta finnst mér ég vera kominn niður á Njáls- götu og ég get fundið bónlyktina í stigahúsinu eftir að hún var búin að bóna vínildúkinn. Amma hafði alltaf áhyggjur af því að maður borðaði ekki nóg og ef hún spurði hvort maður vildi meira og því var neitað setti hún samt meira á diskinn svo maður þurfti þá bara að gjöra svo vel að klára. Amma var mjög barngóð og mundi alltaf eftir barnabörnunum og passaði alltaf að eiga eitthvað handa þeim er þau komu í heimsókn. Mig langar einnig að minnast að- eins afa míns, en amma var honum mjög kær. Það er víst afa að þakka að ég drekk kaffi en hann var víst vanur að gefa mér kaffi og kringlu nánast áður en ég byrjaði að ganga. Afi hafði alveg ótrúlegt aðdráttarafl á börnin okkar, þau hændust svo að honum. Jæja, ég gæti svo sem skrifað í alla nótt, en orð eru eitt en minningin ann- að og hana mun ég alltaf geyma. Eitt er ég alveg viss um, að það hafa orðið fagnaðarfundir þegar afi tók á móti ömmu hinum megin og ekki kæmi mér á óvart að hann hafi sungið fyrir hana Þú ert yndið mitt yngsta og besta eins og hann gerði svo oft á þorrablóti fjölskyldunnar. Ég mun alltaf minnast ykkar. Kveðja. Garðar Ingi Ólafsson. Elsku amma. Að koma til þín í heita snúða eða heitar bollur þegar við vorum yngri gleymist seint. Eða að koma til þín þegar við urðum eldri og fengum GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Guðrún Sigurð-ardóttir fæddist 7. apríl 1927 í Hólmaseli í Gaul- verjabæjarhreppi. Hún lést 19. ágúst síðastliðinn á Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi og var útför hennar gerð frá Vill- ingaholtskirkju 24. ágúst. ávallt í magann af því að við hlógum svo mikið að þér og þínum skot- um. Sérstaklega minn- umst við þess þegar Davíð kom í heimsókn til þín á sjúkrahúsið um daginn og hann ætlaði síðan að heimsækja afa. Þá sagðir þú: Farðu til afa þíns og láttu hann geta hver þú ert. Að þessu höfum við systk- inin hlegið mjög mikið. Þú varst alvöru amma, alltaf ánægð að sjá okk- ur og þurftir endilega alltaf að gefa okkur eitthvað í svang- inn þegar við komum í heimsókn. Það var erfitt að horfa á eftir þér fara frá Seyðisfirði en við vissum alltaf að þú varst þarna ef við þörfnuðumst þín og lærðum við betur að meta þig þegar við hittum þig og afa. Það er erfitt að horfa á eftir þér fara til himna en við vitum að núna ertu hjá foreldrum þínum og Nonna. Þú ert ekki lengur lasin og vonandi ertu hamingjusöm elsku amma. Okk- ur þykir vænt um þig. Þín barnabörn á Seyðisfirði Davíð Þór og Arna Kristín. Handrit minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minn- ing@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.