Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.08.2002, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLJÓMSVEITIN múm hefur und- anfarna þrjá mánuði verið á tón- leikaferðalagi um heiminn til að fygja eftir nýjustu plötu sinni, Loks- ins erum við engin. Í vikulok ætlar sveitin svo að koma hingað upp á Ís- landsstrendur til að leika fyrir landa sína í Þjóðleikhúsinu. Morg- unblaðið sló á þráðinn austur til Japans þar sem Örvar Þóreyjarson Smárason er við upptökur ásamt Gunnari Tynes og Kristínu og Gyðu Valtýsdætrum, en þau skipa einmitt hljómsveitina múm. „Já við erum búin að vera á tón- leikaferðalagi síðan um miðjan maí,“ segir Örvar. „Það er búið að ganga alveg frábærlega. Reyndar svolítið langt, en alveg ótrúlega gaman.“ Fjórmenningarnir í múm hafa leikið víðast hvar í Evrópu og Bandaríkjunum og eru nú sem áður sagði staddir í Japan. Örvar segist ekki hafa nákvæma tölu yfir þann fjölda tónleika sem þau hafa haldið á ferðalaginu. „Ætli þetta séu ekki í kringum 20 staðir í Evrópu og eitthvað svipað í Bandaríkjunum. Svo erum við búin að halda tvenna tónleika hér í Jap- an,“ segir Örvar. „Við erum núna að hljóðblanda lag með japanskri söng- konu. Þetta er mjög hæfileikarík söngkona sem vantaði hjálp við eitt lag og við vildum vera lengur hér í Japan og vinna.“ Hann segir þá staði sem sveitin hafi verið að spila á eins misjafna og þeir eru margir. „Við höfum verið að spila í allt frá litlum klúbbum upp í nokkra kastala, meðal annars í Sviss og á Ítalíu,“ segir Örvar. „Þetta er búið að vera mjög fjöl- breytt, við erum búin að vera að spila jafnt úti sem inni og einnig á stórum hátíðum.“ Örvar segir þau mest hafa verið að troða ein upp á tónleikum en þó hafi á stundum hinar og þessar hljómsveitir og tónlistarmenn verið fengin til að hita upp fyrir þau. „Við erum búin að vera að spila með fullt af frábærum hljómsveitum og tónlistarmönnum,“ segir Örvar. Selja alveg nóg Örvar segir plötu þeirra víðast hvar hafa fengið góða dóma og seg- ir þau vera búin að selja „alveg nóg“ af plötunni án þess þó að hafa ná- kvæmar sölutölur. Þegar talið berst að fyrirhug- uðum tónleikum hér á landi segir Örvar þau „loksins“ vera á leið heim að spila. „Við erum ekki búin að spila heima svo rosalega lengi. Við spil- uðum nokkur lög í Fríkirkjunni í maí en það teljast varla tónleikar,“ segir hann og hlakkar auðheyr- anlega mikið til heimkomunnar. „Ætli við spilum ekki allt sem við erum búin að vera að spila á tón- leikaferðalaginu okkar,“ segir Örv- ar aðspurður um dagskrá tón- leikanna. „Það eru í rauninni lög af báðum plötunum okkar, alveg frá byrjun. Ætli við spilum þau ekki bara öll þó svo að íslenskir áhorf- endur hafi kannski heyrt margt áð- ur. Lögin hafa líka breyst svolítið.“ Múm verður þó ekki kvartett á tónleikunum í Þjóðleikhúsinu held- ur hafa þau sér til fulltingis slag- verksleikarana Samuli Kasminen frá Finnlandi og Adam Pierce frá Bandaríkjunum. „Þeir eru báðir frábærir tromm- arar og ég hlakka mikið til að leyfa Íslendingum að heyra það sem við höfum verið að gera með þeim,“ segir Örvar. Það er Smekkleysa í samvinnu við Rás 2 sem stendur að tónleikunum sem fram fara næstkomandi laug- ardag, 31. ágúst. Forsala að- göngumiða er þegar hafin í versl- uninni 12 tónum á Skólavörðu- stígnum. Loksins erum við á Íslandi Múm leikur af fingrum fram í Þjóðleikhúsinu um helgina. Múm leikur í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn birta@mbl.is PRIMAL Scream er brothætt fyr- irbæri. Á það til að koma með snilld en þess á milli er hún úti að aka. För- um aðeins yfir þetta: Sonic Flower Groove (’87): Ágætis nýbylgjupopp. Engin snilld svo- sem. Primal Scream (’89): Mis- tækt daður við þungarokk. Screamadelica (’91): Meistara- stykki sem markaði tímamót í tónlist- arsögunni. Give Out But Don’t Give Up (’94): Afar mistækt daður við rokk. Vanishing Point (’97): Aftur komnir á sporið. Fín plata. XTRMNTR (’00): Stórkostlega kraft- mikil plata sem hreinlega gneistar af. Svona hefur það nú verið. Upp og ofan. Og í þetta sinnið er Primal Scream í lægð. Evil Heat er eins og Vanishing Point, deilt með tveimur. Flest lögin eru einhverskonar rissur að lögum; tölvutaktar og gítarvæl í belg og biðu og allt frekar óunnið að því er virðist. Frekar en plata, þá hljómar þetta eins og þynnkulegur göngutúr með Bobby Gillespie, hvar hann gasprar um áhrifavaldana. „Já, já, Bobby. Þú ert svaka svalur. Þú hlustar á Kraftwerk og Neu! og meira að segja tæknótónlist líka!“ Það glittir vissulega í prýðilegar hugmyndir, einhvers staðar þarna inni á milli. En reiðileysi þessarar furðulega metnaðarlausu plötu slær algerlega á viljann til að bera sig eitt- hvað eftir þeim.  Tónlist Leti Primal Scream Evil Heat Sony/Columbia Rislítil skífa frá þessum mistæku töffurum. Arnar Eggert Thoroddsen ÞAU mis- tök urðu í blaði gær- dagsins að stjörnugjöf sem fylgja átti umsögn um nýjustu plötu Coldplay, A Rush Of Blood To The Head, féll niður. Platan átti að fá fullt hús stjarna í einkunn.  Leiðrétting Coldplay- dómur SÖNGKONAN og leikkonan Beyoncé Knowles er ekki í náðinni hjá dýraverndarsinnum þessa dag- ana eftir að hún lýsti yfir opinber- lega ágæti verslunar einnar sem sel- ur skinn- og leðurfatnað. Hin tvítuga Knowles sagðist hafa gaman af að klæðast feldum og leð- urfötum og sagði verslunina Hymie’s Fur & Leather vera í sérstöku uppá- haldi hjá sér, en hún er til húsa í heimabæ hennar, Houston. „Þetta er frábær verslun ef þú vilt láta sauma á þig föt úr skinnum. Þau verða alltaf eins og þú vilt hafa þau,“ sagði Knowles og bætti við að þónokkrar af þeim flíkum sem hljómsveit hennar, Destiny’s Child, hefur klæðst í gegnum tíðina séu einmitt framleidd á umræddum stað. Dýraverndarsamtökin PETA eru ekki jafn ánægð með fatakaupin. „Knowles er í þeirri stöðu að hafa mikil áhrif á skoðanir fólks. Hún ætti að nýta sér það til góðs en ekki hvetja fólk til að murka lífið úr fleiri sakleysingjum,“ sagði talsmaður samtakanna af þessu tilefni. Beyoncé reitir dýra- vini til reiði Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6. Kynþokkafyllsti spæjari allra tíma er mættur aftur! Fyndari en nokkru sinni fyrr Sýnd kl. 10. B. i. 14. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  HK DV  Radíó X Sýnd kl. 8 og 10. Yfir 25.000 MANNS „meistaraverk sem lengi mun lifa“  ÓHT Rás 2 i l i li EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 14. kl. 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 4 og 8 með E. tali. The Sweetest Thing Sexý og Single Sýnd kl. 4 og 6. B.i. 10 ára  Radíó X Yfir 15.000 MANNS                                                                                 !" #   $ " #  % &    '     '(    !)      (      ! *  #+  ,    #   -  -        - .(  # )  -       Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is ÁSKRIFTARKORT Endurnýjun áskriftarkorta er hafin! VERTU MEÐ Í VETUR Stóra svið MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 31. ágúst kl 20 Ath: örfáar sýningar í haust AND BJÖRK OF COURSE e. Þorvald Þorsteinss. Lau 31. ágúst kl 20 í Herðubreið, Seyðisfirði Leikferð Eva³              !" # $ %    &'()'(

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.