Morgunblaðið - 28.08.2002, Page 52
ÞOKKALEGAR horfur eru með
kartöfluuppskeruna í ár en útlit fyrir
að magnið verði minna en á síðasta
ári. Þetta er mat Sighvats Hafsteins-
sonar í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ,
sem er formaður Landssambands
kartöflubænda og hefur verið í sam-
bandi við starfsbræður sína víða um
land að undanförnu. Á síðasta ári tóku
bændur upp um 12 þúsund tonn af
kartöflum en Sighvatur telur að upp-
skera þessa árs verði í kringum 10
þúsund tonn. Framleiðsla síðustu ára
hefur verið 9–11 þúsund tonn á ári að
jafnaði.
Bændur hafa verið að senda nýjar
kartöflur beint á innanlandsmarkað
síðan um miðjan júlímánuð en í næstu
viku hefst aðaluppskerutíminn þegar
framleiðslan verður sett í geymslur.
Sighvatur taldi að horfurnar væru
svipaðar hjá kartöflubændum um allt
land. Einna helst hefðu þurrkar í
Þykkvabæ og víðar á Suðurlandi sett
strik í reikninginn í sumar og norð-
anáhlaup um miðjan júnímánuð. Hátt
í 60 kartöflubændur eru innan lands-
sambandsins en langstærstur hluti
ræktunarinnar fer fram í Þykkvabæ.
„Magnið verður væntanlega minna
en í fyrra en á þessari stundu er erf-
iðara að segja til um gæðin. Það fer
eftir því hvernig okkur tekst að koma
uppskerunni í hús og þar skiptir veðr-
áttan í september öllu máli. Það er í
raun stóra spurningin núna,“ sagði
Sighvatur og tók sem dæmi að næt-
urfrost snemma í september eða
miklar rigningar gætu haft slæmar
afleiðingar.
Áhyggjur af sölumálum
Auk uppskerunnar brenna sölumál
einnig mikið á kartöflubændum. Sig-
hvatur sagði menn hafa áhyggjur af
síminnkandi hlut af kökunni, eins og
hann orðaði það. Smásalar tækju
meira til sín en áður og bændur
fengju minna fyrir framleiðslu sína.
Verð á kartöflum til neytenda hefði
ekki breyst svo mikið síðustu misseri.
Aðaluppskerutíminn hjá kartöflubændum nálgast
Þokkalegar horfur en
magnið minna en í fyrra
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
GENGIÐ hefur verið frá samkomu-
lagi milli Íslandsbanka og sex hlut-
hafa sem flestir tengjast svokölluðum
Orca-hópi um kaup bankans á eign-
arhlut hluthafanna í Íslandsbanka,
samtals 21,78% af skráðu hlutafé.
Umfang viðskiptanna nemur um 11,3
milljörðum króna, og hyggst bankinn
selja hlutinn áfram til stofnanafjár-
festa, svo sem lífeyrissjóða, í smærri
hlutum.
Seljendur hlutafjárins eru félög
sem tengjast Jóni Ásgeiri Jóhannes-
syni, stjórnarformanni Baugur
Group, og Þorsteini Má Baldvinssyni,
forstjóra Samherja, með einum eða
öðrum hætti, en þeir eru meirihluta-
eigendur í FBA Holding sem á
stærstan hlut í Íslandsbanka af félög-
unum sex. Íslandsbanki hefur einnig
gert samkomulag við fimm félög, sem
einnig tengjast þeim Jóni Ásgeiri og
Þorsteini Má að verulegu leyti, um
kaup bankans á öllum eignarhlutum
félaganna fimm í Fjárfestingarfélag-
inu Straumi. Umfang þeirra viðskipta
nemur um tveimur milljörðum króna.
Fram kemur í tilkynningu frá Ís-
landsbanka vegna þessara viðskipta
að bankinn muni bjóða hlutabréfin í
Íslandsbanka til sölu. Í því sambandi
verði leitað til innlendra og erlendra
fagfjárfesta, auk þess sem stefnt sé að
því að gefa almenningi kost á kaupum
á hluta bréfanna í útboði í haust. Þá
segir í tilkynningunni að bankinn
muni í endursölu miða við að enginn
einstakur hluthafi ráði yfir eignarhlut
sem svarar til meira en 10% af heild-
arhlutafé í bankanum að sölu lokinni.
Í yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni og Þorsteini Má Baldvins-
syni kemur fram að þeir muni í fram-
haldi af samkomulaginu segja af sér
sem stjórnarmenn í Íslandsbanka.
Þorsteinn Már Baldvinsson segir
að borist hafi gott tilboð í hlutabréf fé-
lagsins í Íslandsbanka og því hafi ver-
ið ákveðið að ganga að því. Hann segir
jafnframt að frekara samstarf að-
standenda FBA Holding sé ólíklegt.
Veruleg lán liggi að baki fjárfesting-
um félagsins í Íslandsbanka og nú
verði hugað að þeim.
Að sögn Bjarna Ármannssonar,
forstjóra Íslandsbanka, mun bankinn
nýta þá stöðu sem upp er komin til
þess að auka breiddina í hluthafahópi
bankans. Viðræður við fagfjárfesta
hafa farið fram á undanförnum dög-
um og leitast verður við að ná fram
samningum um endursölu á hluta-
bréfunum á næstu vikum.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, segist aðspurð
ekki sjá að viðskiptin með hlutabréf
Íslandsbanka hafi áhrif á einkavæð-
ingarferli ríkisbankanna.
Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhann-
esson í gær, en hann er erlendis.
Orca-hópurinn selur
hlut sinn í Íslandsbanka
Íslandsbanki/27–28
HANN brosti blítt til ljósmynd-
arans, þessi fallegi hundur sem
sat þolinmóður og beið eiganda
síns í bíl á Laugaveginum. Ljóst
er að eigandinn er mikill hunda-
vinur en á bílrúðuna er límd
mynd af hundi, sem er líklega
sömu tegundar og sá í bílnum.
Þessi á rúðunni er vel til hafður,
snyrtur, greiddur og tilbúinn á
sýningu. Er hundurinn inni í bíln-
um þó engu verri fyrirsæta.
Mikilvægt er að tryggja öryggi
allra í umferðinni, tví- og fer-
fættra, enda er þessi prúðbúni
hundur spenntur í öryggisbelti.
Morgunblaðið/Jim Smart
Brosmild-
ur hundur
á Lauga-
vegi
SLYS varð á Hellisheiði eystri í gær-
dag þegar starfsmaður RARIK féll
um 14 metra niður úr staurasam-
stæðu. Maðurinn var við vinnu sína
þegar slysið varð og var hann fyrst
fluttur á heilsugæslustöðina á
Vopnafirði en síðan með sjúkraflugi
á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Að sögn lögreglunnar á Vopnafirði
er maðurinn ekki talinn alvarlega
slasaður. Sagði Björgvin Hreinsson,
lögreglumaður á Vopnafirði, að mað-
urinn hefði verið að vinna, ásamt
flokki manna, við lagfæringar á raf-
línu sem liggur yfir Búrið á Hellis-
heiði eystri þegar hann féll 12–14
metra niður á jörðina. Það þykir
kraftaverki næst að hann slasaðist
ekki alvarlega.
Lögregla, sjúkrabíll, og björgun-
arsveitin Vopni komu á slysstað.
Féll 14 metra
niður úr
staura-
samstæðu
Í sumar
hafa 64
leitað hér
hælis
FRÁ 1. maí sl. hafa 64 einstaklingar
sótt um hæli á Íslandi. Af þessum 64
hælisleitendum komu 38 til landsins
með ferjunni Norrænu en 26 komu
um Keflavíkurflugvöll. Langflestir
komu frá Danmörku eða 48.
Um 7–8.000 manns koma til lands-
ins á hverju sumri með Norrænu en
farþegar um Keflavíkurflugvöll
skipta hundruðum þúsunda árlega.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Út-
lendingaeftirlitsins, segir að þessi
þróun hljóti að vekja menn til um-
hugsunar. „Þó ber að hafa í huga að
fjölgun hælisleitenda er í samræmi
við það sem er að gerast annars stað-
ar í Evrópu þar sem straumur fólks
liggur frá austri til vesturs,“ segir
hann.
Á þessu ári hafa 76 sótt um hæli á
Íslandi en til samanburðar voru hæl-
isleitendur 53 allt árið í fyrra en 24 á
árinu 2000. Flestir koma frá Austur-
Evrópu eða 65. Þar af eru flestir frá
Rúmeníu, 28, og 15 Rússar sóttu um
hæli. Aðspurður hvort hann telji að
straumur hælisleitenda til landsins
muni enn aukast á næstu árum segir
Georg að allt bendi til þess að straum-
ur fólks í leit að meiri lífsgæðum á
Vesturlöndum haldi áfram að aukast.
„Það er líklegt að Ísland fái sinn skerf
af því eins og önnur lönd,“ segir hann.
Fjöldinn sé þó lítill miðað við það sem
gerist í nágrannalöndunum.
♦ ♦ ♦
Teknir með
kannabisefni
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur að
undanförnu lagt hald á hátt í eitt kg af
kannabisefnum í tveimur málum og
handtekið sex manns í tengslum við
þau. Í stærra málinu var karlmaður
handtekinn með smáræði af hassi, en
við húsleit fundust 760 grömm af
heimaræktuðu maríjúana. Tveir
menn til viðbótar voru handteknir
vegna meintrar aðildar að málinu.
Í hinu málinu voru þrír menn hand-
teknir í tengslum við húsleit þar sem
lagt var hald á 60 grömm af hassi auk
skotfæra. Enginn hinna handteknu
var með byssuleyfi.