Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEIÐUR ehf. keypti í gær 12,6% í Kaupþingi og á nú 20,8% í félaginu. Þar með er Meiður orðinn stærsti hluthafi Kaupþings, en Kaupþing er jafnframt stærsti hluthafi Meiðs með 44% hlut. Meiður hét áður SP eign- arhaldsfélag ehf. og átti 8,2% í Kaup- þingi. Í kjölfar þess að Kaupþing gerðist hluthafi í Meiði hefur hann keypt hlutabréf Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis í Kaupþingi. SPRON átti 12,6% hlutafjár, sem Kaupþing hafði sölutryggt í tengslum við kaup SPRON á Frjálsa fjárfest- ingarbankanum af Kaupþingi fyrir skömmu. Meiður keypti bréfin á genginu 13 og greiddi því tæpa 2,7 milljarða króna fyrir þau, en nafnverð bréfanna eru tæpar 205 milljónir króna. Fyrirmyndin sótt til Svíþjóðar Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að fyrirmyndin að þessu sé sótt til Svíþjóðar. Þetta sé svipað og tengslin milli Svenska Handelsbanken og Industrivärden, en Svenska Handelsbanken sé stærsti hluthafi í Industrivärden sem síðan sé stærsti hluthafinn í Svenska Handelsbanken. Sigurður segir að einnig hafi legið fyrir að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hafi viljað selja bréf sín í Kaupþingi og með hluthafana í huga hafi verið talið óheppilegt að of mikið framboð yrði af bréfum í félaginu. Menn hafi því orðið ásáttir um þessa lausn, sem hann sagðist álíta ágæta. Spurður að því hvort þetta tengdist því að sumir hefðu einnig talið hættu á miklu framboði bréfa í Kaupþingi vegna fyrirhugaðrar sameiningar við Auðlind og fjárfestingar í Svíþjóð segist Sigurður telja að menn ofmætu framboðið sem yrði vegna þeirra hugsanlegu viðskipta. Sigurður segir gott að kominn sé nokkuð stór og afgerandi fjárfestir inn í Kaupþing. Eina breytingin í hluthafahópi og hlutafjáreign SP eignarhaldsfélags ehf. við breytingu þess yfir í Meið ehf. er að Kaupþing kemur inn í félagið og hlutafjáreign annarra minnkar því í samræmi við það. Kaupþing á 44% í Meiði og er stærsti hluthafi félagsins. Næststærsti hluthafinn er SPRON, en fyrir stækkun og nafnbreytingu félagsins átti SPRON 42% og á því nú tæp 24%. Aðrir hluthafar eru Spari- sjóðurinn í Keflavík, Sparisjóðabanki Íslands hf., Sparisjóður Mýrasýslu, Sparisjóður Húnaþings og Stranda, Sparisjóður Siglufjarðar, Sparisjóður Svarfdæla og Sparisjóður Vestfirð- inga. Sigurður segir að markmiðið sé að útvíkka starfsemi Meiðs og hann segist telja að þetta geti orðið öflugt fjárfestingarfélag. Ýmsar hugmyndir séu uppi um útvíkkun starfseminnar, en of snemmt sé að skýra frá þeim að svo stöddu. Kaupþing ræddi við Shell Spurður að því hvort ein af þessum hugmyndum tengist eignarhlut Kaupþings í Skeljungi og hvort þau viðskipti sem þar hafa átt sér stað spili þarna inn í segir Sigurður að svo sé ekki. Aðspurður staðfestir Sigurð- ur hins vegar að aðilar frá Kaupþingi hafi rætt við menn frá Shell Petrol- eum. Shell Petroleum á 20,7% í Skelj- ungi en Kaupþing 22,6% og er stærsti hluthafinn í félaginu. Meiður orðinn stærsti hluthafi Kaupþings Kaupþing er jafnframt stærsti hlut- hafinn í Meiði með 44% hlut SPAUGSTOFAN birtist aftur á skjánum á laugardagskvöld eftir nokkurra ára hlé. Það er ekki hægt að segja annað en Spaug- stofumenn hafi virst í góðu formi þar sem þeir voru við upptökur í líkamsræktarstöðinni í World Class í gær. Aðspurður segir Karl Ágúst Úlfsson, aðalhandritshöfundur þáttanna, að þættirnir í vetur verði bæði líkir og ólíkir því sem landsmenn hafa áður séð frá þeim félögum. „Við verðum kannski á gamalkunnum slóðum, en ekki alltaf.“ Hann segist síður eiga von á að gamalkunnar per- sónur eins og Bogi og Örvar muni birtast landsmönnum aftur í þáttunum í vetur. „Þeir munu ekki flækjast fyrir til að byrja með, hvað sem síðar verður. Það getur verið að þeir fari að knýja dyra þegar líður á veturinn.“ Hann segir „það óskaplega ljúf- sárt“ fyrir þá félaga að vera aft- ur samankomna fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar. Þjóðlífið aldrei fjörugra Karl Ágúst segir að sér lítist frábærlega vel á pólitíkina og þjóðmálaumræðuna, þann efnivið sem þættirnir eru að miklum hluta spunnir úr. „Þjóðlífið hefur aldrei verið fjörugra en akkúrat nú. Ég veit ekki hvar þetta endar eiginlega.“ Hann vill þó ekki ljóstra neinu upp um efni þátt- arins á laugardag. „En við ætlum ekki að fara að rifja upp neitt af því sem gerðist í sumar eða það sem er löngu liðið, heldur taka upp þráðinn hér og nú á líðandi stundu.“ Spaugstofu- menn í góðu formi Morgunblaðið/Árni Sæberg VERÐ á grænmeti var oftast lægst í Bónusi en hæsta verðið var oftast að finna í versluninni 11–11 samkvæmt nýrri verðkönnun sem Alþýðusam- band Íslands gerði í 12 verslunum á höfuðborgarsvæðinu 2. október sl. Munur á hæsta og lægsta verði var meiri en 100% í um helmingi tilvika, meiri en 150% í sex tilvikum og fór hæst í 354% á blaðlauk. Minnsti munur á hæsta og lægsta verði var á hótellauk eða um 9%. Misjafnt er milli tegunda og verslana hvort verð hefur hækkað eða lækkað frá síðustu könnun, sem ASÍ gerði í júní sl. Lægsta verð í Bónusi í nær öllum tilvikum Alþýðusambandið kannaði verð í Bónusi í Faxafeni, 10–11 í Glæsibæ, Hagkaupum í Skeifunni, Krónunni í Skeifunni, Nóatúni í Smáralind, Ell- efu–ellefu á Skúlagötu, Nettó við Salaveg, Strax í Hófgerði, Sparversl- un.is í Bæjarlind, Samkaupum við Miðvang, Fjarðarkaupum í Hafnar- firði, og Europris á Lynghálsi sem var með í verðkönnun ASÍ í fyrsta sinn. Bónus var með lægsta verðið í 24 tilfellum af 25 þar sem vara var til hjá þeim. Ellefu–ellefu var oftast með hæsta verðið eða á 13 vöruteg- undum, 10–11 og Strax komu næst, voru með hæsta verð í 6 tilfellum. Svo dæmi séu tekin úr könnuninni var kílóverð á agúrkum lægst í Bón- usi eða 139 kr/kg en hæst í 11–11 og Nóatúni í Smáralind þar sem hún kostaði 298 kr/kg. Græn paprika var ódýrust í Bónusi (139 kr/kg.) en dýr- ust í 11–11 (359 kr/kg). Verð á blóm- káli var lægst í Bónusi (229 kr/kg) en hæst í Nóatúni í Smáralind (469 kr/ kg). Jöklasalat var ódýrast í Bónusi (139 kr/kg) en dýrast í versluninni Strax (299 kr/kg). Gulrófur voru ódýrastar í Bónusi (129 kr/kg) en dýrastar í 11–11 (215 kr/kg) og kíló- verð á sveppum var einnig lægst í Bónusi (569 kr/kg) en hæst í Sam- kaupum (709 kr/kg). Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var í 13 tilfellum af 27 meiri en 100%, þar af í sex tilvikum meiri en 150% og mestur á blaðlauk 354%. Minnstur var munurinn á hæsta og lægsta verði 9% á hótellauk og aðeins í 7 tilvikum af 27 er mun- urinn undir 50%. Síðasta grænmetiskönnun á veg- um verðlagseftirlits ASÍ var gerð 19. júní. Skv. upplýsingum ASÍ leiðir samanburður við seinustu könnun frá 19. júní í ljós að verðið hefur breyst í flestum verslunum. Af þeim 23 grænmetistegundum sem bornar voru saman milli kann- ananna, hafa tvær verslanir lækkað verðið í fleiri tegundum en þær hafa hækkað verð á, þ.e. Sparverslun hef- ur lækkað verðið á 14 vörutegundum og hækkað verðið á 7 og Bónus hefur lækkað verðið á 13 og hækkað verðið á 7 tegundum. Hagkaup hafa lækkað verð á 11 tegundum og hækkað á 11 vörutegundum en hinar níu verslan- irnar í könnuninni hafa hækkað verð á fleiri tegundum en þær hafa lækk- að og fara Fjarðarkaup þar fyrir með 4 lækkanir á móti 13 hækkunum. ASÍ kannaði verð á grænmeti í tólf verslunum Mikill munur var á verði milli verslana NÚ hefur komið í ljós að um 90 heim- ilismenn af um 540 á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði hafa smit- ast af bráðsmitandi veirusýkingu sem veldur hita, uppgangi, niðurgangi og beinverkjum. Nokkrir starfsmenn hafa sýkst en ekki liggja fyrir upplýs- ingar um fjölda þeirra. Um er að ræða svokallaða Norwalk-veiru sem er undirflokkur Calici-veiru. Guðrún Sigmundsdóttir, smitsjúk- dómalæknir hjá Landlæknisembætt- inu, segir að svo virðist sem sýkingin sé í rénun. Á miðvikudag hafi verið talið að um 50–60 manns væru smit- aðir en þegar betur var að gáð kom í ljós að þeir voru um 90. Gripið hefur verið til aðgerða til að minnka eftir megni samgang milli sýktra og ósýktra deilda heimilanna. Þeim sem fá einkenni er ráðlagt að halda kyrru fyrir á herbergjum sínum meðan veikin gengur yfir og í tvo sólarhringa til viðbótar til að tryggja að viðkom- andi nái sér að fullu og til að draga úr smithættu. Talið er að veiran berist einkum með lofti og snertingu og veg- ur góður handþvottur því þungt í að hefta útbreiðslu veirunnar. Ekki matareitrun Aðspurð hvað valdi því að sýkingin hafi komið upp bæði í Hafnarfirði og Reykjavík á nánast sama tíma, segir Guðrún að sýkingin sé víða í sam- félaginu og líklegt að smitið hafi bor- ist með annaðhvort starfsfólki eða gestum inn á heimilin. Ekki sé talið að um matareitrun sé að ræða, m.a. vegna þess að sýkingin er bundin við ákveðnar deildir heimilanna. Væri þetta matareitrun væri sýkingin mun útbreiddari en auk þess sé ekki sam- eiginlegt eldhús á Hrafnistuheimilin- um. Guðrún segir að einkennin gangi yfir á 1–3 dögum og sýkingin sé ekki hættuleg nema í algjörum undan- tekningartilfellum og þá hjá mjög veiku fólki. Aðalsteinn Guðmundsson, lækn- ingaforstjóri Hrafnistu, segir að grunur um sýkingu á heimilinu í Hafnarfirði hafi vaknað á mánudag og hafi þá þegar verið haft samband við sóttvarnalækni. Daginn eftir hafi sýkingarinnar orðið vart á Hrafnistu í Reykjavík. Hann segir að heimilisfólk hafi almennt tekið sóttvarnaraðgerð- um vel. Veirusýkingin á Hrafnistu virðist í rénun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.