Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Ingi-björnsdóttir fæddist á Flankastöð- um í Sandgerði 17. júní 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 4. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Í. Ólafsdóttir húsmóð- ir, f. 25. maí 1898, d. 30. apríl 1926, og Ingibjörn Þ. Jónsson bóndi, f. 24. apríl 1895, d. 22. júní 1973. Systkini Sigríðar eru: Halldóra, f. 24. október 1923, Ólafur, f. 1. júní 1928, og uppeld- isbróðir Ingvar Björn Ólafsson. Sigríður ólst upp á Flankastöð- um og gekk í barna- og unglinga- skóla í Sandgerði, fór svo í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1945 og kennaraprófi frá Kennara- skóla Íslands 1947. Hún hóf kennslu við Njarð- víkurskóla haustið 1947 og kenndi þar til 1996 sem yfir- kennari, aðstoðar- skólastjóri frá 1965. Sigríður tók þátt í ýmsum félagsmál- um, starfaði í leik- félagi Njarðvíkur, Kvenfélaginu í Sand- gerði, sem formaður kvenfélagasam- bands Gullbringu- og Kjósarsýslu, í or- lofsnefnd Gull- bringu- og Kjósar- sýslu, var gjaldkeri orlofsheim- ilisins í Gufudal, stofnandi og fyrsti formaður Soroptimista- klúbbs Suðurnesja, ein af stofn- endum Málfreyja á Íslandi og virkur þátttakandi í Skólastjóra- félagi Suðurnesja (skósuð). Útför Sigríðar verður gerð frá Útskálakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hún Sigga er dáin. Það er skrítið hvað þetta er endanlegt, ég veit að ég á eftir að sakna hennar og við öll fjölskyldan. Ég mun alltaf minnast þess hve vel hún tók á móti mér þegar ég kom inn í Flankastaða-fjölskylduna. Þær systur Dóra og Sigga fóru í byrjun árs í þessa fínu ferð til út- landa og það var svo gaman þegar við hittum þær á flugvellinum er þær voru að koma heim svo glaðar og kátar. En fljótlega eftir heimkomuna veiktist Sigga og eru þetta búnir að vera henni erfiðir mánuðir síðan. Hún Sigga hafði skemmtilega kímnigáfu og komst ætíð vel að orði. Krökkunum mínum var hún ætíð mjög góð og veit ég að þau eiga eftir að sakna hennar mikið. Elsku Dóra mín, ég veit að það verða mestu breytingarnar hjá þér enda bjugguð þið systurnar svo lengi saman, en þú veist að þú átt okkur ætíð að. Vertu yfir og allt um kring. með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring. sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku Sigga mín, að leiðarlokum vil ég þakka þér samfylgdina og all- an þinn hlýhug til mín og minnar fjölskyldu, hafðu þökk fyrir allt og allt. Dóru, Óla og Ingvari vottum við okkar innilegustu samúð. Guð gefi ykkur styrk á þessum tímamótum. Kristín Ásmundsdóttir. Sigríður Ingibjörnsdóttir fyrrv. aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóla er látin. Sigríður fæddist á Flanka- stöðum í Miðneshreppi 17. júní 1926. Hún tók kennarapróf 1947. Að loknu námi réðst hún til starfa við Njarð- víkurskóla. Systurnar Halldóra og Sigríður bjuggu á Flankastöðum. Halldóra varð aðstoðarskólastjóri í Gerða- skóla en Sigríður í Njarðvíkurskóla. Það var mikill fengur fyrir Njarð- víkurskóla að fá Sigríði að skólanum. Ég tók við skólastjórn 1983. Frá- farandi skólastjóri taldi upp kosti Sigríðar og bætti við: „Sigríður er svo mikil dama og svo glæsileg kona að þú vogar þér ekki að segja Sigga við hana.“ Sigríður hafði mikið gaman af þegar ég sagði henni frá því að mér hefði verið bannað að segja Sigga. Hún kunni að meta svona glettur enda var hún spaugari af guðs náð. Ég gleymi aldrei hve gamanyrði voru henni létt á tungu, hvernig kímnin lék í augum. Það var gott að koma nýr skóla- stjóri því Sigríður var einstakur bak- hjarl, einstök manneskja, ákveðin en samt ljúf, hvöss en samt hlý. Hún hafði stundum gaman af að stríða fólki og margur kennarinn, sem ekki náði árangri, fékk að heyra: Jahá, veldur hver á heldur! Sigríður stóð alltaf eins og klettur við hlið mér. Okkur varð aldrei sund- urorða árin sem við unnum saman við skólann. Hún starfaði öðrum til heilla. Sigríður hætti við skólann 1996 og var þá næstum búin að vera starfandi í 50 ár. Sigríður veiktist fyrir nokkru af alvarlegum og erfiðum sjúkdómi. Hún vissi hvert stefndi. Að leiðarlokum vil ég þakka Sig- ríði Ingibjörnsdóttur afar gott sam- starf og stuðning alla tíð, vináttu og einstakt starf við Njarðvíkurskóla í tæp 50 ár. Fyrir hönd starfsfólks þakka ég trausta samvinnu og sérlega góða samfylgd. Ég votta ættingjum ein- læga samúð. Blessuð sé minning hennar. Gylfi Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla. Sigríður Ingibjörnsdóttir var heiðursfélagi Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu (KSGK). Sá sómi var henni sýndur fyrir mikið og óeigingjarnt áratugastarf sem gjaldkeri orlofsnefndar KSGK og framlag hennar til málefna sam- bandsins, fyrr og síðar. Á þeim árum sem Sigríður kom inn í orlofsnefnd- ina, í stað systur sinnar Halldóru, var að hefjast heilmikill búrekstur til að halda úti orlofsdvalarheimili fyrir húsmæður í sýslunni og börn þeirra, í Gufudal í Ölfusi, en jörðina keyptu orlofsnefndin og KSGK til þessara nota. Þessi starfsemi hélst í ellefu ár og var húsið í leigu yfir vetrarmán- uðina, fór síðan alfarið í leigu þar til eignin var seld fyrir nokkrum árum. Eftir það var orlof húsmæðra haldið í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni þar til farið var að fara í skipulagðar orlofsferðir, innan lands og utan. Það hefur efalaust verið erilsamt og í mörg horn að líta fyrir gjaldkerann Sigríði að hafa með peningamálin að gera fyrir þessa miklu starfsemi og allar götur síðan fyrir orlofið. Hún var töluglögg kona og annálaður reikningskennari við Njarðvíkur- skóla, en hún hóf að kenna þar 1947 og varð þar aðstoðarskólastjóri frá 1965, og fórst því verkefnið afar vel úr hendi. Sigríður var fríð, vel gefin og glæsileg kona. Hún var málefnaleg og hafði góða hæfileika til að flytja mál sitt og koma fram. Hún var rösk og stjórnsöm og gat verið hörð í horn að taka ef hún var ósammála en jafn- framt mikill baráttujaxl í þágu þess sem hún tók að sér. Henni eru þökk- uð öll hennar góðu störf í þágu Kven- félagsins, Kvenfélagasambandsins og húsmæðraorlofsmálanna. Að leiðarlokum sendum við fjöl- skyldunni, einkum Halldóru systur hennar og sambýliskonu, innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hennar. F.h. KSGK Ása St. Atladóttir, formaður. Mig langar til að minnast Sigríðar Ingibjörnsdóttur kennara og aðstoð- arskólastjóra Njarðvíkurskóla. Ég kynntist henni þegar ég hóf kennslu við Njarðvíkurskóla 1979. Áður hafði ég kennt við grunnskólann í Sand- gerði og tengdi það okkur strax sam- an þar sem hún þekkti svo vel til þar. Það var mér mikill styrkur að hún vann með mér fyrsta mánuðinn í starfi sem aðstoðarskólastjóri og setti mig inn í hlutina á sinn hægláta og kímna máta. Sigríður var vand- virk og nákvæm og ég kynntist þeim kostum hennar ekki síst er hún var kennari sona minna. Ég er henni þakklát fyrir þann þátt sem hún á í kennslu og uppeldi þeirra. Nemend- um fannst hún oft strangur kennari en þegar á reyndi var hjartað á rétt- tum stað. Það var sérstaklega nota- legt að setjast niður með kaffibolla og spjalla við Sigríði, því hún hafði gaman af að segja sögur og sagði frá á glettinn og skemmtilegan hátt. Mér þótti alla tíð gott að leita til Sig- ríðar og þakka henni gott samstarf og vináttu um leið og ég votta fjöl- skyldu hennar samúð. Lára Guðmundsdóttir. Í dag er kvödd mikil sómakona. Ekki allra, en traustur vinur þeirra sem voru svo heppnir að kynnast henni. Eftir að Orlof Gullbringu- og Kjósarsýslu var sameinað Orlofi Garðabæjar tók hún að sér gjald- kerastörf forystunnar og var þar ekki í kot vísað, öllu skilaði hún með undrafallegu rithöndinni sinni. „Vil ég enginn villu sá finni, sem lokar að endingu lífsbók minni,“ var hennar aðall. Við Jón Oddsson nutum þess að ræða við þær systur, Sigríði og Halldóru, á góðum stundum, hvort sem var á Flankastöðum eða í Ás- búðinni. Hún er kvödd með þökk og söknuði, og elsku Dóra mín – inni- legar samúðarkveðjur. Valgerður Bára Guðmundsdóttir, Bolungavík. Hávaxin dökkhærð stúlka gengur hljóðlát inn í kennslustofu í Kenn- araskóla Íslands haustið 1945. Hún er að hefja kennaranám. Svipurinn er hreinn á fríðu andlitinu, sem gefur til kynna mikla sálarró og yfirvegun í allri framkomu, en hún er að sjá hlé- dræg og feimin. Þetta er sú mynd sem ég hef í huga mínum af Sigríði, er ég sá hana í fyrsta sinn þetta haust. Sú mynd hefur í rauninni ekki mikið breyst í áranna rás. Hæversk- an var ætíð hin sama, hljóðlát kímni, skapfesta, samviskusemi og alúð í framkomu og vinfesti voru aðals- merki í lífi hennar. Við sem áttum skamma samleið með henni í kenn- aranáminu geymum þessa mynd af henni í huga okkar. Ég kynntist vel samviskusemi hennar og nákvæmni er við áttum vetrarlangt samstarf í kennsluæf- ingum, þegar við vorum í kennara- náminu. Að loknu námi hófst lífsstarfið og þar komu eiginleikar hennar glöggt fram. Sigríður hélt ekki aðeins tryggð við vini sína, sem var einstök, einnig við átthagana Reykjanesið. Hennar æskustövar voru Flankastaðir og lengst af átti hún þar heima og starfsvettvangur hennar var í Njarð- víkum. Þar kenndi hún og var að- stoðarskólastjóri hin síðari árin. Starf hennar þar þekkja aðrir betur en ég og því verður það ekki rakið hér, en ævilangt kennslustarf er mikið starf. Allir sem kynntust Sigríði finna til saknaðar við ótímabært brotthvarf hennar, ekki síst skólasystkini henn- ar úr Kennaraskólanum, en eigi má sköpum renna. Sárastur verður þó missirinn fyrir Halldóru systur hennar, svo samrýndar voru þær systur, og ætíð nefndar báðar er minnst var á aðra hvora. En við er- um þakklát fyrir að hafa átt samleið með Sigríði gegnum árin. Með þessum fáu og fátæklegu orð- um vil ég og fjölskylda mín votta systkinum hennar og öllum aðstand- endum samúð okkar. Megi minning um heilsteypta konu lifa í hjörtum okkar. Stefán Ólafur Jónsson. SIGRÍÐUR INGIBJÖRNSDÓTTIR Sigríður Ingibjörnsdóttir starf- aði við Njarðvíkurskóla í 49 ár. Við minnumst hennar sem trausts starfsfélaga sem vann óeigin- gjarnt starf í þágu æsku Njarð- víkur. Sigríður hafði ákveðnar skoðanir og var fylgin sér. Það var gott að starfa með henni og þegar hún lauk störfum við skólann, sök- um aldurs, söknuðum við hennar. Vottum aðstandendum samúð okkar. Samstarfsfólk í Njarðvíkurskóla. HINSTA KVEÐJA ✝ Kjartan ÞórirElíasson fæddist í Hafnarfirði 26. nóvember 1925. Hann lést á St. Jós- epsspítala í Hafnar- firði föstudaginn 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arndís Kjartans- dóttir, f. 8. júní 1897, d. 14. janúar 1984, og Elías Gísla- son, sjómaður, f. 6. desember 1896, d. 30. mars 1936. Systkini Kjartans eru Sigrún Elíasdóttir, gift Páli S. Pálssyni (látinn), Guðvarður Elíasson, kvæntur Vilfríði Guðnadóttur, og Hanna Elías- dóttir gift Ingvari Sveinssyni. Kjartan kvæntist 25. nóvember 1961 Huldu Hafnfjörð, f. 12. desember 1929. Börn þeirra eru: Sigurður, sölumað- ur, kvæntur Jenn- ýju Jónsdóttur, bankastarfsmanni og Arndís, leik- skólakennari, gift Ásgrími Guðmunds- syni, kennara. Áður átti Kjartan soninn Kristófer Þóri. Barnabörn þeirra Kjartans og Huldu eru sjö. Útför Kjartans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hugurinn leitar einkum til æsku- áranna nú þegar ég minnist bróður míns, Kjartans. Við áttum því láni að fagna að alast upp í hlýlega báru- járnshúsinu hennar mömmu við Jó- fríðarstaðaveg í Hafnarfirði. Við systkinin vorum fjögur: Sigrún, Guð- varður og Kjartan, fædd með árs millibili og síðan ég tíu árum seinna. Faðir okkar lést þegar ég var þriggja mánaða. Við ólumst upp við lítil efni en skorti þó ekkert, hlýja og umhyggja móðurinnar sá til þess. Umhverfi götunnar okkar var dá- lítið sérstakt með klaustrið og kaþ- ólsku prestana á ,,Jóffa“ í nálægð svo við krakkarnir kynntumst ýmsu sem hafði nokkur áhrif í lífi okkar. Þá bjó margt athyglisvert fólk við götuna okkar og sumt bjó afar þröngt, 14 manns í litlu húsi. Við Kjartan vorum tvö eftir heima. Hin eldri farin að búa. Tíu ára aldursmunur breytti því ekki að Kjartan bróðir gaf sér alltaf tíma til að sinna litlu systur. Hann kenndi mér að lesa í skýin og sat með mér við gluggann og bjó til myndir úr frostrósum. Svo var spilað og mik- ið lesið. Kjartan hóf strax vinnu eftir barnaskóla, ekkert gat orðið úr skólagöngu. Hann aflaði sér þekk- ingar við lestur góðra bóka með fræðandi efni. Við systkinin sátum langtímum saman við lestur því bækur voru okkar yndi Kjartan var afar myndarlegur maður, dálítið feiminn, hlédrægur og vel gefinn. Hann vann nær allan starfsaldur sinn á sama stað í Rafha en þegar það fyrirtæki hætti var hann svo lánsamur að fá starf við Suðurbæjarsundlaugina rétt hjá heimili sínu. Kjartan var kominn á fertugsaldur þegar hann hitti lífs- förunaut sinn, Huldu Hafnfjörð frá Flateyri. Þau gengu í hjónaband og eignuðust tvö börn Sigurð og Arn- dísi, barnabörnin eru sjö. Hulda og Kjartan bjuggu sér heimili í suð- urbæ Hafnarfjarðar og bjuggu þar alla tíð. Þau áttu sér lítið hreiður á Þingvöllum, þar undu þau sér vel, hún við veiðar og hann við að dytta að bústaðnum. Seinni árin töluðum við oftast saman í síma um hitt og þetta. Hann var afar stoltur af konunni sinni og börnum. Sagði mér frá fallegri handavinnu konu sinnar og dáðist að verkum hennar. Stundum hvessti dálítið hjá okkur einkum er tal barst að pólitík þar vorum við aldeilis ekki sammála, en þá sagði hann: Jæja Hanna mín, við skulum bara hætta að tala um þetta. Fótbolti var aðaláhugamálið hans bróður míns. Sjálfur keppti hann á yngri árum með FH og Víkingi. Hann þótti liðtækur keppnismaður og hafði jafnan brennheitan áhuga á boltanum. Einnig var hann skarpur bridgespilari. Seinni árin tóku Hulda og Kjartan virkan þátt í félagsstarfi aldraðra, fóru í ferðalög og voru með í ýmsum þáttum félagsstarfsins meðan heilsan leyfði. Það var í september í fyrra sem Kjartan fór að finna fyrir þeim sjúk- dómi sem lagði hann að velli. Þrátt fyrir margskonar rannsóknir tókst ekki að greina meinið fyrr en of seint. Síðustu tvo mánuði var hann á sjúkrahúsum. Það var mikil raun að sjá krafta hans dvína. Eiginkona hans, börnin, ættingjar og vinir reyndu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta honum stundirnar. Kjartan minn lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði í nágrenni æsku- heimilisins okkar. Blessuð sé minn- ing þín, bróðir minn. Hulda mín, Arndís, Sigurður og fjölskyldur við Ingvar vottum ykkur einlæga samúð og biðjum fyrir ykk- ur með þessari fallegu bæn: Kom huggari, mig hugga þú, kom hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós og lýstu mér, kom líf er ævin þver, kom eilíð bak við árin. (V. Briem.) Hanna Elíasdóttir. Að þessi orð skulu vera sögð að þér látnum ber vott um að ég taki þá stöðu sem þjóðfélagið hefur skapað milli einstaklinga of alvarlega. Við fengum góða viðvörun sem hægt hefði verið að nýta betur. Fæddur af göfugri móðurætt lít ég svo á að mín æska hafi verið með því besta og þú varst stór partur af henni, frændi minn. Aldrei sá ég þig upphefja þig yfir aðra þó að þú hefðir gáfur til. Þitt viðmót einkenndist af velvilja til allra. Þú varst nærgætinn og heiðarlegur maður, Kjartan, svo sannarlega verðugur afkomandi móður þinnar, þú barst hennar fána allt þitt líf. Þín börn, ávextir lífs þíns, bera vott um þann mann sem þú hafðir að geyma. Saga þín hefur nú verið rituð í fortíðina, sú saga lifir enn í huga margra. Þar sem vitn- eskjan endar tekur trúin við og ég trúi því að þú verðir í veruleika þar sem tími og rúm, orsök og afleiðing, byrjun og endir hafa litla þýðingu. Veruleika langt fyrir ofan okkar skilning. Sú trú ber von um að ein- hver tengsl liggi milli okkar veru- leika og þú skynjir þessar hugsanir. Svo sem þú heiðraðir minningu móð- ur þinnar öll þessi ár munum við heiðra minningu þína. Vertu sæll, Kjartan minn. Þinn frændi Gísli Gissurarson. KJARTAN ELÍASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.