Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðný Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1919. Hún andaðist á hjartadeild Landspít- alans 2. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Gíslason sýslumaður á Eskifirði og síðar ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, f. 1.11. 1884, d. 21.9. 1970, og Sigríð- ur Jónsdóttir hús- móðir, f. 27.9. 1897, d. 23.5. 1965. Guðný var elst fjögurra systkina, en þau eru Þorbjörg fyrrv. yfirlæknir, f. 12.10. 1921, Jón fyrrv. sýslumað- ur, f. 30.11. 1926, og Gísli píanó- leikari, f. 5.2. 1929, d. 28.5. 2001. Guðný giftist Guðjóni Stein- grímssyni 1944. Þau slitu samvist- um 1962. Þeirra börn eru: 1) Magnús, f. 5.11. 1945, rafvirkja- meistari í Borgarnesi, kona hans Svanheiður Ingimundardóttir rekstrarfræðingur, börn hans eru Þorsteinn Orri, Gunnhildur Inga, Þórarinn Reynir og Guðjón og barnabörnin eru sjö. 2) Steingrím- ur, f. 2.4. 1948, forstm. tölvusv. Fiskist., kona hans Katrín Guð- mannsdóttir, fulltrúi Veðurst., þeirra dóttir, Olga. 3) Sigríður, f. 22.2. 1956, hönnuð- ur, hennar maður Sigurður Harðarson arkitekt, hennar sonur Arnaldur. 4) Ingólfur Sv., f. 1.6. 1959, tónlistarmað- ur, kona hans Jónína E. Hauksdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, þeirra synir Steingrímur Gauti og Brynjólfur Hauk- ur. Guðný fæddist í Reykjavík í húsi sem kallað var Hæstirétt- ur, en það stóð við Grjótagötu. Þriggja ára að aldri fluttist hún með foreldrum sínum til Eski- fjarðar þar sem faðir hennar tók við sýslumannsembætti S-Múla- sýslu og þar ólst hún upp til tví- tugs. Fjölskyldan flutti til Reykjavík- ur 1939 og settist að á Bergstaða- stræti 65, þar sem Guðný bjó til æviloka. Guðný starfaði lengst af sem stjórnarráðsritari hjá Ríkisfé- hirði. Hún hóf störf þar 1941 og starfaði nær óslitið til sjötugsald- urs árið 1989. Útför Guðnýjar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Guðný Magnús- dóttir, er látin 83 ára að aldri. Síðasta árið átti hún við vanheilsu að stríða, en gat þó búið á heimili sínu á Berg- staðastrætinu fram á síðustu stund. Hún gerði ekki mikið úr veikindum sínum og ætíð var hún frekar með hugann við hvernig aðrir hefðu það. Guðný hélt sínu andlega þreki og reisn fram á síðasta dag. Guðný fæddist í Reykjavík en flutti með foreldrum sínum ung að árum til Eskifjarðar þar sem faðir hennar var skipaður sýslumaður. Þar átti hún dásamlega æsku sem var ætíð mjög sterk í minningu hennar. Það var al- veg greinilegt að heimilið á Eskifirði hefur verið sérlega ástríkt og mikið menningarheimili. Þessar góðu æsku- minningar mótuðu Guðnýju og fylgdu allt lífið. Ósjaldan vitnaði hún í góð- semina, virðinguna, traustið og myndarskapinn sem ríkti á æsku- heimili hennar, því eflaust hefur verið leitun að öðru eins fyrirmyndarheim- ili. Guðný sagði að enginn hefði getað óskað sér betri foreldra og var afar þakklát fyrir það. Fjölskyldan flutti síðan til Reykjavíkur, í húsið á Berg- staðastræti 65 eða „Bestó“ eins það er kallað í daglegu tali fjölskyldunnar, og hefur verið einskonar ættaróðal síðan. Guðný giftist Guðjóni Steingríms- syni rafvirkjameistara árið 1944. Þau skildu. Guðjón dvaldist langdvölum úti á landi að störfum við hinar ýmsu virkjanir, en virkjun fallvatna var að hefjast á þessum tíma. Þau eignuðust fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Ég veit að ekki var alltaf auðvelt hjá Guðnýju sem þurfti að mestu leyti að sjá ein um uppeldi barnanna, þá var gott að eiga skjól í góðum foreldra- húsum. Ég var aðeins átján ára þegar ég kynntist Steingrími, syni Guðnýjar, og fór að venja komur mínar á Berg- staðastrætið. Hún tók mér strax mjög vel af sinni sérstöku alúð og kurteisi. Tengdamamma mín hún Guðný var í einu orði sagt frábær kona. Hún var svo sérstök að orðin verða fátæk- leg þegar kemur að því að lýsa henni, mjög sterkur persónuleiki á sinn hóg- væra hátt. Guðný var afar falleg kona og hafði einstaklega fágaða fram- komu. Hún var sérstaklega vel gefin, víðlesin og fróð og lagði mikið á sig við að fræða afkomendurna. Þá brýndi hún fyrir þeim að lesa jafnt íslenskan fróðleik sem og heimsbókmenntirnar og fylgjast vel með því sem var að gerast bæði hérlendis og erlendis og alltaf varð maður einhvers vísari eftir að hafa verið með henni. Trúin var Guðnýju mikils virði og það var gott að vita af bænum hennar í okkar garð. Guðný rækti trú sína ekki einungis í orði heldur einnig á borði. Ég held að hún hafi bókstaflega gefið allt sem hún gat gefið og hélt að- eins eftir helstu nauðsynjum fyrir sjálfa sig. Ef hún vissi af einhverjum sem var hjálparþurfi reyndi hún að gera allt sem hún gat til að styrkja viðkomandi. Sem dæmi um þetta þá var hún ein af þeim fyrstu sem studdi börn frá þróunarríkjunum og það gerði hún fram á síðasta dag. Allar gjafir frá Guðnýju eru minnisstæðar og dýrmætar, því hún lagði ekki ein- ungis peningalega rausn í þær heldur líka svo mikla alúð. Það var raunar stórmerkilegt hvað hún gat valið fal- lega og passandi jafnt fyrir fullorðna, unglinga og börn. Þetta hefst ekki nema með mikilli ástúð og næmni sem endurspeglaðist m.a. í gjöfunum frá henni. Menning og listir voru of- arlega í hennar huga, sem lýsir sér í því að oft fylgdu með fagrir silfur- munir og góðar bókmenntir, því hún vildi viðhalda þeim menningarbrag sem hún hafði vanist á heimili for- eldra sinna. Guðný átti einstaklega fallegt og hlýlegt heimili á Bergstaða- strætinu. Þar endurspeglaðist smekkvísi hennar og snyrtimennska. Á „Bestó“ var einstakur menningar- bragur. Þegar hún bauð heim þá var ekkert til sparað og sérstakur „klassi“ yfir öllu, eins og henni einni var lagið. Hún lagði mikið upp úr að viðhalda fallegum borðsiðum sem og öðrum góðum siðum. Guðný starfaði hjá Ríkisféhirði í Arnarhvoli mest alla sína starfsævi. Það hefur örugglega verið mikil gæfa fyrir ráðuneytið að hafa starfskraft eins og hana, því vandvirkari og þjón- ustulundaðri manneskja held ég að sé vandfundin, enda eignaðist hún marga góða vini í tengslum við starf sitt. Ég var svo heppin að við Guðný unnum í sama húsinu, þ.e. Arnarhvoli, í tæpan áratug og þá snæddum við saman hádegisverð á hverjum virkum degi. Það voru góðir og þroskandi tímar fyrir unga stúlku eins og mig, mikið spjallað og ætíð uppbyggilegar samræður þar sem Guðný átti hlut. Guðný greindist með hjartagalla, þ.e. galla í hjartaloku, þegar hún var á sjötugasta ári. Talið var að hún hefði haft þetta frá fæðingu. Það er alveg óskiljanlegt hverju hún gat áorkað í lífi sínu haldin þessum alvarlega sjúk- dómi. En andlegi krafturinn og lík- amlega seiglan bar hana alla leið. Hún gekkst undir uppskurð í London vor- ið 1989 þar sem hún fékk nýja hjarta- loku og hefur það líklega bjargað henni síðustu árin. Með virðingu og söknuði kveð ég tengdamóður mína og þakka góðu stundirnar sem við áttum saman og allt sem hún kenndi mér. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (M. Joch.) Katrín Guðmannsdóttir. Þar sem við tökum lífinu sem sjálf- sögðum hlut kemur dauðinn okkur alltaf í opna skjöldu. Við erum aldrei viðbúin honum. Sú varð einnig raunin þegar mér barst sú fregn að elskuleg föðursystir mín, Guðný Magnúsdótt- ir, væri látin. Guðný var fædd og alin upp á Eski- firði, elst fjögurra barna hjónanna Magnúsar Gíslasonar sýslumanns og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Hún var skírð í höfuðið á móðurömmu sinni, Guðnýju Þorsteinsdóttur, pró- fastsfrú á Norðfirði. Hún var alin upp við mikið ástríki foreldra sinna og ömmu Guðnýjar, sem flutti til þeirra þegar hún varð ekkja. Þeirri ást og hlýju sem hún naut í föðurgarði bjó hún að alla ævi, og fjöl- skylduböndin voru sterk. Þegar faðir hennar varð skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu og fjölskyldan flutti til Reykjavíkur var ekki um annað að ræða en þau byggju öll í sama húsi. Og þar byrjaði hún búskap með manninum sínum, Guðjóni Stein- grímssyni. Þau eignuðust fjögur börn, Magnús, Steingrím, Sigríði og Ingólf. Magnús var fyrsta barnabarn afa og ömmu og mikið með hann látið. Segir sagan að þegar hann grét úti í vagninum hafi hlaupið af stað eigi færri en fjórar konur: mamma hans Guðný, amma hans Sigríður, langamma hans Guðný, auk Imbu, sem alla tíð bjó hjá fjölskyldunni. Svo ekki var hann látinn gráta lengi. Afa var umhugað um að halda fjöl- skyldunni saman og vildi hafa öll börnin sín hjá sér í húsinu. Á tímabili bjuggu á sitthverri hæðinni, auk afa og ömmu, systkinin þrjú, Guðný, Jón og Gísli, ásamt fjölskyldum sínum. Það var líf og fjör á Bergstaðastræti 65 á þessum árum og gaman að alast þar upp. Þar bjó Guðný síðan alla tíð og ól upp börnin sín fjögur að mestu leyti ein, og stundaði auk þess fulla vinnu utan heimilis. Guðný var ein af þessum traustu stoðum tuttugustu aldar sem fer óð- um fækkandi. Virðing, kurteisi og gott uppeldi voru þau manngildi sem voru í hávegum höfð. Aldrei skyldi hallmæla neinum, miklast af neinu, biðja um neitt eða skulda neinum. Guðný var mikil fjölskyldumann- eskja og vildi allt fyrir þá gera sem stóðu henni næst. Sjaldan hef ég séð aðra eins væntumþykju og þá sem hún sýndi systkinum sínum, Þor- björgu í veikindum hennar og Gísla föður mínum síðustu vikurnar sem hann lifði. Þá kom Guðný til hans dag hvern og var okkur öllum mikill styrkur að nærveru hennar. Guðný Magnúsdóttir var óvenju- lega glæsileg kona, hávaxin en fínleg, sérdeilis lagleg, fáguð og vel gefin, hafði góða kímnigáfu og sagði skemmtilega frá. Hún var afskaplega indæl heim að sækja og gat aldrei borið fram nema það besta sem til var. Ég þakka samfylgdina við merka konu. Rósa Gísladóttir. Guðný frænka var systir hans afa Gísla og bjó fyrir ofan ömmu og afa. Við systurnar, Helga, Guðrún og ég, fórum oft að heimsækja hana. Guðný var alltaf einstaklega góð og það var svo hátíðlegt að koma til hennar. Eftir að ég fluttist til Englands varð nátt- úrlega lengra á milli heimsókna en þegar við komum til Íslands í fríum heimsóttum við hana og ég sá í augum hennar og brosi að henni fannst gam- an að fá okkur til sín. Við urðum góð- ar pennavinkonur og Guðný skrifaði mér mjög skemmtileg og fróðleg bréf. Þegar ég fór að læra frönsku í skól- anum hér í Englandi skrifuðumst við stundum á á frönsku, þar sem Guðný kunni hana vel. Eitt sinn sendi hún mér vísu á frönsku sem pabbi hennar hafði kennt henni. Hann lærði vísuna af frönskum sjómanni þegar hann var sýslumaður á Eskifirði. Je vais ou le vent me mène, sans me plaindre ni m’effrayer. Je vais ou va toute des choses, ou va la feuille de rose, ou va la feuille du laurier. (Ég fer þangað sem vindurinn ber mig án þess að kvarta né óttast, ég fer þangað sem allir hlutir fara, þangað sem blað rósarinnar fer, þangað sem blað lárviðartrésins fer.) Ég mun alltaf sakna hennar Guð- nýjar frænku minnar. Þorgerður. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Guðnýjar Magnúsdóttur, einnar merkustu konu sem ég hef kynnst. Í hugskoti mínu er greypt mynd af henni gangandi eftir Grundarstígnum með Sigríði dóttur sinni, jafnöldru minni, þegar ég var átta ára gömul. Þær voru óvenjulegar á einhvern óút- skýranlegan máta, fyrir utan að vera glæsilegar. Stuttu síðar kynntist ég þeim báðum náið. Guðný var óvenjuleg kona. Með fasi sínu og viðmóti kallaði hún á virð- ingu. Á sinn hæga og blíðlega hátt kallaði hún það besta fram í manni. Hún var kennari í sér af Guðs náð enda fór saman góð greind og góð dómgreind. Hennar innri maður lýsti sér í öllu sem hún hlúði að og tók sér fyrir hendur. Börnin hennar bera vitni um það svo og barnabörnin. Að lokum langar mig að þakka fyrir ára- tuga kynni sem sannarlega bættu mig sem manneskju. Um leið bið ég Guð að geyma minningu hennar. Ættingj- um öllum sendi ég samúðarkveðjur. Herdís. Í veröld á hverfandi hveli er allt sem haustskýja sólroði brigðult og valt, og gæfan er brothætt sem glerið. En, tryggð þín og umhyggja aldrei mér brást, og ávallt í stóru og smáu hún sást, þó einkum við örlagaskerið. (Einar M. Jónsson) Elsku Guðný mín, það er komið að kveðjustund. Þau nærri þrjátíu og þrjú ár sem liðin eru frá okkar fyrstu kynnum þá kemur mér fyrst í hug þín eðlislæga góðvild, ljúfmennska og þinn frábæri húmor. Það var mikil gæfa fyrir mig og börnin mín að hafa þig, ömmu sína, hjá sér svo lengi og njóta alls sem þú hafðir að miðla, sá auður sem þú skildir eftir hjá þeim og mér verður ekki frá okkur tekinn. Með þessum orðum kveð ég þig með þakklæti, ég veit að þú ert nú á öðrum stað og laus úr viðjum veik- inda. Guð blessi þig og alla þá sem syrgja þig sárt. Berghildur Reynisdóttir. GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR ✝ Alda Snæhólmfæddist á Sneis í Laxárdal í Engihlíð- arhreppi í A-Húna- vatnssýslu 8. apríl 1916. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykja- vík 5. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Elín Kristín Guðmunds- dóttir Snæhólm og Halldór Halldórsson Snæhólm, búfræð- ingur og bóndi á Sneis. Systkini henn- ar eru Njörður, Guðmundur og Edda, en Kristín systir þeirra lést 1996. Árið 1953 gift- ist Alda Hermanni Einarssyni, fiski- fræðingi hjá Samein- uðu þjóðunum. Hann lést af slysförum 25.12. 1966. Síðustu æviár sín átti Alda samvistir og trygga vináttu við Guðmund Arnlaugsson, rektor Menntaskólans í Hamrahlíð. Hann lést 9. nóvember 1996. Alda verður jarð- sungin frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg frænka og vinkona hefur kvatt þennan heim eftir langa og við- burðaríka ævi sem náði frá Sneis í Laxárdal og út um allan heim. Alda var mikil heimskona því stórum hluta lífsferils síns varði hún með einginmanni sínum, Hermanni Ein- arssyni fiskifræðingi, í Suður-Amer- íku og víðar um heim þar sem hún drakk í sig menningu og lífsstíl þjóð- anna. Hún var einnig listamaður góður og endurspeglaðist þessi hluti ævi hennar mikið í listsköpun henn- ar. Alda frænka var sérstakur per- sónuleiki, hæglát, lét ekki mikið fyrir sér fara en ávallt var stutt í brosið. Tungumál voru henni hugleikin og oft studdi hún af alúð við bakið á þurfandi nemendum ef svo bar und- ir. Hún var tíður gestur á heimili bróður síns og mágkonu á Mána- brautinni í Kópavogi enda alltaf trygg fjölskyldu sinni. Nú hefur hún fengið hvíldina en síðastliðin ár hafa verið henni erfið. Við kveðjum hana með virðingu og þökkum henni sam- fylgdina. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þórunn, Harald Snæhólm og fjölskylda. Það haustar að. Laufblöðin falla smátt og smátt. Litadýrð trjánna er ótrúlega fögur. Hún er einnig fögur minningin um kæra mágkonu og systur, Öldu Snæhólm, sem nú hefur kvatt okkur. Hún var afar sérstæð kona. Hafði til að bera fjölmarga kosti. Greind og vel menntuð. Alda Snæhólm hafði á valdi sínu fjölmörg tungumál og vann reyndar við leið- sögn um landið með erlenda gesti. Henni var margt til lista lagt. Lista- kona í þess orðs fyllstu merkingu og mikil heimskona. Hún ferðaðist um allan heim og dvaldi langdvölum er- lendis með eiginmanni sínum, sem vann hjá Sameinuðu þjóðunum, m.a. í Suður-Ameríku og víðar. Minning- arnar eru margar og góðar um kæra systur og mágkonu. Henni fylgja miklar þakkir fyrir allt. Guð blessi hana. Sunneva og Guðmundur Snæhólm. ALDA SNÆHÓLM MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu hand- riti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.