Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
24 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hverfisgötu 18, s. 530 9314
Brasilísk helgi
11.-13.október
Brasilískur gestakokkur
kemur okkur á óvart.
Capoeira sýning
(brasilísk bardaga/danslist)
föstudag kl. 22.
Bossa Nova hljómsveit
laugardag kl. 22.
Stærsti vinnustaður
heims er orðinn hljóðlaus
héð.gag
g
Ra
uð
ar
ár
st
íg
ur
Þv
er
ho
lt
lt St
Stan
Skipholt
Brautarholt
at
ún
Laugave
Hát
M
Sa
B
H
öf
ða
tú
n
Sæt
únSkúlatún
Skúlagata
eintún
HLEMMUR
M
jö
ln
is
h.
Sýning
um helgina
á milli
kl. 10-16
Invita sýnir nú um helgina nýja skúffu-
hemlunarbúnaðinn - „Ljúfskúffulokun-
ina“ - sem lokar skúffunum þínum leik-
andi létt og ljúft. Reyndu og hlustaðu -
upplifðu kyrrðina í eldhúsinu.
Tökum ennþá gömlu eldhúsinnrétting-
una upp í nýja.
Ýmis tilboð einungis um þessa helgi.
- persónulega eldhúsið
ELDASKÁLINN
Brautarholti 3 • 105 Reykjavík
Sími: 562 1420 • Fax: 562 1375
Netfang: eldask@itn.is
www.invita.com
Hér erum við:
VÍSITALA neysluverðs miðuð við
verðlag í októberbyrjun 2002 var
224,1 stig og hækkaði um 0,54% frá
fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs
án húsnæðis var 222,4 stig og hækk-
aði um 0,59% frá fyrra mánuði. Þetta
er talsvert meiri hækkun en meðal-
tal spágilda markaðsaðila sem lágu á
bilinu 0,3–0,5 prósentustiga. Í frétt
frá Hagstofu Íslands kemur fram að
hærra verð á fötum hafi haft mest
áhrif á hækkunina nú en að loknum
sumarútsölum hækkaði verð á fötum
og skóm um 4,9% (vísitöluáhrif
0,27%).
Vísitala neysluverðs hefur hækkað
um 2,9% síðustu 12 mánuði
Í Morgunkorni Kaupþings kemur
fram að miðað við þessa mælingu
hefur neysluverð hækkað um 2,9%
síðastliðna tólf mánuði og því vanti
enn nokkuð upp á að verðbólga fari
undir markmið Seðlabanka Íslands.
Undanfarna þrjá mánuði hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 0,5%
sem jafngildir 2% verðbólgu á ári.
Greiningardeild Kaupþings spáði
0,3% hækkun og skýrir talsvert
meiri hækkun á verði á fötum og
skóm en gert hafði verið ráð fyrir í
spánni að mestu spáskekkjuna. Verð
á matvælum hækkar um 0,25% en
þar má meðal annars nefna græn-
meti, brauðmeti og olíur sem leiða til
þessarar hækkunar. „Óneitanlega
vekur ávallt athygli þegar niður-
staða mælingar neysluverðs fer út
fyrir spágildi fjármálastofnana en á
undanförnum misserum hefur hvort
tveggja orðið tilhneiging til að bil
spágilda hafi þést og mánaðarmæl-
ingin hefur fallið innan þess ramma.
Engu að síður er ástæðulaust að
túlka mælinguna nú sem óvænt
verðbólguskot þótt hún sé lítils hátt-
ar yfir væntingum. Væntanlega hef-
ur verið talsverð uppsöfnuð þörf til
hækkunar á fataverði eftir að kast-
ljósið beindist mjög að verðlagsmál-
um allt þetta ár, en þessi liður fór
heldur hærra upp en gert hafði verið
ráð fyrir. Þá er rétt að hafa í huga að
september og október eru hefð-
bundnir hækkunarmánuðir vegna
árstíðabundinnar sveiflu, en þá eru
haust- og vetrarvörur kynntar til
sögunnar og ýmis þjónustugjöld
hækka jafnan áður en horfst er í
augu við komandi vetur. Ýmislegt já-
kvætt kemur hins vegar einnig fram
í þessari mælingu, til að mynda hæg-
ir verulega á hækkun á fasteigna-
verði sem nú mælist 0,4% en var
1,5% í síðasta mánuði. Fróðlegt
verður vitanlega að sjá viðbrögð
Seðlabanka Íslands við þessari mæl-
ingu, en rétt er að rifja upp að bank-
inn hélt ótrauður áfram lækkunar-
ferli stýrivaxta í september þrátt
fyrir að vísitala neysluverðs hafi
einnig hækkað lítillega meira en
spár greiningaraðila gerðu ráð fyr-
ir,“ að því er segir í morgunpunktum
Kaupþings.
Spá greiningardeildar Búnaðar-
banka Íslands hljóðaði upp á 0,4%
hækkun vísitölunnar. Mismunurinn
er því 0,14%.
Samkvæmt upplýsingum frá
greiningardeild Búnaðarbankans
felst spáskekkjan fyrst og fremst í
liðunum húsgögn og heimilisbúnað-
ur og í kaupum á bifhjólum. „Það
sem virðist vera að gerast í þessum
liðum er að verðlækkun í september
er að ganga til baka. Verð er nú orðið
svipað og það var í sumar. Af þessu
má draga þá ályktun að við höfum
skrifað of stóran hluta af hagstæðri
verðþróun í september á gengis-
hækkun krónunnar. Hér hafi fremur
verið um útsölur að ræða t.d. bæði á
húsgögnum og mótorhjólum. Þótt
þetta þýði að verð þessara liða er
hærra en ella eru engar vísbending-
ar um að um undirliggjandi þrýsting
sé að ræða. Þróunin er því ekki al-
varleg.
Einn liður kom þó á óvart og það
var hækkun á verði á veitingahúsum
um 2,2% sem olli 5 punkta hækkun
vísitölunnar.
Niðurstaðan er því sú að mælingin
ætti ekki að hafa áhrif á gengi krón-
unnar og ætti ekki að hafa áhrif á
vaxtalækkunarferli Seðlabankans,“
samkvæmt upplýsingum frá grein-
ingardeild Búnaðarbankans.
Hækkunin á vísitölu neysluverðs
var í takt við spá Landsbankans, en
hann spáði 0,5% hækkun.
ASÍ mun fylgjast grannt
með breytingum á vísitölunni
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
segir að hækkunin á vísitölunni nú sé
meiri en ASÍ hafi átt von á. „Helm-
ing hækkunar má rekja til fatnaðar
og er þetta annar mánuðurinn í röð
sem helsta skýringin á breytingu
vísitölunnar sé vegna þess liðar. Nú
ætti þetta að vera að baki og munum
við fylgjast grannt með þróun mála.
Aðrir liðir koma hins vegar ekki á
óvart.“
Grétar segir verðhækkun hús-
næðis áhyggjuefni en fasteignaverð
hafi farið hækkandi allt þetta ár.
„Maður áttar sig ekki alveg á skýr-
ingunum en það er hins vegar vand-
séð hvar þær á að finna. Helsta skýr-
ingin er væntanlega mikil sala á
húsnæði og stjórnast því af mark-
aðnum. Verðhækkanir á fasteignum
fyrir tveimur til þremur árum voru
eðlilegar en nú er eins og þær séu
komnar út fyrir eðlileg mörk. Al-
mennt séð þá er hækkun vísitölunn-
ar nú heldur meiri en við áttum von á
og þá sér í lagi áhrif fatnaðar. En sú
hækkun ætti að vera búin að skila
sér og því mun hækkun vísitölu
neysluverðs væntanlega vera mun
minni að mánuði liðnum,“ segir Grét-
ar.
Fráleitt að hækkunin verði mikil á
næstu tveimur mánuðum
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir að hækkunin nú
komi ekki á óvart þar sem vitað var
að útsölulok á fatnaði og skóm
myndu hafa veruleg áhrif á vísitöl-
una nú.
„Þessi hækkun breytir því ekki að
útlit er fyrir að verðbólgumarkmið
Seðlabankans fyrir árið í ár náist,
það er verðbólgan verði undir 2,5% í
árslok. Í nóvember og desember í
fyrra hækkaði vísitalan um 0,4 og
0,5% en það er fráleitt að hækkunin
verði svo mikil í ár. Áður en verðból-
gukúrfan tók að rísa fyrir þremur ár-
um var yfirleitt óbreytt eða lækk-
andi verðlag í þessum mánuðum
vegna tilboða í kringum jólin.“
Að sögn Hannesar er athyglisvert
að sjá að það er að hægja á hækkun á
húsnæðisliðnum sem stendur nú að
baki helmingi hækkunar vísitölunn-
ar á árinu. „Ef við lítum á vísitölu
neysluverðs án húsnæðis þá er hún
nú 0,6% hærri en í ársbyrjun sam-
anborið við 1,2% hækkun vísitölunn-
ar í heild.“
Hannes segir að breytingar hinna
ýmsu þjónustuliða séu til vitnis um
að hér ríkir stöðugt verðlag. „Verð
hækkar og lækkar á víxl á markaðn-
um og því ríkir ekki verðbólguástand
lengur á Íslandi,“ segir Hannes.
Vísitala neysluverðs hækkar um 0,54% milli mánaða
Helmingur hækkun-
ar vegna útsöluloka
!
"
#
$%"&' (
)
$%"
()*"%' +*+ , #
,$*"
&"*
#!'
*
-
!"#
"
."
"/)
-0)"
)
$%&
! '()*)
+, + -
$*
"'
1'
2" ,
!"#$%$
&'(!%)'*+!
,-.
3
. $
/012
/ 3
. 0
4 3 ,
3 -
4
3 -
3
.
3
/ $
4 . $
3
ingafélags, fyrirtæki kennd við Sam-
vinnuhreyfinguna og Grandi og fé-
lög sem Grandi á stóra eignarhluti í.
Greiningardeild BÍ telur enn
nokkurt svigrúm fyrir Eimskip í
uppsjávarfiski til að styrkja frekar
þann uppsjávarhluta sem kemur inn
í samstæðuna með kaupum á meiri-
hluta í Haraldi Böðvarssyni hf. Enn-
fremur telur greiningardeild BÍ að
samanlögð aflahlutdeild Samherja
og félaga sem Samherji tengist með
beinum eða óbeinum hætti sé ná-
lægt þeim mörkum sem lög kveða á
um og því ekki mikið svigrúm til
frekari stækkunar fyrir Samherja.
Hagræðingarmöguleikar
í fjárfestingum Afls
Þá telur greiningardeild að rekst-
ur þeirra félaga sem Afl fjárfesting-
arfélag hefur fjárfest í, þ.e. Þormóðs
ramma-Sæbergs, Þorbjarnar-Fiska-
ness, Hraðfrystihússins Gunnvarar
og Guðmundar Runólfssonar, falli
ágætlega saman og með sameiningu
þeirra væri hægt að ná fram veru-
legri hagræðingu, sérstaklega í út-
gerðarhlutanum og líklegt að fyr-
irætlan forsvarsmanna Afls sé að ná
meirihluta í félögunum í því augna-
rmiði að sameina þau undir eitt öfl-
ugt félag. Sameinað félag hefði yfir
að ráða 57 þúsund tonnum af afla-
heimildum í þorskígildum eða ríf-
lega þá hlutdeild sem leyfileg er og
þyrfti félagið því að selja eitthvað af
heimildum frá sér, sérstaklega í
rækju.
Af þeim sjávarútvegsfélögum sem
kennd eru við Samvinnuhreyfinguna
eða S-hópinn svokallaða, telur grein-
ingardeild BÍ að sjá megi fyrir sér
ENN eru margir möguleikar á sam-
einingum og samstarfi fyrirtækja í
sjávarútvegi og gera má ráð fyrir að
til tíðinda dragi hjá félögum á borð
við Granda, Afli fjárfestingarfélagi
og félögum tengdum Samvinnu-
hreyfingunni eða S-hópnum svokall-
aða. Þetta er mat greiningardeildar
Búnaðarbanka Íslands og kemur
fram í mánaðarriti bankans. Þar
segir að afkastageta í sjávarútvegi
sé víða vannýtt og því miklir mögu-
leikar á hagræðingu í einstökum
vinnsluþáttum. Á undanförnum
misserum hafi fimm stórir hópar
fjárfesta aðallega látið til sín taka í
fjárfestingum í sjávarútvegi og séu
tengsl innan þessara hópa í gegnum
eignarhald með beinum eða óbein-
um hætti. Þetta eru Eimskip, Sam-
herji og félög sem Samherji á stóran
hlut í, fyrirtæki í eigu Afls fjárfest-
sameiningu Fiskiðjunnar Skagfirð-
ings, Skinneyjar-Þinganess og
Vinnslustöðvarinnar. Sameinað fyr-
irtæki hefði til ráðstöfunar um 30
þúsund tonn af aflaheimildum í
þorskígildum.
Þá telur deildin að fjárhagsleg
staða Granda sé nú mjög sterk og
þess vegna sé þess beðið með tals-
verðri eftirvæntingu hvert næsta
skref félagsins verður. Grandi eigi
m.a. 21% hlut í Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar, um 15% hlut í Hraðfrysti-
húsinu Gunnvöru, 11,5% hlut í Ís-
félagi Vestmannaeyja og um 10%
hlut í Sölumiðstöð Hraðfrystihús-
anna. Nú þegar ljóst sé að ekkert
verði af samruna Granda og HB, sé
líklegt að Grandi horfi til þessara
eignarhluta.
Sameiningar við
sölusamtökin hugsanlegar
Greiningardeild BÍ telur vel koma
til greina að sölusamtök sjávaraf-
urða, SH og SÍF, renni hvort fyrir
sig inn í einhverja af þeim samstæð-
um sem eru að myndast í íslenskum
sjávarútvegi. Leiða megi að því lík-
um að hlutverk sölusamtakanna hér
á landi fari minnkandi og að með
stækkun eininga í sjávarútvegi muni
fyrirtækin í auknum mæli selja sjálf
beint inn á erlenda markaði eða í
gegnum söluskrifstofur erlendis.
Bæði félögin hafi orðið fyrir tekju-
samdrætti og framlegð þeirra sé
minni en reiknað hafi verið með. Í
ljósi þeirra miklu viðskipta sem ver-
ið hafi með bréf SÍF undanfarið sé
líklegt að stærri einingar í sjávar-
útvegi séu að horfa til hugsanlegrar
sameiningar við SÍF.
Enn möguleikar á frekari
sameiningum í sjávarútvegi