Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 39 Í SALNUM Íslensk grafík í Hafn- arhúsinu stendur nú yfir ljósmynda- sýning Kristjáns Logasonar, Stórt skref. Í tengslum við hana hefur hann nú opnað sýningu á myndunum á vefnum á slóðinni http://www.aur- ora.is. Myndasýning á Netinu PÓLSKI píanóleikarinn Teresa Kaban og flautuleikarinn Henryk Blazej, landi hennar (og ektamaki skv. Stað og stund, upplýsingaveitu Morgunblaðsins á Netinu), héldu tónleika í Salnum á dögunum. Því miður við mun dræmari aðsókn en verk og flutningur áttu skilið. Chop- in stendur alltaf fyrir sínu sem einn fremsti píanóhöfundur rómantíska skeiðsins, og var hann einráður í fyrri hluta. Verkin fyrir flautu og pí- anó sem komu eftir hlé voru ekki síð- ur skemmtileg; leikandi létt og að- gengileg viðfangsefni við flestra hæfi og dæmigerð dagskrá fyrir vandaða klassíska sumartónleika. En svona er enn hinn harði raunveruleiki í sí- vaxandi tónleikaframboði Reykja- víkur og nærsveita, þar sem tónlist- arunnendur missa oftar en tárum taki af góðri upplifun þá sjaldan er- lendir hljómlistarmenn sækja okkur heim. Ekki bætur úr skák ef viðkom- andi nöfn eru miðlungi kunn hér- lendis og kannski enn minna auglýst. Mun sú dapra staðreynd tæplega fallin til að auka orðspor íslenzks tónlistarlífs og draga úr einangrun þeirri frá alþjóðamenningarstraum- um sem áður fyrr helgaðist einkum af hnattstöðu landsins. Píanóverk Chopins sem Teresa Kaban lék fyrir hlé voru misstórar en sígildar meistarasmíðar og öll vel þekkt. Hófst hún handa með hinu mikla Scherzo í b Op. 31, en síðan fylgdu Noktúrnan í F Op. 15, þrjár Prelúdíur úr Op. 28, þ.e.a.s. nr. 4, 6 og 15 (hin vinsæla „Regndropapre- lúdía“ frá Majorkudvölinni vetrar- löngu 1838), Impromptu-Fantasían í cís Op. 66 og loks „Hetju“-Pólónesan í As Op. 53. Miðað við hvað frúin gat leikið nettilega í samleik við flautuna í seinni hlutanum kom, skoðað aftur á bak, á óvart hvað leikur hennar í einkum fyrstu Chopin-verkunum var harður undir hlust og mótunin stundum reikul og allt að því rysjótt í rytma. Rúbató-túlkun á skjön við „breiðasta meðalveginn“ getur vissulega oft reynzt fersk og heillandi, en í þessu tilviki hljómaði útkoman eiginlega meira skringileg en músíkalskt sannfærandi í eyrum undirritaðs. Ekki vantaði þó stál- fingraðan kraftinn í styrkrisum, og þaðan af síður áræði í tempóvali á tæknilega krefjandi verkum eins og Scherzóinu og Pólónesunni, enda fuku fáeinar finkur þegar mest á gékk. Þegar frú Kaban kynnti breytta niðurröðun frá prentaðri dagskrá eftir hlé, er hætt við að sumir hlust- endur hafi ruglazt í ríminu, enda heyrðist kynningin illa og fæst verk- in dagfarstöm öðrum en sérstökum unnendum flautubókmennta. Stykkjunum eftir Ibert og Enescu var skotið aftur fyrir fjórþætta Són- ötu Tadeuszar Szeligowskis frá 1953. Hún reyndist bráskemmtileg áheyrnar, stíllinn nýklassískur og nykurvakurt valhoppandi af prókofj- efsku scherzando-fjöri í útþáttum. Á rólegri stöðum sýndi Henryk Blazej hrífandi dýnamískan leik allt niður í vart heyranlegan styrk, sem vel að merkja þykir ólíkt eðli hljóðfærisins og að sama skapi vandframkallað, en hafði ekki síður eldsnögga tvítyngingu á valdi sínu með leiftr- andi örum stakkatóblæstri eins og vel kom fram af hraðsaumuðum lokaþættinum. Sónatínan tvíþætta eftir Jacques Ibert, „Jeux“, var ým- ist fjaðurspræk eða flæðandi im- pressjónísk, og hið ljóðrænt syngj- andi síðrómantíska Cantabile og Presto eftir rúmenska Parísarútlag- ann Georghiu Enesco var svo kunn- áttusamlega skrifað fyrir hljóðfærin að furðu gegndi fyrir höfund sem ku aðeins hafa samið þetta eina verk fyrir téða áhöfn. Lestina ráku Þrjú brot eftir pólska módernistann Witold Lut- oslawski. Stíllinn var impressjón- ískuleg nýklassík enda verkið samið á 4. áratug 20. aldar. Þá var höfund- ur kornungur en tónmálið samt kom- ið býsna langt frá síðrómantískum grunni dúrs og molls. Pólverjarnir fóru hér á miklum og samstilltum kostum með vellandi fjörugri túlkun – og með svo fínlegri fágun á kyrrlát- ari andrám slaghörpunnar að Chop- in-píanisti fyrri hlutans þekktist varla aftur. Á kostum í kyrrþeyTÓNLISTSalurinn Píanóverk eftir Chopin; verk fyrir flautu og píanó eftir Ibert, Enescu, Szeligowski og Lutoslawski. Henryk Blazej flauta, Teresa Kaban píanó. Miðvikudaginn 25. september kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson KAMMERKÓR Reykjavíkur er nýr kór á höfuðborgarsvæðinu sem er að hefja starfsemi sína. Kórinn er skipaður fólki sem hefur mikla reynslu af kórsöng eða hefur lært að syngja og mun verkefnaval taka mið af því, m.a. er stefnt á stóra styrktartónleika í samvinnu við ýmsa aðila. Enn eru nokkur pláss laus í kórn- um og geta áhugasamir farið í prufusöng í Safnaðarheimili Laug- arneskirkju kl. 17 í dag, föstudag. Vantar raddir í nýjan kammerkór ♦ ♦ ♦ AUKASÝNING á Gestinum á Litla sviði Borgarleikhússins verður á sunnudagskvöld, en Gunnar Eyj- ólfsson, sem fer með hlutverk Sig- mund Freud, er í þann veginn að leggja land undir fót með landslið- inu í skák og verður því ekki á landinu næstu vikurnar. Ingvar Sigurðsson fer með titilhlutverkið, Gestinn, en einnig leika þau Krist- ján Franklín Magnús og Jóna Guð- rún Jónsdóttir í sýningunni. Leik- stjóri er Þór Tulinius. Aukasýning á Gestinum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.