Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sveinbjörg Sverr-isdóttir fæddist í Reykjavík 4. apríl 1950. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 3. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Sverrir P. Jónasson, f. 8. nóv- ember 1925, og Sig- rún Magnúsdóttir, f. 5. júlí 1927. Systkini hennar eru: 1) Reyn- ir, f. 8. apríl 1949, kvæntur Vilborgu Jó- hannsdóttur. 2) Helgi, f. 30. mars 1957, kvæntur Björgu Guðmundsdóttur. 3) Sigrún, f. 26. nóvember 1966, d. 5. febrúar 1999. Sveinbjörg giftist 16. ágúst 1974 Símoni Björnssyni, f. 18. maí 1951. Foreldrar hans eru Björn Símonarson, f. 16. ágúst 1916, d. 4. febrúar 1964, og Sig- urlaug Gísladóttir, f. 25. september 1920. Börn Sveinbjargar og Símonar eru: Helga Þórhallsdóttir Símonardóttir, f. 7. mars 1970, gift Ein- ari R. Ísfjörð, Björn, f. 18. maí 1974, kvæntur Söru Dögg Gylfadóttur, og Sverrir Pétur, f. 5. nóvember 1975, í sambúð með Birtu Rós Sigurjóns- dóttur. Útför Sveinbjargar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma mín. Mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Nú er þrautagöngu þinni lokið, síðustu tæp tvö ár hafa verið erfið, bæði þér og okkur sem nán- ast þér stóðum. Ég hugsa: Af hverju mamma mín? Þú áttir þetta ekki skilið, af hverju ekki einhver annar, maður verður sjálfselskur á svona stundum. Þú varst ekki bara mamma mín, þú varst líka besta vinkona mín. Við áttum svo margar góðar stundir saman, og þeirra mun ég alla tíð minnast og geyma í hjarta mínu. Alltaf gat ég leitað til þín þegar eitthvað bjátaði á hjá mér, þú varst alltaf tilbúin að rétta mér hjálparhönd, og er ég svo þakklát fyrir það. Ég átti góða æsku, þið pabbi voruð dugleg að ferðast með okkur systkinin. Allar tjaldútilegurnar og löngu sunnu- dagsrúntarnir. Þér fannst svo gam- an að ferðast og fara í veiðiferðir. Ykkur pabba fannst svo notalegt að sitja úti í náttúrunni um miðja nótt með veiðistangir í hendi, og skipti engu máli þótt ekki biti á, bara að fá að sitja úti í náttúrunni. Þið funduð ykkur góðan stað fyrir hjól- hýsi vestur á Snæfellsnesi, og nokkrum árum seinna var byrjað að reisa bústað. Þið pabbi unnuð hörðum höndum við að gera bú- staðinn fokheldan svo hægt væri að vera í honum sem fyrst. Við höfum átt svo margar góðar stundir þar saman. Hann er ekki alveg tilbúinn en við komum til með að hjálpa pabba að klára hann og gera nota- legt, eins og þú vildir. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan þú lést mig hafa mynd sem þú varst að enda við að sauma og baðst mig að hengja hana upp í eldhúsinu í bú- staðnum. Það verður mitt fyrsta verk næst þegar við förum vestur. Þú varst svo lagin í höndunum, öll fötin sem þú saumaðir á okkur systkinin þegar við vorum yngri og svo síðar á barnabörnin. Alltaf að sauma falleg föt eða prjóna vett- linga og sokka sem komið hafa sér vel. Í fyrrahaust tókum við okkur til og fórum að föndra úr tré, og áttum við góðar stundir saman úti í bílskúr hjá mér. Það eru mörg verk eftir þig enn úti í bílskúr og mun ég koma þeim fyrir á góðum stað. Við áttum gott með að tala saman og met ég mikils vinskapinn milli okkar og allar góðu stundirnar. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku mamma mín, við munum hitt- ast aftur síðar. Þín dóttir Helga Þórhallsdóttir. Gæda mín, ég kynntist þér og Símoni um svipað leyti og ég kynntist henni Helgu dóttur ykkar. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn og fá kaffi (og smá- nammi) og sofna svo í gráa stólnum í stofunni. Bæði þú og Símon voruð okkur Helgu alltaf innan handar, sama hvað það var. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af honum Símoni því við munum vera honum innan handar. Það er ávallt erfitt að kveðja góðan vin, hvað þá vin sem er tengdamóðir manns líka. Elsku Gæda mín, Guð geymi þig. Einar R. Ísfjörð. Elsku besta amma mín. Ég sakna þín svo sárt. Ekki veit ég af hverju þú varðst veik. Það er svo leiðinlegt að geta ekki heimsótt þig. Það var svo gaman að tala við þig. Þú varst svo rosalega góð og skemmtileg við mig. Það var líka gaman að gista hjá þér. Mér fannst líka alltaf gaman að spila við þig. Mér þykir alveg rosalega vænt um allt sem þú hefur búið til handa mér og gefið mér, treflana, ull- arpeysurnar, prjónadúkkurnar og púðana, ég mun passa vel uppá þetta allt saman. Þú varst besta amma mín og engin mun koma í staðinn fyrir þig. En ég veit að þú munt alltaf fylgja mér þar til við hittumst aftur. Mundu það að mér þykir alltaf jafn vænt um þig. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Elsa Björk. Elsku amma Gæda. Ég skil ekki alveg að þú sért farin frá mér. Mamma og pabbi segja að þú sért farin til Guðs, og hann ætlar að passa þig núna. Það var alltaf svo gott að kúra í fanginu hjá þér, þú varst svo góð við mig. Hjá þér fékk ég að búa til kakóið sjálfur og finna mér kex í skápnum, það fannst mér svo gaman. Ég elska þig, amma mín. Þinn Ágúst Ísfjörð. Elsku amma Gæda. Þú varst alltaf svo góð við mig og það var svo gaman þegar þú varst hérna hjá okkur. Það var líka svo skemmtilegt með þér og afa í sveit- inni. Mér fannst alltaf svo gott að kúra hjá þér og þú varst alltaf svo góð að spila við mig. Hjá þér fékk ég líka alltaf kakó og kex. Ég á alltaf eftir að sakna þín, amma mín. Þinn Símon. Allt er í heiminum hverfult. Tím- inn flýgur áfram og sjálf fljótum við með án þess að staldra við. En síðan gerist eitthvað og þá hrökkv- um við upp og förum að hugsa. Hvar erum við stödd í þessum darraðardansi? Það var í gær, að við vorum ung og ekkert gat breytt því, en í dag er samt allt breytt. Það verður dauðsfall í fjölskyld- unni, allt er breytt. Við stöndum eftir og förum að hugsa, jafnaldra okkar er látin. Sveinbjörg Sverr- isdóttir mágkona/svilkona er fallin fyrir þessum hræðilega sjúkdómi sem tekur svo marga í blóma lífs- ins. Hugurinn reikar til baka. Símon og Gæda, það er ekki hægt að segja annað nafnið nema hitt fylgi eftir. Símon og Gæda, Gæda og Símon. Þessi hjón voru óaðskiljanleg, alltaf saman. Við munum það svo vel, á góðum stundum þegar við gáfum okkur tíma til að spjalla saman um börnin og lífið. Þau voru fyrir hvort annað og erfiðleikar lífsins bundu þau enn sterkari böndum. Mörg sambönd rofna og slitna við áreynslu lífsins, en ekki þeirra. Við hjónin sögðum þegar við fréttum að Gæda hefði greinst með krabbamein að þetta væri ekki sanngjarnt. En hvenær hefur lífið verið sanngjarnt? Símon var ekki gamall þegar ósanngirni lífsins laust hann fyrsta högginu. Aðeins 12 ára gamall missti hann föður sinn og þau voru 12 systk- inin, Símon sjötti í röðinni. Sá yngsti aðeins tveggja ára. Á þess- um árum var ekki rætt um hlutina, þeir voru svona og fjölskyldan reyndi að komast af. Sárin voru til staðar og það myndaðist hrúður, dökkt svart hrúður, en sárin greru aldrei. Smyrslin sem til eru nú þekktust ekki þá og enginn ræddi við börn um reynslu þeirra af föð- ur- eða móðurmissi. Símon fann sér lífsförunaut sem var Gæda og sam- an sköpuðu þau sér nýtt líf, eign- uðust börn, byggðu hús og lífið rann sinn veg. Einn dag kemur reiðarslag yfir ungu fjölskylduna, Símon fær enn staðfestingu þess að lífið er ekki sanngjarnt. Hann lend- ir í hræðilegu vinnuslysi. Nánast hvert bein brotnar í líkama hans og það tekur mörg ár að komast til heilsu. Sú heilsa varð aldrei sú sama og áður. Sárara var samt að upplifa breyskleika mannanna þeg- ar réttlætinu skyldi fylgt eftir og reynt að fá bætur vegna þeirra mannlegu mistaka sem leiddu til þess að slysið varð. Þá stóðu Símon og Gæda ein og þeir sem gátu stað- ið með þeim og vitnað um sannleik- ann brugðust. Þau hjónin voru mörg ár að ná sér eftir þann harm- leik. Þau misstu húsið og erfiðleik- arnir urðu verri og verri ofan á allt annað. En þarna sást eins og oft áður hve sterk þau voru saman. Gæda stóð eins og klettur við hlið manns síns. Enn á ný hefur þessi harði ósanngjarni heimur slegið til Sím- onar og nú tekið Gædu frá honum. Það er erfitt að hugsa sér Símon án Gædu. En svona er lífið, Símon sat við hlið elskunnar sinnar í gegnum veikindin og hélt í hönd hennar. Hann var reiður fyrir hennar hönd og þoldi ekki að sjá hana þjást, en hann sat hjá henni til síðustu stundar og enn á ný þarf Símon að horfast í augu við harðan, kaldan heim og nú án konunnar sem helg- aði honum líf sitt. Það er óhugsandi að sjá þau ekki saman aftur. Hlæja saman á leið að bæta við bústaðinn sinn í sveitinni. Brosa að eigin hug- myndum og uppátækjum. En alltaf saman, þau voru eitt. Við kveðjum Gædu með þessum fátæklegu orð- um. Við eigum góðar minningar um hana, en alltaf við hlið Símonar. Símoni, börnum, barnabörnum, for- eldrum og öðrum vinum og vanda- mönnum, vottum við samúð okkar. Hvíl í friði. Halldór og Abelína Hulda. Elsku Gæda. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þig í dag. Þú hefur nú sofnað svefninum langa eftir erfið veikindi. Aldrei heyrðist eitt einasta æðruorð frá þér allan þann tíma og þó vissum við að oft varstu sárþjáð. En nú hefur þú fengið hvíldina og eftir sitja minningarnar sem hvert og eitt okkar á um þig. Ég minnist þín fyrst og síðast sem einstaklega ljúfrar og góðrar manneskju, sem aðeins sá góðu hliðarnar á mönnum og málefnum. Þannig var það einn- ig þegar við vorum að alast upp í vesturbænum í Reykjavík. Ég veit að ég gat verið fyrirferðarmikill í okkar samskiptum, en þú þessi hægláta og hógværa stelpa sem alltaf varst tilbúin að fyrirgefa. Mörgu væri hægt að segja frá í samskiptum okkar fram á ung- lingsár, þó ekki verði það rakið hér. Þó verður að minnast einstakrar umhyggju þinnar fyrir yngri systk- inum okkar, Helga og Sigrúnu. Þar varst þú í aðalhlutverki við að gæta þeirra, meðan ég hafði oftast eitt- hvað þarfara fyrir stafni! Enda voru þau afar hænd að þér. Svo liðu árin við leik og störf og þú kynntist manninum þínum hon- um Símoni sem staðið hefur sem klettur við hlið þér. Saman eigið þið þrjú mannvænleg börn og fjög- ur barnabörn sem syrgja þig. Það hefur alltaf verið gaman að heim- sækja ykkur og börnin í Keflavík og Njarðvík, þó að heimsóknirnar hefðu mátt vera fleiri, sérstaklega síðari árin. En ekki vantaði þó fjör- ið í afmælinu hjá krökkunum. Þá var gaman! Fyrir fáum misserum fór að halla undan fæti hjá þér, elsku systir. Þú greindist með krabba- mein sem ágerðist uns þú að lokum lést hinn 3. október síðastliðinn. Í gömlu spakmæli standa þessi orð: „Sársaukinn og endurminningin eru besti en jafnframt strangasti kennarinn.“ Ég held að það séu orð að sönnu. Ég, Villa og Sigrún Inga eigum öll eftir að sakna þín, en minningarnar góðu sem við eigum um þig munum við geyma. Elsku Símon, Helga, Bjössi, Sverrir Pétur og fjölskyldur, mamma og pabbi. Guð gefi okkur öllum styrk til að takast á við sorg- ina. Hlúum hvert að öðru. Takk fyrir allt, elsku Gæda. Hvíl í friði. Þinn bróðir Reynir. Ég kynntist þér þegar börnin okkar urðu kærustupar. Björn þinn og Sara Dögg mín. Ekki leið á löngu þar til ást þeirra bar ávöxt og Símon fæddist í desember 1994. Þetta létta, þægilega og skemmti- lega barn átti tvær ömmur sem voru ólmar í hann. Maður fór stundum hjá sér þegar hann kallaði nöfnin okkar því það var sjaldgæft að eitt barn ætti tvær ömmur með svona skrýtnum gælunöfnum. Á mínu heimili varstu alltaf kölluð amma Gæda, því Símon litli talaði svo oft um þig. Við ömmurnar gerðum oft gaman að því að þetta barn fengi allt, bæði heimatilbúið og keypt. Þú saumaðir eða prjón- aðir en ég keypti. Það var hægt að sjá að kærleikur var efni sem alltaf var með í því sem þú bjóst til, sem gerði flíkina fallega og óaðfinnan- lega. Börnin okkar giftu sig og síð- ar fluttu þau til Danmerkur þar sem Bjössi fór í nám. Í sumar fór- um við svo til Danmerkur til að vera við útskrift Bjössa sem raf- eindatæknifræðings. Kári, litli bróðir, fæddist í Danmörku í febr- úar sl. Var hann því orðin fimm mánaða þegar við sáum hann fyrst en foreldrarnir voru duglegir að senda okkur myndir af honum og fjölskyldunni allri. Við skiptumst á myndum, töluðum og hlógum og rifjuðum upp hvað var sagt í sím- ann hjá þér eða hjá mér. Á okkar samskipti féll aldrei neinn skuggi og áttum við gott skap saman. Hinn 11. september sl. flutti fjöl- skyldan heim frá Danmörku. Þau voru svo þakklát fyrir að vera kom- in heim og hafa fengið tækifæri til að vera með þér fram á þinn hinsta dag í þessu lífi. Gæda, takk fyrir allar góðu stundirnar. Símon, þér og fjölskyldu þinni, ættingjum og vinum, votta ég mína dýpstu samúð með von um að Guð veiti ykkur styrk og trú. Ingibjörg Baldursdóttir. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig, elsku frænka en baráttu þinni er lokið og þú hefur öðlast hvíld. Þessir síðustu mánuðir hafa verið þér erfiðir en þú stóðst þig eins og hetja. Og núna ertu komin á góðan og fallegan stað með Sigrúnu syst- ur þinni. Eftir sitja fallegar minn- ingar sem ég geymi í hjarta mínu. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Vil ég biðja góðan Guð að geyma þig. Þín frænka Sigrún Inga. Nú þegar vinkona okkar Gæda eins og við ávallt nefndum hana hefur verið kölluð til bjartari heima eftir erfitt veikindastríð langar okkur frænkurnar að minnast hennar nokkrum orðum. Gædu kynntumst við á unglingsaldri þeg- ar áhyggjuleysi og lífsgleði eru helstu förunautarnir. Á þeim árum bjó Gæda í foreldrahúsum við mik- ið ástríki, fyrst á Lynghaganum og síðan á Holtsgötunni. Margar stundirnar áttum við saman og oft- ar en ekki voru áhyggjurnar bundnar útliti og tísku. Þar hafði Gæda forskot á okkur frænkurnar því hannyrðakona var hún með af- brigðum góð. Ekki vafðist það fyrir henni að sauma á sig kjóla, kápur eða hvaðeina annað og ekki varð annað séð en að þetta væri hátísku- vara komin frá Carnaby-street í London sem þá var toppurinn. Hekl og prjón voru listir sem léku henni í höndum. Snyrtimennska Gædu var einstök og til merkis um það þurfti ekki annað en að skoða herbergið hennar á unglingsárun- um, þar var hver hlutur á sínum stað og það fannst okkur frænkum víst með ólíkindum. Lífsgleði, bros og mildur hlátur voru Gædu eðl- islægir förunautar og tryggð henn- ar var einstök. Hennar vinir voru það til lífstíðar og oft sýndi hún hve mikils hún mat vináttuna. En fyrst og síðast var Gæda fjöl- skyldukona og hennar lán var Sím- on sem ekki var bara eiginmaður heldur líka traustur vinur og börn þeirra og barnabörn. Þau voru hluti af hjarta hennar og hag þeirra bar hún fyrir brjósti allt til hinstu stundar. Um leið og við þökkum Gædu áratuga vináttu og samfylgd vottum við öllu því góða fólki sem að henni stendur, eig- inmanni, börnum, foreldrum, bræðrum og öðrum ástvinum, okk- ar dýpstu samúð. Megi mildi Guðs með ykkur búa og sefa ykkar sáru sorg. Við trúum því að okkar elsku- lega vinkona sé nú leyst frá sárri þraut og dvelji nú í ríki ljóssins þar sem hinar guðlegu sálir búa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elísabet og Lilja Hjördís. SVEINBJÖRG SVERRISDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN SVANBERG KARLSSON fyrrv. bóndi á Breiðabólsstað, síðast til heimilis á Bugðutanga 1, Mosfellsbæ, andaðist fimmtudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 12. október kl. 14.00. Kristín Guðmundsdóttir, Rúnar Karl Jónsson, Kristín Erla Guðmundsdóttir, Guðmundur Jónsson, Agnar Jónsson, Soffía Rut Jónsdóttir, Kjartan Jónsson, Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.