Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 20
SUÐURNES
20 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Aðalfundur
Leikfélags Akureyrar
verður haldinn í Samkomuhúsinu
mánudaginn 21. október nk. kl. 20:00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn LA vill hvetja áhugafólk um leiklist til að ganga í
félagið og taka þátt í starfsemi þess. Umsóknir um
félagsaðild skulu sendar stjórn Leikfélags Akureyrar,
Hafnarstræti 57, 600 Akureyri.
Stjórnin.
ÞORSTEINN Jónsson, sem kall-
aður er Eldborgarjarl af sam-
starfsmönnum sínum, hefur yf-
irleitt í nógu að snúast í móttöku-
og kynningarhúsi Hitaveitu Suð-
urnesja í Svartsengi. Fyrirtækið
býður öllum skólabörnum landsins
að skoða jarðfræði- og jarðhitasýn-
inguna í Gjánni, margir ferðamenn
koma þar við og í Eldborg er hald-
inn fjöldi ráðstefna og funda.
Eldborgarjarlinn annast rekstur
í samnefndu kynningarhúsi sem er
í næsta nágrenni orkuversins í
Svartsengi en í húsinu er einnig
mötuneyti fyrir starfsfólk. Í Eld-
borg er vel útbúin ráðstefnu-
miðstöð með þremur sölum sem
hægt er að opna á milli og færist
það sífellt í vöxt að þar eru haldn-
ar ráðstefnur og fundir. 230
manns voru á fjölmennustu ráð-
stefnunni sem þar hefur verið
haldin og fór vel um alla, að sögn
Þorsteins.
Hann telur að ástæðan fyrir
auknum vinsældum Eldborgar sem
ráðstefnumiðstöðvar sé, auk þeirr-
ar góðu aðstöðu sem þar hefur
verið komið upp, að hún sé hæfi-
lega langt frá höfuðborgarsvæðinu
þannig að ferðalag þangað vaxi
ráðstefnugestum ekki í augum en
fólkið haldist þó á staðnum. Þá sé
umhverfið sérstakt og framandi.
Stjórnendur Hitaveitu Suð-
urnesja hafa átt í viðræðum við
Bláa lónið hf. um samvinnu vegna
reksturs Eldborgar. Segir Þor-
steinn að þær hafi átt sér stað að
frumkvæði Bláa lónsins en engar
ákvarðanir enn verið teknar.
Fyrir þremur árum var Gjáin í
kjallara hússins opnuð. Þar er sýn-
ing á jarðfærði, jarðhita og vinnslu
orku úr iðrum jarðar, byggð upp á
myndböndum, ljósmyndum, teikn-
ingum og texta. Sýningin er opin
ferðafólki og öðrum sem áhuga
hafa á efninu og segir Þorsteinn
að aðsókn ferðamanna hafi aukist
töluvert. Nefnir hann að Kynn-
isferðir séu með daglegar ferðir
þangað. Segir Þorsteinn að allir
erlendir ferðamenn ættu að koma
við í Gjánni strax eftir lendingu í
Keflavík til að fá þá sýn á mótun
landsins og jarðfræði sem þar birt-
ist. Þá njóti fólkið náttúru landsins
enn betur í ferðalagi sínu um land-
ið.
Hitaveita Suðurnesja hefur boð-
ið öllum skólabörnum landsins í
heimsókn í Gjána til að nema þann
fróðleik sem þar er settur fram.
Eru því oft stórir hópar á ferðinni,
allt frá börnum á forskólaaldri
upp í útskriftarnema úr háskólum,
enda segir Þorsteinn að sýningin
sé þannig byggð upp að allir geti
notið hennar. Þegar blaðamaður
var þar á ferð var fimmti bekkur
Varmárskóla í Mosfellsbæ að
skoða sýninguna og voru börnin
áhugasöm um málið. Sérstaklega
vakti jarðskjálftinn athygli þeirra.
Þorsteinn segir að skólar varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli séu
áhugasamastir allra um þessa
starfsemi. Bandaríkjamennirnir
hafi mikinn áhuga á landi og þjóð
og heillist af því hvernig Íslend-
ingar virki þessa hreinu orku.
Þaðan komi allir nemendur skól-
anna einu sinni á ári.
Þorsteinn leggur verkefni fyrir
alla nemendur sem koma í Gjána,
byggt á þeim upplýsingum sem
fram koma á sýningunni, og segir
að börnin séu dugleg að leysa þau.
Nú er uppi hugmyndir innan
Hitaveitunnar um að útvíkka starf-
semina, að fara með fróðleikinn
einnig út í skólana. „Æskan er
orka framtíðarinnar. Við erum í
því að virkja og viljum miðla
reynslu okkar út í samfélagið. Og
ef æskan er ekki þess virði að
virkja hana, veit ég ekki hvað er
þess virði,“ segir Þorsteinn.
Sökkvir sér ofan
í viðfangsefnin
Þorsteinn Eldborgarjarl hefur
unnið í Eldborg í þrjú og hálft ár.
Áður hafði hann unnið við fram-
reiðslu í fjölda ára, gert út smábát
og unnið við smíðar og útskurð,
svo nokkuð af fyrri störfum sé
nefnt. Hann segist vera þeirrar
gerðar að verða að reyna allt sjálf-
ur. Og þurfa að sökkva sér vel of-
an í það sem hann hafi tekið sér
fyrir hendur hverju sinni.
„Það er ekki reginmunur á
framleiðslu og núverandi starfi.
Það felst í samskiptum við fólk og
að markaðssetja vöru og þjón-
ustu,“ segir Þorsteinn um það
stökk sem hann tók úr matnum yf-
ir í jarðfræðina. Hann hefur reynt
að setja sig sem allra best inn í
jarðfræði, nýtingu orkunnar og
starfsemi Hitaveitu Suðurnesja til
þess að geta svarað spurningum
skólafólks og ferðafólks sem heim-
sækir hann í Gjána. „Maður lærir
eitthvað nýtt á hverjum degi. Þeg-
ar nýjar spurningar eru bornar
fram þarf maður að kynna sér
málið til þess að hafa svör á
reiðum höndum næst þegar spurt
er um efnið,“ segir Eldborgarjarl-
inn og víkur sér síðan frá til þess
að hjálpa börnum úr Mosfellsbæ að
leysa verkefni sín.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Nokkrir nemendur úr Varmárskóla leita ráðgjafar hjá Þorsteini Jónssyni við verkefni sitt.
Öllum skólabörnum
landsins boðið í heimsókn
Svartsengi
Þorsteinn Jónsson Eldborgarjarl rekur
móttöku- og kynningarhús Hitaveitunnar
MARKAÐS-, atvinnu- og menningar-
svið Reykjanesbæjar (MOA) óskar
eftir að komast í samband við fyrir-
tæki geta hugsað sér að láta verkefni í
hendur háskólanema sem vilja vinna
að raunverulegum verkefnum í námi
sínu. Þegar er unnið að nokkrum
verkefnum af því tagi.
Síðastliðinn vetur sendi MOA öll-
um háskólanemum á landinu, sem
skráðir voru til heimilis á svæðinu,
boð um aðstoð við að koma þeim í
samband við fyrirtæki og stofnanir
þegar þeir stæðu frammi fyrir vali á
verkefnum. Þó nokkrir háskólanem-
ar, frá Háskólanum í Reykjavík,
Tækniskólanum og Viðskiptaháskól-
anum á Bifröst höfðu samband þá
strax og nokkrir hópar hafa unnið að
sínum verkefnum á svæðinu. Slíkt er
verulega styrkjandi fyrir atvinnulífið,
segir í fréttatilkynningu frá MOA,
enda um stór og viðamikil verkefni að
ræða, sem nýtast fyrirtækjunum vel í
framþróun sinni, úttektum og stöðu-
mati.
Verkefnin eru unnin, fyrirtækjum
að kostnaðarlausu nema vegna út-
lagðs kostnaðar, svo sem við ferðir,
síma og skýrslugerð.
Nú þegar liggja fyrir að minnsta
kosti tvær beiðnir um verkefni, frá
Viðskiptaháskólanum á Bifröst og
Tækniskóla Íslands. MOA auglýsir
eftir fyrirtækjum sem óska eftir því
að vinna með háskólanemum sem
leggja krafta sína í að vinna raunveru-
leg verkefni inni í raunverulegum fyr-
irtækjum, til að þau nýtist sem best.
Gagnagrunnur verður settur upp á
skrifstofunni, þar sem fyrirtæki geta
lagt inn hugmyndir og nemendur leit-
að eftir verkefnum við hæfi.
Markaðsskrifstofan tekur upp samstarf við háskólanema
„Lyftistöng fyrir atvinnulífið“
Reykjanesbær
HÓLMAR Svansson, framkvæmda-
stjóri Atvinnuþróunarfélags Eyja-
fjarðar, AFE, sagði það dauðadóm yf-
ir félaginu ef Akureyrarbær dregur
sig út úr rekstrinum, eins og lagt er til
í greinargerð um framtíðaráherslur í
atvinnumálum bæjarins. „Það segir
sig sjálft ef aðili sem greiðir um 70%
af framlögum sveitarfélaganna dettur
út.“
Hólmar sagði mjög gott að þessi
umræða færi í gang. „Við erum búnir
að vera með þetta yfir okkur í eitt og
hálft ár að Akureyrarbær sé að íhuga
það að draga sig út úr þessu sam-
starfi. Því fyrr sem einhver niður-
staða fæst í það mál því betra fyrir
okkur.“ Hólmar sagði hægt að líkja
ástandinu við að vera á skilorði. Það
séu ákveðnir hlutir sem menn ekki
taki afstöðu til eða fresti vegna þess.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær er jafnframt lagt til í greinar-
gerðinni, sem unnin var af Price-
waterhouseCoopers, PwC, fyrir bæj-
aryfirvöld, að atvinnumálanefnd verði
starfrækt áfram en að nafni hennar
verði breytt í „markaðs- og atvinnu-
málanefnd“ og hlutverk hennar lagað
að breyttu fyrirkomulagi. Þá var lagt
til að starfsmaður, „markaðs- og
kynningarstjóri verði ráðinn, sem
sinni verkefnum á sviði atvinnu-,
markaðs og kynningarmála á vegum
bæjarins.
Einnig er í greinargerðinni talað
um að Akureyrarbær greiði um 25
milljónir króna til AFE á ári. Þá kem-
ur fram að m.a. í ljósi árangurs und-
angenginna ára bendi lítið til þess að
fjölbreyttum störfum komi til með að
fjölga í náinni framtíð með því að taka
bæði þátt í rekstri AFE með öðrum
sveitarfélögum í Eyjafirði og reka at-
vinnumálanefnd á vegum bæjarins.
Ekki sé réttlætanlegt að bærinn
greiði niður aðgengi annarra sveitar-
félaga að þessari þjónustu.
Hólmar sagði að sveitarfélögin
greiddu jafnan hlut til AFE og væri
miðað við ákveðið gjald á hvern haus.
Hins vegar greiði sveitarfélög með
færri en 300 íbúa lægra gjald og
gagnvart þeim væri hægt að tala um
að Akureyrarbær væri að greiða eitt-
hvað niður fyrir aðra. Hólmar sagði
margar rangtúlkanir í greinargerð-
inni, enda hefði ekki verið haft sam-
band við AFE við gerð hennar.
Stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands hefur einnig áhrif
Varðandi framlög frá hinu opin-
bera sagði Hólmar að í hverju kjör-
dæmi væri eitt atvinnuþróunarfélag
með samning við Byggðastofnun. Í
Norðurlandskjördæmi væru félögin
hins vegar tvö, í Eyjafirði og Þingeyj-
arsýslum og væri framlagi Byggða-
stofnunar skipt á milli félaganna.
Hólmar sagði það nokkuð misjafnt
hvernig menn vildu standa að þessum
málum. „Það er hins vegar lykilatriði
til að svona starfsemi gangi, að menn
hafi öflugt bakland og þolinmæði.
Þetta eru þannig mál að það er ekki
hægt að flagga þeim en við erum að
vinna að ýmsum jákvæðum baráttu-
málum og menn mega ekki hengja sig
of mikið í formið. En þetta er líka
þannig grein að það er erfitt að meta
árangurinn – það vitum við og það
vita aðrir líka.“
Hólmar sagði að í greinargerðinni
kæmi fram að Akureyrarbær hefði
hvorki stjórnunarlegt né verkefna-
legt aðgengi að félaginu. „Þetta er
bara alls ekki rétt, Akureyrarbær er
með þrjá fulltrúa í stjórn félagsins og
hreinan meirihluta og þeir geta látið
okkur gera í raun það sem þeir vilja.“
Hólmar sagði að stofnun Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands á Akureyri
hefði einnig áhrif á starfsemi félags-
ins þessa dagana. AFE komi til með
að þurfa að stilla sína starfsemi af
með tilliti til þess
Framkvæmdastjóri
Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar
Dauðadómur ef
Akureyrarbær
hættir þátttöku
FÉLAG eldri borgara á Akur-
eyri fagnar 20 ára afmæli sínu
með hátíðardagskrá í Íþrótta-
höllinni á morgun, laugardag,
sem hefst með borðhaldi kl.
19.30. Björg Finnbogadóttir set-
ur hátíðina en veislustjórnin
verður í höndum Péturs Péturs-
sonar heilsugæslulæknis.
Boðið verður upp á ýmis
skemmtiatriði og dans, þar sem
Afabandið leikur fyrir dansi.
Miðaverð á afmælishátíðina er
3.600 krónur. Allir eru velkomn-
ir og ekkert aldurstakmark.
Fyrr um daginn, eða kl. 14 á
morgun, syngja kórar eldri
borgara víðs vegar að í Akur-
eyrarkirkju. Aðgangur
Félag eldri borgara
Afmælishá-
tíð í Íþrótta-
höllinni
AKUREYRI