Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 55 Tekur þátt í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík Mörður Árna- son varaþingmaður hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík 9. nóvember. Hann sækist eftir 3.–5. sæti í öðru hvoru kjördæmi höfuðborgarinnar. „Til þess eru tvær ástæður einkum. Annarsvegar er kominn tími til að breyta í landsmálunum. Kosninga- baráttan og næstu fjögur ár verða frjótt og spennandi skeið í íslenskum stjórnmálum og ég vil gjarnan vera með í sveitinni sem þar verður köll- uð til verka. Hinsvegar held ég að Samfylkingin hafi þörf fyrir baráttu- mann sem er reiðubúinn til að beita sér af kjarki og krafti fyrir sígildri jafnaðarstefnu með nútímalegum áherslum,“ segir Mörður m.a. í yf- irlýsingu. Í DAG STJÓRNMÁL Tilkynnir framboð sitt til próf- kjörs í Suðvesturkjördæmi Þor- lákur Oddsson, bifreiðastjóri í Hafn- arfirði, hefur tilkynnt framboð til prófkjörs Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi. Hann sækist eftir stuðningi í fjórða sæti listans. „Ég tel mig eiga ríkt erindi og verð- mæta reynslu í lífsins ólgusjó af því tagi sem ljær framboðslista Sam- fylkingarinnar meiri dýpt en annars væri. Ég hef mikla reynslu af félgs- störfum verkafólks og brauðstriti al- mennings. Auk þess hef ég reynslu af stjórnsýslunni og hinu pólitíska starfi. Ég mun leggja áherslu á rétt- láta afkomutryggingu og að starfa undir kjörorðunum „ábyrgð – jöfn- uður – lýðræði“,“ segir í tilkynningu frá Þorláki. Skrifstofa VG opin á ný. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð hefur nú á ný opnað skrifstofu flokksins í Hafnarstræti 20, Reykjavík, gengið inn frá Lækjartorgi, en þar hefur verið lokað undanfarnar vikur vegna breytinga og lagfæringa innan húss. Húsnæði VG er á 3. hæð hússins og þar er fundarsalur, sem m.a. hýsir vikulega laugardagsfundi VG í Reykjavík, en einnig margvíslega aðra fundi. Skrifstofan verður að jafnaði opin kl. 15 – 17 alla virka daga. Staðarhaldari er Ragnhildur Guðmundsdóttir. Frambjóðandi opnar nýjan vef Björgvin G. Sigurðsson hefur opnað nýjan vef þar sem hann mun í fram- tíðinni skrifa um þjóðmálin. Síðan verður uppfærð reglulega með pistl- um og stuttum fréttum. Einnig munu ýmsir gestapennar rita pistla á vefinn. Slóðin er www.bjorgvin.is. Næstu vikurnar munu nokkrir nýir efnisþættir bætast á vefinn. SÍMINN og Textavarp RÚV bjóða upp á textavarpsspjall á Textavarp- inu. Viðskiptavinir Símans geta komið skoðunum sínum á framfæri og sent kveðju. Spjallsíður Textavarpsins eru ein- faldar í notkun. Tvær spjallrásir eru í gangi; tja A (síða 671) og tja B (síða 672). Textinn flæðir inn og er upp- færður á 30 sek. fresti, en bæði er hægt að fylgjast með Textavarpinu í sjónvarpinu og Netinu á www.texta- varp.is. Til að byrja að spjalla þarf að skrá sig með því að senda SMS á 1848: tja skra. Dæmi: tja skra doddi. Til að skipta um nafn er nýtt nafn einfald- lega sent. Til að spjalla þarf að senda SMS-ið tja A hallo eða tja B hallo eft- ir spjallrás. Hvert SMS-skeyti kost- ar aðeins 14 kr. Textavarpið gerir ráð fyrir að not- endur gæti gagnkvæmrar virðingar í samskiptum sín á milli og áskilur sér rétt til að banna notendur sé háttvísi í samskiptum brotin. Með þjónust- unni þarf fólk ekki að gefa upp per- sónulegar upplýsingar, en eðli máls- ins samkvæmt verður fólkið sjálft að meta hverju sinni hvort og þá hversu miklar upplýsingar það veitir ókunn- ugum, segir í frétt frá Símanum. Spjallsíður Textavarps og Símans NÝJASTA líkamsræktarstöðin í bænum, Planet Reykjavík í Austur- stræti, verður opnuð í dag,föstu- dag kl. 17. Stöðin er reist á grunni Planet Pulse og munu nýir eig- endur, Eyþór Arnalds og félagar, bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og aðstöðu á sviði líkamsræktar. Eyþór hefur stækkað staðinn um 300 fermetra og keypti í því skyni húsnæði þar sem áður var vínveit- ingahúsið Diablo. Segir Eyþór að frá og með morgundeginum verði því lóðum lyft í stað vínglasa áður, en lyftingatækjum verður einmitt valinn staður þar sem fyrr var þjórað. Í gær var verið hreinsa allt út úr Diablo, sem minnir á víndrykkju og næturlíf, enda eru dagar stað- arins sem knæpu taldir og hafa nú hollari lífshættir hafið innreið sína. Lóðum lyft í stað glasa Morgunblaðið/Kristinn Félagsmálaráðuneytið, Svæð- isskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík og Öryrkjabanda- lag Íslands undirrituðu fyrir skömmu þjónustusamning um verndaða vinnu og starfs- þjálfun fatlaðra. Markmið samningsins er að veita fötluðum tímabundin störf sem miða að því að auka möguleika þeirra til starfa á almennum vinnumarkaði og hins vegar að veita fötluðum fasta vinnu. Öryrkjabandalagið veitir fötluðum vinnu Samkvæmt samningnum mun Öryrkjabandalagið taka að sér að veita fötluðum ein- staklingum vinnu sem svarar til 18 heilsdagsstarfa. Svæðisskrifstofa málefna fatlaða í Reykjavík annast framkvæmd samningsins og samskipti við Öryrkjabanda- lagið fyrir hönd ráðuneytis- ins. Undirrita samning um 18 heils- dagsstörf UM þessar mundir er félag hand- verksfólks í Mosfellsbæ tveggja ára. Af því tilefni verða kátir kompudag- ar og kökubasar föstudag og laug- ardag frá 13–18 í Kjarna í Mos- fellsbæ. Kátir kompudagar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sam- son eignarhaldsfélagi ehf: „Fréttablaðið fullyrðir á forsíðu í dag að ágreiningur sé um hvenær ljúka eigi samningum um kjölfestu- hlut í Landsbanka Íslands hf. Eins og kunnugt er standa viðræður nú yfir milli framkvæmdanefndar um einkavæðingu og Samson eignar- haldsfélags ehf. Af þessu tilefni vill Samson taka fram að samningaviðræðurnar ganga samkvæmt áætlun. Ef samn- ingar nást er gert ráð fyrir að þeir verði undirritaðir í fyrsta lagi að nokkrum vikum liðnum. Að því að Samson eignarhaldsfélagi ehf. sé kunnugt hefur ekkert komið fram sem þrýstir á að samningum sé flýtt og því eru fréttir um slíkt til- efnislausar og úr lausu lofti gripn- ar.“ Athugasemd frá Samson ehf. LAUGARDAGINN 12. október verð- ur nautið Guttormur 10 ára. Hann verður heima á afmælisdaginn og tek- ur á móti gestum ásamt fjölskyldu sinni á opnunartíma Fjölskyldu- og húsdýragarðsins milli kl. 10 og 17. Í frétt frá Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum segir að af þessu tilefni sé öllum boðið í afmælið og er aðgangur ókeypis. Heiðursgestur verður Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Guttormur fæddist að Eystri-Sól- heimum í Skaftafellssýslu. Ekki var vitað þá að þetta yrði mjög þekkt naut á Íslandi síðar meir, en Guttormur kom í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í janúar 1994 og hefur unað sér vel síðan. Afkvæmi hans eru nú orðin 21 talsins og eiga vonandi eftir að verða mun fleiri í framtíðinni. Veislan hefst kl. 14 með ávarpi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra sem afhjúpar málverk af Gutt- ormi eftir listamanninn Brian Pilk- ington. Lúðrasveit Kópavogs leikur fyrir gesti og Trjálfur kemur í heimsókn. Í tilefni afmælisins hefur Guttorm- ur fengið ýmsar góðar gjafir, svo sem snyrtivörur og fóður og Dýralækna- stofa Garðabæjar ætlar að gefa hon- um fótsnyrtingu í tilefni dagsins. Ráðherra heið- ursgestur í af- mæli Guttorms Morgunblaðið/Ásdís VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur staðfest heimild fyrir sjö innlenda aðila til að geta leitað lögbanns eða höfðað dómsmál samkvæmt ákvæðum laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildar- hagsmuni neytenda. Þetta eru við- skiptaráðuneytið, Samkeppnis- stofnun, Lyfjastofnun, útvarpsréttarnefnd, Neytendasam- tökin, Félag íslenskra bifreiðaeig- enda og Alþýðusamband Íslands. Samkvæmt ákvæðum laganna geta stjórnvöld og samtök sem til- nefnd hafa verið leitað eftir lög- banni eða höfðað dómsmál til að vernda hagsmuni neytenda þótt hvorki þau sjálf né félagsmenn í samtökunum hafi orðið fyrir rösk- un réttinda enda snúi aðgerðirnar að því að stöðva eða í koma í veg fyrir háttsemi sem stríðir gegn þeim lögum sem þessi heimild tek- ur til. Þannig geta stjórnvöld eða sam- tök til dæmis krafist lögbanns gegn villandi auglýsingum sem beint er til neytenda hér á landi eða á Evrópska efnahagssvæðinu. Í lögunum er að finna nánari upp- talningu á þeim lagaákvæðum sem geta orðið grundvöllur til slíkra aðgerða af hálfu stjórnvalda og samtaka. Þeim sem tilnefndir hafa verið hér á landi er samkvæmt ákvæðum laganna veitt heimild til slíkra aðgerða hér á landi eða í öðrum ríkjum á Evrópska efn- hagssvæðinu ef þau telja þess þörf til að vernda heildarhagsmuni neytenda. Sambærileg stjórnvöld eða samtök á Evrópska efnahags- svæðinu geta einnig lagt fram lög- bannsbeiðni og höfðað dómsmál hér á landi gegn ólögmætum at- höfnum sem íslenskir aðilar kunna að valda með starfsemi sinni er- lendis og þau vilja að verði stöðv- uð. Fá heimild til að krefjast lögbanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.