Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 57 ÞAÐ GLADDI gamlan suðring (suð- ureying) að sjá að verið væri að vinna að stofnun vinabæjar milli Ak- ureyrar og Vágs á Suðurey. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akur- eyri og Jógvan Krosslá bæjarstjóri Vágs í Færeyjum, hafa undirritað samkomulag um tengsl, sem síðar geta leitt til vinabæjarsambands milli þessara bæja. Ef vinasambandi verður komið á milli Akureyrar og Vágs, legg ég til, að færeyska bæjarnafnið Vág verði notað, allavega í opinberum skjölum milli staðanna. Íbúar í Vági hafa val- ið að nefna bæjarstjóra sinn borg- arstjóra, e.t.v. tökum við þetta upp hér á Akureyri eftir að sambandið er komið á og nefnum Kristján Þór borgarstjóra. Vona að þetta samstarf leiði til nánari kynna milli fólks með svo líka menningu og uppruna. NIELS J. ERLINGSSON frá Hvalba, Suðuroy. Samstarf milli Akureyrar og Vágs í Færeyjum Frá Niels J. Erlingssyni: ÞESSI grein mín er til forystu allra stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til Alþingis í vor (2003). Málaflokkur fatlaðra og öryrkja hef- ur því miður verið látinn sitja á hak- anum og vístölubinding örorkubóta við laun var afnumin 1993 í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem kallaði sig félagshyggjuflokk. Nú í vor er gott tækifæri fyrir flokkana að bjóða fötluðum og öryrkjum sæti á sín- um framboðslistum, þá á ég ekki við neðarlega heldur það ofarlega að rödd þessa fólks heyrist á Alþingi, því þar er þörf á. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðfé- lagið að ekki heyrist aðeins raddir þeirra stóru og valdamiklu, heldur rödd frá þjóðfélagsþegnum sem eru í miklum þrengingum. Sumir hafa minnst á það að öryrkjar bjóði fram sjálfir, það er sjónarmið útaf fyrir sig. En ég tel að það sé nóg pláss fyrir okkur á framboðslistum þeirra flokka sem nú bjóða fram til Alþingis. Það er einfaldlega staðreynd að rödd okkar þarf að heyrast víðar, – og þá ekki síst á hinu háa Alþingi. Þessi grein mín er áskorun til allra flokkanna. Það er því miður staðreynd að kjör okkar hafa setið eftir, það sýna allar kannanir. Því eftir að vísitölubinding launa við örorkubætur var afnumin, höfum við dregist aftur úr um á bilinu 15–20 %. Þetta er staðreynd sem er óhrekjanleg, hvað sem hver segir. Við öryrkjar ætlum að láta rödd okkar heyrast nú fyrir þessar kosningar, ekki síst, því árið 2003 er ár fatlaðra í Evrópu, sem því miður stjórnvöld hafa sinnt lítið hingað til. Ég var á fundi í Finnlandi í lok september sl. þar sem öll systrasamtök Sjálfsbjarg- ar á Norðurlöndunum voru og tjáðu þeir okkur það að þar væri allt komið á fullt. Þetta verða íslensk stjórnvöld að bæta og það sem fyrst. Ég held að allir vitrænir stjórn- málamenn geri sér grein fyrir því að kjör okkar hafa dregist afturúr, eins og ég nefndi hér fyrr. Til dæmis það sem ég hef lesið af fjárlagafrumvarp- inu, þar er ekki gert ráð fyrir því að bætur eða skattleysismörk muni hækka á næsta ári. Þessu verður að breyta. Því er hægt að breyta með því að sjónarmið fatlaðra og öryrkja fái að heyrast á Alþingi. Það er krafa númer eitt. Ég vil enn og aftur skora á forystu þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis að sýna nú manndóm sinn í því að setja fatlaða og öryrkja í örugg sæti á framboðslistum sínum til komandi Alþingiskosninga. Þetta er áskorun um það líka að þeir þori að láta okkar sjónarmið heyrast á Al- þingi. ÞÓRIR KARL JÓNASSON, formaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Opið bréf til forystu stjórnmálaflokkanna! Frá Þóri Karli Jónassyni: ILLT er að eggja óbilgjarnan, gæti átt við þá tegund fólks sem beinir of- stæki sínu að þeim sem eru því ekki sammála. Til dæmis eiga þeir sem opna á inn- flytjenda- eða trú- mál á hættu að verða úthrópaðir kynþáttahatarar. Skynsamleg um- ræða um kosti og galla á innflutn- ingi fólks er for- dæmd af slíkum ofsa að menn veigra sér við að blanda sér í málin. Þeir sem þannig láta hafa veikan grunn að byggja á og nota því aðferðir ofstækismanna, það er að hræða og koma óorði á þá sem þora. Þannig kemst þetta fólk hjá rökræð- um um viðkvæm mál sem alla varða. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru komnar í vandræði vegna gífurlegs fjölda fólks sem smyglað er af skipu- lögðum glæpahópum. Eftir stjórnar- skiptin í hinni frjálslyndu Danmörku er nú tekið á móti helmingi færri inn- flytjendum og hælisleitendum en á Ís- landi, sé miðað við fólksfjölda. Nokk- ur góðgerðarfélög hafa lagt kapp á að greiða leið hælisleitenda til landsins og gera dvöl þeirra notalega. Nú er svo komið að þeir fá mun meiri fjár- ráð en Íslendingar á örorkubótum. Fréttir af þessum toga berast fljótt og eru glæpamenn fljótir að átta sig á gróðanum af að smygla hingað fólki. Meðan aldraðir og örykjar eru á fá- tæktarmörkum og fólk í þjónustu- störfum nær ekki endum saman, ætt- um við að sleppa sýndarmennskunni. Stjórnvöld fjasa mikið um velmegun og góðæri þótt stór hluti þjóðarinnar verði þess ekki var. Síðan á kreppuár- unum hefur slík fátækt ekki fundist sem nú varir víða og sérstaklega í borginni. Ofan á lág laun eru matvæli 69% dýrari en í nálægum löndum og með húsaleiguokrinu sligar slíkt mest þá sem minnst hafa. Stjórnvöld eiga að sjá sóma sinn í að taka til í eigin ranni áður en farið er að reisa sér hurðarás um öxl á erlend- um vettvangi. Sá fjöldi sem býr við bág kjör og mundi vilja koma hingað skiptir hundruðum milljóna. Straum- ur bágstaddra til landsins gæti orðið óviðráðanlegur og valdið illdeilum. Baráttan um störfin mundi harðna og atvinnuleysi aukast. Það er ljótur leikur gagnvart öllum að bjóða fólki hingað til að sýnast. Ljóst er að fólkið á ekkert og það verður að hjálpa því að læra málið svo það geti samlagast þjóðinni og komist af. En það verður að setja innflytjendum þau skilyrði að farið sé að landslögum og hefðir, trú og siðir okkar séu virt. Á móti verður að kenna þeim mál okkar þeim að kostnaðarlausu en gæta um leið hófs í kostnaði á framfærslu og gera því ekki hærra undir höfði en þeim lönd- um okkar sem háðir eru samfélags- legri hjálp. Mörgum óar við sýndarmennsku núverandi valdhafa, enda einskorðast hún ekki við straum innflytjenda, sem virðist farinn úr böndunum. Meðan launamisréttið jaðrar við kúgun og öryrkjar og aldraðir hafa varla í sig og á, eiga stjórnvöld ekki að leika mis- kunnsama Samverjann gagnvart illa settum útlendingum. Sem mest af því er við getum miðlað bágstöddum, á að miðast við að hjálpa viðkomandi þjóð- um og þegnum í eigin landi. ALBERT JENSEN, Sléttuveg 3, Reykjavík. Ný tegund rasista Frá Alberti Jensen: Albert Jensen FRÉTTIR BÍLHEIMAR frumsýna nýjan og gjörbreyttan Opel Vectra helgina 12.–13. október. Opel Vectra hefur lengi ver- ið einn vinsælasti bíll- inn í sínum stærð- arflokki, bæði hér á landi sem og í Evrópu allri, segir í frétt frá Bílheimum. Nýjungar í bílnum eru m.a. 8 öryggis- loftpúðar, loftkæld miðstöð, 16" felgur og IDS-kerfi sem tryggir örugga rásfestu bíls- ins með því að samhæfa ABS- hemlavörn, hemlunarátaksdreif- ingu, tölvustýrða gripstýringu, vökvastýri, undirvagn og fjöðr- unarkerfi. Verð á nýjum Opel Vectra með 1,8 lítra, 122 hestafla vél er frá kr. 2.190.000. Frumsýningin á Opel Vectra fer einnig fram hjá umboðsaðila Bíl- heima á Akureyri, Bifreiðaverk- stæði Sigurðar Valdimarssonar. Opið verður báða dagana frá kl. 12–16. Boðið verður upp á reynsluakstur. Frumsýna nýjan Opel Vectra Ný miðstöð heilunar LJÓSHEIMAR, miðstöðvar heilun- ar og jafnvægis, verður formleg opn- uð sunnudaginn 13. október kl. 14– 18, í Brautarholti 8, 2. hæð til vinstri. Allir velkomnir. Þar er boðið upp á einkatíma heilara á ýmsum sviðum, ráðgjöf, fræðslukvöld, hópastarf, jóga og ým- is námskeið hérlendra jafnt sem er- lendra kennara. Einnig er bókasafn sem öllum er frjálst að gerast með- limir í. Fréttabréf kemur út mánað- arlega. Í Ljósheimum starfa hómó- patar, nuddarar, reikimeistari og heilarar. Sólbjört Guðmundsdóttir og Martha Ernstsdóttir sjá um og reka Ljósheima, segir í fréttatil- kynningu. Bandalag kvenna í Hafn- arfirði 30 ára BANDALAG kvenna í Hafnarfirði verður 30 ára í dag, föstudaginn 11. október. Í tilefni afmælisins er opið hús að Hraunseli, Flatahrauni 3 laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. október, frá kl. 14 báða dagana, með afmælisdagskrá og sýningu á hand- verki kvenna. Bandalagið samanstendur af átta aðildarfélögum: Kvenfélagi Hafnar- fjarðarkirkju, Kvenfélagi Víðistaða- kirkju, Kvenfélagi Fríkirkjunnar, Kvenfélaginu Hringnum, Kvenfélagi framsóknarkvenna Hörpu, Kven- félagi Alþýðuflokksins, Kvenfélag- inu Hrund og Kvenfélagi sjálfstæð- iskvenna Vorboðanum. Merki félagsins er líkneski heilagrar Barb- öru. Bandalagskonur hafa hist sameig- inlega 4–5 sinnum á ári. Innan Bandalagsins er starfandi mæðra- styrksnefnd, orlofsnefnd og ræktun- arnefnd, segir í fréttatilkynningu. Geðhlaup Geðhjálpar á laugardag GEÐHJÁLP stendur fyrir almenn- ingshlaupi laugardaginn 12. október kl. 13 við Nauthólsvík. Hlaupið verður við allra hæfi og verður hægt að hlaupa 2 km skemmtiskokk eða 10 km hlaup með tímatöku. Ráðlegt er að þátttakendur séu mættir 30 mínútum fyrir upphaf hlaups. Þátttakendur fá afhenta við- urkenningu. Þátttökugjald í skemmtiskokki er kr. 500 og í 10 km hlaupinu kr. 1.000. Allir velkomnir, hvort sem er hlaupandi, gangandi eða hjólandi. Upplýsingar og skráning er á skrif- stofu Geðhjálpar, Túngötu 7, í síma eða á netfangi: gedhjalp@gedhjalp.is Taka þátt í HM fullorð- inna í dansi HEIMSMEISTARAMÓT fullorð- inna í sígildum samkvæmisdönsum fer fram laugardaginn 12. október í Liege í Belgíu. Íslenskir þátttakendur eru Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir, Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar, og Jón Eiríksson og Ragnhildur Sandholt, Gulltoppi. Laugardaginn 19. október fer fram heimsmeistaramót fullorð- inna í suður-amerískum samkvæm- isdönsum í Foligno á Ítalíu. Frá Íslandi taka þátt Björn og Berg- þóra María og Eggert Claessen og Sigrún Kjartansdóttir, Dansdeild ÍR, segir í fréttatilkynningu. Lestrardagur í Skólavöru- búðinni SKÓLAVÖRUBÚÐIN mun ásamt nokkrum brautryðjendum í hönnun náms- og lesefnis fyrir börn, ung- linga og fullorðna með lestrarörðug- leika kynna reynslu sína og lausnir laugardaginn 12. október kl. 12–14. Ýmsar nýjungar verða kynntar sem tengjast almennu lestrarnámi ásamt lausnum fyrir börn, unglinga og fullorðna með lesörðugleika. Þeir sem kynna reynslu sína og lausnir eru; Sylvía Guðmundsdóttir, ritstjóri sérkennslu hjá Námsgagnastofnun, Bergljót Arnalds rithöfundur, Gyða Stefánsdóttir sérkennari, sem kynn- ir nýjan kennsludisk í stærðfræði með aðferðum fyrir lesblinda, Helga Sigurjónsdóttir, íslenskufræðingur og rithöfundur, Elín Vilhelmsdóttir og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, kennarar við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Buxnadagar í Vinnufata- búðinni ÁRLEGIR buxnadagar eru hafnir hjá Vinnufatabúðinni. Fram kemur í tilkynningu frá versluninni að gefinn sé afsláttur af því nýjasta frá „five“- línunni, þar sem gallabuxur kosta 5.900 krónur í stað 7.900. Þá eru Lee gallabuxur á 4.900 krónur í stað 5.900, segir ennfremur. Einnig kosta danskar „stretch“ flauelsbuxur 5.900 krónur í stað 7.900. „Rúsínan í pylsuendanum er síðan að flestallar buxur til viðbótar við þessar eru með afslætti líka,“ segir loks í til- kynningu frá versluninni. AÐALFUNDUR Læknafélags Ís- lands verður haldinn dagana 11.–12. október í húsakynnum félagsins í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Setning fundarins verður föstudaginn 11. október kl. 13:00 og mun Jón Krist- jánsson heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra ávarpa fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður haldið læknaþing laugardag- inn 12. október kl. 9:00–11:00. M.a mun Sigurður Guðmundsson land- læknir fjalla um skyldur skráðra lækna í Bretlandi. Fyrir fundinum liggja tillögur til ályktana m.a. um að lögum um réttindi sjúklinga verði framfylgt, um stefnu- og markmiðaleysi í tengslum við sam- einingu stóru sjúkrahúsanna og stefnu stjórnvalda í málefnum heilsugæslunnar. Aðalfundur Læknafélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.