Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HANDAVINNUVRKEFNI Rauða
krossins felst í því að hópar eða
einstaklingar sauma og/eða prjóna
í sjálfboðavinnu barnaföt sem eru
send til þróunarlandanna og á
svæði þar sem ríkir neyðarástand.
Anna Bjarnadóttir fer fyrir kven-
félagskonum í Kópavogi í þessu
efni og segir að fyrir um 13 árum
hafi Rauði krossinn auglýst eftir
tillögum og hún hafi sent inn hug-
myndir sínar, en í kjölfarið hafi
nokkrar konur byrjað að vinna
undir nafni Kvenfélags Kópavogs.
„Við byrjuðum rólega fyrsta árið
og útbjuggum þá flíkur í 40 pakka
en síðan hefur þetta aukist jafnt og
þétt og í ár eru þeir orðnir 440.“
Margar flíkur í pakka
Ungbarnafötin eru ætluð börn-
um allt að eins árs aldri og sam-
kvæmt ábendingu Rauða krossins
eiga að vera ein peysa, tvær skyrt-
ur, tvær taubleiur, eitt teppi og
eitt handklæði í pakkanum, en
Anna segir að þær bæti oft ein-
hverju við eins og lökum, sem
gjarnan séu búin til úr gömlu
sængurverum, sokkum, húfum og
treflum, þannig að hver pakki geti
innihaldið allt að 10 stykki. „Við
prjónum sumt og saumum svo úr
ýmsum afgöngum,“ segir hún og
bætir við að áður en þær pakki
flíkunum í lofttæmdar umbúðir séu
þær þvegnar og straujaðar. „Þeg-
ar við sendum flíkurnar frá okkur
eru þær því tilbúnar til notkunar
þar sem þörfin er hverju sinni,“
segir hún og bendir jafnframt á að
fötin fari fyrst og fremst til kaldari
landa. „Þetta eru ekki bara fal-
legar flíkur, sem bera merki um
góð vinnubrögð, heldur er mikil ull
í þessu og því er um hlýjan fatnað
að ræða.“
Anna segir að konurnar í Kven-
félaginu njóti alls staðar mikillar
velvildar í sambandi við þessa
vinnu. Rauði krossinn í Kópavogi
styrki þær og sá styrkur fari í að
kaupa bleiur og samfellur. Hjá
Sundlaug Kópavogs og íþrótta-
húsum bæjarins fái þær handklæði
án endurgjalds og vanti lök njóti
þær velvildar ríkisspítalanna. „Það
er þjóðarskömm að því hvernig
fólk skilur eftir handklæði, jafnvel
merkt, í sundlaugunum og íþrótta-
húsunum. Það má ekki leigja þessi
handklæði og ekki nota þau en við
fáum þau vegna þess að við send-
um þau úr landi.“Hún segir að Ála-
foss hafi gefið þeim garn og
Prjónastofan Janus í Kópavogi,
sem framleiði einkum ullarvörur
fyrir Rússlandsmarkað, láti þær fá
teppaafganga, sem þær klippi nið-
ur og hekli utan um til að búa til
flík. Þá hafi Guðrún Vigfúsdóttir
frá Ísafirði gefið sér mikið af garni
til að prjóna úr og kona í Breið-
holtinu mikið efni í treyjur. „Það
er nóg að nefna það, þá eru allar
hendur útréttar til að hjálpa okk-
ur.“
Tvö herbergi undirlögð
Konurnar grípa í verkið þegar
þær vilja, en greinilegt er að þær
sitja ekki aðgerðarlausar. Aldurs-
forsetinn Laufey Ólafsdóttir, sem
er 86 ára, hefur til dæmis skilað af
sér 73 teppum og 17 peysum eða
90 flíkum í ár. „Ég lýk við eitt
teppi á tveimur til þremur dögum,
eftir því hvað ég hef annað fyrir
stafni,“ segir hún og lætur sér fátt
um finnast, en hún gerði 42 teppi í
fyrra.
Tvö herbergi heima hjá Önnu
eru frátekin vegna þessarar sjálf-
boðavinnu. Annað er lager og
vinnuherbergi með m.a. tveimur
saumavélum, strauborði og strau-
járni, en hitt er fyrir tilbúnu flík-
urnar og pakkana. „Mitt fólk og ég
erum afskaplega vinnugefin,“ seg-
ir hún, en í máli hennar kemur
fram að konurnar prjóni gjarnan
samfara því að horfa á sjónvarpið,
en komi svo saman reglulega til að
pakka. „Ég hef alltaf nóg að gera
og get alltaf gripið í þetta en það
er ekkert sem rekur á eftir mér.
Þegar mér finnst ég vera komin
með svo mikið dót að ég vilji fara
að losna við það hringi ég í hinar
konurnar og þá koma þær og
pakka, en Rauði krossinn nær síð-
an í pakkana.“
Handavinnuverkefni Rauða krossins fyrir fátæk börn í þróunarlöndunum víða um heim
Morgunblaðið/Golli
Margar konur taka þátt í saumaskapnum. Frá vinstri: Anna Bjarnadóttir, Unnur D. Haraldsdóttir, Hildur Kára-
dóttir, Laufey Ólafsdóttir, Þóra Davíðsdóttir, Þuríður Egilsdóttir og Vilhelmína Þorvaldsdóttir.
Konur í Kópavogi hafa
útbúið 440 pakka á þessu ári
Nokkrar konur í
Kvenfélagi Kópavogs
hafa tekið þátt í
handavinnuverkefni
Rauða krossins und-
anfarin 13 ár og hafa
afköst þeirra aukist ár
frá ári en á líðandi ári
hafa þær sent frá sér
440 fatapakka vegna
hjálparstarfsins.
NÝR eigandi Guðrúnar Gísladóttur
KE-15 segist ekki líta á skipið sem
flak, en skipið strandaði við N-Nor-
eg þann 19. júní síðastliðinn og ligg-
ur á um 40 metra dýpi. „Þetta skip
á eftir að sigla um öll heimsins höf
þegar þeim aðgerðum sem við erum
að byrja á verður lokið,“ segir
Haukur Guðmundsson, sem keypti
skipið af útgerðarfélaginu Festi hf.
á þriðjudag. Haukur, sem rekur fyr-
irtækið Íshús Njarðvíkur ehf., segir
kaupverðið trúnaðarmál.
„Við ætlum að flytja skipið að
landi, hreinsa það, tryggja öryggi
þess og ganga þannig frá því að þær
skemmdir sem eru byrjaðar að
myndast haldi ekki áfram.“ Hann
segir að þessum fyrsta áfanga eigi
að vera lokið fyrir jól en engar aðr-
ar tímasetningar liggi fyrir. Haukur
segir alveg óákveðið hvort skipið
verði þá selt áfram eða hvort hann
muni halda áfram að gera skipið
upp. Hann hafi fengið vilyrði fyrir
hafnaraðstöðu skammt frá strand-
staðnum þar sem hægt verði að
vinna í skipinu. Norskir kafarar
muni koma að björgun skipsins, en
allt starf ofansjávar verði væntan-
lega unnið af starfsmönnum Íshúss
Njarðvíkur í samvinnu við heima-
menn. Haukur segir að menn á hans
vegum hafi farið til Noregs til að
kynna sér aðstæður. Nýlega úr-
skurðaði norska umhverfisráðu-
neytið að olían um borð, alls um 300
tonn, skyldi fjarlægð fyrir 15. októ-
ber næstkomandi og skipið sjálft
fyrir 1. maí á næsta ári. Hefur verið
farið fram á að fyrri fresturinn
verði framlengdur, þar sem til
standi að fjarlægja allt skipið í einni
aðgerð. Segir Haukur að nú sé verið
að bíða eftir svari um það frá SFT
sem og hvort aðgerðaáætlun um
björgun skipsins uppfylli skilyrði
Norðmanna.
Eigandi Guðrúnar Gísladóttur álítur skipið ekki flak
Mun sigla um heimshöfin
TÆPLEGA sjötugur karlmaður
hefur verið dæmdur í 130.000
króna sekt og sviptur ökurétti í
eitt ár fyrir að hafa ekið ölvaður
heim af dansleik þar sem gamlir
dansar voru stignir. Auk þess
verður hann að bera allan sak-
arkostnað, þ.m.t. 45.000 króna
málsvarnarlaun verjanda síns.
Atvikið átti sér stað sunnu-
dagskvöld í maí sl. Lögreglu-
menn við umferðareftirlit í
Kópavogi fengu tilkynningu um
að bifreið væri ekið eftir
Reykjanesbraut og þótti akst-
urslag hennar frekar grunsam-
legt.
Reikull í spori
Fóru þeir með hraði að heimili
skráðs eiganda bifreiðarinnar og
var hann þá að fara inn í húsið
reikull í spori. Lögreglumenn-
irnir fengu leyfi mannsins til að
skoða bifreið hans inni í bílskúr
og voru bæði vélarhlíf og út-
blástursrör heit. Viðurkenndi
hann að hafa ekið heim af dans-
leik á 12. tímanum um kvöldið
en sagðist ekki hafa kennt
áfengisáhrifa, og sagðist einung-
is hafa fengið sér einn bjór
klukkan 21. Áfengimagn í blóði
reyndist á hinn bóginn vera 1,72
prómill. Maðurinn bar því við
fyrir dómi að hafa neytt bjórs í
bílskúrnum eftir að akstri lauk
en blóð- og þvagrannsóknin þótti
sýna að lengri tími væri liðinn
frá drykkju en sem því næmi.
Ólöf Pétursdóttir héraðsdóm-
ari komst að þeirri niðurstöðu að
færð hefði verið fyrir dómi lög-
full sönnun fyrir því að þegar
maðurinn ók í umrætt sinn hafi
alkóhólmagn í blóði mælst ekki
minna en 1,20 prómill. Örn Clau-
sen hrl. var skipaður verjandi en
Karl I. Vilbergsson fulltrúi sótti
málið f.h. ákæruvaldsins.
Ók ölvaður heim af
gömlu dönsunum
NOKKRIR 14–15 ára gamlir piltar
sem voru að fikta með eld eru taldir
hafa orðið valdir að brunanum í gamla
hraðfrystihúsinu á Hellissandi á
þriðjudagskvöld. Milljónatjón varð í
brunanum en engan sakaði.
Alls voru þeir sjö, piltarnir sem
voru við frystihúsið þegar eldurinn
kom upp. Nokkrir þeirra hafa játað
að hafa verið að leika sér með eld í
fiskkari sem stóð upp við gafl hússins.
Ólafur Guðmundsson, yfirlögreglu-
þjónn á Stykkishólmi, segir að pilt-
arnir hafi sagt að um óviljaverk hafi
verið að ræða.
Um 100 fiskkör brunnu og hefur
lögregla fengið upplýsingar um að í
nokkrum þeirra hafi verið þorskanet.
Auk þess brann hluti af þakinu og sót
og reykur barst inn í húsið. Tjald-
vagnar og fellihýsi voru m.a. geymd í
húsinu sem hafði ekki verið notað til
fiskvinnslu um árabil.
Málið er enn í rannsókn.
Hellissandur
Unglingspiltar
voru að fikta
með eld