Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 30
MENNTUN 30 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG VIL hafa umfjöllun umstærðfræði og stærð-fræðinám eins opna oghægt er og á eins skilj- anlegu máli og frekast verður unnt,“ segir Anna Kristjánsdóttir sem ver- ið hefur prófessor í stærðfræði- menntun við Kennaraháskóla Ís- lands síðan 1991. „En þótt stærðfræðilega þekkingu nútímans megi að verulegu leyti þakka öflugu táknmáli og ótvíræðri framsetningu, þá fælir þetta tvennt allt of marga frá. Það kemur í veg fyrir að fólk kynnist heimi stærðfræðilegra hug- mynda og fegurð hans og að það geri sér ljóst hvar stærðfræði liggur til grundvallar í heimi nútímans. Ástæða er til að fagna því að fræði- menn reyni í vaxandi mæli að brjóta þennan múr með skrifum og á ýms- an annan hátt.“ Anna er einnig ritstjóri vefjarins Stærðfræðin hrífur (http://staerd- fraedin-hrifur.khi.is) sem er ætlaður nemendum, foreldrum og kennur- um. Þar er reynt að fjalla um stærð- fræði á máta sem getur höfðað til miklu fleiri en þeirra sem eru sér- staklega stærðfræðilærðir. Upphaf- lega sótti Anna um styrk til Rann- sóknaráðs Íslands vorið 1999 fyrir vef sem gæti þjónað slíkum tilgangi, en fékk hann ekki og lagði hug- myndina þá í salt. Síðar sama ár átti hún frumkvæði að myndun íslenskrar nefndar vegna Alþjóðlega stærðfræðiársins 2000 og gegndi formennsku í henni. Síðustu viðburðir hér á landi vegna stærðfræðiársins voru sýning Sjón- varpsins í ársbyrjun 2001 á þáttun- um Líf í tölum og greinaflokkur Önnu í Morgunblaðinu þar sem hún fjallaði um stærðfræði og stærð- fræðinám. Síðar sama ár hlaut hún viðurkenningu Hagsmunafélags um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi fyrir að hafa lengi unnið ötullega að framgangi stærðfræði í skólum og á opinberum vettvangi. Stærðfræðispjall á vef Síðla árs 2001 sneri Anna sér aft- ur að hugmyndinni um vefinn enda nefnir hún að enginn slíkur vefur hafi verið til hér á landi. Hann hlaut þó að byrja í smærri stíl en upp- runalega hugmyndin fól í sér og var vefurinn Stærðfræðin hrífur opnað- ur 2. febrúar 2002. Það hefði þó ekki verið kleift nema fyrir fjárstuðning frá Frosta Bergssyni og Opnum kerfum sem tryggðu að hægt var að ráðast í hönnun og fyrsta hluta verksins. Vefnum er ætlað að opna fyrir og efla umræðu um stærðfræði og stærðfræðinám og að hjálpa bæði kennurum og foreldrum að sjá í hverju breytingar þurfa að felast. Einnig að birta fjölþætt efni sem getur stutt fólk í þessu starfi og skapa greiðan aðgang að alþjóðlegri þekkingu á þessu sviði. Á vefnum var fljótt að finna efni sem foreldrar geta notað til að spjalla við börnin sín um stærðfræði og einnig til að fræðast sjálfir um hvað skiptir máli í stærðfræðinámi. Einnig er efni sem gefur börnum færi til að nota eigin leiðir við lausn- ir, en Anna minnir á að í tækni- væddu þjóðfélagi snýst stærðfræði- nám um að skilja hugtök og samhengi og að skilja á eigin for- sendum en í samstarfi við aðra. Námið þarf því að grundvallast á því að leysa þrautir (viðfangsefni) sem ekki er búið að skammta nemendum aðferðir við að leysa heldur njóta þeir stuðnings við að skilja sjálfir og leysa. Til að skapa umhverfi fyrir þróun á þessu sviði innan íslenskra skóla lagði Anna til að íslenskir kennarar nýttu sér heimskunnar og víðtækar rannsóknir á því hvernig börn leysa sjálf reikningsþrautir ef þeim er ekki kennt að setja dæmi skriflega upp á einskorðaðan hátt en að kenn- urum væri ekki fyrirskipað hvernig þeir færu að í smáatriðum heldur fengi sérþekking þeirra á börnum að ráða þar ferðinni. Fyrir tilstilli hennar var boðið hingað fyrirlesur- um frá Madison í Wisconsin úr for- ystuhópi um Stærðfræðikennslu byggða á skilningi barna (Cognitiv- ely Guided Instruction). Skilningur í öndvegi „Kennsla í stærðfræði á að hvetja nemendur til að spyrja spurninga sem styðja nám þeirra,“ segir Anna, „Þannig að þeir venjist því að spyrja sig: hvað er þetta? Hverskonar við- fangsefni er þetta? Hvernig get ég farið að því að leysa þetta? Ef svo er, þá vakna umræður við bekkjar- félaga og hver og einn þarf að gera grein fyrir máli sínu og geta einnig hlustað á rökstuðning hinna.“ Í íslenskum skólum og kennara- menntun hefur Stærðfræðikennsla byggð á skilningi barna (SKSB) ver- ið kynnt talsvert en stærsta átakið sem hefur verið um að ræða á þessu sviði er í Melaskóla vegna einstak- lega faglegs samstarfs kennara- hópsins sem hefur verið í forystu. Prófessor í stærðfræðimenntun Auk starfa sinna hér á landi hefur Anna tekið þátt í mörgum norræn- um og alþjóðlegum samstarfsverk- efnum innan stærðfræði og einnig upplýsingatækni. Hún hefur víða gegnt trúnaðarstörfum fyrir erlenda háskóla eða yfirvöld menntamála. Hinn 1. ágúst tók hún við starfi sem prófessor í stærðfræðimenntun við háskólann í Agder í Suður-Noregi, en háskólinn falaðist eftir því að fá að kalla hana til starfa og Kenn- araháskóli Íslands veitti leyfi frá störfum í nokkur ár. „Það vill reyndar svo til að ég er fyrsti prófessorinn í stærðfræði- menntun á Norðurlöndum þótt áður hafi forkólfar, eins og t.d. Bent Christiansen prófessorinn minn í stærðfræði í Danmörku og Stieg Mellin-Olsen prófessor í hagnýtri uppeldisfræði í Noregi, unnið mikið starf á þessum vettvangi,“ segir Anna. „Á eftir mér hafa svo fimm karlmenn, allir vel kunnir af störfum sínum, verið skipaðir í prófessors- stöður í stærðfræðimenntun innan hinna Norðurlandanna, sumir í stærðfræði og stærðfræðimenntun, aðrir í stærðfræði- og náttúrufræði- menntun og enn aðrir í stærðfræði- menntun eins og ég. En við höfum verið fá, tveir í Danmörku og Finn- landi og einn í Noregi. Margvísleg samstarfsverkefni hafa verið í gangi til að nýta kraftana bæði innan ein- stakra landa og þeirra í milli.“ Áherslan á Norðurlöndum Skilningur stjórnmálamanna, embættismanna og atvinnulífs hefur verið að aukast allra síðustu ár, a.m.k. innan sumra landanna, á því að það þurfi að snarefla þetta svið. Þannig veitti sænski ríkisbankinn t.d. myndarlegan styrk fyrir tveim- ur árum til fimm ára uppbyggingar „doktorsnáms í stærðfræði með sér- stakri áherslu á menntunarþáttinn“. Við það varð kleift að bjóða nær tuttugu styrki vegna doktorsnáms á þessu sviði og dreifast nemarnir á nokkra sænska háskóla en samhæf- ingarstarf er á hendi Gerd Brandell lektors í stærðfræði í Lundi sem hefur um áratuga skeið unnið ötul- lega að uppbyggingu á þessu sviði. Í Svíþjóð hefur ekki verið neinn prófessor í stærðfræðimenntun fyrr en nú í haust að sá fyrsti var ráðinn í Luleå, en þótt stöðurnar hafi verið á öðrum vettvangi hafa miklu fleiri há- skólakennarar komið að. Í Noregi hefur einn og einn verið að útskrifast með doktorsgráðu í stærðfræðimenntun, sumir numið erlendis og aðrir stundað sínar rann- sóknir innan Noregs. En þeir hafa verið fáir og ekki samræmt átak. Hins vegar hefur háskólinn í Agder verið í fararbroddi varðandi kandi- datsnám á þessu sviði. Það hefur verið sex ára nám innan stærðfræði- stofnunarinnar og kröfur um að lág- marksnám í stærðfræði sé eitt og hálft ár þar af. Nú mátu menn svo að kominn væri tími til að skapa fræði- lega sterkt umhverfi fyrir doktors- nám þar í stærðfræðimenntun og þá vildu þeir kalla Önnu til starfa. Alþjóðlegt umhverfi „Þarna á að byggja upp doktors- nám á myndarlegan hátt og skapa sterkt umhverfi sem geti komið í veg fyrir að nemendur flosni upp úr námi eins og of algengt er í dokt- orsnámi,“ segir hún og að yfirstjórn háskólans og yfirvöld menntamála vænta mikils af þessu átaki. Þá eru Norðmenn með sterka stefnu í því að fjölga konum í æðstu stöðum, og þar sem Anna er fyrsti prófessorinn á Norðurlöndum í stærðfræði- menntun og hefur stundað umfangs- miklar rannsóknir, var hún kölluð til starfa. En alls verða fimm prófess- orar sem vinna í þessari uppbygg- ingu í nánu samstarfi við þá sem starfa í stærðfræði og eru innan sömu stofnunar.“ Umhverfið er alþjóðlegt því að Maria Luiza Cestari er frá Brasilíu þótt hún búi í Noregi, Reinhard Siegmund-Schultz prófessor í sögu stærðfræðinnar er Þjóðverji, Barbro Grevholm sem kemur um áramót er Svíi og Barbara Jaworski sem einnig kemur um áramót er Breti. Þetta telst því einstakt tæki- færi til að vinna í fræðilega sterku umhverfi þar sem fullur skilningur er á mikilvægi verkefnanna. Íslenskar rannsóknir Anna er leyst af í kennslunni við Kennaraháskóla Íslands, en enginn tekur við prófessorsstarfi hennar eða rannsóknarverkefnum. „Varð- andi rannsóknir þá áskildi ég mér að geta sinnt völdum verkefnum sem ég tel mikilvæg hér heima og þar eru einkum tvö stór verk sem ég hef hannað og lagt mikla umhugsun og vinnu í síðustu árin,“ segir hún. „Annað er Stærðfræðin hrífur en hitt er einnig mjög spennandi verk- efni. Það heitir Víðátta og er mynd- samskiptaverkefni á vegum Velferð- arsjóðs barna. Það hefur nú þegar skilað verulegri þekkingu og ég vona að það haldi áfram að gera það. Kennaraháskóli Íslands veitir mér áfram aðstöðu til að sinna þeim verkefnum sem koma íslensku skólastarfi að gagni þótt ég sé í leyfi og það er ég þakklát fyrir.“ Hún hefur haft tvennt að leiðar- ljósi varðandi stærðfræðina og starf- ið. Annarsvegar að liðsinna og hins- vegar að nema aldrei staðar. „Ég hef lagt áherslu á að liðsinna bæði fólk- inu og málefninu,“ segir hún. Ein- staklingar leita til hennar og hún heldur námskeið fyrir það eða eitt- hvað annað. „Málefnið gengur hins- vegar ekki að manni, og því má ekki gleyma,“ segir hún. Djúpar rætur Anna á djúpar rætur í þessu fræðasviði um stærðfræðimenntun. „Þegar ég hóf nám í Háskóla Íslands 1961 voru deildirnar fáar og ég gat numið bæði stærðfræði og sagn- fræði innan heimspekideildar og auk þess uppeldis- og sálarfræði fyrir verðandi kennara,“ segir hún. „Það hefur mótað sýn mína á stærðfræði að nema hana samtímis sagnfræð- inni. Það hafði líka áhrif að sækja sum námskeið innan verkfræðideild- ar vegna þess að ég var ein í náminu. Þar tók ég fyrsta tölvunámskeiðið.“ Hún ætlaði með manni sínum í frekara nám í Danmörku, hann í tæknifræði og hún í stærðfræði, þegar fræðslustjórinn í Reykjavík, Jónas B. Jónsson greip á afgerandi hátt inn í framvinduna. Hann vann mikið uppbyggingarstarf og átti gott samstarf við Auði Auðuns þáverandi formann fræðsluráðs Reykjavíkur. Þau vissu að til slíkra starfa þurfti vel menntað fólk og væri það ekki til í landinu þyrfti að veita styrki til náms. „Svo fór að ég hlaut styrk til þriggja ára framhaldsnáms í stærð- fræði og uppeldis- og sálarfræði en slíkt nám var þá að hefjast innan Norðurlandanna,“ segir hún. Kandi- datsgráðu 1972 á þessu sviði lauk hún með lokaritgerð um möguleika á að nota tölvur í stærðfræðikennslu 13–18 ára unglinga. Heima tóku svo við ráðgjafastarf hjá Reykjavíkurborg, námstjóra- starf í menntamálaráðuneyti og stjórnun á endurskoðun námsefnis og kennsluhátta í stærðfræði auk kennslu við Menntaskólann í Hamrahlíð. Og síðar lektors- og dós- entsstarf í stærðfræði við KHÍ auk þess að stjórna uppbyggingu nám- skeiða í upplýsingatækni fyrir kenn- ara á árunum 1978–1986. „Bæði nám og mismunandi störf hafa reynst mér góður grunnur fyrir þau fræði- störf sem ég hef fengist við síðan,“ segir hún. „En að sjálfsögðu þarf að langa til og kunna að spyrja sífellt, leita lengra og dýpra án þess að formlegar kröfur skóla eða afmark- aðra starfa ráði þar ferðinni.“ Stærðfræðimenntun / Anna Kristjánsdóttir starfar nú sem prófessor í stærðfræðimenntun við háskólann í Agd- er í Noregi en háskólinn falaðist eftir því að fá að kalla hana til starfa og Kennaraháskóli Íslands veitti leyfi frá störfum. Gunnar Hersveinn átti samtal við hana en hún hefur starfað ötullega að stærðfræðimenntun á Íslandi. Stærðfræði sem hrífur almenning Morgunblaðið/Sverrir „Vefurinn Stærðfræðin hrífur er vettvangur þar sem kennarar, nemendur og foreldrar geta mæst,“ segir Anna, prófessor og ritstjóri vefjarins.  Heimahagar „kengúrustökksins“ og „KappAbel“ eru á vefnum.  Anna vill samtöl fullorðinna og barna um stærðfræðiverkefnin. guhe@mbl.is ’ „Ég hef lagt áherslu á að liðsinnabæði fólkinu og málefninu. Málefnið snertir almenning og vitund hans fyrir stærðfræði.“ ‘  Á vefnum Stærðfræðin hrífur (http://staerdfraedin-hrif- ur.khi.is) verður margt að finna, t.d. greinar, bæði þýdd- ar og íslenskar. Þar eru net- tengingar út í hinn alþjóðlega stærðfræðiheim og það efni sem tengt er við er kynnt fyrir lesendum. Á Stærðfræðin hrífur eiga einnig heimahaga tvö umfangsmikil verkefni sem íslenskum skólum gefst kostur á að taka þátt í og þeir hafa tekið mjög vel.  Annað er norska keppnin KappAbel fyrir 9. bekki en stefnt er að því að sú keppni verði norræn þótt aðeins Ís- lendingar séu þegar byrjaðir. Hin er Kengúrustökkið sem nær til fjölda landa einkum í Evrópu. Í báðum tilvikum er um að ræða óvenjulega stærð- fræðikeppni sem reynslan sýnir að opnar fleiri nemend- um möguleika en áður hafa komið að stærðfræðikeppni hér á landi. KappAbel keppn- in er fyrri hluta vetrar og eru boð um þátttöku komin en Kengúrustökkið er síðari hluta vetrar og fyrir yngri nemendur.  Markmiðið með hvorri tveggja keppninni er að efla al- mennan áhuga nemenda á stærðfræði. Megináherslan er á að nemendur tali saman í bekkjunum sjálfum um lausn- ir og færi rök fyrir máli sínu meðan á þátttöku stendur eða í kjölfarið. staerdfraedin -hrifur.khi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.