Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR fé er rekið á fjall eftir sauð- burð á vorin er gjarnan merkt eða hornaskellt það fé sem skal fara í sláturhús að hausti, svo sem geldar ær. Ein slík fór á fjall á liðnu vori frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði en henni voru ekki ætlaðir lengri líf- dagar en fram á haust. Ærin hefur að líkindum ekki sætt sig við þann þunga dóm, því þegar smalað var síðastliðinn laugardag fannst hún með um það bil dags- gamalt lamb með sér því hún var enn í blóðböndum. Þeim heilsast báðum vel og með þessum lambhrút hefur ærin keypt sér líf og unir sér vel í kafgrasi í haustblíðunni á Gunnarsstaðatúni. Sigfús A. Jóhannsson á Gunn- arsstöðum er hálfáttræður og segir að aldrei áður hafi sauðburður ver- ið í október; hins vegar hafi veð- urfarið í haust verið mun hagstæð- ara fyrir sauðburð en í maí síðastliðnum, sem var bæði kaldur og hráslagalegur. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Ærin í Gunnarsstaðatúni með lífgjafa sinn, lambhrútinn. Vildi ekki í slátur- húsið Þórshöfn Á HÓTEL Höfðabrekku í Mýrdal er hafin bygging á nýrri álmu með tutt- ugu og fjórum tveggja manna her- bergjum. Þessi bygging stendur að- skilin frá hinum byggingunum sem fyrir eru. Hjónin Jóhannes Krist- jánsson og Sólveig Sigurðardóttir eiga og reka hótelið. Þar eru fyrir 38 vel búin tveggja manna herbergi með baði og tvö án baðs í fjórum að- skildum húsum ásamt glæsilegum matsal og fjórum heitum pottum með búningsaðstöðu. Pottarnir voru settir upp í sumar eftir að 40 gráða heitt vatn fannst við borun skammt frá hótelinu. Það er byggingarfélagið Klakkur í Vík sem byggir grunninn að nýja húsinu og er vinna þegar haf- in, húsið sjálft er frá Límtré á Flúð- um. Hótel Höfða- brekka stækkar Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sólveig Sigurðardóttir, Jóhannes Kristjánsson, Andrés Pálmason og Ingvar Jóhannesson fylgjast grannt með þegar Merje Helena Monte og Gerd Wilvand taka fyrstu skóflustunguna að nýja húsinu. Fagridalur NÝLEGA var tekin skóflustunga að tveimur nýjum stúdentagörðum á Laugarvatni. Með byggingu þeirra er stigið mikilvægt skref í uppbyggingu Íþróttafræðaseturs Kennaraháskólans þar. Í þessum nýju stúdentagörðum er gert ráð fyrir 18 tveggja og þriggja herbergja íbúðum sem ætlunin er að verði tilbúnar til notkunar 10. ágúst næstkomandi. Það er Byggingarfélag náms- manna sem stendur fyrir fram- kvæmdunum með stuðningi og vel- vild sveitarstjórnar Bláskógar- byggðar. Bygging stúdentagarða hafin á Laugarvatni Laugarvatn NÝ hársnyrtistofa, hár.is, hefur verið opnuð í Fellabæ vestan Lagar- fljótsbrúar. Áslaug Ragnarsdóttir hársnyrtimeistari og Ásgerður Felix- dóttir hársnyrtisveinn eru eigendur og vinna jafnframt báðar á stofunni. Þær hafa báðar starfað lengi í faginu og Áslaug áður rekið eigin stofu, bæði í Fellabæ og á Egilsstöðum. Hár.is verður opin á virkum dögum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ásgerður Felixdóttir og Áslaug Ragnarsdóttir í nýju stofunni. Nýtt fyrirtæki í Fellabæ Egilsstaðir HRAFN Jökulsson, formaður í skákfélaginu Hróknum, kom fær- andi hendi í heimsókn til nem- enda í 3. bekk Grunnskólans í Hveragerði. Tilefnið var að núna er Hrókurinn, í samvinnu við Eddu – miðlun og útgáfu, að gefa öllum átta ára börnum á landinu bókina Skák og mát þar sem heimsmeistarinn Anatolij Karpov kennir ungum skákmönnum nýjar og spennandi aðferðir til að tefla til sigurs, eins og greint er frá á bókarkápu. Helgi Ólafsson stórmeistari þýðir bókina og staðfærir. Með þessari gjöf vilja þeir sýna hug sinn í verki til skákarinnar – Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir Hrafn Jökulsson afhendir nemendum í 3. bekk bókina Skák og mát. þjóðaríþróttar Íslendinga. Skák- listin hefur fylgt Íslendingum frá upphafi og er merkilegur og lif- andi hluti af menningararfinum. Það er mikilvægt að svo verði áfram og því er von okkar að bókagjöfin stuðli að stórefldri skákkennslu og skákiðkun í skól- um landsins og þróttmiklu skák- lífi um allt land, eins og segir í skjali sem skólanum var afhent af þessu tilefni. Bókagjöf til barna í 3. bekk Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.