Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 10
FLUGSLYSIÐ Í SKERJAFIRÐI 10 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÉR AÐ neðan birtast í heild at- hugasemdir aðstandenda við skrif Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra vegna skýrslu þeirra Frank Taylor og Bernie Forward varðandi TF- GTI. Í skýringu frá aðstandendum seg- ir að ekki sé tekin afstaða til skýrslu Taylor og Forward heldur sé ein- ungis verið að leiðrétta augljósar rangfærslur varðandi hana. Athugasemdirnar eru feitletrað- ar. Hér byrja tilvitnaðar athuga- semdir flugmálastjóra. Athuga- semdum aðstandenda er skotið inn feitletruðum til aðgreiningar. Greinargerð 4. október 2002. Til: Samgönguráðherra. Frá: Flugmálastjóra Efni: Skýrsla Bernie Forward og Frank Taylor. Skýrsla bresku sérfræðinganna Bernie Forward og Frank Taylor (F&T) um flugslysið í Skerjafirði liggur nú fyrir. Flugmálastjórn lýsir ánægju sinni með að skýrslan er komin fram. Skýrslunni er skipt í 10 kafla, sem hver um sig fjallar um til- greint málefni auk þess að innihalda inngang, samantekt á niðurstöðum og tillögur um aðgerðir. Hér á eftir er gerð grein fyrir afstöðu Flug- málastjórnar Íslands (FMS) til þeirra efnisatriða, sem fram koma í þessum köflum. Inngangur. Í innganginum er látið að því liggja að staðlar Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar (ICAO) um flug- slysarannsóknir sem og varðandi aðra flugstarfsemi séu lágmarks- kröfur, sem taki mið af því að mörg aðildarríkjanna séu þróunarríki og hafi ekki fjárhagslega burði til að ná lengra. Hér er um að ræða mjög ranga mynd af því hvað felst í stöðl- um og tilmælum ICAO, sem eru alls ekki einhver málamiðlunarlausn þegar flugöryggismál eru annars vegar. Áhyggjur manna af flugör- yggi í heiminum beinast fyrst og fremst að því, að ríkin uppfylli ekki þær kröfur, sem felast í þessum stöðlum. Því var á vegum ICAO haf- ið umfangsmikið úttektarverkefni fyrir fjórum árum til að leiða í ljós hvernig ástand þessara mála væri í heiminum, hvað tiltekna staðla varð- aði. Nánast öll ríki ICAO hafa verið tekin út á þessum tíma. Ekkert þeirra hefur sloppið við gagnrýni, þ.m.t. virtustu flugþjóðir heims. Eins og við mátti búast komu Vest- ur-Evrópuríkin vel út úr þessari út- tekt og var Ísland í hópi þeirra bestu eins og skýrt kemur fram í gögnum frá ICAO. __________ Staðlar ICAO eru lágmarksstaðl- ar, sem miða við það að aðildarríkin 188 hafi tök á því að uppfylla þær kröfur, sem þar eru settar fram. Flugmálastjórn hefur til dæmis haldið því fram að einn lítill gúmmí- bátur hafi meira en uppfyllt kröfur um björgunarbúnað á Reykjavíkur- flugvelli. Það er augljóst að hér er ekki um að ræða staðal til að hreykja sér af. __________ Þótt skipulag flugslysarannsókna hafi ekki verið tekið með í framan- greindri úttekt var sérstök athugun gerð á vegum ICAO á stöðu þeirra. Hún leiddi í ljós, að skipulag þessara mála er í góðu horfi m.a. vegna þess að Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) hefur verið komið upp sem sjálfstæðri stofnun. Þótt smæð þjóð- félagsins og takmarkaðir fjármunir setji mönnum skorður hefur rann- sóknarnefndin getað sinnt verkefn- um sínum á mjög viðunandi hátt og getað leitað til systurstofnana í ná- grannalöndunum, þegar þess hefur verið þörf, t.d. varðandi ítarrann- sókn á íhlutum í flugvélar eða heild- arrannsókn slysa. Af framangreindum ástæðum verður að vísa því til föðurhúsanna að hér á landi sé unnið að flugmálum samkvæmt einhverjum lágmarks- stöðlum, sem hæfi aðeins vanþróuð- um ríkjum. Aðild Íslands að Flug- öryggissamtökum Evrópu (JAA) í meira en áratug er ótvíræð staðfest- ing á því að flugöryggismál eru tekin föstum tökum hér á landi. __________ Úttekt ICAO á stöðu flugslysa- rannsókna hér á landi á síðasta ári leiddi í ljós að Rannsóknarnefnd flugslysa hefur bæði fax og síma, en ekki húsnæði til rannsókna á flug- vélaflökum. Þetta var vitað. Það sem ICAO gerði ekki var að taka út vinnubrögð Rannsóknarnefndar flugslysa. Það var það sem þurfti. Enn einu sinni má leiðrétta flug- málastjóra. Joint Aviation Author- ities eru ekki Flugöryggissamtök Evrópu heldur samtök evrópskra flugmálastjórna. Þetta eru upplýs- ingar frá höfuðstöðvum samtak- anna sjálfra. Aðild að JAA segir ekkert um það hvort flugöryggismál séu tekin föstum tökum hér á landi eða ekki. __________ Kafli 1. Höfundar skýrslunnar gagnrýna RNF harkalega fyrir það sem þeir nefna grunsamlega eldsneytis- útreikinga og yfirborðskennda rann- sókn á hreyfli flugvélarinnar. Jafn- framt er fundið að mjög mörgum niðurstöðum RNF eins og þær birt- ast í skýrslu nefndarinnar. Það sem eftir stendur er að F&T telja að RNF hafi þegar í upphafi gefið sér að eldsneytisþurrð hafi valdið afl- missi hreyfilsins og ekki gefið gaum að því að hreyfillinn hafi hugsanlega fest (engine seizure). F&T telja vís- bendingar vera fyrir hendi um að slíkt hafi gerst. Í þessum kafla tilgreina höfund- arnir 13 niðurstöður RNF skýrsl- unnar (málsgreinar 3.1, 3.4, 3.10, 3.11, 3.12, 3.13, 3.14, 3.15, 3.16, 3.18, 3.19, 3.20 og 3.21) og hafa uppi at- hugasemdir eða gagnrýni um þær allar. Athugasemdir þessar, þótt margar séu, eru flestar af sama toga og varða annaðhvort eldsneyti eða hreyfil. Athyglisvert er, að höfund- arnir gera enga athugasemd við málsgreinar 3.23 og 3.23* í skýrslu RNF, en sú síðari inniheldur aðra af tveimur meginniðurstöðum RNF um orsakir slyssins. Í þessari máls- grein segir: Ljóst virðist að flugmaðurinn beindi ekki nefi flugvélarinnar taf- arlaust niður til þess að halda eða ná upp flughraða til nauðlendingar á haffletinum eftir að hreyfillinn missti aflið. __________ Þar sem enginn er til frásagnar um það sem gerðist í flugvélinni skömmu fyrir brotlendingu hennar getur það aldrei verið annað en get- gáta hvað gerðist um borð. __________ Jafnframt er engin athugasemd gerð við þá ályktun RNF, sem birtist á bls. 24 í skýrslu nefndarinnar og hljóðar svo: Aflmissir hreyfils við þær aðstæður sem þarna voru fyrir hendi átti ekki í sjálfu sér að valda því að flugmaðurinn missti stjórn á flugvélinni. __________ Þetta ætti einungis við ef aðstæð- urnar væru þekktar. Svo er ekki fyrir að fara af augljósum ástæðum. Því er aðeins hægt að miða við gefn- ar aðstæður, en þær eru allt annað en staðreyndir. __________ Þar sem F&T gera enga athuga- semd við svo veigamikla niðurstöðu um orsakir slyssins er aðeins hægt að draga þá ályktun að þeir telji hana rétta. Kafli 2. Hér er vikið að sambandi FMS og RNF og látið í veðri vaka að FMS hafi beitt RNF þrýstingi til að taka tillit til athugasemda og ábendinga stofnunarinnar. Staðreyndin er hins vegar sú að FMS færði rök fyrir öll- um athugasemdum og ábendingum, sem hafa ekki verið hrakin af nein- um málsaðila enda þótt F&T geri at- hugasemd við þá ábendingu FMS, sem varðar flugvakttímamörk flug- mannsins. Sú ábending var þó aðeins sett fram til þess að benda á að 10 klst. hámarkið væri ekki eins ósveigjanlegt undir vissum kring- umstæðum eins og virðast mætti við fyrstu sýn en breytir ekki þeirri staðreynd að brot á vakttímareglum er litið alvarlegum augum. FMS fór ekki í grafgötur með þá skoðun sína að stofnunin teldi óhjákvæmilegt að niðurstöður skýrsludraganna yrðu endurskoðaðar í ljósi ábendinga og athugasemda stofnunarinnar. Hins vegar beitti FMS Rannsóknarnefnd flugslysa aldrei neinum þrýstingi í þessu sambandi og mundi aldrei við- hafa né þola slík vinnubrögð. Sam- kvæmt 15. gr. laga um rannsókn flugslysa nr. 59/1996, ber FMS og fleirum að eiga kost á því að tjá sig um drög RNF að skýrslum um flug- slys og það var það sem FMS gerði. Vangaveltur F&T um að RNF og FMS séu ekki nægilega aðskildar stofnanir eru út í hött eins og þeir vita best, sem þekkja til starfa þeirra. Starfsmenn beggja aðila eru mjög meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð og rækja sín hlutverk vel. Á stundum hefur meira að segja ríkt ákveðin spenna í samskiptum stofn- ananna, sem er ekki endilega til þess fallin að auka flugöryggi, þótt hún kunni að stuðla að mótherjaand- rúmslofti, sem sumir telja heppilegt að ríki í samskiptum slíkra aðila. __________ Flugmálastjórn færði aldrei rök fyrir athugasemdum stofnunarinn- ar við frumskýrslu Rannsóknar- nefndar flugslysa og því hefur aldr- ei verið spurning um að hrekja nein rök. Hins vegar hafa rangfærslur Flugmálastjórnar margsinnis verið leiðréttar. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins 1.10. 2002 þvertók Þorgeir Pálsson flugmálastjóri fyrir að Flugmála- stjórn hafi beitt Rannsóknarnefnd flugslysa þrýstingi og þannig haft áhrif á niðurstöður skýrslu um flug- slysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Orðrétt sagði Þorgeir: „Já, nei ég vísa því nú alveg á bug að við höfum beitt rannsóknarnefndina nokkrum þrýstingi, við lögðum bara fram rök- studdar athugasemdir við skýrsluna, það var allt og sumt“. Og áfram hélt Þorgeir þegar fréttamaður innti hann eftir því hvort hann teldi að niðurstöðum Rannsóknarnefndar flugslysa hafi verið breytt vegna þess hve rök- stuðningur Flugmálastjórnar hafi verið góður. „Ja, það tel ég vera ótvírætt enda er það til þess gert . . . Það er tilgangurinn“. Hinn 5. febrúar 2001 sendi Flug- málastjórn Íslands Rannsóknar- nefnd flugslysa bréf, sem var und- irritað bæði af Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra og Pétri K. Maack framkvæmdastjóra flugöryggis- sviðs flugmálastjórnar og segir þar orðrétt: „Flugmálastjórn hefur haft til at- hugunar drög Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) að skýrslu um flug- slys TF-GTI, sem varð í Skerjafirði hinn 7. ágúst. Í ljósi þess hve um al- varlegan atburð er að ræða hefur Flugmálastjórn gert sjálfstæða at- hugun á nokkrum veigamiklum at- riðum sem fram koma í skýrslunni. Þær athuganir eru byggðar að hluta til á gögnum sem RNF lét í té og að hluta til á gögnum sem Flugmála- stjórn hefur undir höndum eða hefur aflað sér sérstaklega. Flugmála- stjórn leyfir sér að færa helstu at- hugasemdir og ábendingar inn í drög að skýrslu RNF fyrst og fremst til að auðvelda skilning á því við hvað þær eiga. Framangreindar athuganir Flug- málastjórnar, sem á engan hátt geta talist tæmandi, leiða af sér fjölmarg- ar ábendingar. Í ljósi þessa fer Flug- málastjórn þess á leit við RNF að hún fái aftur til umsagnar drög að skýrslunni þar sem einnig komi fram tillögur í öryggisátt. Í ljósi þeirra athugasemda sem Flugmálastjórn hefur gert við fyrstu tvo kafla skýrslunnar telur stofnunin að gera verði verulegar endurbætur á kafla 3 "Niðurstöður" þar sem m.a. komi fram líklegir orsakaþættir. .... Miðað við þær upplýsingar sem Flugmálastjórn hefur undir höndum leyfir stofnunin sér að stilla upp til- gátum um meginorsakir slyssins ef slíkt mætti vera RNF til hjálpar við lokarannsókn sína og koma þær fram í meðfylgjandi viðauka“. Vegna framangreinds var Flug- málastjórn hinn 17. ágúst 2001 send fyrirspurn þar sem óskað var, með vísan til upplýsingalaga, eftir afriti gagna þeirra sem Rannsóknar- nefnd flugslysa lét Flugmálastjórn í té, afriti þeirra gagna er Flugmála- stjórn hafði undir höndum, svo og afriti gagna þeirra er Flugmála- stjórn aflaði sérstaklega vegna at- hugana Flugmálastjórnar á „veiga- miklum atriðum“, sem koma fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar vegna brotlendingar TF-GTI. Einn- ig var óskað eftir upplýsingum með hvaða hætti gögnin hefðu borist. Flugmálastjórn svaraði fyrir- spurninni hinn 28. ágúst 2001 og kom þar m.a. eftirfarandi fram: „Þau gögn sem vísað er til að Flugmálastjórn hafi fengið hjá Rannsóknarnefnd flugslysa eru drög nefndarinnar að skýrslu um flug- slysið í Skerjafirði hinn 7. ágúst. Þau gögn hefur þér [Jóni Ólafi Skarphéð- inssyni] verið afhent. Hvað varðar gögn sem Flugmálastjórn hafði und- ir höndum eða hefur aflað sérstak- lega er um ónákvæmt orðalag í bréf- inu að ræða og réttara hefði verið að tala um upplýsingar, athuganir og gögn. Með gögnum er t.d. átti við allt skjalasafn Flugmálastjórnar þar með bækur og skýrslur um tæknileg málefni og að auki var flett upp í er- lendum gagnabönkum og ýmissa upplýsinga aflað t.d. með símtölum. Engin stuðningsgögn eða upplýsing- ar voru sendar RNF umfram það sem stendur í athugasemdum Flug- málastjórnar við drögin. Niðurstöð- ur sjálfstæðra athugana Flugmála- stjórnar er eingöngu að finna í athugasemdunum“. Hér hefur klárlega ekki verið um röksemdafærslu að ræða af hálfu þeirra Þorgeirs Pálssonar flug- málastjóra og Péturs K. Maack frkvstj. flugöryggissviðs Flugmála- stjórnar heldur einungis órök- studdar athugasemdir. Þá er eftirfarandi að finna í bréfi Flugmálastjórnar dags. 16. mars 2001 til Rannsóknarnefndar flug- slysa vegna „Loka[draga] að skýrslu um flugslys TF-GTI í Skerjafirði þann 7. ágúst 2000“: „...Stofnunin vill þó leyfa sér að spyrja hvers vegna það er ekki leng- ur talin orsök slyssins að flugmað- urinn virðist ekki hafa gengið úr skugga um að nægt eldsneyti væri á flugvélinni áður en lagt var upp frá Vestmannaeyjum.“. Skemmst er frá því að segja að Rannsóknarnefnd flugslysa varð við þessum „ábendingum“ þeirra Þorgeirs Pálsonar og Péturs K. Maack. Staðreynd málsins er ljós. Flug- málastjórn færði ekki rök fyrir at- hugasemdunum, sem sendar voru Rannsóknarnefnd flugslysa, hvorki góð né slæm. Ef Flugmálastjórn hefði haft haldbær rök fyrir athugasemdum sínum til rannsóknarnefndarinnar má ljóst vera að þau væru fyrir löngu komin fram. Þeir, sem best þekkja til starfa Rannsóknarnefndar flugslysa og Flugmálastjórnar, hafa lengi haft áhyggjur af nánum tengslum þess- ara aðila. __________ Kafli 3. Þessi kafli inniheldur gagnrýni um eldsneytisútreikninga RNF, sem liggja til grundvallar þeirri tilgátu að flugvélin hafi orðið eldsneytislaus eða eldsneyti gengið til þurrðar á þeim tanki, sem stillt var á. Ljóst er, að hægt er að gera þessa útreikn- inga á margvíslegan hátt, þar sem breyta má mörgum stikum (para- metrum) og forsendum. Því er engin leið að halda því fram að einhver ein útgáfa sé hin rétta. Útreikningar RNF sýna fram á að mjög lítið elds- neyti hafi verið fyrir hendi í aðal- tönkum flugvélarinnar, þegar hún varð að hætta við lendingu. Því séu miklar líkur á eldsneytisskorti eða eldsneytisþurrð í þeim tanki sem stillt var á. Útreikningar F&T eru í raun ekki sjálfstæðir eldsneytisútreikningar heldur breyta þeir eingöngu til- greindum stikum í útreikningum RNF. Þessar breytingar eru allar á einn veg, þ.e. til að lækka eldsneyt- ismagnið, sem var í aðaltönkum flug- vélarinnar, þegar hún missti afl. Með þessu móti komast höfundarnir að þeirri niðurstöðu, að flugmaðurinn hljóti að hafa dælt eldsneyti úr auka- tönkum vélarinnar, því að öðrum kosti hefði hann ekki náð að fljúga til Reykjavíkur. Benda má á, að hér er aðeins um eina útgáfu slíkra útreikn- inga að ræða. Hugsanlegt er, að aðr- ir þættir, sem mundu verka í gagn- stæða átt, þ.e. draga úr eldsneytisnotkun miðað við forsend- ur RNF, ættu einnig fullan rétt á sér. Niðurstöður F&T eru því ein af mjög mörgum útgáfum af þessum útreikningum, sem til greina koma. Ef tilgáta höfunda er rétt um að flugmaðurinn hafi verið að dæla eldsneyti úr aukatanki í aðaltank, þegar slysið varð, er slíkt ótvíræð vísbending um að lítið eldsneyti hafi verið í aðaltönkum vélarinnar. Að öðrum kosti hefði engin ástæða verið til þess að dæla þessu eldsneyti í lokaaðflugi, sem er ekki í samræmi við verklagsreglur, sem gera ráð fyr- ir að slík dæling fari aðeins fram í farflugi. Því má ljóst vera að nota má eldsneytissviðssetningu F&T til að styðja þá tilgátu að eldsneytisþurrð sé líkleg orsök þess að hreyfill flug- vélarinnar varð aflvana. F&T komast að þeirri niðurstöðu að þrír möguleikar séu fyrir hendi varðandi eldsneytismálið: 1. Nothæft eldsneyti hafi gengið til þurrðar, eins og skýrsla RNF tel- ur líklegast. 2. Eldsneyti úr vængendatönkum hafi verið notað. 3. Eldsneyti hafi verið bætt á flug- vélina án þess að áfyllingin hafi verið skráð, né nokkur orðið hennar var. Síðasti kosturinn virðist afar hæp- inn, þar sem áfylling eldsneytis var í höndum svo fárra aðila að nánast óhugsandi er að vitneskja um slíka áfyllingu hefði ekki komið í ljós í rannsókn málsins. Því verður ekki séð að skýrsluhöfundar hafi hrakið þá niðurstöðu RNF að miklar líkur séu á því að eldsneytisþurrð hafi valdið því að hreyfillinn varð aflvana. __________ Vísað er í skýrslu Frank Taylor og Bernie Forward hvað framan- greind skrif varðar, svo og athuga- semdir vegna skrifa Rannsóknar- nefndar flugslysa um sama mál. __________ Kafli 4. Hér færa skýrsluhöfundar ýmis rök fyrir því að hreyfillinn hafi hugs- anlega stöðvast (engine seizure) vegna þess að hann hafi brætt úr sér t.d. vegna olíuskorts. Sérstaklega er bent á að hreyfillinn og sú olía sem í honum var hafi ekki verið rannsökuð af þeirri kostgæfni, sem þeir telja að hefði verið við hæfi. Þó kom fram í rannsókn RNF að hreyfillinn snérist Athugasemdir aðstandenda vegna skrifa Þorgeirs Pálssonar flugmálastjóra varðandi TF-GTI Telja ástæðu til að leiðrétta rangfærslur flugmálastjóra SJÁ SÍÐU 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.