Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.10.2002, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 19 NEMENDUR og starfsfólk fram- haldsskólanna á Akureyri, MA og VMA, þreyttu árlegt Brunnárhlaup í vikunni. Þrátt fyrir blíðskap- arveður voru þátttakendur heldur færri nú en oft áður. Frá MA komu um 120 þátttakendur en aðeins um 60 frá VMA, segir á heimasíðu MA. Allmargir hlupu, aðrir skokkuðu og enn aðrir gengu þennan spöl, sem er 4,4 km. MA hlaut bikarinn fyrir heildarfjölda þátttakenda. Þrír fyrstu hlaupararnir karla- flokki eru í MA og í hópi tíu fyrstu manna voru fleiri úr MA. Nem- endum VMA vegnaði hins vegar betur í kvennaflokki. Hjá starfs- fólki var árangur afar góður en þar hafði VMA betur. Morgunblaðið/Kristján Margir hlupu í Brunnár- hlaupi FÉLAG málmiðnaðarmanna Akur- eyri stóð fyrir félagsfundi í vikunni þar sem samþykkt var tillaga þess efnis að hvetja alla Norðlendinga til að taka höndum saman og beita sér af alefli fyrir því að stóriðja rísi við Eyjafjörð. Löngu sé orðið ljóst að Eyjafjarðarsvæðið vanti fleiri sókn- arfæri á sviði atvinnumála. Ennfremur segir í tillögunni að Eyjafjarðarsvæðið með Akureyri í broddi fylkingar sé eini staðurinn á landinu þar sem möguleiki sé að mynda öflugt mótvægi við höfuð- borgarsvæðið. Það er hagsmunamál Norðlendinga og Austfirðinga að Akureyri verði efld á öllum sviðum og fagnar félagið því sérstaklega þeirri umræðu sem komin er í gang um byggingu stóriðju við Eyjafjörð. Fundurinn leggur áherslu á verndun lífríkisins við fjörðinn og skorar því á alla sem að málinu koma að horfa á sóknarfærin sem stóriðja í Eyjafirði skapar og taka höndum saman um framkvæmdina og leysa þau vanda- mál sem upp kunna að koma. Þá var samþykkt á fundinum að færa Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra 300 þúsund krónur að gjöf – til eflingar þjálfunarmiðstöðvar fyrir misþroska og fötluð börn. Einnig samþykkti fundurinn að færa Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri hálfa milljón króna að gjöf til kaupa á hjartaóm- tæki. Hvetja til að stóriðja rísi við Eyjafjörð KARLAKÓRINN Fóstbræður er í heimsókn á Norðurlandi þessa dagana og heldur tónleika á Dalvík, í Aðaldal og á Akur- eyri. Fyrstu tónleikarnir eru í Dalvíkurkirkju í kvöld kl. 20.30 og mun Karlakór Dalvíkur einn- ig taka lagið á tónleiknum. Á morgun, laugardag, eru tónleikar í Ýdölum í Aðaldal kl. 16.00 og þar mun Karlakórinn Hreimur einnig syngja fyrir við- stadda. Á sunnudag halda Fóst- bræður tónleika í Akureyrar- kirkju kl. 16.00 en þar munu einnig koma fram gamlir Geysismenn í tilefni 80 ára af- mælis Karlakórsins Geysis. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt með innlendum og er- lendum kórverkum. Með kórn- um koma fram Stefán Helgi Stefánsson tenór, Smári S. Sig- urðsson bassi og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Söngstjóri Fóstbræðra er Árni Harðarson. Tónleika- ferð um Norðurland Karlakórinn Fóstbræður ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 18 80 9 1 0/ 20 02 COROLLA - TILFINNINGIN ER GÓÐ Það hefur aldrei verið hagkvæmara en nú að eignast nýjan Corolla, bíl ársins 2002. Komdu strax og reynsluaktu vinsælasta bíl á Íslandi, fyrr og síðar, og þú finnur hver ástæðan er. Verð frá 1.599.000. www.toyota.is. „Þeir hafa aldrei bilað.“ Ég hef átt Corolla frá 1991 og var mjög ánægð með eldri gerðina, en fann mikla breytingu til batnaðar á nýja bílnum. Hann er stöðugur, þéttur í akstri og mjög þægilegur innan bæjar. Corolla bílarnir mínir hafa heldur aldrei bilað né þurft að fara á verkstæði, sem er óneitanlega mikill kostur. Vegna starfsins er ég oft með mikinn farangur sem kemst auðveldlega fyrir í bílnum og svo fer liturinn líka einstaklega vel við „uniformið“ mitt! Sólveig Níelsdóttir Flugfreyja …og þú finnur af hverju! Bíll ársins 2002 REYNSLU AKSTUR Herradeild Akureyri, sími 462 3599. SKYRTUR MEÐ EXTRA LÖNGUM ERMUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.