Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 55

Morgunblaðið - 11.10.2002, Side 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 2002 55 Tekur þátt í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík Mörður Árna- son varaþingmaður hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylking- arinnar í Reykjavík 9. nóvember. Hann sækist eftir 3.–5. sæti í öðru hvoru kjördæmi höfuðborgarinnar. „Til þess eru tvær ástæður einkum. Annarsvegar er kominn tími til að breyta í landsmálunum. Kosninga- baráttan og næstu fjögur ár verða frjótt og spennandi skeið í íslenskum stjórnmálum og ég vil gjarnan vera með í sveitinni sem þar verður köll- uð til verka. Hinsvegar held ég að Samfylkingin hafi þörf fyrir baráttu- mann sem er reiðubúinn til að beita sér af kjarki og krafti fyrir sígildri jafnaðarstefnu með nútímalegum áherslum,“ segir Mörður m.a. í yf- irlýsingu. Í DAG STJÓRNMÁL Tilkynnir framboð sitt til próf- kjörs í Suðvesturkjördæmi Þor- lákur Oddsson, bifreiðastjóri í Hafn- arfirði, hefur tilkynnt framboð til prófkjörs Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi. Hann sækist eftir stuðningi í fjórða sæti listans. „Ég tel mig eiga ríkt erindi og verð- mæta reynslu í lífsins ólgusjó af því tagi sem ljær framboðslista Sam- fylkingarinnar meiri dýpt en annars væri. Ég hef mikla reynslu af félgs- störfum verkafólks og brauðstriti al- mennings. Auk þess hef ég reynslu af stjórnsýslunni og hinu pólitíska starfi. Ég mun leggja áherslu á rétt- láta afkomutryggingu og að starfa undir kjörorðunum „ábyrgð – jöfn- uður – lýðræði“,“ segir í tilkynningu frá Þorláki. Skrifstofa VG opin á ný. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð hefur nú á ný opnað skrifstofu flokksins í Hafnarstræti 20, Reykjavík, gengið inn frá Lækjartorgi, en þar hefur verið lokað undanfarnar vikur vegna breytinga og lagfæringa innan húss. Húsnæði VG er á 3. hæð hússins og þar er fundarsalur, sem m.a. hýsir vikulega laugardagsfundi VG í Reykjavík, en einnig margvíslega aðra fundi. Skrifstofan verður að jafnaði opin kl. 15 – 17 alla virka daga. Staðarhaldari er Ragnhildur Guðmundsdóttir. Frambjóðandi opnar nýjan vef Björgvin G. Sigurðsson hefur opnað nýjan vef þar sem hann mun í fram- tíðinni skrifa um þjóðmálin. Síðan verður uppfærð reglulega með pistl- um og stuttum fréttum. Einnig munu ýmsir gestapennar rita pistla á vefinn. Slóðin er www.bjorgvin.is. Næstu vikurnar munu nokkrir nýir efnisþættir bætast á vefinn. SÍMINN og Textavarp RÚV bjóða upp á textavarpsspjall á Textavarp- inu. Viðskiptavinir Símans geta komið skoðunum sínum á framfæri og sent kveðju. Spjallsíður Textavarpsins eru ein- faldar í notkun. Tvær spjallrásir eru í gangi; tja A (síða 671) og tja B (síða 672). Textinn flæðir inn og er upp- færður á 30 sek. fresti, en bæði er hægt að fylgjast með Textavarpinu í sjónvarpinu og Netinu á www.texta- varp.is. Til að byrja að spjalla þarf að skrá sig með því að senda SMS á 1848: tja skra. Dæmi: tja skra doddi. Til að skipta um nafn er nýtt nafn einfald- lega sent. Til að spjalla þarf að senda SMS-ið tja A hallo eða tja B hallo eft- ir spjallrás. Hvert SMS-skeyti kost- ar aðeins 14 kr. Textavarpið gerir ráð fyrir að not- endur gæti gagnkvæmrar virðingar í samskiptum sín á milli og áskilur sér rétt til að banna notendur sé háttvísi í samskiptum brotin. Með þjónust- unni þarf fólk ekki að gefa upp per- sónulegar upplýsingar, en eðli máls- ins samkvæmt verður fólkið sjálft að meta hverju sinni hvort og þá hversu miklar upplýsingar það veitir ókunn- ugum, segir í frétt frá Símanum. Spjallsíður Textavarps og Símans NÝJASTA líkamsræktarstöðin í bænum, Planet Reykjavík í Austur- stræti, verður opnuð í dag,föstu- dag kl. 17. Stöðin er reist á grunni Planet Pulse og munu nýir eig- endur, Eyþór Arnalds og félagar, bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og aðstöðu á sviði líkamsræktar. Eyþór hefur stækkað staðinn um 300 fermetra og keypti í því skyni húsnæði þar sem áður var vínveit- ingahúsið Diablo. Segir Eyþór að frá og með morgundeginum verði því lóðum lyft í stað vínglasa áður, en lyftingatækjum verður einmitt valinn staður þar sem fyrr var þjórað. Í gær var verið hreinsa allt út úr Diablo, sem minnir á víndrykkju og næturlíf, enda eru dagar stað- arins sem knæpu taldir og hafa nú hollari lífshættir hafið innreið sína. Lóðum lyft í stað glasa Morgunblaðið/Kristinn Félagsmálaráðuneytið, Svæð- isskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík og Öryrkjabanda- lag Íslands undirrituðu fyrir skömmu þjónustusamning um verndaða vinnu og starfs- þjálfun fatlaðra. Markmið samningsins er að veita fötluðum tímabundin störf sem miða að því að auka möguleika þeirra til starfa á almennum vinnumarkaði og hins vegar að veita fötluðum fasta vinnu. Öryrkjabandalagið veitir fötluðum vinnu Samkvæmt samningnum mun Öryrkjabandalagið taka að sér að veita fötluðum ein- staklingum vinnu sem svarar til 18 heilsdagsstarfa. Svæðisskrifstofa málefna fatlaða í Reykjavík annast framkvæmd samningsins og samskipti við Öryrkjabanda- lagið fyrir hönd ráðuneytis- ins. Undirrita samning um 18 heils- dagsstörf UM þessar mundir er félag hand- verksfólks í Mosfellsbæ tveggja ára. Af því tilefni verða kátir kompudag- ar og kökubasar föstudag og laug- ardag frá 13–18 í Kjarna í Mos- fellsbæ. Kátir kompudagar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sam- son eignarhaldsfélagi ehf: „Fréttablaðið fullyrðir á forsíðu í dag að ágreiningur sé um hvenær ljúka eigi samningum um kjölfestu- hlut í Landsbanka Íslands hf. Eins og kunnugt er standa viðræður nú yfir milli framkvæmdanefndar um einkavæðingu og Samson eignar- haldsfélags ehf. Af þessu tilefni vill Samson taka fram að samningaviðræðurnar ganga samkvæmt áætlun. Ef samn- ingar nást er gert ráð fyrir að þeir verði undirritaðir í fyrsta lagi að nokkrum vikum liðnum. Að því að Samson eignarhaldsfélagi ehf. sé kunnugt hefur ekkert komið fram sem þrýstir á að samningum sé flýtt og því eru fréttir um slíkt til- efnislausar og úr lausu lofti gripn- ar.“ Athugasemd frá Samson ehf. LAUGARDAGINN 12. október verð- ur nautið Guttormur 10 ára. Hann verður heima á afmælisdaginn og tek- ur á móti gestum ásamt fjölskyldu sinni á opnunartíma Fjölskyldu- og húsdýragarðsins milli kl. 10 og 17. Í frétt frá Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum segir að af þessu tilefni sé öllum boðið í afmælið og er aðgangur ókeypis. Heiðursgestur verður Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Guttormur fæddist að Eystri-Sól- heimum í Skaftafellssýslu. Ekki var vitað þá að þetta yrði mjög þekkt naut á Íslandi síðar meir, en Guttormur kom í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í janúar 1994 og hefur unað sér vel síðan. Afkvæmi hans eru nú orðin 21 talsins og eiga vonandi eftir að verða mun fleiri í framtíðinni. Veislan hefst kl. 14 með ávarpi Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra sem afhjúpar málverk af Gutt- ormi eftir listamanninn Brian Pilk- ington. Lúðrasveit Kópavogs leikur fyrir gesti og Trjálfur kemur í heimsókn. Í tilefni afmælisins hefur Guttorm- ur fengið ýmsar góðar gjafir, svo sem snyrtivörur og fóður og Dýralækna- stofa Garðabæjar ætlar að gefa hon- um fótsnyrtingu í tilefni dagsins. Ráðherra heið- ursgestur í af- mæli Guttorms Morgunblaðið/Ásdís VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur staðfest heimild fyrir sjö innlenda aðila til að geta leitað lögbanns eða höfðað dómsmál samkvæmt ákvæðum laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildar- hagsmuni neytenda. Þetta eru við- skiptaráðuneytið, Samkeppnis- stofnun, Lyfjastofnun, útvarpsréttarnefnd, Neytendasam- tökin, Félag íslenskra bifreiðaeig- enda og Alþýðusamband Íslands. Samkvæmt ákvæðum laganna geta stjórnvöld og samtök sem til- nefnd hafa verið leitað eftir lög- banni eða höfðað dómsmál til að vernda hagsmuni neytenda þótt hvorki þau sjálf né félagsmenn í samtökunum hafi orðið fyrir rösk- un réttinda enda snúi aðgerðirnar að því að stöðva eða í koma í veg fyrir háttsemi sem stríðir gegn þeim lögum sem þessi heimild tek- ur til. Þannig geta stjórnvöld eða sam- tök til dæmis krafist lögbanns gegn villandi auglýsingum sem beint er til neytenda hér á landi eða á Evrópska efnahagssvæðinu. Í lögunum er að finna nánari upp- talningu á þeim lagaákvæðum sem geta orðið grundvöllur til slíkra aðgerða af hálfu stjórnvalda og samtaka. Þeim sem tilnefndir hafa verið hér á landi er samkvæmt ákvæðum laganna veitt heimild til slíkra aðgerða hér á landi eða í öðrum ríkjum á Evrópska efn- hagssvæðinu ef þau telja þess þörf til að vernda heildarhagsmuni neytenda. Sambærileg stjórnvöld eða samtök á Evrópska efnahags- svæðinu geta einnig lagt fram lög- bannsbeiðni og höfðað dómsmál hér á landi gegn ólögmætum at- höfnum sem íslenskir aðilar kunna að valda með starfsemi sinni er- lendis og þau vilja að verði stöðv- uð. Fá heimild til að krefjast lögbanns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.