Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍRAKAR HLÝÐA SÞ
Stjórnvöld í Írak ákváðu í gær að
hlíta ályktun Sameinuðu þjóðanna
um að leyfa vopnaeftirlit í landinu.
Írakar segja ályktunina þó ósann-
gjarna og ólöglega og þeir eigi engin
gereyðingarvopn. Bush Bandaríkja-
forseti segir að engin undanbrögð
Íraka verði liðin.
Kjúklingar í framboði
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands
segir að kjötmarkaðurinn sé að fara
á annan endann vegna snaraukins
framboðs á kjúklingakjöti. Margir
bændur muni verða gjaldþrota í vet-
ur. Kjúklingaframleiðandinn Móar
hefur þrefaldað framleiðslu á
skömmum tíma en sækir nú um af-
slátt af skuldum sínum.
Endurtalning í prófkjöri
Sjálfstæðismenn í Norðvest-
urkjördæmi ætla að fara aftur yfir
kjörgögn úr prófkjörinu um síðustu
helgi og telja upp á nýtt. Þetta var
ákveðið á fundi stjórnar kjördæm-
isráðs og kjörnefndar í Hrútafirði í
gær.
Maður á mann gegn ESB
Utanríkisþjónustan sendir á
næstunni hátt setta embættismenn
til allra aðildarríkja Evrópusam-
bandsins til að vinna gegn tillögum
framkvæmdastjórnar þess um stór-
aukin framlög Íslands og Noregs í
þróunarsjóði ESB.
Rektorar í skotgrafirnar
Tillögur nefndar á vegum Háskóla
Íslands, um að gera eigi greinarmun
á rannsóknaháskólum og öðrum há-
skólum og að HÍ sé sá eini sem
standi undir fyrrnefndu nafngiftinni
vekja hörð viðbrögð hjá rektorum
annarra háskóla. Þeir kalla tillög-
urnar „skotgrafahernað“ og „stríðs-
yfirlýsingu“.
Fíkniefnasalar reknir
Formaður fræðslunefndar
Reykjavíkur segir að barnungum
fíkniefnasölum í grunnskólum sé
umsvifalaust vísað úr skóla. Því mið-
ur sé ekki hægt að útvega þeim með-
ferð eða önnur úrrræði. Stofna á
starfshóp um vandamálið.
Álfrumvarp fyrir jól?
Álfyrirtækið Alcoa hefur keypt
Reyðarál af Norsk Hydro og Hæfi
fyrir um 600 milljónir króna. For-
maður álviðræðunefndar vonar að
frumvarp um byggingu álvers í
Reyðarfirði verði lagt fram á Alþingi
fyrir jól.
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ C
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F
KAUPHÖLL VIÐTAL FISKAFLINN
„Fækka þarf
félögum í Kauphöll
Íslands.“
Kaupþing hefur vaxið
hratt á síðustu árum
og er nú að yfirtaka
banka í Svíþjóð.
Fiskaflinn var orðinn
tæpar tvær milljónir
tonna í lok október, 9%
meiri en fyrir ári.
FÆKKA/4 VÖXTURINN/6 9% MEIRI/12
ÍSLAND hefur
hækkað um fjögur
sæti á lista, sem The
World Economic
Forum gefur út um
samkeppnishæfni
landa. Eins og sjá
má í meðfylgjandi
töflu er Ísland nú í
12. sæti en lenti í 16.
sæti í fyrra. Fyrir
fimm árum var Ís-
land í 38. sæti
listans. Bandaríkin
og Finnland skipta á
sætum og nú verma
Bandaríkin toppsæt-
ið og Finnland er í
öðru sæti.
Listinn um sam-
keppnishæfni á að
sýna hlutfallslega möguleika landa til
viðvarandi hagvaxtar. Í skýrslu The
World Economic Forum eru upplýsingar
um hagvöxt landa á árunum 1997–2001
og þar er Ísland í 10. sæti með 4,4% hag-
vöxt að meðaltali. Írland er í efsta sæti
með 9,5% hagvöxt.
Í skýrslunni kemur fram að útlitið í
efnahagsmálum heimsins sé enn fremur
dökkt og mikil óvissa ríki þó að hún sé
minni en þegar skýrsla stofnunarinnar
kom út fyrir ári, skömmu eftir hryðju-
verkaárásirnar í Bandaríkjunum. Þróun-
in hafi ekki orðið jafn neikvæð síðasta
árið og búast hefði mátt við miðað við
þau áföll sem dunið hafi yfir og sam-
drátturinn í heiminum hafi verið tiltölu-
lega lítill. Könnun stofnunarinnar meðal
stjórnenda fyrirtækja sýnir að þeir
reikna yfirleitt ekki með samdrætti í
stóru iðnríkjunum á næsta ári.
The World Economic Forum er al-
þjóðleg stofnun og yfirlýst markmið
hennar er að bæta ástandið í heiminum.
Við niðurröðun ríkjanna á lista stofn-
unarinnar er bæði notast við opinber
talnagögn og könnun meðal 4.800 stjórn-
enda fyrirtækja í heiminum.
V I Ð S K I P T I
Samkeppn-
ishæfni
Íslands eykst
Bandaríkin á toppnum og Ísland
hækkar úr 16. sæti í það 12.
! "#
$
%&
'&
(&
)&
*&
'+&
+&
,&
-&
')&
'%&
'-&
%'&
'(&
.&
%//'
UM 37% almennings telja væn-
legast að fjárfesta á íslenska hluta-
bréfamarkaðinum en rúmt 21%
fagfjárfesta telur íslenska mark-
aðinn vænlegastan. Hlutabréfa-
markaðir í Evrópu eru vænlegast-
ir að mati um 36% almennings en
rúmlega 15% fagfjárfesta telja þá
vænlegasta. Að mati 13% almenn-
ings er vænlegast að fjárfesta í
Bandaríkjunum en rúm 55% fag-
fjárfesta telja hins vegar að hluta-
bréfamarkaðurinn þar í landi sé sá
vænlegasti.
Þetta er ein af niðurstöðum
markaðsrannsóknar IMG-Gallup
fyrir Landsbankann-Landsbréf,
sem greint verður frá á ráðstefnu í
dag. Ráðstefnan er haldin í tilefni
af því að í þessum mánuði eru
fimm ár liðin frá því Landsbank-
inn-Landsbréf opnaði Íslending-
um leið að verðbréfaviðskiptum á
vefnum. Á ráðstefnunni verður
rætt um framtíð hlutabréfamark-
aðarins.
Úrtakið í markaðsrannsókn
IMG-Gallup var annars vegar 600
manns á aldrinum 16–75 ára af
landinu öllu, og hins vegar rúm-
lega 100 fagfjárfestar.
Ólík viðhorf til deCODE
Samkvæmt rannsókn IMG-Gallup
er tiltrú á íslenskum fyrirtækjum
nokkuð önnur meðal almennings,
annars vegar, og fagfjárfesta, hins
vegar. Spurt var í rannsókninni
um það í hvaða fyrirtæki viðkom-
andi myndi kaupa hlut, ef hann eða
hún ætti eina milljón króna. Meðal
fagfjárfestanna voru Bakkavör og
Pharmaco oftast nefnd, en um 26%
tiltóku Bakkavör og um 20%
Pharmaco. Einungis um 2% al-
mennings vildu hins vegar kaupa
hlut í Bakkavör en um 6% þeirra
nefndu Pharmaco. Össur kom best
út meðal almennings og tiltóku um
15% það fyrirtæki en um 11% fag-
fjárfestanna nefndu það.
Afstaða almennings til de-
CODE og Flugleiða er nokkuð
önnur en fagfjárfestanna. Engir af
fagfjárfestunum nefndu að þeir
myndu fjárfesta í þessum fyrir-
tækjum. Hins vegar nefndu um
9% almennings að þeir myndu
fjárfesta í deCODE og um 4%
nefndu Flugleiðir.
Í rannsókninni voru könnuð við-
horf til lífeyrissjóða og fjárfestinga
þeirra. Ein spurningin sem lögð
var fyrir þátttakendur var um
hvað almenningur veit mikið um
það hvernig lífeyrissjóðir ávaxti
sjóði sína. Niðurstaðan er þannig
að um 3% sögðust vita mikið, um
26% nokkuð, um 49% lítið og um
22% ekkert.
Athyglisverðar niðurstöður
Sigurður Atli Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Landsbréfa, segir
niðurstöðurnar athyglisverðar.
Fagfjárfestar virðist nokkuð sam-
mála um mat sitt á tiltölulega fáum
fyrirtækjum en dreifingin sé meiri
meðal almennings. Í heildina sé
það þó tiltölulega þröngur hópur
fyrirtækja sem nefndur sé.
Úr niðurstöðum um viðhorf til
einstakra markaðssvæða segir
hann að hugsanlega megi draga
ályktanir um hvert fjármunir fjár-
festa munu leita á næstunni. Sér-
staklega sé áhugavert að sjá hve
mikið fagfjárfestar hallist að fjár-
festingum í Bandaríkjunum.
Að sögn Sigurðar Atla eru við-
horf til lífeyrissparnaðar áhuga-
verð og nokkuð sláandi að einungis
um 3% almennings telji sig vita
mikið um það hvernig lífeyrissjóð-
ir ávaxti sjóði sína. Fyrir flesta sé
lífeyrissparnaður meginstofn fjár-
sparnaðar á lífsleiðinni og slæmt
sé ef menn telji sig þekkja lítið til
þess hvernig hann er ávaxtaður.
Rætt um þróun markaða
Ýmsar fleiri upplýsingar um hluta-
bréfamarkaðinn og lífeyrissjóðina
og fjárfestingar þeirra koma fram
í þessari markaðsrannsókn IMG-
Gallup fyrir Landsbankann-
Landsbréf. Þorlákur Karlsson,
framkvæmdastjóri hjá IMG-Gall-
up, mun kynna þessar niðurstöður
á ráðstefnunni í dag. Auk þess
verða flutt erindi um þróun og
horfur á íslenska hlutabréfamark-
aðinum, á hlutabréfamörkuðum í
Evrópu og í Bandaríkjunum, sem
og erindi um framtíð Kauphallar
Íslands.
Mismunandi mat á
hlutabréfamörkuðum
Almenningur telur vænlegast að fjárfesta á íslenska hlutabréfamarkaðinum og í Evrópu
en fagfjárfestar telja markaðinn í Bandaríkjunum heppilegastan
!
"
# $#%&"
'
'
! "
# !$
%
&'
()
*+
Miðopna: Vöxturinn verður erlendis
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 34/36
Erlent 15/18 Minningar 37/41
Höfuðborgin 19 Staksteinar 42
Akureyri 22 Bréf 44
Suðurnes 23 Kirkjustarf 45
Landið 24 Dagbók 46/47
Neytendur 25 Fólk 50/53
Listir 26/33 Bíó 50/53
Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54
Viðhorf 32 Veður 55
* * *
FJÖLMARGIR Íslend-
ingar sem lokið hafa
námi í flugvirkjun í
Bandaríkjunum fá ekki
gild skírteini til að kom-
ast í vinnu vegna nýrra
evrópskra flugörygg-
isreglna, svonefndra
JAR-reglna, sem tóku
gildi um mitt síðasta ár.
Fram hefur komið í
Morgunblaðinu að um
100 flugvirkjar sem ekki
eru starfandi í iðngrein-
inni hafa sett sig í sam-
band við Flugvirkjafélag
Íslands. Flestir hafa þeir
numið í Bandaríkjunum
og meðal þeirra er Bald-
vin Árnason, 26 ára
Reykvíkingur.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Baldvin að flugvirkjar í hans stöðu
séu í raun á milli steins og sleggju,
skuldum vafnir eftir dýrt nám.
Hann bendir á að til að geta fengið
gilt JAR-skírteini þurfi viðkomandi
flugvirkjar að hafa lokið sveins-
prófi eða tveggja og hálfs árs
starfsþjálfun. Hvorki sveinspróf né
slíka starfsþjálfun fái þeir hér á
landi eða annars staðar í Evrópu
sem fengu svonefnd FAA-skírteini
að námi loknu. Þetta segir Baldvin
ekki hafa komið fram í máli for-
manns Flugvirkjafélags Íslands í
blaðinu sl. laugardag. Það hafi
heldur ekki komið fram í auglýs-
ingu félagsins að FAA-skírteini
yrðu ekki tekin gild. Félagið hafi
aðallega verið að auglýsa vegna
þess að það sjái fram á betri tíð fyr-
ir flugvirkja í atvinnumálum al-
mennt.
Baldvin hóf nám í flugvirkjun við
Spartan School of Aeronautics í
Tulsa í Bandaríkjunum í nóvember
árið 1998. Hann lauk hefðbundnu
námi um mitt ár 2000 og fékk þá í
hendur FAA-skírteinið sem gaf rétt
á atvinnu í Bandaríkjunum. Það var
sömuleiðis tekið gilt hér þar til um
mitt síðasta ár þegar JAR-
reglurnar voru innleiddar. Baldvin
bætti við sig sérnámi í málm-
þreytuskoðunum, sem hann lauk í
desember 2001 við sama skóla.
Með tárin í augunum
Hann gagnrýnir einnig for-
ráðamenn flugvirkjaskólans í
Tulsa. Þeir hafi haldið kynning-
arfundi hér á landi án þess að hafa
getið yfirvofandi gildistöku JAR-
reglna. Fjöldi fólks hafi í raun farið
í þetta nám á fölskum forsendum.
Síðan hafi skólinn boðað til fundar í
fyrra til að kynna breyttar reglur
og margir hafi komið af þeim fundi
með tárin í augunum, sumir fjöl-
skyldumenn í miðju námi.
„Okkur finnst mjög skrítið að ís-
lenska ríkið skuli tryggja flug-
félögin fyrir marga milljarða króna
um leið og ekkert er gert til að
hjálpa því fólki sem fór í þetta flug-
virkjanám og skuldar stórar fjár-
hæðir í námslán,“ segir Baldvin,
sem að loknu sínu námi skuldar
LÍN rúmar níu milljónir króna og
tvær milljónir til viðbótar í banka
vegna námsins. Hann segir mjög al-
gengt að eftirstöðvar námslána
nemi 9–10 milljónum króna hjá
flugvirkjum.
Vonast eftir aðstoð
Fyrstu níu mánuðina að loknu
náminu var Baldvin atvinnulaus en
í dag starfar hann sem örygg-
isvörður. Hann segir launin rétt
duga fyrir afborgunum námslána
og framfærslukostnaði. Aðspurður
hvort unnt sé að koma til móts við
flugvirkja í hans stöðu vonast Bald-
vin til að Flugmálastjórn geri eitt-
hvað í málinu. Fyrsta skrefið sé að
fá FAA-skírteinunum breytt sam-
kvæmt evrópsku JAR-reglunum.
Flugvirkjafélagið hefur farið fram
á það við LÍN að fresta afborgunum
á lánum í fjögur ár að námi loknu í
stað tveggja. Ekki hafi verið orðið
við þeirri beiðni ennþá.
Við erum á milli
steins og sleggju
Morgunblaðið/Jim Smart
Baldvin Árnason flugvirki með skólaskírteini
og FAA-skírteini. Eftir margra milljóna króna
námskostnað eru skírteinin marklaus plögg í
dag og gefa engin starfsréttindi.
Skuldar 11 milljónir eftir nám í
flugvirkjun sem ekki er tekið gilt
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra hefur ákveðið að
senda embættismenn til höfuð-
borga allra 15 aðildarríkja Evr-
ópusambandsins, ESB, til að
tala máli Íslands. Er þeim ætl-
að að skýra frá því hvers vegna
Íslendingar geti ekki sætt sig
við tillögur framkvæmda-
stjórnar ESB, m.a. um aukin
framlög Íslands í þróunarsjóð
EFTA vegna framlaga til fá-
tækari ríkja ESB. Verða embættismennirnar á
ferðinni næstu daga.
Að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, fráfar-
andi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu og
verðandi sendiherra í London, sem lagður er af
stað til nokkurra aðildarríkjanna, verður einnig
komið á framfæri mótmælum við þau áform fram-
kvæmdastjórnarinnar að Ísland, Noregur og
Liechtenstein leggi fram fjármagn í uppbygging-
arsjóði ESB.
„Við höfum sagt að þessar tillögur um stóraukn-
ar álögur samrýmist ekki okkar aðild að EES.
Þær eiga sér enga stoð í þeim raunveruleika sem
við búum við í dag. Tillögurnar eru hápólitískar og
geta leitt til mikils samningsþófs. Allan þann tíma
sem stækkunarferlið hjá ESB hefur átt sér stað
höfum við reynt að fá framkvæmdastjórnina til
viðræðna um þá þætti sem lúta að stækkun EES-
svæðisins. Stöðugt hefur okkur verið sagt að um
væri að ræða tæknilega þætti sem auðvelt yrði að
ljúka á skömmum tíma. Það hefur hins vegar ekki
orðið reyndin. Þess vegna grípum við til þess ráðs
að tala beint við aðildarríkin til að koma sjón-
armiðum okkar á framfæri,“ segir Sverrir Hauk-
ur, sem mun fara til Grikklands, Ítalíu og Spánar.
Auk Sverris Hauks fer Gunnar Snorri Gunn-
arsson, verðandi ráðuneytisstjóri utanríkisráðu-
neytisins, til Bretlands, Svíþjóðar og Finnlands,
Grétar Már Sigurðsson, sendiherra og skrifstofu-
stjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins,
fer til Þýskalands og Kjartan Jóhannsson, sendi-
herra hjá ESB, og Þórir Ibsen, varafastafulltrúi í
Brussel, fara til annarra aðildarríkja. Sendiherrar
Íslands í viðkomandi ríkjum munu einnig taka
þátt í viðræðunum.
„Maður á mann“-aðferðin
„Ætlunin er að koma í veg fyrir að samstaða
myndist um tillögur framkvæmdastjórnarinnar. Í
raun má kalla þetta nokkurs konar forvarnir eða
„maður á mann“-aðferðina. Það er hið eina sem
dugir í bili. Þetta er fyrsta útspil okkar,“ segir
Sverrir Haukur og minnir á að formlegar samn-
ingaviðræður við ESB vegna stækkunar EES-
svæðisins hafi átt að hefjast eftir áramót. Næstu
vikur skipti því öllu máli til að fá fram skilning
Evrópusambandsríkjanna á afstöðu Íslands.
Embættismenn fara til
allra aðildarríkja ESB
Utanríkisráðuneytið
bregst við tillögum ESB
um aukin framlög
Sverrir Haukur
Gunnlaugsson
MIKIL hálka myndaðist á Reykja-
nesbraut við Vífilsstaði í gærkvöld
þegar 100 lítrar af glussavökva
eða smurolíu dreifðust á allt að
400 metra langan kafla á veg-
inum. Talið er að efnið hafi lekið
af stórum bíl sem átti þarna leið
um. Slökkvilið höfuðborgarsvæð-
isins var kallað til hreinsunar með
sérhæfðum búnaði ásamt starfs-
mönnum Vegagerðarinnar. Veg-
inum var lokað suður í Hafn-
arfjörð meðan brautin var
hreinsuð og reyndist starfinn
tímafrekur þar sem frost var úti.
Salta þurfti brautina eftir að
hreinsiefnin frusu við malbikið og
tók því á aðra klukkustund að
ljúka hreinsuninni. Umferð bíla
var hleypt á klukkan 19.07 en þá
hafði verið unnið að hreinsun síð-
an klukkan 17.44.
Morgunblaðið/Kristinn
Hálka vegna olíu á vegi