Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Bakhjarl
Skráning stofnfélagastendur yfir í síma575 1550
-landssamtök gegn einelti
AÐ BAKI glansmyndinni, sem birt-
ist m.a. í tímaritum, kvikmyndum
og tónlistarmyndböndum, er annar
heimur sem sjaldan sést. Það útlit
sem útlitshönnuðir og förð-
unarfræðingar hafa skapað fyrir
forsíðustúlkuna nær ekki til bak-
hlutans þar sem raunveruleikinn
blasir við. Á þetta vilja aðstand-
endur átaksins EGÓ, sem hrundið
var af stokkunum í gær, leggja
áherslu, en átakið gengur út á að
efla og styrkja sjálfsmynd ungs
fólks.
Í tengslum við átakið hefur
tímaritið EGÓ verið gefið
út en þar reyna aðstand-
endur átaksins að sýna
fram á að það sé óraun-
hæft að reyna að líkjast
fyrirmyndum sem blasa
víða við. Á forsíðu EGÓ
má sjá mynd sem prýddi
forsíðu Undirtóna sem
tók átta klukkutíma að
taka og síðan hvernig fyr-
irsætan, Sólveig Zophan-
íasdóttir, leit út að aftan
þegar myndin var tekin.
Myndin sýnir þannig að
uppstillt forsíðumynd
sýnir ekki raunveruleik-
ann eins og hann er held-
ur glansmynd.
Í tímaritinu er t.d.
fjallað um þær afleið-
ingar sem brjóstastækk-
anir og aðrar fegrunar-
aðgerðir geta haft í för
með sér, ljósabekki, stera
og húðflúr, auk þess sem
þar er að finna sjálfsmatspróf þar
sem unglingar, sem aðrir, geta séð
hvernig þeir meta sjálfa sig. Einn-
ig er þar að finna upplýsingar um
hvar megi leita sér hjálpar.
Á næstu mánuðum mun fólk á
vegum EGÓ heimsækja efstu bekki
grunnskóla og yngstu bekki fram-
haldsskóla og ræða mikilvægi
sjálfsmyndar. Í kvöld verður síðan
heimildarmynd um sjálfsmynd
unglinga sýnd í Ríkissjónvarpinu í
tengslum við átakið. Þá mun
Íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkur í vetur halda námskeið fyrir
ungt fólk sem vill efla sjálfsmynd
sína.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,
verkefnisstjóri Geðræktar, sagði á
blaðamannafundi í gær að góð
sjálfsmynd væri lykill að ham-
ingju. Slæm sjálfsmynd hefði
fylgni við geðheilsuvandamál eins
og kvíða og þunglyndi. „Þannig
getur einmitt slæm sjálfmynd leitt
til geðheilsuvandamála. Ef við vilj-
um styrkja geðheilsu og auka vel-
líðan er mjög mikilvægt að vinna
með sjálfsmyndina. Ungt fólk er
sér ekki alltaf meðvitandi um að
það getur breytt sjálfsmynd sinni,
það er mikilvægt að opna þessa
umræðu. […] Það hefur enginn
rétt á að gera lítið úr okkur, við
verðum að þora að vera við sjálf,
vera stolt af því sem við erum og
hafa metnað í því að bæta okkur
og styrkja. Það er markmið þessa
verkefnis,“ sagði Dóra Guðrún.
Langþreyttir á staðlaðri ímynd
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
frá Jafningjafræðslunni sagði
beina tengingu milli slæmrar
sjálfsmyndar og ýmissar áhættu-
hegðunar eins og fíkniefnanotk-
unar. „Við höfum fundið mikla
þörf fyrir þetta verkefni þegar við
höfum rætt við ungt fólk und-
anfarin ár. Það vill tala meira um
sjálfsmyndina, þessa umræðu hef-
ur vantað mjög mikið. Það hef-
urítrekað óskað eftir því sjálft að
fá meiri umræðu um þetta,“ sagði
Ingibjörg Dögg og bætti við að
unglingar væru orðnir lang-
þreyttir á þeirri stöðluðu ímynd
sem væri haldið að þeim, m.a. í
fjölmiðlum og myndböndum. „Þeir
hafa oft óskað eftir mótvægi við
þessu.“
ÍTR mun eins og fyrr segir
standa fyrir námskeiðum í fé-
lagsmiðstöðvum borgarinnar fyrir
unglinga þar sem fjallað verður
um jákvæða og heilbrigða sjálfs-
mynd. Námskeiðið verður fyrst um
sinn prufukeyrt í félagsmiðstöð-
inni 101 í Austurbæjarskóla og að
því loknu farið í aðrar fé-
lagsmiðstöðvar. „Markmiðið með
þessu námskeiði er í raun að fá
ungt fólk á skipulagðan hátt til að
skoða þessar ímyndir, sjálft sig og
þau áhrif sem ímyndir hafa á vel-
líðan þess og sjálfsmynd,“ sagði
Dagbjört Ásbjörnsdóttir frá ÍTR.
Markmiðið væri að skapa gagnrýn-
inn hugsunarhátt og gefa ungling-
unum tól og tæki til að skapa sér
sjálfstæðar skoðanir.
Höfða til alls samfélagsins
Ásta Sigríður Kristjánsdóttir,
framkvæmdastjóri verkefnisins,
sagði markmiðið með átakinu að
efla sjálfsmynd unglinganna og
vekja þá til umhugsunar um mik-
ilvægi sjálfsmyndarinnar. Margir
unglingar vissu ekki hvað sjálfs-
mynd væri. Hún sagði að hugsunin
að baki verkefninu væri ekki að
ráðast gegn tísku-, tónlistar- og
kvikmyndagreinum heldur að
hjálpa krökkunum að hugsa sjálf-
stætt og velja fyrir sig. Vildi stelpa
t.d. fara í brjóstastækkun ætti hún
að gera það af því að hún vill það
sjálf, en ekki af því að kærastinn
hennar vill það eða vinkonur henn-
ar hafa látið stækka á sér brjóstin.
Dóra Guðrún sagði að strákar
væru ekki síður í sjálfsmynd-
arklemmu en stelpur, þótt margir
héldu hið gagnstæða. Miklar út-
litskröfur hefðu verið gerðar til
stráka, eins og til stelpna. „Við
getum öll bætt sjálfsmyndina,“
sagði hún.
Anna Björg Aradóttir frá Land-
læknisembættinu sagði að með
átakinu væri reynt að höfða til alls
samfélagsins, ekki bara til ung-
linganna sjálfra. Uppeldisþátt-
urinn væri mikilvægur og allt sam-
félagið bæri ákveðna ábyrgð á
sjálfsmynd ungs fólks.
Anna Dagný Smith frá Heilsu-
gæslunni sagði sjálfsmyndina leika
stórt hlutverk hvað heilsuna varð-
aði. Heilsugæslan væri meira en
vottorð og hálsbólgur og ungling-
ar gætu snúið sér til heilsugæsl-
unnar vildu þeir leita hjálpar.
Edda Hrafnhildur Björnsdóttir frá
Rauða krossi Íslands sagði Rauða
krossinn sinna sjálfsmyndarupp-
byggingu allan sólarhringinn í
símaþjónustu. Mikilvægt væri að
hjálpa unglingunum að horfa
gagnrýnum augum á það áreiti
sem þeir yrðu fyrir allt í kringum
sig. Þeir yrðu að þekkja sjálfa sig
og vita hverjir þeir væru.
Getum öll bætt sjálfsmyndina
Þorðu að vera þú sjálfur er meginstefið í átakinu, sem kynnt var í gær.
Hér eru frá vinstri: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Geðrækt, Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir, Jafningjafræðslunni, Ásta Sigríður Kristjáns-
dóttir, framkvæmdastjóri EGÓ, Anna Björg Aradóttir, Landlæknis-
embættinu, og Edda Hrafnhildur Björnsdóttir, Rauða krossi Íslands.
TENGLAR
.....................................................
www.ego.is
Ekki er allt sem sýnist. Glans-
myndaheimur tískublaðanna
er ekki raunverulegur, vilja
aðstandendur átaksins segja
með þessari forsíðu.
Morgunblaðið/Golli
SAMKOMULAG var undirritað í
gær um kaup Alcoa á öllu hlutafé
Reyðaráls hf. af Norsk Hydro og
Hæfi, félagi í eigu þriggja fjármála-
fyrirtækja. Gengið var frá samnings-
textanum í fyrrakvöld, eins og Morg-
unblaðið greindi frá í gær. Alcoa er
fyrst og fremst að kaupa þá vinnu
sem Reyðarál lét inna af hendi í
tengslum við mat á umhverfisáhrif-
um álvers í Reyðarfirði.
Aðilar málsins hafa ekki viljað gefa
upp fjárhæðir í samkomulaginu en
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins keypti Alcoa Reyðarál fyrir um
600 milljónir króna. Áður hefur fyr-
irtækið reitt fram 450 milljónir króna
í undirbúningsframkvæmdir vegna
Kárahnjúkavirkjunar, sem ætlað er
að útvega álverinu raforku. Kostnað-
ur Alcoa vegna verkefnisins á Íslandi
er því nú þegar kominn í um einn
milljarð króna.
Eftirfarandi fréttatilkynning var
send fjölmiðlum í gær vegna þessa og
var ekki langorð: „Í dag, 13. nóvem-
ber 2002, var gengið frá samningi
milli Alcoa, Hydro Aluminium og
Hæfi um sölu á öllu hlutafé í Reyð-
aráli hf. til Alcoa.“
Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarfor-
maður Reyðaráls og framkvæmda-
stjóri Hæfis, vildi ekki greina frá því
hve mikið eigendur Reyðaráls hefðu
fengið fyrir samninginn við Alcoa.
„Menn gera ekki samninga öðru-
vísi en að þeir séu sáttir. Ég tel að
það gildi um alla aðila málsins,“ sagði
Geir. „Samningaviðræðurnar hafa
tekið nokkuð langan tíma en nú er
þeim lokið. Vonandi verður þetta til
að álver rísi sem fyrst í Reyðarfirði.“
Geir vildi ekki greina frá því hve
miklu Reyðarál hefði þurft að kosta
til vegna umhverfismatsvinnunnar á
sínum tíma. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins mun það vera um
800 milljónir króna, þar af hefur Hæfi
varið hátt á þriðja hundrað milljónum
króna til verksins. Eigendur Hæfis
eru Þróunarfélag Íslands og Íslands-
banki, sem hvor um sig eiga 40% hlut,
og Landsbankinn, sem á 20%.
Mikilvægt samkomulag
„Verið er að kaupa Reyðarál með
öllu því sem félaginu fylgir. Þróun
verkefnisins hefur tekið töluverðan
tíma og er komið á það stig að
ákvarðanir er hægt að taka mjög
hratt. Fyrir liggur umhverfismat
sem Alcoa á að geta nýtt sér og flýtt
þannig fyrir ákvörðunarferlinu,“
sagði Geir.
Nú eftir að Alcoa hefur eignast
Reyðarál er hlutverki Hæfis í raun
lokið, að sögn Geirs. Hann sagðist nú
þurfa að fara að leita sér að nýrri
vinnu. „Vonandi rekur eitthvað á
fjörur mínar,“ sagði hann að endingu
við Morgunblaðið.
Finnur Ingólfsson, formaður álvið-
ræðunefndar stjórnvalda, segir sam-
komulag Alcoa og Reyðaráls hafa
grundvallarþýðingu fyrir framhald
viðræðnanna í heild.
„Þegar Alcoa hefur komið gögnum
sínum til skipulagsstjóra þarf hann
fjórar vikur til þess að ákveða hvort
áform Alcoa þurfi að fara í mat á um-
hverfisáhrifum eða ekki. Til að hægt
yrði að koma þessum upplýsingum til
skipulagsstjóra varð Alcoa að kaupa
Reyðarál. Að því leyti til er þetta
mjög mikilvægt,“ segir Finnur og
bindur vonir við að hægt verði að
leggja fram frumvarp á Alþingi fyrir
jólafrí um byggingu álversins í Reyð-
arfirði.
Finnur segir samkomulagið ekki
síður vera enn eina vísbendinguna
um þá alvöru sem Alcoa sýni verkefn-
inu á Íslandi. Fyrirtækið hafi greitt
háar fjárhæðir fyrir Reyðarál, til við-
bótar framlaginu til undirbúnings
Kárahnjúkavirkjun.
Vonast er eftir frumvarpi um
Reyðarál fyrir jólafrí Alþingis
Finnur
Ingólfsson
Geir A.
Gunnlaugsson
Talsmaður Alcoa
Mikilvægt
skref í átt
að álveri
Upplýsinga-
fulltrúi Alcoa,
Jake Siewert,
segir að með
samkomulaginu
við eigendur
Reyðaráls hafi
fyrirtækið stigið
mikilvægt skref í
þá átt að reisa ál-
ver í Reyðarfirði.
Hann harðneitar að gefa upp hve
mikið Alcoa þurfti að greiða fyrir
Reyðarál og þá vinnu sem félagið
hafði innt af hendi vegna sinna
áforma. Sú upphæð hafi þó verið
talin sanngjörn, annars hefði ekki
verið skrifað undir.
Mikil vinna eftir
við umhverfisþættina
Siewert segir að enn sé mikil
vinna eftir í umhverfisþætti verk-
efnisins þó að Alcoa geti nýtt sér
töluvert af því sem Reyðarál hafi
þegar gert. Alcoa muni fljótlega
leggja inn gögn til Skipulagsstofn-
unar og vonir séu bundnar við að
ekki þurfi að vinna nýtt umhverf-
ismat frá grunni.
Hann segir aðrar samninga-
viðræður ganga samkvæmt áætlun,
þ.e. við Landsvirkjun um orkuverð,
við fjármálafyrirtæki og við heima-
menn á Austfjörðum um hafnar-
gerð og fleiri atriði.
Alcoa hafi lagt meiri áherslu á
þessar viðræður en þær sem fram
hafi farið við eigendur Reyðaráls,
einkum viðræðurnar við Lands-
virkjun.
Jake Siewert