Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
niðurstaðan á fundi ráðsins á mánu-
dag. „Við getum ekki liðið fíkniefna-
sölu í skólunum en við verðum að fá
félagsmála- og barnaverndaryfir-
völd í lið með okkur svo hægt sé að
framfylgja þeirri stefnu,“ segir
hann.
Stefán Jón segir að skólayfirvöld í
Reykjavík ráði ekki ein við þann
vanda sem skapast af fíkniefna-
neyslu og sölu nemenda. Það sé af-
leitt að þurfa að vísa nemendum sem
eigi í miklum fíkniefnavanda úr
skóla án þess að þeim sé tryggð
meðferð eða annað úrræði eins og
reglugerð kveður á um. Staðan sé á
hinn bóginn sú að fræðsluyfirvöld
hafi engin úrræði fyrir þessa nem-
endur og dæmi séu um margra mán-
aða bið eftir meðferðarplássi. Til
skamms tíma hafi fíkniefnaneytend-
um í hópi nemenda verið kennt í sér-
deildum og sérskólum en þar glími
menn við mikil vandamál, m.a. fíkni-
efnasölu og ekki komi til greina að
vísa fíkniefnasölum úr hópi nem-
enda þangað. Því eigi skólayfirvöld
þann eina kost að vísa þeim úr skóla.
Sá yfirgnæfandi meirihluti nemenda
sem komi hvergi nærri fíkniefnum
eigi rétt á því að vera í fíkniefnalaus-
um skóla og vegi sá réttur þyngra
en réttur barna til að stunda nám
sem selji fíkniefni. Auk þess eigi
fíkniefnaneytendur að vera í með-
ferð en ekki að sitja á skólabekk.
Stefán Jón segir að næsta skref
fræðsluráðs sé að mynda starfshóp
til að taka á vandanum og jafnframt
verði þrýst á stjórnvöld að efla með-
ferðarúrræði.
Sölumenn einbeita
sér að grunnskólum
„Ég hef á tilfinningunni að sölu-
menn fíkniefna séu farnir að ein-
beita sér í ríkari mæli að grunnskól-
unum. Hvort þetta sé tímabundið
ástand eða hvort þetta verði var-
anlegt veit ég ekki. Maður vonar að
sú bylgja sem nú gengur yfir sé
tímabundin og hægt verði að taka á
henni af fullri hörku. Annars lendum
STEFÁN Jón Hafstein, formaður
fræðsluráðs Reykjavíkur, segir að
fræðsluráð sé einhuga um að styðja
starfsmenn grunnskóla borgarinnar
í því að nemendum sem verða upp-
vísir að fíkniefnasölu verði umsvifa-
laust vísað úr skóla. Þetta hafi verið
við í miklum vanda,“ segir Arthur
Morthens, forstöðumaður þjónustu-
sviðs Fræðslumiðstöðvar Reykja-
víkur, um fíkniefnasölu í grunnskól-
um borgarinnar. Það sem af er
þessu hausti hefur verið staðfest að
fíkniefnasala hafi átt sér stað í fimm
grunnskólum í borginni en Arthur
segir að tilvikin geti verið fleiri. Að-
spurður segir Arthur að erfitt sé að
segja til um hvort salan hafi farið
fram innan veggja skólans, á skóla-
lóðinni eða í frítíma nemenda.
Ómögulegt að fara
eftir reglugerð
Arthur segir að skv. reglugerð um
skólareglur og aga í grunnskólum
hafi skólayfirvöld ekki heimild til
þess að reka nemanda úr skóla
nema að finna honum annað úrræði
og það geti reynst þrautin þyngri. Í
raun sé svo komið að ekki sé lengur
hægt að fara eftir reglugerðinni.
„Við gerum alltaf ráð fyrir því að
skólaganga sé mannréttindi. En
hvenær gengur nemandi svo langt
að hann missir tímabundið þessi
réttindi,“ spyr hann. Skólastjórar
neiti að taka við nemendum úr öðr-
um skólum sem hafa verið staðnir að
fíkniefnasölu eða alvarlegu ofbeldi
enda óttist þeir að nemendurnir
haldi þessari iðju áfram. Til skamms
tíma hafi nemendum verið vísað í
sérdeildir. „Nú eru þessi sérúrræði í
uppnámi vegna þess að þar er bæði
fíkniefnaneysla og jafnvel fíkniefna-
sala. Reglugerðin tekur alls ekki á
þessum vanda. Þá sitjum við uppi
með nemendur sem eru á þriggja til
fimm vikna biðlista eftir því að kom-
ast á Stuðla eða í aðra meðferð,“
segir Arthur. Þannig muni nemandi
sem varð uppvís að fíkniefnasölu
fyrir um 10 dögum ekki komast inn
á Stuðla fyrr en í fyrsta lagi í desem-
ber.
Samkvæmt nýrri könnun sem
nefnist Börnin í borginni dregur úr
fíkniefnaneyslu nemenda í grunn-
skólum en Arthur segir að vandræði
þeirra verst settu aukist. Enn sé al-
gengast að nemendur neyti kannab-
isefna en einnig er þekkt að þau taki
rítalín sem inniheldur amfetamín.
Arthur segir að verði ekki spyrnt við
fótum sé augljóst að neysla sterkari
fíkniefna teygi sig í auknum mæli
inn í grunnskólana. Arthur segir að
talið sé að á þriðja tug grunnskóla-
nemenda í Reykjavík neyti fíkniefna
og um 5–6 af þeim selji fíkniefni.
„Þetta er bara það sem við vitum um
og kannski er þetta bara toppurinn
á ísjakanum, ég veit það ekki.“
ÍSLAND gæti orðið fyrst Evrópu-
landa til að hafa heyrnarlausan
þingmann, en Sigurlín Margrét
Sigurðardóttir, 38 ára táknmáls-
kennari, sem er í læri hjá Mar-
gréti Sverrisdóttur, fram-
kvæmdastjóra Frjálslynda
flokksins, íhugar nú að bjóða sig
fram til Alþingis. Sigurlín Margrét
segist hafa mikinn áhuga á stjórn-
málum og þá sérstaklega velferð-
armálum og málefnum fatlaðra.
„Heyrnarlausir eiga ekki marga
talsmenn á Alþingi, við erum hóp-
ur sem er auðvelt að gleyma. Fólk
sér hreyfihamlaða t.d. en heyrn-
arleysið er ekki sýnilegt í sam-
félaginu,“ segir Sigurlín Margrét
sem er ein 115 kvenna sem taka
þátt í verkefni á vegum nefndar
um aukinn hlut kvenna í stjórn-
málum sem nefnist „Konur í læri“.
Sigurlín mun fylgja Margréti,
lærimóður sinni, eins og skugginn
næsta mánuðinn á nefndarfundi
og í öðru pólitísku starfi en alls
eru 44 lærimæður að störfum um
allt land.
„Þetta er mjög skemmtilegt. Ég
er búin að læra afskaplega mikið,“
segir Sigurlín. Það hafi helst kom-
ið henni á óvart hvað þing-
mennska sé mikil og ströng vinna.
Múrar umlykja
heyrnarlausa
Margrét segir að hún hafi einn-
ig lært mikið af Sigurlín Margréti.
„Hún er svakalega dugleg, við get-
um talað saman því hún les vara-
mál. Það hefur hjálpað okkur svo-
lítið en svo er hún frábær í
íslensku og við höfum átt mikil
samskipti í gegnum tölvupóst, þar
ræðum við málin vítt og breitt.
Sigurlín hefur ákveðnar skoðanir
og er dugleg að tjá þær. Það sem
ég hef lært mest af henni er að sjá
hversu mikil einangrun tilheyrir
samfélagi heyrnarlausra á Íslandi.
Maður verður að kynnast þessu til
að átta sig á þeim múrum sem um-
lykja heyrnarlausa.“
Sigurlín hefur óskað eftir því að
félagsmálaráðuneytið greiði fyrir
túlkaþjónustu sem hún þarf í
tengslum við verkefnið „Konur í
læri“, auk þess sem hún hefur lagt
inn fyrirspurn um hvort ráðu-
neytið myndi greiða túlkakostnað
færi hún í framboð. Frestur ráðu-
neytisins til að svara fyrirspurn-
inni rann formlega út í gær, en
Sigurlín hefur enn ekkert heyrt
frá ráðuneytinu. Hún segist þó
ekki trúa því að hún fái neitun,
þar sem þetta sé stórt hagsmuna-
mál fyrir heyrnarlausa.
„Mér finnst ekki réttlátt að
stjórnmálaflokkurinn greiði túlka-
þjónustu, fari ég í framboð. Ef það
gerist er mikill möguleiki á að ég
gæti ekki tekið þátt í starfi innan
flokksins því þetta er dýr þjón-
usta. Ef ég fengi túlk væri ekki
einungis gata mín greidd, heldur
einnig þeirra heyrnarlausu sem
kæmu á fundina og hafa áhuga á
því sama,“ segir Sigurlín.
Margrét er áheyrnarfulltrúi í fé-
lagsmálanefnd Reykjavíkurborgar
og segir hún ánægjulegt að Fé-
lagsþjónustan skuli að fyrra
bragði hafa boðist til að greiða
túlkaþjónustu á fundi nefnd-
arinnar, þegar Margrét óskaði eft-
ir því að Sigurlín fengi að sitja
fundinn.
„Þetta gladdi okkur nöfnurnar,
eins og við köllum okkur, mikið.
Það var mjög ánægjulegt að það
skyldi einhvers staðar vera skiln-
ing að finna,“ segir Margrét.
Litríkan hóp á Alþingi
Sigurlín Margrét segist alltaf
hafa haft mikinn áhuga á pólitík.
Hún hafi setið í stjórn Félags
heyrnarlausra í yfir 20 ár. Að-
spurð hvort hún íhugi framboð í
alþingiskosningum í vor játar Sig-
urlín. „Það væri mjög gaman og
gott ef það gæti gerst. Ég er mjög
áhugasöm og held að ég gæti gert
góða hluti, ekki bara í málefnum
heyrnarlausra heldur líka al-
mennt. Við Íslendingar erum oft í
fararbroddi og það væri mjög flott
ef við gætum státað af heyrnar-
lausum þingmanni. Það hefur að
því er ég best veit aldrei neinn
heyrnarlaus komist á þing í Evr-
ópu. Á Alþingi þarf að vera litrík-
ur hópur.“
Innt eftir því hvort hún hefði
áhuga á að bjóða sig fram með
Frjálslynda flokknum segist Sig-
urlín myndu skella sér í slaginn
byðist henni sæti á listanum. „Frá-
bært,“ segir Margrét þá og því er
aldrei að vita nema Sigurlín eigi
eftir að verða einn frambjóðenda
flokksins í kosningunum í vor.
Vill verða fyrsti
heyrnarlausi
þingmaðurinn
Morgunblaðið/Sverrir
Nöfnurnar Sigurlín Margrét og Margrét Sverrisdóttir skoðuðu Alþingis-
húsið og nýju tengibygginguna í gær.
BÖRN sem höfðu verið orðuð
við fíkniefnaneyslu eða sölu
voru í haust boðuð á fund með
lögreglumönnum úr forvarna-
og fíkniefnadeildum lögregl-
unnar í Reykjavík. Samtals var
rætt við 88 ungmenni á aldr-
inum frá 13 til 17 ára og ríflega
100 forráðamenn voru við-
staddir viðtölin.
Upplýsingar um að börnin
væru í tengslum við fíkniefni
voru borin undir börnin. Mörg
barnanna viðurkenndu þá í
fyrsta sinn fyrir foreldrum sín-
um að hafa neytt fíkniefna. Þau
fíkniefni sem auðveldast var
fyrir börnin að útvega voru
kannabisefni en auk þess virt-
ust e-töflur og amfetamín
nokkuð aðgengileg.
Á heimasíðu lögreglunnar í
Reykjavík kemur fram að að-
eins eitt foreldri neitaði að
koma í viðtal á lögreglustöð
með þeim orðum að „á sínum
bæ væru ekki vandamál og
barnið hans hefði ábyggilega
aldrei verið í neinni neyslu“ og
vildi því ekki kynna sér þær
upplýsingar sem lögregla hafði
um hið gagnstæða.
Sölumönnum fíkniefna um-
svifalaust vísað úr skóla
Ekki hægt að fara eftir reglu-
gerð varðandi brottvísanir Ekkert vandamál
á mínum bæ
ELDUR kviknaði á iðnaðar-
svæði við Óseyrarbraut í
Hafnarfirði um kl. tvö í fyrri-
nótt. Eldurinn læsti sig m.a. í
vörubíl, tvo gáma og plastbát,
sem var á lóðinni.
Tjón er töluvert að sögn
slökkviliðsins, sem var um
klukkustund að ráða niðurlög-
um eldsins. Grunur leikur á
að um íkveikju hafi verið að
ræða.
Þá var einnig kveikt í rusla-
gámi á Strandgötu í Hafnar-
firði í fyrrinótt.
Eldur á iðn-
aðarlóð í
Hafnarfirði