Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STEINÞÓR Skúlason, forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands, segir að mikil
framleiðsluaukning á kjúklingum sé
að setja kjötmarkaðinn á annan end-
ann. Hann segir að flest bendi til að
bændur og afurðafyrirtæki eigi eftir
að verða fyrir stórtjóni, ekki síst
vegna þess að einn kjúklingafram-
leiðandi sé á skömmum tíma að auka
framleiðslu sína úr 1.000 tonnum í
3.000 tonn.
Steinþór segist hafa miklar
áhyggjur af því sem sé að gerast á
kjötmarkaðinum. Ástandið sé slæmt
en flest bendi til þess að það eigi enn
eftir að versna. Mikið offramboð hafi
verið á svínakjöti og framleiðslan hafi
verið rekin með miklu tapi. Hann tel-
ur að offramboð verði áfram á svína-
kjöti og ljóst sé að margir bændur
eigi eftir að verða gjaldþrota í vetur.
Fjögur fyrirtæki eru ráðandi á
kjúklingamarkaðinum. Steinþór seg-
ir að Íslandsfugl hafi verið að koma
inn á markaðinn með aukna fram-
leiðslu. Reykjagarður sé að ná fyrri
stöðu og lítilsháttar aukning hafi orð-
ið hjá Ísfugli. Mjög mikil aukning hafi
hins vegar orðið hjá Móum.
„Móar eru á mjög stuttum tíma að
þrefalda framleiðslu sína. Fram-
leiðslan fer úr um 1.000 tonnum í um
3.000 tonn. Þetta og aukning á svína-
kjötsframleiðslu er að setja þennan
markað á annan endann.“
13–17% verðlækkun
Samkvæmt tölum Hagstofu Ís-
lands hefur verð á svínakjöti lækkað
um 17,7% á síðustu fjórum mánuðum
og verð á kjúklingum hefur lækkað
um 12,8%. Steinþór segir að flest
bendi til þess að framundan sé enn
meiri lækkun á verði kjúklinga. Hann
segir að verðið sem kjúklingafram-
leiðendur fái í dag dugi ekki einu
sinni fyrir breytilegum kostnaði.
„Það er verið að setja aðra fram-
leiðendur meira og minna á hausinn,
en um leið er verið að valda öllum
öðrum kjötframleiðendum stórtjóni.“
Steinþór segir að mönnum sé að
sjálfsögðu heimilt að stofna til skulda
til að auka framleiðsluna og reka
hana með tapi, en það sé alvarlegt
áhyggjuefni hversu mikið tjón bænd-
ur eigi eftir að verða fyrir vegna þess-
arar framleiðsluaukningar.
Íslandsfugl gekk í gegnum fjár-
hagslega endurskipulagningu fyrr á
þessu ári og miklar breytingar hafa
verið gerðar á rekstri Reykjagarðs.
Forstjóri SS segir offramboð og verð-
lækkun framundan á kjötmarkaðinum
Bændur eiga
eftir að verða
fyrir stórtjóni
VERIÐ er að endurskipuleggja fjár-
hag Móa hf. sem er annar stærsti
kjúklingaframleiðandi á landinu.
Fyrirtækið hefur sent kröfuhöfum
bréf þar sem það óskar eftir 25% af-
slætti á skuld-
um en býðst til
að greiða eftir-
stöðvar á 24–36
mánuðum.
Jafnframt er
lánardrottnum
boðið að breyta
skuldum í
hlutafé. Krist-
inn Gylfi Jóns-
son, stjórnar-
formaður Móa,
segir að erfið-
leikar hafi verið
í kjúklinga-
ræktinni og fyrirtækið sé að bregð-
ast við aðstæðum eins og þær hafi
þróast á kjötmarkaðinum.
Móar hafa fjárfest mjög mikið á
síðustu mánuðum og árum. Fyrir-
tækið tók á síðasta ári í notkun stóra
afurðastöð í Mosfellsbæ og einnig
hefur það á skömmum tíma byggt
nokkur kjúklingaeldishús.
Í bréfi sem Ólafur Jón Guðjóns-
son, framkvæmdastjóri Móa, hefur
sent kröfuhöfum segir: „Á síðast-
liðnu ári urðu áföll í kjúklingarækt í
landinu m.a. vegna sjúkdóma erlend-
is, en það varð til þess að innflutn-
ingur stofnfugla var bannaður um
skeið. Urðu Móar hf. fyrir búsifjum
af þessum ástæðum sem leiddi til
þess að framleiðslan minnkaði mjög
mikið og skortur varð á kjúklingum í
landinu eins og alkunnugt er.
Fjárhagsstaða félagsins versnaði
mjög á þessum tíma. Er nú unnið að
fjárhagslegri endurskipulagningu
félagsins. Hafa eigendur mikla trú á
fyrirtækinu og eru þeir bjartsýnir á
framtíð þess að henni lokinni. Fyrsta
skrefið í hinni fjárhagslegu endur-
skipulagningu var samruni Ferskra
kjúklinga ehf. og Móa hf. og verður
hið sameinaða félag Móar hf. Þá er
unnið að því þessa dagana að fá nýtt
hlutafé inn í félagið.“
Kristinn
Gylfi sagði að
Móar hefðu
verið í mikilli
uppbyggingu
en samhliða
hefði kjúklinga-
ræktin gengið í
gegnum tals-
verða erfið-
leika. Fjárhag-
ur Íslandsfugls
á Davík hefði
verið endur-
skipulagður og
verulegir erfið-
leikar hefðu verið í rekstri Reykja-
garðs, en Búnaðarbankinn seldi
Sláturfélagi Suðurlands fyrirtækið
fyrr á þessu ári.
Bregðast við aðstæðum
„Við höfum að undanförnu verið
að endurskipuleggja fjárhag félags-
ins. Það hafa verið erfiðleikar í kjúk-
lingaræktinni og við erum að semja
okkur frá þeim málum. Fyrirtækið
er ekki að fara í gjaldþrot eða
greiðslustöðvun og engar uppsagnir
eru fyrirhugaðar. Við erum einfald-
lega að bregðast við aðstæðum eins
og þær hafa þróast á kjötmarkaðin-
um,“ sagði Kristinn Gylfi.
Hann vildi ekki gefa upp hvað
skuldir fyrirtækisins væru miklar,
en staðfesti að skuldir væru í van-
skilum.
Kristinn Gylfi sagði að uppbygg-
ing Móa væri að skila sér í mikilli
framleiðsluaukningu. Aðspurður
sagði hann að það kynni að leiða til
einhverrar verðlækkunar en að hafa
yrði í huga að markaður fyrir kjúk-
linga væri að stækka.
Móar hf. óska
eftir niðurfell-
ingu skulda
Morgunblaðið/Kristján
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á
dagskrá:
1. Stjórnsýslulög 348. mál, laga-
frumvarp forsrh. 1. umræða.
2. Fyrirtækjaskrá 351. mál, laga-
frumvarp forsrh. 1. umræða.
3. Hlutafélög, einkahlutafélög,
samvinnufélög og sjálfseign-
arstofnanir 350. mál, lagafrum-
varp forsrh. 1. umræða.
4. Birting laga og stjórnvalda-
erinda 352. mál, lagafrumvarp
dómsmrh. 1. umræða.
5. Almenn hegningarlög 353. mál,
lagafrumvarp dómsmrh. 1. um-
ræða.
6. Verðbréfaviðskipti 347. mál,
lagafrumvarp viðskrh. 1. um-
ræða.
7. Stofnlánadeild verslunarfyrir-
tækja 344. mál, lagafrumvarp
viðskrh. 1. umræða.
8. Félagamerki 346. mál, laga-
frumvarp iðnrh. 1. umræða.
9. Löggilding starfsheita sérfræð-
inga í tækni- og hönnunar-
greinum 354. mál, lagafrum-
varp iðnrh. 1. umræða.
10. Textun íslensks sjónvarpsefnis
339. mál, þingsályktunartillaga
PBj. Fyrri umræða.
11. Aðstaða til hestamennsku.
SÚ niðurstaða varð á eigendafundi
Orkuveitu Reykjavíkur í gær, um
túlkun laga um OR, að bera þurfi
uppsafnaðar fjárskuldbindingar yfir
5% af eigin fé fyrirtækisins undir
eigendur. Þá var samþykkt að fela
forstjóra OR að taka upp viðræður
við Garðabæ vegna beiðni bæjarins
um sölu á 0,47% hlut sínum í OR.
Einnig var samþykkt tillaga um
breytingu á 7. gr. sameignarsamn-
ings um OR, sem felur í sér að ýmiss
konar skuldbindingar þurfi ekki að
bera undir eigendur, þar á meðal
skammtímalán og lán til lengri tíma
á sömu vaxtakjörum og áður.
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar-
stjóri í Garðabæ, sagði fundinn hafa
verið afar gagnlegan með því að
skýrt hefði verið á hvaða hátt túlka
beri samninga og lögin um Orkuveit-
una. „Ég fagna því sérstaklega að á
fundinum túlkaði borgarlögmaður
skuldbindingar OR með sama hætti
og lögmaður Garðabæjar hefur gert
fram til þessa,“ segir Ásdís Halla.
Hún greiddi atkvæði gegn fyrr-
nefndri breytingartillögu enda telur
hún óeðlilegt að breyta samningnum
eftir á. „Garðabær gekk inn í sam-
eignarfélagið á ákveðnum forsend-
um, með ákveðnum skilningi á því
hvað bæri að bera undir eigendur.
Við teljum að með þessari samþykkt
sé verið að breyta því og að samning-
urinn sé ekki lengur í samræmi við
lögin um Orkuveituna sem sameign-
arfyrirtæki. Við væntum þess að
hlutur Garðabæjar í félaginu verði
brátt keyptur og þar með losni bær-
inn undan þeim ábyrgðum sem felast
í aðild að OR og í framhaldi af því
þurfum við ekki að hafa áhyggjur af
þeim samningum sem gilda um fyr-
irtækið.“
Fagnar niðurstöðu
Á fundinum var sem fyrr segir
komist að niðurstöðu um þá túlkun
laga um OR að bera þurfi uppsafn-
aðar fjárskuldbindingar yfir 5% af
eigin fé fyrirtækisins undir eigendur
OR. Björn Bjarnason, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks og stjórnarmaður í
OR, fagnar þessari niðurstöðu, hún
sé í samræmi við þá skoðun, sem
hann hafi kynnt, að ekki nægi að ein-
stakar skuldbindingar séu undir 5%
mörkunum, líta eigi á uppsafnaðar
skuldbindingar innan fjárhagsárs-
ins.
„Ég tel að með þessari niðurstöðu
komi í ljós að það er nauðsynlegt að
bera ákvarðanir varðandi Línu.Net
undir eigendurna, með því að 5%
reglan er túlkuð á þann veg að tekið
sé tillit til allra uppsafnaðra skuld-
bindinga á árinu. Þær eru komnar
langt fram yfir 5% af eigin fé Orku-
veitunnar í ár og þess vegna þarf að
taka málefni Línu.Nets upp við eig-
endur OR, það er sveitarstjórnirnar
sex,“ segir Björn.
Bindingin ekki yfir 5%
„Fjárbindingin í Línu.Net fer ekki
yfir þessi 5% að okkar mati, þótt það
sé jafnvel horft á hana sem uppsafn-
aða,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri. Hún vísar því
jafnframt algerlega á bug að um-
rædd samþykkt á breytingartillög-
unni fari á nokkurn hátt á svig við
lögin og segir alla eigendur hafa
mótmælt þeirri túlkun Ásdísar
Höllu.
„Textinn sem við lögðum fram er
saminn af borgarlögmanni í samráði
við tvo lögfræðinga Landsvirkjunar
og ég ætla að leyfa mér að halda því
fram að þeir menn séu ekki að semja
eitthvað sem gengur á svig við lög,“
segir Ingibjörg Sólrún.
Skuldbindingar OR yfir
5% bornar undir eigendur
OFT er heilmikill handagangur í
öskjunni við Reykjavíkurtjörn þegar
ungir og aldnir mæta með brauðið
sitt og gefa öndum, gæsum og svön-
um. Á öðrum dögum, þegar hungrið
segir til sín, taka fuglarnir sig til og
koma upp á bakkann og hrifsa
brauðið frá mannfólkinu eins og
þessi maður fékk að reyna. Þá má
reyna að tala til fuglanna: „Alveg
róleg … biðja fallega“ og kannski
halda fuglarnir sig á mottunni.
Morgunblaðið/Golli
„Alveg róleg, biðja fallega“
ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
varpaði fram þeirri hugmynd á Al-
þingi í gær að húsnæði fyrir Listahá-
skóla Íslands yrði reist á lóð Kenn-
araháskóla Íslands við Stakkahlíð í
Reykjavík. Hún sagði að styrkja
þyrfti listaháskólann með því að
koma yfir hann sómasamlegu hús-
næði.
Þorgerður sagði ennfremur að
með því að reisa húsnæði fyrir
listaháskólann á lóðinni væri hægt að
koma á ákveðinni samvinnu milli
skólanna, sem og Sjómannaskóla Ís-
lands, sem er í næsta nágrenni.
Þorgerður spurði menntamálaráð-
herra, Tómas Inga Olrich, í fyrir-
spurnartíma hvort kannaðir hefðu
verið möguleikar á því að reisa hús-
næði yfir listaháskólann í Stakkahlíð.
Fram kom í máli Tómasar Inga Ol-
rich að forsvarsmenn Listaháskóla
Íslands, sem væri einkaskóli, hefðu
undanfarin ár leitað eftir lóðum og
aðstöðu fyrir framtíðarhúsnæði skól-
ans. Í því sambandi hefðu þeir átt í
viðræðum við Reykjavíkurborg og
Hafnafjarðarbæ. „Skólinn hefur ekki
leitað eftir aðstöðu á lóð kennarahá-
skólans við Stakkahlíð,“ sagði ráð-
herra, „en eðli málsins samkvæmt
hefur ráðuneytið ekki haft frum-
kvæði að slíku þar sem hér er um
einkaskóla að ræða.“
Ráðherra minnti á að nú væri verið
að meta húsnæðisþörf Listaháskóla
Íslands og sagði að niðurstaða þeirr-
ar vinnu myndi liggja fyrir um ára-
mótin næstu. Þá væru forsendur fyr-
ir því að ræða húsnæðismál skólans
enn frekar.
Hús listaháskólans
verði við Stakkahlíð
TÍÐNI keisaraskurða hefur farið
hægt vaxandi á Íslandi á undanförn-
um árum, að því er fram kemur í
skriflegu svari Jóns Kristjánssonar,
heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn
Svanfríðar Jónasdóttur og Þórunnar
Sveinbjarnardóttur, þingmanna Sam-
fylkingarinnar. Keisaraskurðir voru
þó færri á síðasta ári en árið á undan.
Í svarinu kemur fram að 686 keis-
araskurðir hafi verið framkvæmdir á
síðasta ári, sem er um 17% af heild-
arfjölda fæðinga það árið, en 763 árið
á undan, sem er um 17,9% af heild-
arfjölda fæðinga það árið. Þá voru
þeir 710 árið1999 sem er um 17,6% af
heildarfjölda fæðinga á árinu.
Keisaraskurð-
um fjölgar