Morgunblaðið - 14.11.2002, Síða 16
ERLENT
16 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
betri innheimtuárangur
Ármúla 21, 108 Reykjavík
Sími 533 2020 Fax 533 2022
www.vatnsvirkinn.is
Hentugar t.d. fyrir
framan bílskúra, í
bílaplön, við vegi
og á þeim stöðum
þar sem vatnselgur
getur myndast.
GÖTURENNUR
Húsi verslunarinnar og Glæsibæ
Símar: 568 7305 - 568 5305
EMBÆTTISMENN í Washington
sögðu í gær að frumrannsóknir
bandarískra sérfræðinga bentu til
þess að röddin á nýlegri hljóðupp-
töku, sem arabíska sjónvarpsstöðin
al-Jazeera sendi út í fyrrakvöld,
væri rödd Osama bin Ladens, leið-
toga hryðjuverkasamtakanna al-
Qaeda. Embættismennirnir bættu
þó við að rannsóknum sérfræðinga
bandarísku leyniþjónustunnar CIA,
þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA
og fleiri stofnana væri ekki lokið.
Staðfestu þeir að hljóðupptakan sé
ekki fölsuð er hún fyrsta ótvíræða
vísbendingin í tæpt ár um að bin
Laden sé enn á lífi og staðráðinn í
að halda áfram „heilögu stríði“ sínu
gegn Bandaríkjunum.
„Þetta er bin Laden,“ hafði
bandaríska sjónvarpið NBC eftir
tveimur embættismönnum tveggja
öryggisstofnana í Bandaríkjunum.
„Við teljum að þetta geti verið hann
og það er engin ástæða til að ætla
að þetta sé ekki hann,“ var haft eft-
ir þriðja embættismanninum í
bandaríska sjónvarpinu NBC.
„Röddin á upptökunni hljómar
eins og rödd bin Ladens,“ sagði
embættismaður í stjórn George W.
Bush forseta í viðtali við The Wash-
ington Post. Heimildarmaður Los
Angeles Times sagði þó að hugs-
anlegt væri að bin Laden talaði á
mestum hluta upptökunnar en aðr-
ir hlutar hennar kynnu að vera fals-
aðir til að láta líta út fyrir að hún
væri nýleg.
Nokkrir embættismenn sögðu að
sérfræðingar hefðu meðal annars
borið saman sveiflurit af röddinni á
upptökunni og samskonar rit af
rödd bin Ladens. Sérfræðingarnir
væru enn að rannsaka upptökuna,
meðal annars hrynjandina, þ.e. ris
eða hnig raddarinnar, og orðaval.
Viðvörunarbjöllur klingdu
í Hvíta húsinu
Embættismenn sögðu að viðvör-
unarbjöllur hefðu klingt í Hvíta
húsinu, höfuðstöðvum CIA, varn-
armálaráðuneytinu og fleiri stofn-
unum í Washington þegar fréttir
bárust af upptökunni þar sem vitað
er að bin Laden hefur gefið út slík-
ar yfirlýsingar rétt áður en hryðju-
verk eru framin, til að mynda
skömmu áður en liðsmenn al-Qaeda
urðu 224 manns að bana í sprengju-
árásum á tvö bandarísk sendiráð í
Afríku árið 1998.
„Því miður gerist alltaf eitthvað
mjög slæmt þegar hann lætur í sér
heyra,“ sagði einn embættismann-
anna. „Þetta verður til þess að við
þurfum að vera enn varari um okk-
ur, þótt það sé erfitt því viðbúnaður
okkar er nú þegar mjög mikill.“
Bandaríska sjónvarpið CBS
sagði að bandarískir sérfræðingar
teldu það enga tilviljun að upptak-
an skyldi vera send út nú þegar
Saddam Hussein er að gera það
upp við sig hvort hann eigi að sam-
þykkja ályktun öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna um vopnaeftirlit í
Írak.
Nokkrir sérfræðingar í barátt-
unni gegn hryðjuverkastarfsemi
sögðu að bin Laden kynni að hafa
gefið yfirlýsinguna út vegna hugs-
anlegra árása Bandaríkjahers á
Írak. „Deilan við Íraka er vatn á
myllu íslamskra stríðsæsinga-
manna,“ sagði Daniel Benjamin,
höfundur bókar um al-Qaeda og
fyrrverandi sérfræðingur Þjóðarör-
yggisráðs Bandaríkjanna í barátt-
unni gegn hryðjuverkastarfsemi.
„Þótt hann hafi enga samúð með
Saddam Hussein og stjórn hans
hefur bin Laden alltaf lýst deilun-
um við Íraka sem enn einu dæmi
um baráttuna milli trúleysingja og
íslömsku stríðsmannanna.“
Reynist bin Laden vera á lífi
rennir það stoðum undir röksemdir
þeirra sem hafa lagst gegn hugs-
anlegum árásum á Írak og sagt að
baráttunni gegn hryðjuverkastarf-
semi sé ekki lokið og hernaður í
Írak myndi torvelda hana enn frek-
ar.
Kyndir undir gagnrýni
á Bandaríkjaher
Reynist upptakan vera ófölsuð
kyndir hún einnig undir gagnrýn-
inni á Bandaríkjaher vegna mis-
heppnaðra tilrauna hans til að kló-
festa bin Laden í Afganistan.
Bandarískar hersveitir og afgansk-
ir hermenn virtust hafa króað bin
Laden af á Tora Bora-fjallasvæðinu
í Austur-Afganistan í desember í
fyrra og Bandaríkjamenn héldu
uppi hörðum loftárásum á svæðið í
hálfan mánuð. Þegar þeim lauk
fundust engin merki um bin Laden
og ljóst var að hundruð fylgis-
manna hans höfðu komist undan.
Margir líta á það sem mikið klúð-
ur að herinn skyldi hafa látið þetta
tækifæri sér úr greipum ganga.
Tommy Franks hershöfðingi, sem
stjórnaði hernaðinum, hefur sætt
harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki
látið bandarísku hersveitirnar loka
flóttaleiðunum og þess í stað reitt
sig á afganska hermenn sem eftir á
að hyggja virtust ekki valda þessu
verkefni.
Viðkvæmt mál fyrir
stjórn Bush
Spurningin um hvort bin Laden
sé enn á lífi er einnig mjög við-
kvæm fyrir stjórn Bush. Eftir
hryðjuverkin 11. september í fyrra
talaði forsetinn um að hann væri
staðráðinn í því að ná bin Laden
„lifandi eða dauðum“. Eftir hern-
aðinn í Afganistan lagði hann hins
vegar áherslu á að meginmarkmið-
ið með stríðinu væri ekki að kló-
festa „einn mann“. Háttsettir emb-
ættismenn í Hvíta húsinu hafa
ygglt sig þegar þeir hafa verið
spurðir síðustu mánuðina hvort bin
Laden sé á lífi og Bush sagði 14.
október að hann vissi ekki hvort
hryðjuverkaforinginn væri „dauður
eða lifandi“.
„Við töldum aldrei að
hann væri dauður“
Ronald Noble, yfirmaður Inter-
pol, sagði í viðtali við franskt dag-
blað á föstudaginn var, að bin Lad-
en væri „örugglega á lífi“.
CIA og aðrar leyniþjónustustofn-
anir Bandaríkjanna hafa gert ráð
fyrir því að bin Laden sé á lífi og
leynilegar her- og leyniþjónustu-
sveitir leita hans enn við landamæri
Afganistans og Pakistans þar sem
talið er líklegast að hann sé í felum,
að sögn bandarísks embættis-
manns. „Þetta ætti ekki að koma á
óvart,“ sagði hann. „Við töldum
aldrei að hann væri dauður.“
Bandarískir embættismenn töldu
að markmiðið með nýju yfirlýsing-
unni væri að hvetja liðsmenn al-
Qaeda til dáða og þar væri ef til vill
að finna dulin skilaboð til þeirra
fylgismanna bin Ladens sem væru
að skipuleggja fleiri árásir.
Síðasta ótvíræða vísbendin um að
bin Laden væri á lífi kom seint á
síðasta ári. Á myndbandi, sem
bandarískir hermenn fundu í Afg-
anistan, sást hann snæða kvöldverð
með nokkrum af samstarfsmönnum
sínum. Talið er að myndbandsupp-
takan sé frá 9. nóvember í fyrra og
bandaríska varnarmálaráðuneytið
gerði hana opinbera í desember.
Seint í desember var birt önnur
myndbandsupptaka þar sem bin
Laden sást gefa út yfirlýsingu.
Hann virtist horaður og hugsanlega
særður. Talið var að yfirlýsingin
hafi verið tekin upp seint í nóv-
ember eða í byrjun desember en
embættismenn sögðu að það væri
ekki vitað með vissu.
Bandarískir hermenn á Tora
Bora-svæðinu hleruðu talstöðvar-
skilaboð, sem talin voru koma frá
bin Laden, 10. desember. Skila-
boðin voru ekki tekin upp og ekki
var hægt að bera þau saman við
upptökur á yfirlýsingum bin Lad-
ens.
Bandarískir leyniþjónustumenn
hafa staðfest að nokkrar aðrar upp-
tökur, sem al-Jazeera hefur sent út
á þessu ári, hafi komið frá bin Lad-
en. Hann talaði þá ekkert um ný-
lega atburði og upptökurnar sönn-
uðu því ekki að hann væri enn á lífi.
Washington. Los Angeles Times, The Washington Post, AP, AFP.
„Þetta er bin Laden,“
sögðu bandarískir
embættismenn eftir
fyrstu rannsóknir sér-
fræðinga á nýrri hljóð-
upptöku á yfirlýsingu
sem hryðjuverkaforing-
inn er sagður hafa lesið.
Upptakan sögð
benda til þess að bin
Laden sé á lífi
Reuters
Sjónvarpsstöðin CNN sýndi fyrr á þessu ári myndir sem hún sagði sýna Osama bin Laden ásamt lífvörðum sínum.
Sagði stöðin myndirnar hafa verið teknar áður en hryðjuverkin voru unnin í Bandaríkjunum í fyrra.
’ Það gerist alltafeitthvað mjög slæmt
þegar bin Laden
lætur í sér heyra. ‘
FYRRVERANDI danskur þing-
maður, sem ákærður hefur verið í
Bandaríkjunum fyrir að hafa haft
milligöngu um verslun með fíkni-
efni og vopn við kólumbíska stríðs-
herra, segist hafa verið njósnari
Bandaríkjastjórnar í landinu, að
því er lögmaður hans sagði á
þriðjudaginn.
Daninn, Uwe Jensen, afsalaði
sér réttinum til að verða látinn laus
gegn tryggingu og verður því í
fangelsi þar til mál hans verður
tekið fyrir, sem verður að líkindum
í næsta mánuði. Lögmaður hans,
Erik Sunde, sagðist þurfa meiri
tíma til að athuga hvað sé hæft í
fullyrðingum Jensens. Stuart
Burns aðstoðarsaksóknari kveðst
ekki hafa séð neinar vísbendingar
sem renni stoðum undir þá fullyrð-
ingu Jensens að hann hafi verið út-
sendari bandarískra stjórnvalda.
Jensen er búsettur í Bandaríkjun-
um og var handtekinn í síðustu
viku ásamt þremur Kólumbíu-
mönnum í Kosta Ríka. Allir hafa
verið ákærðir um samsæri um að
dreifa kókaíni og áætlanir um að
veita erlendum hryðjuverkasam-
tökum aðstoð.
Bandarísk yfirvöld segja að Jen-
sen hafi hitt útsendara alríkislög-
reglunnar, sem þóst hafi vera
vopnasali, og kynnt hann fyrir ein-
um Kólumbíumannanna, Carlos Ali
Romero Varela. Hefði samist um,
að leynilögreglumaðurinn útvegaði
rússnesk vopn og fengi í skiptum
fyrir þau kókaín og reiðufé. Hefðu
samtöl Jensens og Romeros við
leynilögreglumanninn verið tekin
upp á segulband.
Segist hafa verið njósn-
ari Bandaríkjamanna
Houston. AP.
Fyrrverandi
danskur þing-
maður ákærður í
Bandaríkjunum
GENGI GJALDMIÐLA
mbl.is