Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 19
heimsæktu www.lancome.com
TRÚÐU Á FEGURÐ
Lancôme gerir meira fyrir
augnhárin en nokkru sinni áður.
Einstakur burstinn hefur ótrúlega
sveigjandi áhrif. Þétt, fallega
löguð og gríðarlega löng augn-
hár sem virðast endalaus.....
Gífurleg lengd - hrífandi sveigja
N ý t t
Lancôme útsölustaðir um land allt
verið að velta því upp að færa Fjarð-
argötuna, sem liggur fyrir framan
Fjörð, ofurlítið niður þannig að
svæðið frá miðbænum opnist alveg
út að sjónum.“ Segir hann að talað sé
um að landfyllingarnar yrðu á bilinu
10–14 þúsund fermetrar að flatar-
máli.
Hann segir þessar hugmyndir til
skoðunar í miðbæjarnefnd, hafnar-
stjórn og atvinnu- og þróunarráði og
þær nefndir muni skila umsögnum
sínum í þessari eða næstu viku. Í
framhaldinu fari málið til skipulags-
og byggingaráðs. „Það á hins vegar
eftir að reikna upp fjárhagslegar for-
sendur fyrir Norðurbakka ehf. og
síðan þarf bæjarfélagið að taka af-
stöðu gagnvart þessum landfylling-
um.“
Haldið í verðlauna-
tillöguna að hluta
En þýðir þetta þá að fallið sé frá
verðlaunatillögunni frá í vor? „Nei,
það má segja að sá hluti verðlauna-
tillögunnar sem snýr að núverandi
bakkasvæði geti alveg gengið upp,“
segir Gunnar. „Þar var gert ráð fyrir
nokkuð lágreistri byggð og byggða-
kjörnum sem féllu til samræmis við
Vesturbæinn og það var ekki mikil
óánægja með það. En það var
óánægja með háhýsin á landfylling-
unni þarna vestur úr.“
Hann segir því að gangi þessar
nýju hugmyndir eftir verði slíkt úr
sögunni en bendir þó á að stofn-
samningur Norðurbakka ehf. kveði á
um að bæjarfélagið skuli gera land-
fyllingar vestan við Norðurbakka.
Engar ákvarðanir hafi verið teknar
og staða málsins nú sé sú að það sé til
skoðunar innan bæjarins.
HUGMYNDIR, sem lúta að því að
hætta við landfyllingar vestan við
Norðurbakka í Hafnarfirði, hafa ver-
ið kynntar í ráðum og nefndum bæj-
arins að undanförnu. Að sögn Gunn-
ars Svavarssonar, formanns skipu-
lags- og byggingaráðs, er í staðinn
gert ráð fyrir minni landfyllingum
við bakkann framan við verslunar-
miðstöðina Fjörð við Fjarðargötu.
Í desember í fyrra stofnuðu Hafn-
arfjarðarbær, Þyrping hf. og J&K
eignarhaldsfélag ehf., sem eiga fast-
eignir á norðurbakka Hafnarfjarðar-
hafnar, með sér eignarhaldsfélagið
Norðurbakka. Tók samkomulag
þessara aðila til skipulagningar og
uppbyggingar íbúðarhverfis á norð-
urbakkanum og á landfyllingu vest-
an við hafnarbakkann.
Í byrjun ársins var svo efnt til lok-
aðrar hönnunarsamkeppni um
skipulag byggðar á bakkanum og í
vor var tilkynnt að hollenska teikni-
stofan KuiperCompagnions hefði
orðið hlutskörpust. Tillaga hennar
gerði ráð fyrir um 17 þúsund fer-
metra landfyllingu þar sem byggðar
yrðu 571 íbúðir í 1–7 hæða háum
byggingum. Gunnar bendir þó á að í
stofnsamningi Norðurbakka hafi
verið gert ráð fyrir allt að 25 þúsund
fermetra landfyllingum.
Miðbærinn opnaður út að sjó
Að hans sögn hefur Norðurbakki
ehf. nú kynnt nýjar hugmyndir sem
ganga út á að hætta við fyllingar
vestan við Norðurbakka. „Núna er
verið að skoða hugmyndir um minni
landfyllingar framan við verslunar-
miðstöðina Fjörð og sömuleiðis er
Hætt verði við
landfyllingar
vestan við
Norðurbakka
, -.
() "
.
*/'
(* "
"
)) "
&$')010
)
.
*/'
20'0 -.0013'.'
Hafnarfjörður
Í LITLU fundarherbergi á þriðju
hæð á Laugavegi 7 í Reykjavík sit-
ur um 10 manna hópur fólks sem á
það sameiginlegt að eiga börn í
grunnskólum Grafarvogs. Auk
þeirra er fræðslustjórinn í Reykja-
vík og formaður fræðsluráðs við-
staddir en fundarefnið er starfs-
áætlun fræðslumála í Reykjavík
fyrir árið 2003.
Þessi fundur er einn af fimm sem
fræðslustjóri á með foreldraráðum
grunnskólanna í borginni nú í nóv-
ember til að ræða áætlunina en að
auki eru sambærilegir fundir
haldnir með kennararáðum skól-
anna.
Það er ýmislegt sem brennur á
foreldrunum varðandi starfsáætl-
unina og líflegar umræður sem
spinnast um hin og þessi atriði.
Einstaklingsmiðað nám, sem stefnt
er að í starfsáætluninni, er rætt af
ákafa og flestir sammála um að það
sé jákvætt. En þó vakna spurn-
ingar: Krefjast slíkar kennsluað-
ferðir ekki þess að færri krakkar
séu í bekk en nú tíðkast? Eru kenn-
arar tilbúnir fyrir slíkar breyt-
ingar? Þurfa skólabyggingarnar
ekki að vera stærri til að sinna
slíku námi?
Afskaplega dýrmætir fundir
Fleira ber á góma á borð við
lengingu skóladagsins hjá yngstu
nemendunum, mataraðstöðu í skól-
um, heimanám barnanna og svo
mætti lengi telja. Gerður G. Ósk-
arsdóttir fræðslustjóri svarar
spurningum foreldranna og tekur
niður ábendingar um það sem þeim
finnst að betur megi fara í starfs-
áætluninni og skólastarfinu. „Mér
finnst þessir fundir afskaplega dýr-
mætir,“ segir hún í samtali við
Morgunblaðið að fundi loknum.
„Tilgangurinn er að fá sem víðtæk-
ustu viðhorf og sjónarhorn á þróun
grunnskólanna í Reykjavík frá
ólíkum aðilum og hópum.“
Hún segir að á fundunum sé
áhersla lögð á að verið sé að fjalla
um stefnu Reykjavíkurborgar í
fræðslumálum. „Þarna erum við að
gefa þessum hópum tækifæri til að
hafa áhrif á stefnuna. Við getum
aldrei talað við alla starfsmenn
Grunnskóla Reykjavíkur enda eru
þeir 2.400 talsins og við getum
heldur ekki talað við 30 þúsund
foreldra en við lítum svo á að þetta
fólk sé fulltrúar þeirra. Þannig að
við erum að reyna að fara eins ná-
lægt grasrótinni og við getum.“
Gerður bendir á að einhvers kon-
ar samráð hafi verið haft við for-
eldra og kennara við gerð starfs-
áætlana fræðslumála í borginni frá
upphafi en fyrsta starfsáætlunin
var gerð árið 1997. „Nú er ég búin
að gera þetta það oft að það sem
brennur á fólki hefur síast mjög vel
inn í mig og maður mótast af þessu.
Þannig að ég trúi því að það sem er
komið núna sem stefna til einhvers
tíma byggist á þessu öllu, á gras-
rótinni.“ Hún segir þó áhrif koma
víðar að, frá útlöndum, fyrir-
lestrum, bókum og tímaritum svo
eitthvað sé nefnt.
Matarmálin ofarlega
í huga foreldra
Aðspurð segir Gerður mikið til
sömu mál brenna á fólki ár frá ári
en þó hafi orðið ákveðin breyting
þar á. „Fyrir nokkrum árum, þegar
þetta var að byrja, brann einsetn-
ingin mjög á fólki og ég hafði á til-
finningunni að það biði eftir henni
og væri mjög óþolinmótt. Núna er
einsetningin gengin yfir og þá eru
fleiri mál sem koma upp. Núna
finnst mér meira talað um kennslu-
aðferðir og annað slíkt.“
Hún segist finna fyrir miklum
stuðningi foreldra við stefnunna
sem sé ákaflega hvetjandi.
„Óánægjuraddirnar þarna voru að
það væru ekki til nægilega miklir
peningar í byggingamál og sömu-
leiðis finn ég að matarmálin liggja
mjög þungt á fólki. Maður skilur
það mjög vel því nú er skóladag-
urinn orðinn svo langur og fólk er
upptekið af því að börnin þurfi
góðan mat í hádeginu. Þessu var
fólk ekki eins upptekið af þegar við
vorum að byrja enda var skóladag-
urinn þá styttri.“
Í framhaldi þessara funda verða
athugasemdir við áætlunina rædd-
ar í fræðsluráði en að sögn Gerðar
má búast við að áætlunin komi út í
endanlegu formi á fyrstu dögum
næsta árs.
Foreldrar gefa sig
lítið að skólamálum
Björg Bjarnadóttir, sem á sæti í
foreldraráði Húsaskóla, er meðal
fundargesta þennan eftirmiðdag.
Hún telur fundina ákaflega jákvætt
tiltak af hálfu fræðsluyfirvalda en
hefði þó óskað eftir að lengri tími
gæfist til umræða um málefni
hvers skóla fyrir sig auk hinnar al-
mennu umræðu um starfs-
áætlunina sjálfa.
Hún segist finna fyrir
ákveðnum framförum í
áætlun næsta árs.
„Það er margt þarna sem
er mjög jákvætt og hvað
mér viðvíkur þá finnst mér
virkilega spennandi að sjá
hvernig grunnskólanum
tekst að þróa einstaklings-
miðaða námið. Það krefst
ákveðinnar þolinmæði og
þetta tekur langan tíma en
maður finnur að það er vilji
hjá fræðsluyfirvöldum til
að breyta grunnskólanum.
Og mér finnst kominn tími
til þess.“
Opnar nýja vídd
Að hennar mati gefa for-
eldrar sig almennt lítið að
skólamálum nema eitthvað sér-
stakt knýi á varðandi þeirra eigið
barn. Hún segir aðspurð freistandi
að álykta að þetta þýði að foreldrar
séu almennt sáttir. „Sem foreldri
finnst mér það opna alveg nýja
vídd og nýja sýn á skólann að taka
þátt í skólastarfinu á þennan hátt
og maður græðir svo mikið á því að
gefa sér tíma í þetta. En obbinn af
foreldrunum gerir það ekki og
stendur því miður fyrir utan þessa
umræðu.“
En heldur Björg að þær hug-
myndir sem koma fram á fund-
unum skili sér inn í starfsáætl-
unina? „Já, ég er nokkuð sannfærð
um að þær hugmyndir sem koma
þarna fram eru skoðaðar. Ég er al-
veg viss um að þetta er ekki bara
leikur – það er ákveðinn vilji þarna
á bak við til að heyra sjónarmið
foreldra og þeir sem veljast í þessi
foreldraráð eiga auðvitað að vera
talsmenn. Það er þó líka erfitt því
það er aldrei hægt að tala einni
rödd fyrir svona stóran hóp enda
er fólk sem betur fer með mis-
jafnar skoðanir á málunum.“
Fræðslustjóri fundar með foreldrum grunnskólabarna
„Fólk er sem betur fer
með misjafnar skoðanir“
Grafarvogur
Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri í hópi
foreldra í Grafarvogi.
Morgunblaðið/Kristinn
EINUM nemanda í hverjum
grunnskóla í Reykjavík verða
veitt hvatningarverðlaun á næsta
ári en fræðsluráð Reykjavíkur
samþykkti þetta á fundi sínum á
mánudag.
Segir í fréttatilkynningu að leit-
að verði eftir tilnefningum og rök-
stuðningi innan skólasamfélags-
ins og dómnefnd sett á laggirnar
innan hvers skóla. Þeir sem geta
tilnefnt nemanda til verðlaunanna
eru hins vegar starfsmenn, kenn-
arar, foreldrafélög, foreldraráð,
nemendaráð og aðrir sem koma að
skólastarfinu.
Góður námsárangur, framfarir,
virkni í félagsstarfi, listsköpun, fé-
lagsleg færni, nýsköpun og hönn-
un eru dæmi um þá þætti sem
hægt er að tilnefna nemendur fyr-
ir en stefnt er að því að veita verð-
launin samtímis ráðstefnu og sýn-
ingu í byrjun næsta árs þar sem
nýsköpun og þróun í skólastarfi
verður í brennipunkti.
Nemendur fá hvatn-
ingarverðlaun
Reykjavík