Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.11.2002, Qupperneq 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Björg – Verk Bjargar C. Þor- láksson. Höf- undar eru Annadís Gréta Rúd- ólfsdóttir, Bryndís Birnir, Helga Kress, Inga Þórs- dóttir, Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir og Steindór J. Erlingsson. Ritstjóri er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Björg C. Þorláksson var fyrsta ís- lenska konan sem lauk doktorsprófi. Ævisaga Bjargar eftir Sigríði Dúnu kom út í fyrrahaust og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræði- rita. Hér eru það verk þessarar fyrstu fræðikonu Íslendinga sem eru til um- fjöllunar. Einnig er hér birt úrval úr rit- um hennar sem lengi hafa verið óað- gengileg og sumt aldrei birst á prenti fyrr. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Verk Bjargar eru um margt ein- stök. Þar er að finna glímu hennar við grundvallarspurningar um uppruna og þróun lífsins og samtvinnun líkama og sálar. Þó að Björg teldi sig fyrst og fremst heimspeking var hún í raun fjölfræðingur. Hún ritaði töluvert um næringarfræði og var brautryðjandi á Íslandi á því sviði. Einnig fjallaði hún um kvenréttindi og önnur þjóðfélags- mál og reyndi með skrifum sínum að stuðla að framförum og þróun ís- lensks samfélags.“ Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 343 bls. Verð: 4.980 kr. Lífsstarf NÚTÍMADANSHÁTÍÐIN Reykja- vík Dansfestival 2002 hefst í kvöld og stendur yfir í Tjarn- arbíói til 17. nóvember. Þetta er í fyrsta skipti sem há- tíðin er haldin en stefnt er að því að hún verði árlegur viðburður. Markmið Reykjavík Dansfestival er að skapa vettvang þar sem sjálfstætt starfandi danshöfundar kynna verk sín. Þeir sem að há- tíðinni standa eru meðal fremstu dansara og danshöfunda á Ís- landi, þ.e. þau Ástrós Gunn- arsdóttir, Jóhann Freyr Björg- vinsson, Cameron Corbett, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Ólöf Ingólfsdóttir og Nadia Banine. Þau eru jafnframt höfundar dansverkanna sem flutt verða á hátíðinni, en í verkunum hafa þau fengið fleiri dansara og lista- fólk til liðs við sig. „Upphaflega kom þessi hópur saman til þess að ræða um stofn- un nýs dansflokks. Okkur langaði til að taka höndum saman um að skapa hér mótvægi við Íslenska dansflokkinn sem er eini starf- andi dansflokkurinn hér á landi og búa til atvinnulegan og list- rænan vettvang fyrir aðra dans- ara. Út frá þessu fæddist sú hug- mynd að efna til þessarar danshátíðar, vettvangs sem hægt væri að koma að, dansa í eða semja fyrir, á hverju ári. Við sóttum víða um styrki fyrir verk- efnið og eru stærstu styrktarað- ilar hátíðarinnar menningar- málanefnd Reykjavíkurborgar, Menningarborgarsjóður og Ís- landsbanki,“ segir Jóhann Freyr Björgvinsson þegar blaðamaður sest niður með honum og Rebekku Sigurðardóttur fram- kvæmdastjóra til þess að ræða um tilurð og dagskrá hátíð- arinnar. Dagskráin hefst kl. 20.30 í kvöld með sýningu þriggja frum- samdra dansverka, en þau eru Skin eftir Ástrósu Gunnarsdóttur, Solo2 eftir Cameron Corbett og Rokstelpan, dansleikhús eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur. „Þetta eru alls sex verk eftir ólíka danshöfunda. Öll verkin eru frumsamin fyrir hátíðina, nema dansverk þeirra Ólafar Ingólfs- dóttur og Ismo-Pekko Heik- inheimo, Bylting hinna miðaldra, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu síðastliðið vor og hefur verið á flakki um danshátíðir síðan. Sýn- ingar verða kl. 20.30 í dag, föstu- dag, laugardag og sunnudag, auk þess sem sýningar verða kl. 17 um helgina,“ segir Rebekka. Auk verkanna sem upp eru tal- in eru á dagskrá dansverkin Rosered eftir Jóhann Frey og Í draumi eftir Nadiu Katrínu Ban- ine, en 1–3 verk eru sýnd saman á hverri sýningu. Í verkunum hafa danshöfundar fengið lista- fólk af ýmsum sviðum til liðs við sig, m.a. tónlistarhöfunda, hönn- uði, textahöfunda og leikhúsfólk. Misjafn bakgrunnur „Verkin sem flutt eru á hátíð- inni eru mjög fjölbreytt og hvert öðru ólík. Það helgast af því að danshöfundarnir eru menntaðir í ólíkum löndum og hafa misjafnan bakgrunn í dansinum. Jóhann hefur t.d. bakgrunn í klassískum Ný og fjölbreytt nútímadanshátíð haldin í Tjarnarbíói Samspil milli listforma Dansverk Sveinbjargar Þórhallsdóttur, Rokstelpan, verður meðal verka á dagskrá danshátíðarinnar Reykjavík Dansfestival 2002. BÓKAÚTGÁFAN Bjartur gerði ný- verið samning um útgáfu á bók Þor- valdar Þorsteinssonar, Ert þú Blíð- finnur, ég er með mikilvæg skila- boð, við spænska bókaforlagið Sir- uela. „Bókina kemur út í flokkn- um „Tres Edad- es“ eða „Þrjú ríki“ eins og fyrsta bókin Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, en það er afar vinsæll bókaflokkur á Spáni hugsaður fyrir aldurshópinn 8–88 ára. Í þessum bókaflokki hafa verið gefnir út fjöl- margir heimsþekktir höfundar og mun Þorvaldur vera þar í fríðu föru- neyti Josteins Gaarders, Magnusar Enzensbergers og Carol Hughes svo fáeinir séu nefndir,“ segir Snæbjörn Arngrímsson hjá Bjarti. Réttindastofa Bjarts gekk einnig frá samningi við ungverska forlagið Korna Kiato um útgáfu á fyrstu bók- inni um Blíðfinn. Kemur bókin út í desember á ungversku. Nú hafa bækurnar um Blíðfinn verið þýddar á fjölmörg tungumál. Mun þýski útgáfurisinn Bertels- mann stefna á að selja fyrstu bókina um Blíðfinn í 100.000 eintökum í kiljuútgáfunni sem kemur út í mars á næsta ári. En harðspjaldaútgáfa bókarinnar seldist í um 10.000 ein- tökum á fimm mánuðum á þessu ári. Blíðfinnur til Spánar Þorvaldur Þorsteinsson veturinn ætti ég að vera í píanó- tímum daglega allt sumarið og það gerði ég í þrjú ár. Hann lagði mikla áherslu á að kenna mér að vinna vel, og lét mig æfa strax átján Chopin-etýður. Þær hafa hver sinn karakter og hver þeirra krefst sinnar aðferðar í vinnslu og æfingu. Ég get ekki sagt að ég hafi notið Chopins þá, því kenn- arinn var mjög harður við mig og lét mig vinna mikið. Ég æfði ekki bara etýðurnar, því hann lét mig líka æfa konsertinn, sónöturnar, prelúdíurnar, skertsóin, masúrk- ana og ballöðurnar, auk tónlistar eftir önnur tónskáld. Hann vék ekki frá mér allan daginn og hlustaði á mig æfa þetta; – og næsta morgun var hann mættur aftur. En þegar ég lít til baka þakka ég honum þótt þetta hafi verið erfitt. Hann sagði að markmið sitt væri að gera mig að píanóleikara fyrir lífstíð; – ég átti semsagt að læra að vinna vel og þetta var mikil reynsla.“ Chopin átti eftir að rata til Ann Schein eftir fleiri leiðum, því hún vann mikið með tveimur þekktum píanóleikurum af pólskum ættum sem báðir höfðu dálæti á þessu mikla tónskáldi föð- urlands þeirra. Annar þeirra var Artur Rub- instein, sem var bæði lærimeistari hennar og vinur. Þegar hún var að æfa fyrir Chopin- tónleikaröðina árið 1980 var Rubinstein henni til aðstoðar allan tímann. Í kvöld er Chopin enn í höndum Ann Schein, og þrátt fyrir harðar æfingarnar á unglings- árum segist hún elska verkið og elska að spila það. Þegar hljómsveitarstjóri kvöldsins, Stan- islaw Skrowaczewski, var að leggja til hvaða pí- anókonsertar færu vel með níundu sinfóníu Bruckners, sem verður líka spiluð á tónleik- unum í kvöld, fékk Ann Schein lista yfir þau verk sem komu til greina. Chopin-konsertinn var þar, og hún ákvað strax að spila hann. Merkilegt nokk, – leiðir Ann Schein og Skrowaczewskis lágu saman í þessu verki á tón- ANN Schein leikur einleik íPíanókonsert nr. 2 í f-mollop. 21 eftir Chopin á Sin-fóníutónleikum í kvöld. Ann Schein kom hingað fyrst árið 1958 á leið í tónleikaferð til Evrópu. Reykja- vík var fyrsti staðurinn í heiminum sem hún heimsótti utan Bandaríkj- anna, og hér lék hún einmitt verkið sem hún leikur í kvöld, annan píanó- konsert Chopins. Hún kom hingað nokkrum sinnum á árunum um 1960. Ann Schein kom ekki aftur fyrr en í hitteðfyrra. Síðan þá hefur hún kom- ið nokkrum sinnum. Ann Schein var orðin þekkt strax á unglingsaldri, og ferðaðist víða um heim til tónleikahalds og var mikils metin. Það þótti því mörgum súrt í broti þegar hún lagði einleikaraferilinn á hilluna til að sinna fjölskyldu sinni í lok áttunda áratugarins. En hún kvaddi tónleikasviðið með stæl, því árið 1980 vann hún það afrek að spila öll píanóverk Chopins í Alice Tully Hall í New York, í tón- leikaröð sem stóð í nokkra mánuði. Með Chopin- tónleikunum vann Ann mikinn listrænan sigur og vakti ómælda hrifningu jafnt gagnrýnenda sem áheyrenda. En Ann Schein var ekki horfin af sjónarsviðinu. Árið 1995 sneri hún aftur og hafði engu gleymt. En hvernig voru kynnin af Chopin? „Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera alla tíð hjá góðum kennurum. Ég byrjaði að læra fjögurra ára og kennari minn þá lét mig aldrei æfa neitt annað en úrvalstónlist; þar á meðal prelúdíur Chopins. Ég man ekki til þess að hún hafi lagt meiri áherslu á Chopin en önnur tón- skáld, en hann var vissulega þarna á sínum stað. Eiginmaður kennara míns var tónlistargagnrýn- andi og þau gáfu mér fyrstu plötuna sem ég eignaðist. Það voru Chopin-etýður sem ég varð mjög spennt fyrir. Þegar ég kom til næsta kenn- ara, þrettán ára gömul, lét hann mig strax byrja að æfa konsertinn sem ég spila í kvöld. Hann sannfærði foreldra mína um að auk námsins yfir leikum í Minneapolis á sjöunda áratugnum, þar sem hann stjórnaði og hún lék, – eins og í kvöld. „Ég held að Skrowaczewski sé einn mesti lista- maður sem við eigum í dag. Ég á erfitt með að koma orðum að því hvaða þýðingu það hefur fyrir mig að fá þetta tækifæri til að vinna með honum.“ Stanislaw Skrowaczewski fæddist í Póllandi árið 1923 og hóf fiðlu- og píanónám fjögurra ára. Hann samdi fyrsta sinfóníska verk sitt sjö ára gamall, hélt opinbera píanótónleika ellefu ára og stjórnaði þriðja píanókonsert Beethovens frá hljómborðinu tveimur árum síðar. Vegna hand- meiðsla lagði hann píanóleik á hilluna á stríðs- árunum, og hefur síðan einbeitt sér að hljóm- sveitarstjórn og tónsmíðum. Eftir seinni heimsstyrjöldina lærði Skrowaczewski hjá Nad- iu Boulanger í París og sigraði í Alþjóðlegu hljómsveitarstjórakeppninni í Rómaborg 1956. Eftir sigurinn þar hefur ferill hans verið óslitin frægðarför. Skrowaczewski og Ann Schein verða gestir Vinafélags Sinfóníuhljómsveitarinnar eftir tón- leikana í Sunnusal Hótels Sögu. Að sögn Guð- rúnar Nordal, formanns Vinafélagsins, er fé- lagsskapurinn öllum opinn, en markmið hans er að efla tengsl milli hljómsveitarinnar og áheyr- enda hennar. „Þetta er fyrsta starfsár félagsins; við erum að móta starfsemina og reyna að skapa lifandi samfélag kringum starf hljómsveit- arinnar og vettvang þar sem listamennirnir mæta áheyrendum.“ Í fyrsta lagi býður Vina- félagið upp á opnar æfingar þar sem félagar geta komið og hlustað á hljómsveitina undirbúa tónleika. Í öðru lagi er boðið upp á kynningu fyrir tónleika, þar sem gestur er fenginn til að tala um eitthvað sem tengist tónleikastarfinu. Fyrr í vetur kom Sigrún Eðvaldsdóttir á slíkan fund og kynnti starf konsertmeistarans. Í þriðja lagi er boðið upp á dagskrá eins og í kvöld, þar sem tónleikagestir eiga þess kost að hitta og ræða við listamenn kvöldsins. Starfsemi Vina- félagsins er kynnt á heimasíðu hljómsveit- arinnar: www.sinfonia.is. Tónleikarnir í kvöld hefjast að vanda kl. 19.30. Með Chopin í fingrunum frá fjögurra ára aldri Ann Schein ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.