Morgunblaðið - 14.11.2002, Blaðsíða 27
ballett á meðan Ástrós kemur úr
fimleikum og djassballett,“ segir
Rebekka.
„Ólöf er upprunalega menntuð
sem myndlistarkona og kemur
því með allt aðra sýn á dansinn,“
bætir Jóhann við. „Nadia er í ná-
inni samvinnu við leikhúsfólk í
sínu verki og er mikið samspil
leikhúss og dans í því verki. Í öll-
um verkunum er að finna ein-
hvers konar samspil milli list-
forma, eins og t.d. tónlistar sem
er ákaflega mikilvægur hluti af
hverju dansverki. Það eru líka
ólíkir stílar milli landa. Cameron
er t.d. Bandaríkjamaður og er
hans verk talsvert ólíkt hinum,
þar er mikil áhersla á spor, líkt
og reyndar hjá Ástrósu en hún er
líka menntuð í Bandaríkjunum.
En einn af kostum hátíðarinnar
er einmitt þessi breidd verkanna,
og er hugmyndin sú að bæði
dansáhugafólk og almenningur
geti fengið innsýn í ólík verk, allt
frá einföldum verkum, sem fólk á
auðvelt með að túlka, til óræðari
verka sem höfða e.t.v. meira til
skynjunar áhorfandans,“ segir
Jóhann.
Aðstandendur Reykjavík Dans-
festivals 2002 segjast vonast til
þess að hátíðin geti orðið fastur
liður í menningarlífi borgarinnar.
„Með hátíðinni vildum við sýna
fram á að hér á landi er nóg af
atvinnufólki í dansi til að standa
svona verkefni. Vonandi heppn-
ast þessi frumraun vel því mark-
miðið er að hátíðin fái að vaxa á
næstu árum. Við leggjum áherslu
á að komast í tengsl við aðrar
danshátíðir og vonumst til þess
að erlendir danshópar geti tekið
þátt næsta ár. Vettvangur á borð
við þennan ætti einnig að skapa
möguleika fyrir íslenska dansara
til að koma sér á framfæri á er-
lendum danshátíðum. Þannig að
hátíðin í ár er vonandi bara
fyrsta skrefið í stærra ferli,“ seg-
ir Jóhann að lokum.
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2002 27
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
HALLVEIG Rúnarsdóttir sópr-
ansöngkona hélt sína fyrstu op-
inberu einsöngstónleika í Karla-
kórshúsinu Ými í Skógarhlíð á
sunnudagskvöld við allgóða að-
sókn. Með henni á píanó lék Árni
Heimir Ingólfsson. Hallveig ætti
að vera skínandi dæmi um gildi
tónlistaruppeldis hjá söngelskri
fjölskyldu. Viðbótarreynslu hlaut
hún m.a. í Hamrahlíðarkórnum og
Hljómeyki áður en hún hóf söng-
nám hjá Sigurði Demetz og síðar
hjá Rut L. Magnússon í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík, en útskrif-
aðist með láði 2001 eftir þriggja
ára framhaldsnám í Guildhall í
London.
Ýtt var úr vör með einum fræg-
asta sönglagabálki Roberts Schu-
mann, hinum átta laga Frauen-
liebe und -leben frá 1840 við ljóð
Adelberts von Chamisso. Miðað
við eldri sönglög vínarklassíska
skeiðsins fyrir „rödd og undirleik“
hefur píanóið hér öðlazt stærra
hlutverk og sönglínan orðin sam-
ofnari spilinu. Unga stúlkan, sem í
kvæðabálki Chamissos upplifir
fyrstu ástina, er feimin og hlédræg
í fyrsta ljóðinu. Henni eykst þó
dirfska og gleði þegar í „Er, der
herrlichste von allen“ (2.) en verð-
ur í lokin að meðtaka svik og sárs-
auka, napurri reynslu ríkari.
Stelpan er orðin full-
veðja kona.
Hallveig fór með
þessi meistaralegu lög
af viðkvæmri nær-
gætni sem átti vel við
í byrjun, en hefði
kannski mátt gefa sér
lausari taum þegar á
leið. Auk þess verk-
uðu sumar hendingar
fullafmarkaðar, að
maður segi ekki and-
stuttar, líkt og sungn-
ar væru með of mikl-
um stuðningi, og
hefðu þurft að flæða
aðeins breiðar. Texta-
túlkunin var samt inn-
lifuð og þýzki framburðurinn yf-
irleitt skýr, þótt betur hefði mátt
gæla við endasamhljóðin. Slétta
raddbeitingin í lokakvæðinu var í
fallegu samræmi við textann (t.d.
„Die Welt ist leer“) og hefði mátt
heyrast töluvert oftar til tilbreyt-
ingar. Þá virtist í sama tilgangi
mega stefna að aukinni fyllingu á
neðra tónsviði, því þótt fáar hér-
lendar söngkonur skáki birtu og
tærleika Hallveigar í hæðinni, lifir
enginn á henni einni saman. Árni
Heimir lék með af mikilli lipurð og
syngjandi mýkt er minnt gat á
fyrrverandi læriföður hans Jónas
Ingimundarson, sérstaklega í Du
Ring an meinem Finger (4.).
Síðari verkin virtust liggja hlut-
fallslega betur fyrir núverandi
rödd Hallveigar en Frauenliebe-
lögin sem eru jöfnum höndum
sungin af sópran og mezzo, jafnvel
alt. Fyrst var þriggja laga flokkur,
Stemningar, eftir systur söngkon-
unnar Hildigunni Rúnarsdóttur og
samin við ljóð eftir Þuríði Guð-
mundsdóttur. Þetta voru fíngerð
og falleg lög, að mestu á tónölum
grunni en án þess að
verka gamaldags. „Í
ást sólar“ var að hluta
byggt ofan á þrástefi,
sérlega tært samið og
sungið. Nokkru
dimmara var yfir „Líf
og ljóð“ er leitt gat
hugann að n.k. Balk-
anþjóðlagaskotnum
impressjónisma í
ósamhverfum taktteg-
undum. „Klippimynd“
sveif lengst af yfir
kyrrlægum orgel-
punkti í stöðugt ítrek-
uðum áttundarstökkv-
um, framan af í e.k.
moll en í lokin í seið-
andi þokkafullum dúr. Þau Hall-
veig túlkuðu þessa ljóðrænt gegn-
sæju tónlist af næmri alúð og
barnslegu hrifnæmi í nánu sam-
ræmi við textann.
Eftir hlé kom fyrst að þrem
bráðfallegum lögum frá fyrra
flokki Debussys úr Fêtes galantes
sem hljómuðu ekki síður fallega í
meðförum Hallveigar, ugglaust
bæði þökk sé frekar hárri legu og
undangenginni upphitun. En
sourdine var fágað sem kínverskt
postulín, Fantoches iðaði af próv-
ensölskum sumarfuna og vantaði
bara tambúrínið, og í Clair de lune
(ólíku samnefndu píanólagi en ekki
síður heillandi) skartaði söngkon-
an meiri fjölbreytni í meðferð
tónalita en áður gat að heyra í
einu og sama lagi.
Berlioz-lögin þrjú úr „Sumar-
nóttum“ voru að vonum róman-
tískari í stíl en samt gædd svipaðri
suðrænni hlýju, með dillandi
hljómborðs„mandólín“ í Villanelle
en lygnri líðandi melódík í Le
Spectre de la Rose og L’Île in-
connue, og tókust prýðilega. Loks
voru þrjú söngleikslög eftir Kurt
Weill. Fyrst Alabama Song úr
Mahagonny (1929) sem opinberaði
brumandi hæfileika Hallveigar til
gamansöngs, en að endingu tvö lög
úr Lady in the Dark. Nánar til
tekin hin eftirminnilega ballaða
My Ship (með fallega sléttum
lokabrjósttóni a la Kim Criswell)
og „burlesque“-gamanperlan The
Saga of Jenny sem Hallveig tók
með kersknu togarajaxlatrompi
við fjaðurmagnaðan píanómeðleik
Árna Heimis og glimrandi góðar
undirtektir áheyrenda.
TÓNLIST
Ýmir
„Debút“-tónleikar Hallveigar Rúnars-
dóttur sóprans. Schumann: Frauenliebe
und -Leben. Hildigunnur Rúnarsdótt:
Stemningar. Debussy: Fêtes Galantes. 3
lög úr Les Nuits d’Été eftir Berlioz. Weill:
Alabama Song, My Ship & The Saga of
Jenny. Píanóleikur: Árni Heimir Ingólfs-
son. Sunnudaginn 10. nóvember kl.
19:30.
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
Hallveig
Rúnarsdóttir
Víðfeðm frumraun
Hátíðarfatnaður
íslenskra karlmanna
Hátíðarfatnaður íslenskra
karlmanna hefur notið mikilla
vinsælda frá því farið
var að framleiða hann.
Færst hefur í vöxt að íslenskir
karlmenn óski að klæðast
búningnum á tyllidögum, svo
sem við útskriftir, giftingar,
á 17. júní, þorrablót,
við opinberar athafnir hérlendis
og erlendis og við öll önnur
hátíðleg tækifæri.
Nýtt kortatímabil
Pantanir óskast sóttar
Herradeild Laugavegi, sími 511 1718.
Herradeild Kringlunni, sími 568 9017.
P
ó
st
se
n
d
u
m
Hátíðarföt
með vesti
100% ull
skyrta, klútur og næla
kr. 36.900
Allar stærðir til
46— 64
98—114
25— 28
RÉTTINDASTOFA Eddu – miðlun-
ar og útgáfu hefur gengið frá samn-
ingi við Bastei-Lübbe um útgáfu á
Röddinni eftir
Arnald Indriða-
son í Þýskalandi.
Bastei-Lübbe
hefur áður tryggt
sér réttinn á
þremur öðrum
bókum Arnaldar,
Mýrinni, Sonum
duftsins og Graf-
arþögn og mun
fyrsta bók hans á
þýskum bókamarkaði líta dagsins
ljós í febrúar á næsta ári. Bastei-
Lübbe tilheyrir einni stærstu út-
gáfusamsteypu Þýskalands og hefur
á sínum snærum höfunda á borð við
Stephen King og Ken Follett. Verk
Arnaldar hafa vakið mikla athygli
erlendis að undanförnu og er þess
skemmst að minnast að stærsta út-
gáfufyrirtæki heims, Random
House, keypti réttinn á Grafarþögn
og Mýrinni í Bretlandi nú í haust. Þá
eru bækur hans væntanlegar á
sænsku, dönsku, finnsku og hol-
lensku.
Röddin hljóm-
ar í Þýskalandi
Arnaldur
Indriðason
ELSA Waage kontraaltsöngkona hélt einsöngs-
tónleika í Cinema Nuovo í Sovico á Ítalíu á dög-
unum. Meðleikari hennar á tónleikunum var Giulio
Zappa.
Efnisskráin samanstóð af skandinavískum söng-
lögum; allt frá vel þekktum lögum eins og Var det
en dröm eftir Sibelius og lagi Atla Heimis Sveins-
sonar, Það kom söngfugl að sunnan, til laga á borð
við Tonerne eftir Sjöberg og drykkjuvísu Carls
Nielsens, Vise af Mogens.
Elsa blandar gjarnan saman klassík og kabar-
ettlögum á tónleikum sínum og fyrir jólin mun hún
halda tónleika í Como þar sem hún flytur Wesend-
onkljóð Wagners með hljómsveit fyrir hlé og Kurt
Weill-slagara eftir hlé.
Elsa Waage syngur á Ítalíu
Elsa Waage og Giulio Zappa.